Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2006, Side 2

Skessuhorn - 04.10.2006, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 ^ttUsunuKi: Til minnis Viö minnum fólk á að nú er fé- lagsstarf vetrarins víðast hvar að fara í fullan gang. Þeir sem ætla sér að taka þátt í nám- skeiðum, íþrótta- eða klúbba- starfi ættu að fara að hugsa sér til hreyfings. Vectyrhorfwr Á fimmtudag verður austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast SV-lands. Á föstudag verður norðaustan- átt, víða 8-13 m/s. Dálítil rign- ing N- og A-lands, en léttskýj- að suðvestantil. Heldur kóln- andi. Á laugardag verður aust- anátt með rigningu og sums- staðar slyddu S-lands, annars þurrt að mestu en stöku él við norðausturströndina. Hiti 1 til 8 stig. Á sunnudag og mánu- dag er búist við austlægri átt og rigningu eða slyddu með köflum, einkum S- og A-lands. Hiti 0 til 8 stig. Það er komið haust! SpMrniruj vihMnnar f síðustu viku var spurt á skessuhorn.is hvort menn teldu að Vaxtarsamningur Vesturlands yrði landshlutan- um til góða. Af 478 svörum sem bárust telja 37,9% að svo verði, 29,2% telja að svo verði ekki og 32,9% vita ekki hvort Vaxtarsamningurinn verði landshlutanum til góða eða ekki. „Ertu ánœgð/ur með ráðningu Guðjóns Þórðarsonar til ÍA?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlencjiwjwr viKiAnnar Vestlendingar vikunnar eru að þessu sinni þeir sem eru í „heitasta" starfinu nú um mundir, í svíðingu í Dölum. Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Flmnttudagur s. oklðher kl. 20 - Uppsell FAstudagur S. oktAber kl. 20 - Uppsett Laugardagur 7. október kl. 20 • Uppselt Sunnurtagur 8. oktúber kl. 20 - Uppselt nmmtuda gur 12. oktúber kl. 20 - Laus sæti Föstudagtir n.október kl. 20 - ttppselt Laugartiagur 14. október kl. 20 • Uppselt Sunmutagur 15. október kl. 20 - Uppselt Fknmtudagur 19. oktdtwr kl. 20 • Laus sætl FSstudagur 20. október kL 20 - Uppselt Slaðfesta þarf miða með greiðslu víku fyrtr sýnirtgardag LEIKHÚ5TILBOÐ Tvirettaður kvóldverður og leíkhusmiöi kr. 4300 - 4800.- MIDAPANTANIR 1 SlMA 417 1600 Langhæstar tekjur á Vesturlandi eru í Skorradal Aædaðar tekjur sveitarfélaga á hvern íbúa á Vesturlandi eru lang- hæstar í Skorradalshreppi. Þetta kemur ffam í fféttatilkynningu ffá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. I Skorradal nema þessar tekjur 722.697 krónur á hvern íbúa og eru það næsthæstu áætluðu hámarks- tekjur á landinu, aðeins í Grímsnes- og Grafhingshreppi eru þær áætl- aðar hærri, sem nemur fjörutíu þúsund krónum á hvern íbúa. Lægstar tekjur á hvem íbúa á Vesturlandi em í Kolbeinsstaða- hreppi, eða 198.813 krónur og em það næstlægstar áætlaðar tekjur á landinu, aðeins Bólstaðahlíðar- hreppur er lægri sem nemur um 5.000 krónur á hvem íbúa. í Skil- mannahreppi eru áætlaðar há- markstekjur á hvem íbúa tæplega 500.000 krónur, ríflega 450.000 krónur í Hvalfjarðarsveit og ríflega 300.000 krónur á Akranesi og Innri-Akraneshreppi. Þær nema rúmlega 290.000 krónur í Borgar- byggð og ríflega 280.000 krónur í Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðu- hreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Snæfellsbær, Saurbæjarhrepptu- og Dalabyggð fá öll úthlutað tekjujöfnunarffamlög- um ffá Jöfnunarsjóði. Önnur sveit- arfélög í fjórðungnum fá enga út- hlutun vegna þess hve tekjur em áætlaðar háar á hvem íbúa. -KÓP Fisldstofa fær húsnæði í Stylddshólmi Fiskistofa er komin með húsnæði fyrir starfsemi sína í Stykldshólmi, en hún verður staðsett í Sæmundar- pakkhúsinu á Hafhargötu. I fyrra var ákveðið að færa effirlitsstarfsemi Fiskistofu að mestu út á lands- byggðina. Utibú var opnað í Vest- mannaeyjum í vor og í dag er opn- að útibú á Höfh í Homafirði. Næsta ár mtmu fimm starfsmenn starfa í hvom útibúi um sig. I apríl á næsta ári opnar útibúið í