Skessuhorn - 04.10.2006, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 2006
Róttækar tillögur Samfylkingarinnar um afnám innflutningstolla af landbúnaðarvörum myndu hafa
afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað:
Formaður Bændasamtakanna óttast jafiivel hrun
í landbúnaði og úrvinnslugreinum hans
Eins og fram hefur komið í
fféttum undanfarnar vikur hefur
þingflokkur Samfylkingarinnar
lagt fram róttækar tillögur um
lækkun matarverðs á Islandi sem
lið í stefnumótun flokksins til
næstu ára. Meðal tillagnanna er að
innflutningstollar af matvælum
verða felldir niður, virðisauka-
skattur af matvælum lækkaður og
þannig áætlað að ná mætti niður
matarreikningi heimilanna um 200
þúsund krónur á ári, sem þýðir um
fjórðungs lækkun, samkvæmt út-
reikningum Samfylkingarinnar. Is-
lenskur landbúnaður, sem og land-
búnaður í öðrum löndum, býr við
tollavernd. Henni má að hluta líkja
við kjarasamninga og vernd launa-
manna á íslenskum vinnumarkaði.
Forystumenn bænda telja að nái
þessar tillögur Samfylkingarinnar
fram að ganga þýddi það hrun ís-
lensks landbúnaðar og úrvinnslu-
greina hans. Meðal annars telur
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtakanna að einungis
stærstu úrvinnslustöðvarnar í land-
búnaði myndu halda áfram ein-
hverri starfsemi sem þýðir m.a. að
öll úrvinnsla landbúnaðar í Norð-
vesturkjördæmi gæti lagst af.
Vörugjöld felld niður
Samfylkingin hefur boðað að
flokkurinn vilji lækka matvælaverð
á Islandi og kynnti fyrir skemmstu
tillögur sem miða að því að lækka
matarreikning heimilanna um 200
þúsund krónur á ári. „Samfylking-
in hefur einn flokka barist fyrir
lækkun matvælaverðs á tmdanförn-
um árum en ríkisstjórnarflokkarnir
hafa staðið gegn slíkum tillögum á
Alþingi," sagði m.a. í tilkynningu
flokksins þann 23. september sl.
Samfylkingin hefur boðað að nú í
upphafi þings muni flokkurinn
leggja fram þingsályktunartillögu
um lækkun matarverðs þar sem
lagðar verða til stórfelldar breyt-
ingar. Samkvæmt þeim verða vöru-
gjöld af matvælum felld niður og
einnig innflumingstollar af mat-
vælum í áföngum á þá leið að 1.
júlí nk. verði helmingur þeirra af-
numinn og ári síðar verði allir toll-
ar endanlega úr sögunni. Þá verði
virðisaukaskattur á matvæli lækk-
aður um helming og breytt fýrir-
komulag tekið upp á stuðningi við
bændur þannig að teknar verði upp
tímabundnar beinar greiðslur og
umhverfisstyrkir. Þetta nýja fyrir-
komulag verði útfært í samvinnu
við bændur. „Samfylkingin mun á
komandi þingi leggja fram frum-
varp þar sem afnuminn er réttur
landbúnaðarráðuneytis til að hafna
breytingum á tollskrám, sem varða
breytingar á innflutningsvernd bú-
vara og þá leggur flokkurinn
áherslu á að landbúnaðarfram-
leiðsla falli undir samkeppnislög.
Þá vill Samfylkingin að við fjár-
lagagerð verði tryggt að allur
stuðningur við landbúnað sé opinn
og gagnsær. Matarverð á Islandi er
með því hæsta í heiminum og er
um 50% hærra en hjá nágranna-
þjóðunum. Hátt verð á matvælum
á Islandi er hins vegar heimatilbú-
inn vandi sem vel er hægt að
bregðast við. Tillögur Samfylking-
arinnar um fjórðungs lækkun á
matvælakostnaði heimilanna munu
því leiða til mikilla lífskjarabóta
fyrir almenning í landinu," segir í
tilkynningu flokksins á heimasíðu
hans ffá 23. september sl.
