Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 13
SgKSSHgMfæM MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 2006 13 Olla sýnirfyrstu verSlauna hryssuna Ashildi á Faxahorg árið 1971. laust? Olla hlær við og segir: „Þeg- ar ég var fjögurra ára, þá hnaut með mig hross og það kom gat á kinnina á mér, þetta var eina slys- ið. Hafi ég verið hölt, skökk eða með hendina í fatla þá hefur það frekar verið eftir beljurnar en hrossin. En það eru nú rúmlega tvö ár síðan ég hef komið á hest- bak, ég fékk einhver ónot í löpp- ina. Kannski fer ég að ríða út aftur, er orðin miklu brattari." Þegar nær Ollu er gengið og spurt nánar um heilsufar, kemur eitt og annað í ljós: „Frá því um fermingu hefur bakið verið að trufla mig. Eg var með hryggskekkju og þurfti í ein fjögur ár sérstaka meðferð þess- vegna. Þá hefur ofnæmi fyrir þurr- heyi þjakað mig, ryk er mér of- næmisvaldur og ull. Einhverntím- an var ég sett í ofnæmsipróf og reyndist hafa ofnæmi fyrir öðru hverju þeirra efna sem prófuð voru. Þetta hefur samt allt bjarg- ast. Eftir að heyinu var rúllað hætti ég að nota grímu og svo hef ég lyf við asma og bólgum sem brjótast stundum upp á yfirborðið ef ég gæti mín ekki, en þá er ég alveg að kafna.“ Enn á kafi í félagsmálum En hvað með félagsmálin, hefur nokkur stund verið laus til að sinna þeim? ,Já, já, ég held ég hafi komið að flestum félögum sem hafa starfað eða starfa núna, sérstaklega þeim sem tengjast búskap eða skepnu- haldi. Eg hef reyndar aldrei leikið hjá ungmennafélaginu eða verið í kvenfélaginu. Þessa stundina er ég formaður veiðifélags um Flóku, búin að vera það síðan 1988 og öll veiðileyfi seljast eins og heitar lummur. Það er langt síðan Flóka hefur lent í bakslagi. Eg er núna í stjórn félags hrossabænda. Egvar í stjórn hestamannafélagsins Faxa í ein níu ár og er þar heiðursfélagi, mér þykir vænt um það.“ ..og þræla eins og hestur „Fyrir alllöngu var hér við tamningar yndisleg stúlka sem nú er búsett í Bandaríkjunum. Hún gaf mér einhverju sinni lítinn platta með þessari áletrun: „Það er erfitt að vera kona, maður verður að hugsa eins og karlmaður, haga sér sem dama, líta út eins og ung stúlka - og þræla eins og hestur. “ Þetta finnst mér eiga ágætlega við mig,“ segir Olla brosandi að lok- um. Viðmælandi og Olla í Nýjabæ hafa setið við spjall í eldhúsinu í Nýjabæ í drykklanga stund ásamt kettinum Mozart. Þessi virðulegi köttur sem heitir í höfuðið á tón- skáldinu er kominn á þrítugsaldur og situr á einum eldhússtólnum og mótmælir hástöfum öðru hverju að fá ekki fisk á diskinn sinn. Fjós- hundurinn Miró sem er öldungur af Schefferhundakyni fær að líta inn. Stöðugt koma við gestir úr nágrenninu, stoppa stutt, sinna ýmsum erindum, þiggja kaffitár og kveðja og við þennan eril bætist síminn sem gjammar af og til. Það er erilsamt hjá Ollu í Nýjabæ, þótt komin sé á áttræðisaldurinn. Eng- in lognmolla þegar hún er annars vegar. OG GTTækniehf. Grundartanga - 301 Akranesí Rafvirkjar - Vélvirkjar Vegna aukinna umsvifa óskar GT Tækni ehf. - Grundartanga eftir að ráða vana rafvirkja og vélvirkja. Starfssvið/Helstu verkefni • Almenn rafvirkja- og vélvirkjavinna • Ýmis verkefni tengd verksmiðjuviöhaldi Hæfniskrðfur • Starfsreynsla sem rafvirki / vélvirki í verksmiðjuumhverfi æskileg • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. | Nánari upplýsingar veitir | Gylfi R. Guðmundsson vegna vélvirkja í síma 432 0295 / 860 6195 og | Sævar Ríkarðsson vegna rafvirkja í síma 432 0297 / 860 6197 Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til GT Tækni ehf. fyrir 6. október merktar: GT Tækni ehf - Grundartanga - 301 Akranes Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla íslands Járningar og hófhirðing Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari 17.-18. október- Mið fossar Mikið um að vera á opnu húsi SMV Vika símenntunar var í liðinni viku. Af því tilefni bauð starfsfólk Símenntunarmiðstöðinni á Vestur- landi fólki að kíkja við í heimsókn á nýrri skrifstofu miðstöðvarinnar á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, skoða húsnæðið og kynna sér starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar. Af þessu tilefni kom Finnbjörn Her- mannsson, formaður Samiðnar í heimsókn og fjallaði hann um mermtun í atvinnulífinu. Guðjón Brjánsson, formaður stjórnar Símenntunarmiðstöðvarinnir opn- aði nýja og endurbætta heimasíðu SMV sem er sem fyrr á slóðinni www.simenntim.is Boðið var upp á kræsingar ffá Kaffi Paradís í Munaðarnesi, en Asta Stefánsdóttir eigandi staðarins er m.a. með námskeið á vegum Starfsmenn Símennntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. SMV á haustönn sem nefnist „Létt- ir réttir í matargerð." Einnig mætti Ragnheiður af Skaganum með sýnishorn af íslenska jólasveininum, en hún verður með námskeið á Akranesi á aðventunni í framleiðslu jólasveina. Margrét heilsunuddari mætti einnig á svæðið með „ferða- nuddbekkinn“ sinn og gafst gestum tækifæri á að fá slökunarnudd. MM ----- --_— ——--- ; : ^ Tilboðsdagar í föstudag, laugardag og sunnudag Nestið Esjubraut ís í brauðformi fvrir Með hverri pylsu fylgir í dós (venjuleg eða light) 60% afsláttur á sælgætishar BB Konur og búvélar Grétar Einarsson bútæknifræðingur 24.-25. október - Hvanneyri Skráningar á www.lbhi.is eða í síma 433 5000 V J fiairi söguf Jj/ sugrzinifi Út er kominn annar hljómdiskur Bjartmars Hannessonar ó Norðurreykjum Fleiri sögur úr sveitinni. Diskurínn fæst ó eftirtöldum stöðum: Borgorsport Borgornesi, Baulan Stafholtstungum, Vegbitinn Reykholtsdal, Hdrskerínn Akranesi, Norðurreykjum Hólsasveit. Einnig má panta diskinn í síma 435-1219 og verður hann þá póstsendur um hæl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.