Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Page 2

Skessuhorn - 09.08.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 SSiSSUIIÖÍ&KI Til minnis Skessuhom minnir á síðasta bændamarkað BV sem haldinn verður á hlaðinu á Hvanneyri á laugardaginn. VeJtirhorfnr Næstu daga er spáð hægri breytilegri átt. Fram að helgi er víðast hvar spáð skýjuðu veð- urfari og stöku skúrum og um helgina verður víða væta. Eftir helgi er útlit fyrir stífa norðan- átt og kólnandi veður. SpiArniwj viK^nnar í síðustu viku var spurt á Skessuhorn.is: „Á að hækka viðurlög við hraðakstursbrot- um?" 73% svarenda svöruðu því að tvímælalaust ætti að hækka viðurlögin, 14% svör- uðu því að alls ekki ætti að hækka þau, rúmlega 5% sögðu að sennilega ætti að hækka viðurlögin, önnur rúm- lega 5% svarenda sögðu að sennilega ætti ekki að hækka þau og að lokum svöruðu tæp- lega 3% því til að þeir vissu það ekki. í næstu viku spyrjum við: „Hafa umhverfis- mál á þínum slóðum lagast í sumar?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendin^r viKtynnetr Að þessu sinni útnefnir Skessu- horn slökkviliðsmenn á Akra- nesi Vestlendinga vikunnar fyr- ir sín störf í brunahrinunni sem gengið hefur yfir Akranes í sumar. Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Laugard. 19. iigúst U. 20 Uppsott Sunnud. 20. igást U. 15 Örfá satí laus Sunnud. 20. ágúst U. 20 ÖrH ssttl laus Fðstud. 25. ágúst U. 20 ðrii satl laus Laugard. 26. ágúst U. 15 Uppsett Laugard. 26. ágúst U. 20 Uppsatt Laugard. 2. september U. 20 Stxmud. 3. september U. 15 Sunnud. 3. september U. 20 Staðfesta þarf miða með greiðsiu viku fyrir sýningardag LEIKHÚSTILBOÐ Yvircttaóur kvoldveróur og leikhusmidi kr. 4300 ■ 4800. rviíOAPANTANIR í SlMA 457 1600 w\ tAM ’MA.MG* ttiK| Glannaakstur ungra ökumanna í Borgamesi Undanfarið hefur nokkuð borið á því að ungir ökumenn sæki í framkvæmdasvæðið í gamla bæjar- hlutanum í Borgarnesi og þenji bíla sína þar. Mikill hávaði og læti hafa fylgt þessu og oftar en ekki eru nokkur umferðarlög brotin á hverju kvöldi. Lögreglan í Borgar- byggð hefur haft í nógu að snúast með að eltast við ökuþórana ungu og hefur orðið nokkuð ágengt. Theodór Þórðarson yfirlög- regluþjónn sagði í samtali við Skessuhorn að árgangarnir sem fá bílpróf séu nokkuð misjafnir og nú hafi óvenju mikið farið fyrir nokkrum nýjum ökumönnum. Lögreglan hafi hert eftirlit með ákveðnum ökumönnum og hafi þá á skrá hjá sér. Þá hefur lögreglan rætt við foreldra ungra ökumanna sem ítrekað eru staddir að glanna- akstri. Theodór segir að slíkur akstur geti valdið hættu og tjóni á bifreiðunum auk þess sem öku- menn sem teknir eru safna sér punktum. „Þeir ættu að muna það að þeir eru með ökuskírteini til reynslu. Það er síðan sýslumanns að ákveða hvort þeir fái skírteini til frambúðar að tveimur árum liðn- um. Sé til stór skrá um brot öku- manna og þeir hafa safnað sér mörgum punktum hefur það áhrif á þá ákvörðun,“ segir Theodór. Hann segir allt of algengt að lögreglan þurfi að taka að sér upp- eldishlutverk. Sumir virðist fá að valsa áfram tiltölulega óáreittir af foreldrum og skólakerfinu þar til þeir lenda á þeim vegg sem lög- reglan er. „Þá erum við stundum klagaðir fyrir mömmu og pabba. Sumir þúrfa svo að reka sig nokkrum sinnum á áður en þeir trúa því að þeir þurfi á einhvern hátt að breyta hegðun sinni,“ sagði Theodór að lokum. -KÓP Eigendum sumarhúsa boðnar lóðir á uppsprengdu verði Nokkrir