Skessuhorn - 09.08.2006, Side 11
§SESSIíH©BI
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006
11
Þessi mynd er tekin af tjaldsvœðinu á Amarstapa um helgina og sýnir hve lítiö líf var á flestum tjaldsvœðmn á Snœfellsnesi.
Lítið líf á Snæfellsnesi um
verslunarmannahelgina
Blaðamaður Skessuhorns brá sér
vestur á Snæfellsnes um helgina og
kom það honum á óvart hve fátt var
um manninn á svæðinu um mestu
ferðamannahelgi ársins. Tjaldsvæði
voru víðast hvar tóm og bæir hálf
draugalegir þegar keyrt var þar í
gegn. Þar var einna helst að finna
erlenda fermenn, ýmist á Yaris bíla-
leigubílum, húsbílum eða reiðhjól-
um, sem allir höfðu mikinn áhuga á
stórbrotinni náttúru Snæfellsness.
Vakti það furðu blaðamanns að
ekki hafi fleiri Islendingar hugsað
eins og hann og ákveðið að ferðast
lítillega um landið, skoða náttúruna
og ffæðast um sögu Islands. Snæ-
fellsnes hefur upp á margt að bjóða
og er eitt af þeim svæðum á landinu
sem nauðsynlegt er að skoða. Hins-
vegar lítur út fyrir að Islendingar
séu almennt meira hrifiiir af því að
stunda útihátíðir vfðsvegar um
landið en að nýta helgina til
rólegrar náttúruskoðunar.
Þegar heimamaður var spurður
út í þetta voru svörin á þá leið að á
Snæfellsnesi er alltaf fremur rólegt
um þessa helgi. „Hér er enginn
nema einn og einn erlendur ferða-
maður en engir íslenskir," sagði
einn Grundfirðingurinn sem blaða-
maður kannaðist við þegar litdð var
inn á Essostöðina til að kaupa gas.
Grundfirðingurinn benti þó rétti-
lega á að Islendingar láti sjá sig á
þessum héraðshátíðum á Snæfells-
nesi, eins og Færeyskum dögum í
Olafsvík, Á góðri stundu í Grund-
arfirði og Dönskum dögum í
Stykkishólmi. Að hans sögn voru
Snæfellingar ekkert betri en aðrir í
þessum efnum og næsta víst að
margir hverjir hafa keyrt norður á
Akureyri, suður í Galtalæk eða far-
ið út í Eyjar með börn og buru til
að vera innan um íjölmenni í gleð-
skap. Sannar þetta kenningu blaða-
manns um hátíðarfíkn Islendinga.
KÓÓ
Verslunannamiahelgin
erilsöm hjá lögreglunni
á Akranesi
Verslunarmannahelgin var eril-
söm hjá lögreglunni á Akranesi en
slíkt er mjög óvenjulegt því venjan
hefur verið sú að fáir eru þar á ferli
þessa miklu ferðahelgi. Á forsíðu er
sagt frá eldsvoðanum við Síldar-
verksmiðjuna. Um helgina þurfti
lögreglan sjö sinnum að hafa af-
skipti af fólki vegna ölvunar og
meðal annars þurfti að vista sama
manninn tvisvar í fangageymslu
með um sólarhrings millibili vegna
ölvunar.
Um fjörutíu mál komu upp sem
tengdust umferðinni tun helgina á
Akranesi. Þrír ökumenn voru tekn-
ir grunaðir um ölvun við akstur.
Einn þeirra hafði ekið á handrið
við Suðurgötu og síðan ekið af
vettvangi. Skömmu síðar var akstur
bifreiðar stöðvaður skammt þar frá.
Á hana vantaði höggvara enda
hafði hann fallið af bifreiðinni við
áreksturinn á Suðurgötu. Ökumað-
ur bifreiðarirmar kvaðst ekki vera
ölvaður en sagðist þó hafa drukkið
tvo bjóra. Sé það satt hafa þeir ver-
ið af óvenjulegum styrkleika því
öndunarpróf ökumannsins sýndi að
áfengismagn í blóði væri 1,70 0/00
en það má ekki vera meira en 0,5
0/00.
Þá voru 13 ökumenn stöðvaðir
vegna hraðaksturs og einnig var 16
ökumönnum gert að færa bifreiðar
sínar til skoðunar. HJ
Sumarfiðrildi
Þetta fallega fiðrildi sem er um 6 cm að stœrðfannst nýlega í hílskúr við Hamravík í
Borgarnesi. Nokkur slík hafa se'st og virðist sem stórum og litskrúðugum fiðrildum sé
aðjjölga mikið hér á landi. Ljósm: Guðhjörg Ingólfsdóttir.
Akraneskaupstaður GÁMA
Opnunartími Gámu verður
lengdur á virkum
mánudögum til kl. 20.00 í
staðinn fyrir kl. 18.30
og verður tilhögun þessi í
gildi út ágústmánuð.
Starfskraftur
óskast í efnalaug
Vantar að ráða starfskraft í fullt starf í
efnalaugina Múlakot í Borgarnesi.
Ráðið verður í starfið sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún á staðnum.
Einnig má senaa umsókmr á netfangið:
kross@vesturland.is
Umsóknarfrestur er til 11. ágúst nk.
lUlQKI
Efnalaugin Múlakot ehf.
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 4371930
Sérsniðnar
öndunarvöðlur fyrir:
böm, unglinga
og konur
fltÓ
VEIÐIVÖRUR
Fluguveiðiskóli Arkó
og Pálma Gunnarssonar.
kynntu þér málið á
www.arko.is
Verð frá 18.900 kr. Vöðluskór stærð 34-46. Verð frá 29.900 kr.
Verð frá 7.900 kr.
Einnig Nielsen flugustöng með hjóli og línu frá 15.690 kr.
Neoprene vöðlur með áföstu stígvéli skóstærð 36 til 46 frá 12.900 kr.
Þinn lífstíll, okkar metnaður kíktu við hjá okkur.
Arkó Veiðihöllin
Krókhálsi 5 g.
Sími 587 5800
www.arko.is