Stuðningskerfi
landbúnaðarins úrelt
Jóhann Arsælsson, fyrsti þing-
maður Samfylkingarinnar í Norð-
vesturkjördæmi, segir enga aðra
leið en lækkun tolla og aðflutn-
ingsgjalda færa sem hafi bein áhrif
á verðmyndun og samkeppni á
markaði matvara. Hann segir
lækkun virðisaukaskatts að vísu
hafa áhrif til lækkunar og hann eigi
Jóhann Arsœlsson, alþingismaður.
að lækka. Sú lækkun komi hins
vegar öll úr ríkissjóði. „Kaupmenn
geta ef sú leið er ein farin haldið
áfram að nota innflutningsvernd-
ina til að halda uppi verði á vörum
sem í neyslu koma í stað landbún-
aðarvara. Það þarf hins vegar að
hafa samráð við bændur um aðlög-
un að þessum breytingum. En þær
eru óhjákvæmilegar. Stuðnings-
kerfi landbúnaðarins er úrelt og
verður að taka mið af jafnræði milli
búgreina og stuðningi við land-
búnað í öðrum löndum," sagði
Jóhann í samtali við Skessuhorn.
Aðspurður hvort Samfylkingin
væri að ganga lengra í afnámi
tollaverndar á landbúnaðarvörur
en nágrannaþjóðir okkar gera, seg-
ir Jóhann: „Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem ég hef eru einungis
Norðmenn og Svisslendingar eitt-
hvað nálægt okkur í stuðningi við
landbúnað með þessum hætti. I
Evrópusambandinu er stuðningur-
inn allt öðru vísi en ytri tollmúrar
bandalagsins bætast í ratm ofan á
heildarstuðning við landbúnaðinn
þar. Samt er heildarstuðningur hér
verulega hærri en þar.“
Jóhann segir hagsmuni almenn-
ings auðvitað vera mjög mikla af
því að búa við lágt matvælaverð.
Það sjáist best á því að menn keyri
langar leiðir til innkaupa í lágvöru-
verslunum. Hann telur að verði til-
lögur Samfylkingarinnar að veru-
leika muni framboð á íslenskum
vörum ekki minnka. „Það verður
örugglega áfram effirspurn eftir
þeim ágætu vörum sem hér eru
Haraldur Benediktsson, formaður
Bcendasamtaka Islands
framleiddar og þær á að markaðs-
setja á grundvelli gæða. Ég tel að
við endurskoðun stuðningskerfis
við landbúnaðinn eigi að horfa tdl
jafhræðis milli framleiðslugreina.
Nú er þessum stuðningi mest beint
að mjólkurframleiðslu og sauðfjár-
rækt. Umbreyting á kerfinu til
stuðnings við fjölbreyttan land-
búnað er löngu tímabær og bænd-
ur hafa of lengi látið hagsmuni
framleiðenda í sauðfjárrækt og
mjólkurframleiðslu ráða allt of
miklu.“
Jóhann segir kerfisbreytingu til
almennari stuðnings við atvinnulíf
í sveitum vera nauðsynlega. „I slík-
um breytingum felast tækifæri sem
ekki nýtast í því gamla staðnaða
kerfi sem nú ríkir í landinu.
Bændaforystan verður að horfast í
augu við að ef þeir fara sífellt með
offorsi í garð þeirra sem vilja
stuðla að breytingum til hags fyrir
neytendur skaða þeir þann velvilja
sem íslenskir neytendur hafa í garð
atvinnugreinarinnar,“ segir Jóhann
að lokum.
Efasemdarraddir
innan flokksins
Þingmenn Samfylkingarinnar
eru þó ekki á einu máli um hversu
langt tillögur flokksins eigi að
ganga. Björgvin G Sigurðsson, al-
þingismaður SF í Suðurkjördæmi
sagðist t.d. í samtali við Sunn-
lenska fféttablaðið sl. fimmtudag
ekki vera allskostar ánægður með
framkomnar tillögur flokksins
varðandi lækktm matarverðs. „Eg
tek undir að leita verði leiða til að
ná matarverði niður eins og með
lækkun á virðisaukaskatti og breyt-
ingum á innflutningshöftum og
tollavernd. Þær breytingar sem
snúa að landbúnaðarkerfinu í nú-
verandi mynd þarf hinsvegar að
gera í samráði við bændur og fólk-
ið í sveitunum, á forsendum þeirra,
ekki síður en fólksins í landinu. Því
legg ég mikla áherslu á ríkulegan
aðlögunartíma að slíkum breyting-
um og á móti komi stuðningur sem
taki á þeim skerðingum sem lækk-
un verndarinnar hefur á sumar
greinar landbúnaðarins,“ sagði
Björgvin í samtali við Sunnlenska
fréttablaðið.
Hrun í úrvinnslu
kjöts og mjólkur
Forystumenn Bændasamtaka Is-
lands hafa þegar fundað með þing-
flokki Samfylkingarinnar út af
framkomnum tillögum. Þeir hafa
af því verulegar áhyggjur hvað til-
lögur flokksins gætu leitt til. Telja
þeir að ef þær komi til fram-
kvæmda séu úrvinnslustöðvar bæði
í kjöti og mjólkurvinnslu í veru-
legri hættu, einkum þær smærri.
