Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Qupperneq 6

Skessuhorn - 09.08.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 SHgSSUHöBKi Unglingalandsmótið á Laugum tókst firábærlega Vesdendingar voru fjölrnargir á Unglingalandsmóti UMFI sem fram fór að Laugum í Þingeyjarsveit um síðustu helgi. Vestlensku ung- mennasamböndin, HSH, UMSB, UDN, USK og ÍA héldu með sitt fólk á svæðið og voru um 150 vest- lensk ungmenni skráð til keppni. Ásamt krökkunum héldu norður far- ar- og greinastjórar sambandanna ásamt foreldrum og fjölskyldum. Talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi verið saman komnir að Laugum þegar mestur fólksfjöldi var á svæðinu en mótið stóð ffá föstu- degi til sunnudags. Rósa Marinós- dóttir fararstjóri UMSB var mjög ánægð með framkvæmd mótsins, sagði hún aðstöðuna á mótssvæðinu hafa verið til fyrirmyndar og alhr keppnisvellir hafi verið í göngufæri innan svæðisins. Rósa sagðist vera einna ánægðust með að ekki sást vín á nokkrum manni á mótinu enda Unglingalandsmótið vímuefnalaus hátíð. Rósa hefur farið á nokkur mót og þá hefúr hún oftast séð til fólks við drykkju en nú hafi slíkt ekki sést, sem henni þykir ffábært. Heilu fjölskyldurnar fylgdu kepp- endum að Laugum, afar og ömmur mættu á svæðið og einnig komu gestir til mótsins þótt svo þeir ættu enga keppendur á völlunum. Veðrið lék við keppendur og gesti og var A fóstudeginum var m.a. keppt ífótbolta. Sjá má glitta í ijaldborgina í baksýn. Ljósm.MM Veórió var gott mestalla helgina. Undir lokin dró þó ský jýrir sólu og órlitla úrkomu gerði á nóttunni. Ljósm.GS það að sögn Rósu hið besta útivistarveður en þó hafi rignt aðeins á nóttunni sér- staklega í mótslok. Garðar Svansson og Alda Pálsdóttir voru farar- stórar tæplega 50 kepp- enda frá HSH, en lið þeirra var í mótslok verð- launað með fyrirmyndar- bikamum, sérstökum hátt- vísisbikar fyrir háttvísi, góða umgengni og prúð- mannlega ffamkomu. Garðar tekur undir með Rósu og segir að mótið hafi verið í alla staði vel undirbúið og framkvæmd þess verið til sóma. Vel hafi farið um keppendur, fylgd- arfólk þeirra og fjölskyldur og veðr- ið hafi vissulega hjálpað ttil. Þar sem úrslit úr einstökum keppnisgreinum lágu ekki fyrir áður en Skessuhorn fór í prentun, verður greint frá þeim í næsta tölublaði. Við látum þó nokkrar myndar fylgja með. SO Lið UMSB stillir sér hér upp við mótssetninguna. Ljósm. GS UMSB © Lið HSH með fyrirmyndarbikarinn. Ljósm: HBH Hér sést í ugga hákarlsins vió Langasand. Beinhákarl við Langasand Faxaflóahafiiir óska viðræðna vegna útblást urs firá Jámblendinu Um kvöldmatarleytið á mánu- dag sást beinhákarl á. sundi rétt fyrir utan Langasand á Akranesi en hópur þeirra var einnig á ferð við Reykjanesskagann sama dag. Beinhákarlar em alveg meinlausir en geta orðið allt að 8 metrar á lengd. Þeir ferðast yfirleitt í hóp- um en hákarl sá sem sást við Akra- nes var einn á ferð. Vakti þessi sjón að vonum mikla athygli fólks sem leið átti um Langasand og ná- grenni. KÓÓ Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur falið hafharstjóra að ræða við full- trúa Islenska járnblendifélagsins hf. um útblástur frá verksmiðju félags- ins á Grundartanga. Eins og ffam hefur komið hafa tíðar bilanir verið í reykhreinsibúnaði verksmiðjunn- ar. