Skessuhorn - 04.10.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 2006
Sofnaði
undir stýri
HVALFJARÐARGÖNG:
Ungur ökumaður gaf sig á
laugardag fram við lögreglu og
sagðist hafa verið valdur að um-
ferðaróhappi í Hvalíjarðar-
göngum nóttina áður. Að sögn
lögreglu sofnaði hann undir
stýri og missti stjórn á bílnum.
Engin slys urðu á fólki og ekki
er vitað til skemmda á bílnum
né á klæðningu í göngunum.
Maðurinn kvaðst hafa brugðið
svo við óhappið að hann ók rak-
leiðis heim, enda bíllinn ökufær
og kvaðst hann ekki hafa þorað
að tilkynna óhappið. Hann sá
svo að sér með morgninum og
gaf sig ífarn við lögreglu. Þá
var ökumaður stöðvaður af lög-
reglu snemma á laugardag
vegna einkennilegs aksturlags.
Sá er grunaður um akstur undir
áhrifum kannabisefna. -mm
Ekið á kindur
DALIR: A aðfararnótt sunnu-
dags sl. varð ökumaður fyrir því
óláni að aka á kind sem var á
ferð með tvö lömb eftir akvegi í
Dölunum. Kindin og annað
lambið drápust við áreksturinn,
en hitt lambið þurfti að aflífa.
Jóhannes B. Björgvinsson, aðal-
varðstjóri, sagði í samtali við
Skessuhom að þessi ökumaður
hefði þegar í stað látið vita af
óhappinu. Hins vegar væri það
allt of algengt að menn ækju af
vettvangi án þess að tilkynna
um óhöpp sem þessi. Aðrir veg-
farendur kæmu þá að dýmnum
og létu vita. Af þessu háttarlagi
getur stafað stórhætta. -kóp
Nóg komið með
lágmarksfjölda
VESTURLAND: A aðalfundi
Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi fyrr í mánuðinum var
samþykkt ályktun þar sem sam-
einingu sveitarfélaga á Vestur-
landi var sérsaklega fagnað.
SSV telur að sameiningar leiði
til öflugri sveitarfélaga á Vest-
urlandi sem séu eftirsótt til bú-
setu og geta tekið við fleiri
verkefnum fyrir íbúa sína. Um
leið og aðalfundurinn fagnar
þeim áföngum sem náðst hafa
leggur hann til að ekki verði um
frekari tillögugerð af hálfu
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga eða ríkisins að ræða hvað
varðar lágmarksíbúafjölda eða
sameiningu sveitarfélaga. -kóp
Ný gámastöð
formlega opnuð
GRUNDARFJÖRÐUR: Nýja
gámastöðin við Artún í Gmnd-
arfirði verður formlega tekin í
notkun á morgun, fimmmdag-
inn 5. október. íbúum Gmnd-
arfjarðar er boðið að koma á
þeim tíma og skoða gámastöð-
ina og aðstöðuna þar og þiggja
veitingar milli kl. 17 og 18. A
nýju gámastöðinni er góð að-
staða til þess að skila flokkuð-
um úrgangi í gáma. Þeir em
merktir hverri úrgangstegund
svo auðvelt er að flokka rétt.
,Allir íbúar era hvattir til þess
að koma á fimmtudaginn og
kynnast þessari nýju aðstöðu af
eigin raun,“ segir í fréttatilkyn-
inngu frá Grundarfjarðarbæ.
-mm
Stækkun Norðuráls í 220 þúsund tonn lokið
Á mánudag sl. var formlega tekin
í notkun stækkun álvers Norðuráls á
Grundartanga og er gert ráð fyrir að
framleiðslugetan í verksmiðjunni
verði komin í 220 þúsund tonn fyrir
næstu áramót. Þegar verksmiðjan
tók til starfa var afkastagetan 90 þús-
und tonn og nú er unnið við ffekari
stækkun þannig að framleiðslugetan
verði 260 þústmd tonn og sam-
kvæmt starfsleyfi getur framleiðslu-
getan orðið 300 þústmd torrn.
Fyrstu kerin í þessum áfanga
stækkunarinnar, sem telur 260 ker,
vom tekin í notkun þann 15. febrú-
ar og hafa starfsmenn fyrirtækisins
unnið hörðum höndum undanfama
mánuði að gangsemingu kerjanna.
Heildarfjárfesting við þessa stækkun
er um 35 milljarðar króna og áætlað
er að útflutningsverðmæti verk-
smiðjunnar verði um 30 milljarðar á
ári. Orkuþörfin vegna stækkunar-
innar er um 220 MW. Starfsmenn
fyrirtækisins í dag em 350-360 og að
næstu stækkun lokinni verða þeir
Borðaklippingin afstaðin og stækkunin þar meðformlega vigð.
Mannvirki Norðuráls með Hvalfjörð í bakgrunni. Til vinstri sést mótafyrir njjum
mannvirkjum fyrir næsta áfanga, í 260 þúsund tonna framleiðslugetu verksmiðjunnar.
um 400 talsins. „Við höfum verið
mjög ánægð með stækkun Norður-
áls, sem hefur staðist bæði tíma- og
kostnaðaráætlun fyrirtæksins," sagði
Logan W Krager forstjóri Century
Aluminum við þetta tækifæri.
Við athöfnina á mánudaginn
fluttu ávörp auk Kragers þeir Craig
Davis stjórnarformaður, Ragnar
Guðmundsson framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar og fjármálasviðs
hjá Norðuráli, Jón Sigurðsson iðn-
aðarráðherra og Gísli S. Einarsson
bæjarstjóri og fyrrum starfsmaður
fyrirtækisms.