Þá telja þeir fullvfst að veltusam-
dráttur í úrvinnslu landbúnaðar-
vara muni koma harðast niður á
smærri afurðastöðvum úti á landi.
Haraldur Benediktsson, formað-
ur Bændasamtaka Islands óttast
m.a. að öll úrvinnslustörf í Norð-
vesturkjördæmi séu f hættu. „Sam-
kvæmt Hagfræðistofnun Háskóla
Islands, yrðu afleiðingar niðurfell-
ingar tolla m.a. þær.fýrir mjólkur-
iðnaðinn að um 60% veltusam-
drátt verður að ræða. Með hliðsjón
af stöðu kjötafurðastöðva er líklegt
að ekki verði um minni samdrátt
að ræða á því sviði. Þetta þýðir í
stuttu máli að hætta er á að flest öll
úrvinnslustörf í landbúnaði í
Norðvesturkjördæmi leggist af.
Stærstu afurðastöðvarnar eru í
öðrum kjördæmum. Þá má telja
líklegt að öll svína,- kjúklinga- og
nautakjötsframleiðsla sé í hættu
nái þessar tillögur ffam að ganga,“
sagði Haraldur í samtali við
Skessuhorn.
Túlkar tíllögumar sem
aðför að stéttinni
Haraldur nefnir að sér vitanlega
sé engin þjóð að velta því fyrir sér
að fella niður alla tolla á búvörum
eða kasta frá sér landbúnaði með
öðrum hætti. „Því túlka ég tillög-
ur Samfylkingarinnar sem aðför að
íslenskum landbúnaði og sama
hvort aðlögunarár að breytingum á
tollavernd verði tvö eða fjögur,
skiptir ekki öllu máli því það ligg-
ur fyrir að okkar landbúnaður mun
ekki lifa þessar breytingar sem ekki
eru í samhengi við breytingar í ná-
grannalöndum. Þar býr landbún-
aður t.d. enn við útflutningsbætur,
sem við lögðum af hér fyrir mörg-
um árum. Eg fullyrði að það sé
ekki hagur íslensks almennings að
landbúnaður hér á landi leggist af.
Oljós loforð'um nýjan stuðning við
bændur sem verður útfærður í
samstarfi við þá er ekki annað en
skrum,“ segir Haraldur og bætir
við: „Hvergi koma fram neinir út-
reikningar á hvað verja þarf háum
fjárhæðum í því skyni. Eru það 5
eða 10 milljarðar? En eitt er alveg
ljóst að það verður ekki launafólk í
Búðardal, Borgarnesi eða öðrum
þeim stöðuiii á landinu sem missir
vinnuna, sem fær slíkar greiðslur."
„Vilja þeir fóma ígildi
15-16 álvera?“
Forystumenn bænda hafa, eins og
áður hefúr komið ffam, þegar fund-
að með Samfylkingarfólki: „A fundi
sem við sátum með þingflokki Sam-
fylkingarinnar í vikunni sem leið
reyndum við að lýsa og skýra stöðu
landbúnaðar. Vissulega er margt í
okkar rekstarumhverfi sem við vild-
um að væri betur komið. Um það
held ég að meirihluti þingflokksins
geti verið okkur sammála. Um ann-
að erum við ósammála, en aðalatrið-
ið er að þingmenn skilji um hvað
þeir eru að fjalla áður en stokkið er
af stað. Þessvegna höfum við lagt
nokkuð upp úr því að þingmenn,
forystumenn verkalýðshreyfmgar-
innar og aðrir sem vilja hag lands-
byggðar hér á landi sem mestan, geri
sér grein íyrir umfangi íslensks land-
búnaðar og hverju menn væru að
fóma næðu slíkar tillögur ffam að
ganga. Ef við eigum að teikna þetta
upp í einhverjum myndum getum
við sagt að íslenskir bændur og úr-
vinnsluiðnaður landbúnaðar jafn-
gildi í störfum talið 15-16 Norður-
álsverksmiðjum án afleiddra starfa
sem þeim iðnaði fylgir. Þetta byggj-
um við á gögnum ffá Hagstofu Is-
lands, Norðuráfi og fleirum. Vilja
menn fóma slíku? Eg held varla,“
sagði Haraldtn Benediktsson, for-
maður BI að lokum.
MM
Dalakindþessi veit vœntanlega minnst um það sem rcett er manna á milli um hvemig íslenskum landbúnaði verður tryggð Vcenleg
framtíð, enda eru menn hreint ekki á einu máli um það.