eigendur sumarbústaða í landi Dagverðarness í Skorradal eru afar ósáttir með bréf sem nýir eigendur jarðarinnar hafa sent þeim þar sem þeim er boðið landið undir bústöðum þeirra til kaups á „uppsprengdu verði,“ eins og einn eigandinn orðaði það í liðinni viku í samtali við blaðamann Skessu- horns. Hafa sumir þessara aðila nú kannað möguleika á því að flytja sumarhús sín af svæðinu þegar 20 ára leigusamningur þeirra rennur út á næstu árum, vegna þess sem þeir kalla afarkosti nýrra landeig- enda. Vilja þeir ekki una því háa verði sem þeim eru boðnar lóðirn- ar til sölu á nú, en það gafhgildir því að hektari lands undir húsunum sé seldur á allt að 15 milljónir króna. Jörðin Dagverðarnes hefur í tvígang undanfarin fjögur ár skipt um eigendur og eru það nýir eig- endur, Dagverðarnes ehf. sem skrifa sumarhúsaeigendunum á jörðinni umrætt bréf. Þar er þeim boðið landið til kaups á verði sem ekki hefur sést áður, eða 925 krón- ur á hvern fermetra. Á lóðum sem standa við vatnið bætast svo 600 krónur við fermetraverðið og verð á venjulegri lóð er því komið upp í 3,8 milljónir króna. í Morgunblaðinu sl. fimmtudag er íjallað ítarlega um málið og rætt við bæði fulltrúa sumarhúsaeigenda og Arngrím Hermannsson, tals- mann Dagverðarness ehf. sem hafnar því alfarið að lóðirnar séu seldar langt yfir markaðsverði. Hann segir enga afarkosti setta, sumarhúsaeigendum sé gert kleift að kaupa lóðirnar en engu hafi ver- ið hótað og engin ákvörðun tekin um að endurnýja ekki leigusamn- inga. Hann segir málið unnið í samvinnu við stjórn Félags sumar- húsaeigenda í Dagverðarnesi. MM Akraneskaupstaður vill yfirtaka málefiii aldraðra Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar í liðinni viku var samþykkt að fela bæjarstjóra að rita ríkisvald- inu bréf um möguleika á því að bærinn yfirtaki málefni aldraðra. Bæjarfélagið hefur áður lýst yfir vilja sínum á því að yfirtaka mála- flokkinn að undangengnum samn- ingum þar að lútandi og nauðsyn- legum lagabreytingum. Á hausti komanda verður ráðstefna Sam- bands íslenskra sveitarfélaga haldin á Akureyri og er viðbúið að málefni aldraðra og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í þeim efnum verði rædd þar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að það sé ríkur vilji hjá fulltrúum allra flokka til að taka vel á málefnum aldraðra. Hann segir að undanfarið hafi verið tilraunaverkefni í gangi á Akureyri og Hornafirði um rekstur sveitarfélaga á málaflokknum og þau hafi gengið mjög vel. Það sé því eðlilegt að stíga skrefið til fulls að öllum skilyrðum uppfylltum. Full- trúar ríkisvaldsins hafi undanfarið lýst yfir vilja sínum til samninga í þessum efiium og því sé ekki nema eðlilegt að rita þeim bréf til að kanna hvar landið liggur. Aðspurður segir Gísli að ferlið geti tekið langan tíma og allir verði að vera sáttir við niðurstöðu samn- inga. I því sambandi minnir hann á hve færsla grunnskólans yfir til sveitarfélaganna tók langan tíma. Gísli segir það skemmtilega tilvilj- un að ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga verði á Akureyri í haust. „Eg var fyrir nokkrum árum fulltrúi ríkisvaldsins á ráðstefnu Sambandsins á Akureyri og þá var Gísli S. Einarsson, bœjarstjóri Akraness. stórt skref stdgið í færslu grunnskól- anna til sveitarfélaganna. Það væri því sögulegt ef aftur yrði stigið stórt skref í færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga á ráðstefhu Sam- bandsins á xAkureyri.