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna sf. segir það hafa verið mönnum sýnilegt um of langan tíma að ekki væri allt með felldu í reyklosun ffá verksmiðju Islenska járnblendifélagsins og því hafi stjórn hafinarinnar þótt nauðsyn- legt að kanna málið með formleg- um hætti. Hann segir það skipta máli fyrir ásýnd hafnarinnar að öll umhverfismál hennar séu í lagi. Mikil sjónmengun sem fylgir reykntim sem skaði ímyndina, jafn- vel þó að innihald reyksins kunni að vera meinlaust. Augljóst sé að ekki sé fýsilegt að auka flutning á fiski og korni um höfnina á meðan þetta ástand vari. I viðtali við Ingimtmd Birni ffam- kvæmdastjóra Islenska jámblendifé- lagsins í Skessuhomi fyrir skömmu kom ffam að nú væri unnið að end- urbótum á reykhreinsibúnaði verk- smiðjunnar fyrir um 40 milljónir króna og að þeim ffamkvæmdum loknum muni öryggi í mengunar- vömum komast í samt lag. HJ Síðasti bænda- markaðurinn Búnaðarsamtök Vesturlands hafa staðið fyrir Bændamarkaði BV í sumar. Búið er að halda tvo markaði og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar. Nú er komið að síðasta Bænda- markaði sumarsins en hann verður haldinn á Hvanneyri laugardaginn 12. ágúst nk. milli kl 13 og 17. Á Bændamarkaði BV er boðið upp á ýmis matvæli til sölu og má þar nefna sauða- og geita- osta, geitakjöt, hákarl, harðfisk, silung, grænmeti, íslenskar jurt- ir, hvannamarmelaði, brjóstsyk- ur, bakkelsi og margt annað góðgæti. MM PISTILL GISLA Mótmœlandastojninn Mótmælendur eru sam- kvæmt mínum rannsóknum út- breiddasti andastofninn hér á landi í dag og sá eini sem hefur verið í örum vexti. Það er reyndar einkennilegt í ljósi þess að vaxtarskilyrði stofnsins eru heldur erfið og útbreiðslusvæði heldur hrjóstrug. Þótt mót- mælendur séu farfuglar þá velja þeir sér ekki alltaf bestu bú- svæðin. Það er því ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera mótmælandi. Það kallar á ferðalög milh mótmælasvæða, langvarandi útilegur, umfangs- mikla skiltagerð, náið samneyti við vinnuvélar, hlekkjanir og eitt og annað sem mig skortir þekkingu til að tíunda frekar. Á móti kemur hinsvegar það einstaka öryggi sem mótmæl- endur búa við þar sem þeir eru undir stöðugu efdrliti lögreglu. Eg er sjálfur áhugamaður um mótmæli þótt ég tilheyri kannski ekki mótmælenda- stofninum. Eg er allavega meira fyrir mótmæh en með- mæli og læt aldrei ff á mér tæki- færi til að mótmæla hástöfum. Á móti kemur þó að ég er fremur latur maður og verkfæl- inn og því hentar lífstíll hins hefðbimdna mótmælanda mér ekki sérlega vel. Það eru því sérstök forréttindi fyrir mig að geta setið vikulega á afturend- antun í þar til gerðu húsgagni og mótmælt hverju sem mér sýnist í mínum vikulega pistli. Kostimir eru meðal annars þeir að ég þarf ekki að hlekkja mig við tölvuna, nema þá í óeigin- legri merkingu. Eg þarf heldur ekki að ganga mjög á skógana til að framleiða skilti með til- heyrandi slagorðum. Eg kemst líka hjá því að þramma tugi kílómetra eða fljúga landshom- anna á milli tdl að leyta uppi verðug málefni. Eg er þar með ekki að gera htið úr þeim sem leggjast út á virkjunarsvæðum í nafhi nátt- úrunnar. Það er ömgglega ekki verri afþreying en margt ann- að. Égerreyndar þeirrarnátt- úm að bera virðingu fyrir nátt- úrnnni en mér finnst fint að geta gert það heima hjá mér. Eg vil hka að það komi ffam að ég tel það hollt að mótmæla. Þar skiptir málefnið ekki öllu því það er verknaðurinn sjálfur sem skiptir hvað mestu. Mót- mæli em nefhilega heilsubæt- andi þar sem þau losa um upp- safnaða spennu og létta á gremjunni í einhvem tíma. Þar sem ég er þegar búinn að spandera mest öllu rm'nu plássi í eitthvert kjaftasnakk, og ekki aftur snúið með það, þá ætla ég ekki að tíunda skoðanir mínar á skoðunum mótmælenda við Kárahnjúka. Það getur vel ver- ið að afstaða þeirra sé með af- brigðum heimskuleg. Það af- sakar hinsvegar ekki fram- göngu og framkomu lögreglu. Áðgerðir af því tagi sem átt hafa sér stað upp á Káranhjúk- um síðustu daga eiga ekki að vera lögreglumönnum útrás fyrir innbirgða reiði og hroka. Ef lögreglumenn þurfa að létta á sér hvað það varðar þá eiga þeir að sjálfögðu betur heima í hópi mótmælenda. Gísli Einarsson á móti.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.