Að loknum ávörpum var klippt á
borða og stækkunin formlega tekin í
notkun. Ekki færri en fimm menn;
bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra og þrír
fulltrúar fyrirtækisins framkvæmdu
þá athöfn og uppskára dynjandi
lófatak viðstaddra en fjölmenni var
saman komið á Grundartanga til að
fagna þessum áfanga.
HJ/ljósm. MM og Norðurál.
Stjórarmenn og starfsmenn Century Aluminium ásamtjóni Sigurðssyni iðnaðar- og við-
skiptaráðberra.
Inni í nýja kerskálanum.
Mildl slysahelgi í um-
ferðimii á Snæfellsnesi
Sextán ára stútur
á stolnum bíl
Þrjár bílveltur urðu með
skömmu millibili um helgina á
Snæfellsnesi. Lögreglan var kölluð
út vegna bílveltu á sunnarverðri
Fróðárheiði um klukkan 20:00 á
laugardagskvöldið. Bíll, með tvo
menn innanborðs, hafði oltið fjór-
ar veltur. Minniháttar meiðsl urðu
á ökumanni og farþega. Klukkan
3:46 aðfararnótt sunnudags var
lögreglan aftur kölluð út vegna
bílveltu á Fróðarheiði, en bíll
hafði endastungist við sæluhús á
heiðinni. Engin meiðsl urðu á
fólki, en ökumaður er granaður
um að hafa verið undir áhrifum
vímuefna. Ekki voru liðnar fimm
mínútur frá þessu útkalli þegar
lögreglunni barst tilkynning um
aðra bílveltu, að þessu sinni við
Hellnafell, rétt utan við rúlluhlið-
ið við Grundarfjörð. Lögreglu-
menn vora á leið í útkallið á Fróð-
árheiði þegar þeim barst tilkynn-
ingin. Okumaður, sem grunaður
er um ölvunarakstur, varð fýrir
innvortis meiðslum en er á góðum
batavegi en hann var fluttur með
þyrlu til Reykjavíkur.
Á sunnudaginn lenti sex ára
telpa á reiðhjóli í samstuði við bíl í
Olafsvík. Hún meiddist ekki alvar-
lega, var bólgin á vör og andliti, en
hjólið eyðilagðist. Okumaðurinn
er ekki fundinn ennþá og er talið
líklegt að hann hafi ekki áttað sig á
árekstrinum, en hann var á pallbíl.
Á sunnudagskvöldið var maður
tekinn grunaður um ölvun við
akstur.
-KÓP
Lögreglan á Akranesi hafði í lið-
inni viku afskipti af 14 ökumönnum
vegna þess að ljósabúnaði á bifreið-
um þeirra var áfátt. Algengast var að
perur væru sprungnar og var skorað
á ökumenn að koma ljósunum í lag
hið snarasta. Ekki var kært vegna
þessara brota nema búnaði væri
verulega ábótavant enda vissu öku-
menn, a.m.k. í sumum tilfelltmum,
einfaldlega ekki af því að perar
höfðu gefið sig.
Enn sjást glannalegar tölur við
hraðamælingar lögreglu. Þrír voru
kærðir í vikunni fyrir að aka biffeið-
um sínum með meira en 120
km/klst hraða þar sem hámarks-
hraði er 90 og einn var kærður eftir
að hafa mælst á 97 km hraða þar
sem hámarkshraði er 50. Alls voru
13 kærðir vegna hraðabrota.
Þrir ökumenn voru nú um helg-
ina handteknir grunaðir um ölvun
við akstur. Einn þeirra var aðeins 16
ára gamall og eðli máls samkvæmt
ökuréttindalaus. Hafði sá ekið stoln-
um bíl sem brotist hafði verið inn í
með því að brjóta rúðu. Tilkynning-
ar bárust lögreglu um að tveir menn
væru að brjótast inn í biffeið og síð-
ar að henni hafi verið ekið af stað.
Þegar lögregla kom á vettvang tók
ökumaðurinn til fótanna en var
hlaupinn uppi af lögreglu. Hinn
maðurinn var hinsvegar horfinn en
fannst síðar. Okumaðurinn viður-
kenndi að hafa ekið biffeiðinni, ölv-
aður og réttindalaus en vildi ekld
kannast við að hafa brotist inn í
hana. Félagi hans sem einnig var yf-
irheyrður kannaðist heldur ekki við
að hafa brotdst inn í biffeiðina. Frek-
ari rannsókn málsins stendur yfir.
KÓP
Komskurði lokið í Kolbeinsstaðarhreppi
Víða á Vesturlandi er komþresk-
ingu nú lokið eða hún við það að
klárast. Uppskeran er víða nokkuð
góð þrátt fyrir kulda í vor. Kom-
ræktarfélag Kolbeinsstaðahrepps
lauk þreskingu í hreppnum þann
23 september sl. og þar vora menn
bara nokkuð ánægðir með uppsker-
una. Nokkur munur er á uppskeru
eftir því hvort sáð var í mel eða
mýrlendi, en mýrlendið gaf minna
af sér núna og er það er líklegast
vegna kuldana í vor og úrkomu-
magns. Félagsmenn sáðu í rétt tæp-
lega 100 hektara í vor og var upp-
skeran rúmlega 300 tonn af byggi
sem búfé Kolhreppinga mun gæða
sér á í vetur. ÞSK
Gestur bóndi á Kaldárbakka að þreskja kom.
Asbjöm í Haukatungu ogjón Ben í Laugargerði við komvalsinn.
Einn afö'krum Komrœktarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Þessi er á Kaldárbakka og er bara
ansi stór, eða nokkum veginn eins og augað eygir.