“ -KÓP Bætur til skel- og innl) arðarækjubáta lældka ekki A dögunum gaf Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra út þrjár reglugerðir er lúta að fisk- veiðum á fiskveiðiárinu 2006/2007. Ein þeirra fjallar um sérstaka úthlutun til báta sem orð- ið hafa fyrir skerðingum á veiði- heimildum í hörpudiski og inn- fjarðarækju. Þar kemur fram að bætur til þessara báta verða óbreyttar í þorskígildum reiknað á næsta fiskveiðiári, að öðru leyti en því að rækju- og skelbátar í Arnar- firði fá nú bætur vegna verulegs samdráttar í rækjuveiðum á síðasta ári. Þetta er í samræmi við þær reglur sem gilt hafa þar um. Af þessu leiðir að bætur til einstakra skel- og innfjarðarækjubáta lækka ekki á næsta fiskveiðiári, frá því sem þær eru nú, en að óbreyttu hefði orðið lækkun á bótum til þessara skipa. MM Einar K Guófinnsson, ýávarútvegsráðherra. Ekkert írí á Hominu SKESSUHORN: Útgáfa Skessuhorns tekur ekki sumarfrí þetta árið og mun blaðið koma út alla miðvikudaga ffarn til jóla. Margir lesendur vefs og blaðs hafa undanfarið spurt okkur starfsmenn Skessuhoms hvenær við fæmm eiginlega í ffí! Að sjálf- sögðu fara starfsmenn í sín sum- arfrí en við emm orðin svo vel mönnuð á ritstjóm blaðsins að það kemur ekki að sök þó einn eða tveir skjótist í frí í einu. Þetta tilkynnist hér með lesendum okkar vonandi til ómældrar ánægju. -mm Farið í umhverfisbætur GRUNDARTANGI: Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur ákveðið að tillögu hafnarstjóra að fjár- munum sem ætlaðir vom til áð skapa aðstöðu fyrir lóðsbát við Grundartangahöfn á þessu ári verði varið til frágangs á yfir- borði við höfnina. Bíða því framkvæmdir vegna lóðsbáts til næsta árs. Gísli Gíslason hafh- arstjóri segir að umhverfisbæt- urnar felist meðal annars í lagn- ingu slitlags og verður verkið unnið á næstu vikum. Á sama tíma verður einnig unnið að lagningu slitlags á hluta hafnar- svæðis í Borgarnesi. -hj Umferðaróhöpp BORGARFJÖRÐUR: Alls urðu níu umferðaróhöpp í um- dæmi lögreglunnar í Borgamesi í síðustu viku. Þar af urðu meiðsl á fólki í þremur tilvikum. Fjórtán ára piltur ók óskráðu og ótryggðu bifhjóli aftan á kyrr- stæðan fólksbíl í Skorradal. Pilt- urinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til skoðtmar. Var hann með hjálm en talið að um inn- vortis meiðsl hafi verið að ræða. Fólk á fólksbíl lenti útaf veginum á Holtavörðuheiði, rétt ofan við Biskupsbeygjuna síðastliðinn föstudag. Fólkið var flutt á heiðslugæslustöðina í Borgamesi til skoðunar en bíllinn var fluttur á brott með kranabíl. Þá fór fólksbíll út af við Geitabergsvatn á föstudeginum og valt. Tvennt var í bílnum og var fólkið flutt á sjúkrahúsið á Akranesi til skoð- unar. Bíllinn reyndist mikið skemmdur. -so Samkeppni um byggðamerki BORGARBYGGÐ: Byggðaráð Borgarbyggðar hinnar nýju, sem varð til í vor við sameiningu Borgarbyggðar hinnar fornu, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu- hrepps og Kolbeinsstaðahrepps, hefur ákveðið að ffarn fari opin samkeppni um byggðamerki hins nýja sveitarfélags. -hj 13 ára ogyngri firítt í sund AKRANES: Akraneskaupstaður hefur samþykkt að ffá og með 1. ágúst sl. verði frítt í sund fyrir öll böm yngri en 13 ára á Akranesi. Samþykkt þessi er í samræmi við málefhasamning meirihluta bæj- arstjómar og var samþykkt á bæj- arráðs fundi sl. fimmtudag. -so

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.