Stykkishólmi. Fyrsta kastið verða þrír starfsmenn þar, auk útibússtjóra, en þrír til við- bótar verða ráðnir árið 2008. Þá munu starfsmenn vera sjö og þar af einn til tveir með aðstöðu á Vest- fjörðum, en einn eftirlitsmaður Fiskistofu er nú þegar með aðstöðu á Isafirði. Arið 2008 verður opnað útibú í Grindavík og árið efrir verð- ur starfsmönnum á Akureyri fjölg- að. Þá verða starfsmenn veiðieftílits orðnir 39 talsins. EftirHtið ffá Akra- nesi í Hafnarfjörð fellur undir Fiski- stofu í Reykjavík. Gerður Bárðardóttir, deildarstjóri ijármála- og rekstrarsviðs Fiskistofu, sagði í samtali við Skessuhom að flutningur veiðiefrirhtsins út á land gengi samkvæmt áætlun. Auglýst yrði eftir starfsfólki fljótlega upp úr áramótum. Fiskiefrirlitsmenn em flestir búnir að ljúka a.m.k. öðm stigi í Stýrimannaskólanum, þó ekki sé gerð krafa um það. Þar að auki er horft til reynslu þeirra af greininni. Utibússtjóri hefur reksturinn á hendi sér og reynsla og menntun á því sviði er því æskileg. Gerður segir að ekki sé komin reynsla á það hvernig flumingurinn út á land hafi tekist. „Við eigum eft- ir að koma þessu öllu saman og samkeyra öll útibúin til að sjá hvemig þetta gengur. Þetta ferli er í gangi og gengur vel efrir þeim leið- um sem vom markaðar í upphafi." Starfssvæði útibúsins í Stykkishólmi verður Snæfellsnes og Vestfirðir. -KÓP Skiifað undir samning um kaup á nýrri slökkvibifreið Fulltrúar Borgarbyggðar og Ólafs Gíslasonar og Co -Eldvarn- armiðstöðvarinnar skrifuðu í gær undir samning um kaup Borgar- byggðar á nýrri slökkvibifreið. Bif- reiðin er á Renault undirvagni en að öðm leyti smíðuð í Póllandi. Akveðið var að ganga til samninga við fýrirtækið að loknu útboði. Bifreiðin er fjórhjóladrifin, með 450 hestafla vél og áhafnarhúsi fýrir sjö manns. Nokkur tæki af þessari gerð hafa verið seld hingað til lands undanfarið. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð er biffeiðin afar vel búin tækjum og má þar nefna að hún verður með 4000 lítra vatnstank og 200 lítra froðutank, 2000 W fjarstýrðu ljósamastri, 4,5 kW rafstöð, úða- byssu með froðustút á þaki og af- kastar hún um 3.200 lítrum á mín- útu, stiga, sogbörkum, reykköfun- A meðfylgjandi mynd má sjá þá Pál S Brynjarsson bæjarstjóra Borgarbyggðar, Bjama Þorsteinsson og Benedikt Einar Gunnarsson framkvœmdastjóra að undirskrift lokinni. arstólum, miðstöðvum í yfirbygg- ingu og áhafnarhúsi ásamt sér miðstöð fýrir barka til að leiða að slysstað. Bjarni segir að með tilkomu bif- reiðarinnar muni tækjakostur slökkviliðsins að vonum taka stór- stígum framförum og auðvelda slökkviliðsmönnum mjög störf sín. Kaupverð er um 17 milljónir króna og má vænta þess að hún verði tekin í gagnið í byrjun júní á næsta ári. HJ Telur bæj armálasamþykkt hafa verið brotna við uppsögn bankaviðsldpta Bæjarfulltrúi Samfýlkingarinnar í bæjarstjóm Akraness segir bæjar- málasamþykkt hafa verið brotna þegar bæjarráð synjaði um frestun á afgreiðslu tillögu um uppsögn á við- skiptum við Landsbanka Islands. Hann segir engin gögn hafa legið fýrir um málið og bæjarfulltrúar hafi því í raun ekki vitað hvað þeir vom að samþykkja. Bæjarstjórn staðfesti í liðinni viku ákvörðun bæjarráðs. A fundi bæjarstjórnar Akraness á þriðjudag var staðfest sú ákvörðun bæjarráðs að segja upp áratugalöng- um viðskiptum við Landsbanka Is- lands. A fundinum lagði Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfýlk- ingarinnar það tíl að málinu yrði vís- að til frekari umræðu í bæjarráði. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjómm. I kjölfarið staðfesti bæjarstjóm ákvörðun bæjarráðs með sjö samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar Samfýlkingarinnar sátu hjá. Sveinn segir í samtah við Skessu- horn að þegar málið kom til um- ræðu í bæjarráði hafi engin gögn verið um það send með fundarboði. A fundi bæjarráðs hafi heldur engin gögn verið lögð fýrir um hvaða við- skiptum væri í raun verið að segja upp. Hann hafði því óskað frestunar málsins sem bæjarráði hafi borið að samþykkja samkvæmt bæjarmála- samþykkt. A það hafi hins vegar ekki verið fallist. Hann hafi því óskað eft- ir minnisblaði frá bæjarritara vegna málsins þannig að einhverjar upp- lýsingar gætu legið fýrir þegar bæj- arstjórn tæki endanlega afstöðu. Þrátt fýrir að það minnisblað hafi legið fýrir á mánudag hafi bæjar- stjóri ekki sent það til bæjarfulltrúa. Bæjarfulltrúar hafi því í raun sam- þykkt uppsögn á því sem þeir höfðu enga hugmynd um hvað væri. Slík vinnubrögð geti ekki hðist í nútíma- þjóðfélagi. Meirihluti bæjarstjómar hafi einungis vísað tíl meirihluta- samkomulags en við nákvæman lest- ur þess finnist ekki stafur um slíkt. Aðspurður hvort hann hafi því í ratm verið andsnúinn uppsögn við- skipta við Landsbanka Islands segir Sveinn svo ekki vera því ekki hafi nein gögn legið fýrir til þess að mynda sér skoðun á málinu. „Við höfum átt viðskipti við bankann um margra áratuga skeið og því skil ég ekki hvers vegna það lá svona óskaplega á að segja upp þessum viðskiptum án þess að menn vissu í raun hverju væri verið að segja upp“. HJ Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu við vinnslu viðtals við Aðalstein Valdimarsson á Reykhólum í síð- asta tölublaði að sagt var að Fjóla Borgfjörð hefði verið amma hans. Hið rétta er að hún var móðir hans. Þá var hann sagður hafa gegnt stöðu formanns Landssambands vörubílstjóra. Hið rétta er að hann var varafor- maður Vörubílstjórafélags Dala- sýslu og gegndi formennsku í því það ár sem sagt var ffá. Er hér al- gjörlega við blaðamann að sakast og er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. -kóp Tvö tilboð í pósthús STYKKISHÓLMUR: Eins og fram kom í Skessuhorni fýrir nokkru stendur til að Islands- póstur láti byggja nokkur ný pósthús á Vesturlandi, m.a. á Akranesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi. Sl. mánudag voru opnuð tilboð í byggingu nýs pósthúss í Stykkishólmi og bárust tvö tilboð f verkið. Stykkishólmspósturinn greinir frá því að kostnaðaráætlun hljóði upp á 85,6 milljónir króna og reyndist lægra tilboð- ið vera frá Sumarbústöðum ehf. kr. 84,2 milljónir króna eða 98,4% af kostnaðaráætiun en hærra tilboðið ffá Skipavík hf. kr. 85,3 milljónir eða 99,6% af kostnaðaráætlun. Eftir er að yf- irfara tilboðin áður en ákvörð- un verður tekin um hverjum verður falin bygging hússins. Um verður að ræða 315 fer- metra hús ásamt öllum frágangi innan og utan dyra. Húsið mun þjóna sem aðalpóststöð fýrir svæðið og pósti ekið þaðan á aðra staði á Snæfellsnesi. Verk- inu á að vera lokið í júní 2007. -mm Deiliskipulag mennta- skólalóðar BORGARBYGGÐ: Sveitar- stjóm Borgarbyggðar hefur sam- þykkt samhljóða tillögu um deiliskipulag lóðar sem ætluð er fýrir byggingu nýstofnaðs Menntaskóla Borgarfjarðar. Fyr- irhugað er að húsið rísi á gamla íþróttavellinum við Borgarbraut í Borgamesi. Auglýst var efrir at- hugasemdum um tillöguna og bámst nokkrar. Efrir að hafa kynnt sér tíllögumar ákvað sveit- arstjóm að samþykkja tillögima að því breyttu að bílastæðum á lóðinni fjölgar úr 50 í 70. -hj Mikiðum hraðakstur BORGARNES: Lögreglan í Borgarnesi þturfri að hafa afskipti af 42 ökumönnum vegna hraðaksturs í síðustu viku. Sá sem hraðast fór var tekinn á 150 km. hraða á Vesturlandsvegi við Hafnarskóg í kolniðamyrkri. Einn ökumaður var stöðvaður sem reyndist hafa misst ökuskír- teini sitt. Þá var ökumaður stöðv- aður á Hafnarmelum og reyndist bifreið hans óskráð, ótryggð og á röngum skráningamúmemm. A honum fundust fimm til sex grömm af kannabisefnum. I Borgamesi var einn handtekinn með hassblandað tóbak á sér. -kóp

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.