Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 Hausar sviðnir í Dölunum Þegar húmar að hausti rennur upp tími slátursins og sviðakjammanna. Um þessar mundir er verið að svíða hausa í Sláturhúsinu í Búðardal af miklum móð. Engin slátrum fer nú ffam í húsinu, eins og fram hefur komið, en Kaupfélag Skagfirðinga hefur húsakynni sláturhússins á leigu og rekur þar stórtæka svíðingu á hausum. Eftir að svíðingu lýkur verður farið að saga niður frosið kjöt. Gunn- ólfur Lárusson, sveitarstjóri í Dalabyggð, sagði í samtali við Skessuhom að það vantaði fólk í vinnu, bæði við að svíða og saga niður. „Svo virðist sem Islendingar kæri sig ekki um að vinna við þetta. Hjá okkur eru átta Pólverjar í virmu og þrír úr Dölunum,“ segir Gunnólfur og hvetur alla þá sem vantar atvinnu til að snúa sér til sláturhússins. -KOP/ Ijósm. Bjöm A Einarsson. Ráðningarsamningar skólastarfs- fólks verði ótímabundnir Byggðaráð Borgarbyggðar hefur fahð skólastjóra Kleppjámsreykja- skóla og Andakflsskóla, í samráði við fræðslustjóra sveitarfélagsins, að gera tillögu að breyttu ráðningaríyr- irkomulagi starfsfólks við skólann. Þetta var ákveðið í kjölfar óskar sem barst frá Stéttarfélagi Vesturlands. I bréfi sem Sveinn Hálfdánarson, for- maður félagsins ritaði skólastjóran- um er óskað eftir því að gerðir verði ótímabundnir ráðningarsamningar við starfsfólkið frá og með nýbyrj- uðu skólaári. I samningunum verði kveðið á um starfstíma hvers árs og þar með launatímabil hvers árs. Starfstíminn verði skólaárið og hvoragur aðih eigi nokkurt tdlkall til hins aðilans annan tíma almanaks- ársins, nema um annað semjist milli aðila. I bréfi formannsins kemur ffarn að félagið lítd svo á að fyrirkomulag þetta hafi í ratm tíðkast í skólanum um árabil. Starfsfólk hafi tafið sér það skylt að mæta við upphaf skóla- árs og skólastjóri talið það sjálfgefið að fólk mætti til sinna starfa að hausti. Einnig hafi starfsfólkið áunn- ið sér öll þau réttindi sem ótíma- bundin ráðning gefur. Því telji félag- ið sjálfsagt að óska nú efrir að ffarn- vegis verði ótímabundnir samningar gerðir við starfsfólk sem miðist við upphaf ráðningarsambands viðkom- andi starfsmanns. HJ SSVviUaðríkiðsjái um tónlistamám á firamhaldsskólastigi Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi (SSV) samþykktu á aðalfundi sínum fyrir skemmstu ályktun um að eðlilegt væri að ríkið stæði straum af tónlistarnámi á fram- haldsskólastigi. Þá var lögð áhersla á að endurskoða samning ríkis og sveitarfélaga vegna tónlistarnáms á framhaldsskólastigi í því skyni. Fundurinn samþykkti einnig álykt- un þar sem stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar var fagnað og því spáð að hún hefði mikil áhrif á byggðaþróun og mundi efla menntun í Borgarfirði og nágrenni enn ffekar. Þá var ffábæram viðtökum sem Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur fengið fagnað og lögð áhersla á áframhaldandi öflugan stuðning við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hvatt var til að sérstök á- hersla yrði lögð á eflingu iðnnáms við FVA og skoraði aðalfundurinn á stjórnvöld að koma með myndar- legtun hætti að þeirri uppbyggingu við skólann. Þá benti aðalfundurinn á mikil- vægi öflugra símenntunarmið- stöðva og taldi Símenntunarmið- stöð Vesturlands löngu hafa sannað gildi sitt. Fundurinn áréttaði mikil- vægi þess að ríkið styðji myndar- lega við þennan lið fullorðins- ffæðslu og sí- og endurmenntunar. Einnig var fagnað menningar- samningi milh ríkis og sveitarfélaga á Vesturlandi. Samningurinn sýni glögglega að mikið og blómlegt menningarlíf sé á Vesturlandi og megi nú þegar sjá jákvæð áhrif hans á svæðinu. -KÓP Fyrir stuttu héldu stöllumar ísfold Grétarsdóttir og Sigríður Asta Olgeirsdóttir, ásamt Hönnu Agústu Olgeirsdóttur tombólu í Hymutorgi íBorgamesi. Tombólan var til styrktar krabbameinssjúkum bömum og söfnuðust kr. 5.150. Hugmyndina átti Isfold ogfékk vinkonu stna Sigríði Astu með sér og Hanna Agústa aðstoðaði þær við sóluna. MM Menning, spenning - fyrir hvem? Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi A Vesturlandi hefur menning blómstrað allt ffá landnámi og eiga fáir landshlutar jafn sterka menn- ingararfleifð. I dag stunda mynd- listarmenn og handverksfólk vinnu sína í héraði, starfræktir eru kröffugir tónlistarskólar, söngstarf og ritlist blómstrar og svo mætti lengi telja. En til hvers er menning eiginlega og hvaða hlutverki gegnir hún í samfélagi eins og á Vestur- landi? Hvers virði er menning og er virkilega hægt að hagnast af henni? Þetta era nokkrar af þeim spurn- ingum sem fjallað verður um á ráð- steftiu um menningu á Vesturlandi sem haldin verður á Bifföst af til- stilli Menningarráðs Vesturlands og Háskólans á Bifröst laugardag- inn 14. október nk. Á málþinginu mun Njörður Sig- urjónsson, doktorsnemi við City University í London og lektor við Háskólann á Bifföst halda fyrirlest- ur og stýra umræðum undir nafh- inu: Menning, spenning - fyrir hvem? Kjartan Ragnarsson mun fjalla um stofiiun og rekstur Land- námssetursins. Bárður Orn Gunn- arsson, markaðsstjóri VIS mun fjalla um af hverju fyrirtæki eigi að styrkja menningu og Elísabet Har- aldsdóttir mun kyrma Menningar- ráð Vesturlands. Tónlist, myndlist og listhandverk verður stór hluti ráðstefnunnar og verða styrkþegar Menningarráðs áberandi. Nemendur úr Grunda- skóla á Akranesi flytja tónlist en þau hlutu styrk fyrir verkefriið Ungur gamall. Þá mun Elísa Vilbergsdótt- ir, sópransöngkona flytja nokkur lög við undirleik Jónínu Ernu Arn- ardóttur úr Borgarnesi sem einnig hlaut styrk úr sjóðnum. Þess má geta að Elísa kemur sérstaklega frá Þýskalandi vegna þessa viðburðar. Kjartan Ragnarsson sem kynnir Landnámssetrið í Borgarnesi og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hlutu hæsta styrk Menningarráðs vegna Landnámssetursins. Mynd- lista- og listhandverksmenn munu halda sýningu samhliða ráðstefn- unni: Páll Guðmundsson frá Húsa- felli, Lára Gunnarsdóttir úr Stykk- ishólmi, Snjólaug Guðmundsdóttir ffá Brúarlandi, Dýrfinna Torfadótt- ir frá Akranesi, Ingibjörg Ágústs- dóttir ffá Stykkishólmi og Sigríður Erla Gunnarsdóttir sem kynnir verkefni unnin úr Búðardalsleir. Málþingið hefst kl.10 og stendur til 16. Það er opið öllu áhugafólki um menningu. Ráðstefhugjald er 2.500 kr. og innifalið er hádegis- matur og kaffi. Skráning fer fram á heimasíðu Biffastar www.bifrost.is, á netfanginu bifrost@bifrost.is eða í síma 433 3000. Nánari upplýsingar veitir Elísa- bet Haraldsdóttir, menningarfull- trúi Vesturlands í síma 8925290 eða á menning@vesturland.is MM Hótel HeUissandur opið í vetur Hótel Hellissandur á Hell- issandi verður opið í vetur. Þar með bætist eitt gott hótel við á Vesturlandi sem býður upp á þjónustu allt árið. Jón Arnar Gestsson hefur tekið að sér rekst- urinn á komandi vetri og stefnir hann að því að hefja starfsemi á hótelinu um miðjan október, en til þess tíma er hægt að hafa sam- band við hann í síma 899-7171. Hótelið mun í vetur bjóða upp á alla almenna hótelþjónustu. MM Hótel Hellissandur. Samkomulag í deilu VLFA og fiskvinnslufyrirtækis Deilu Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) og fiskvinnslufyrirtækis á Akranesi er nú lokið með þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hyggst ekki láta taxtaviðauka sem VLFA og Samtök atvinnulífsins sömdu um hafa áhrif á bónusgreiðslur. I því samkomulagi gert ráð fýrir fastri krónutöluhækkun á laun þeirra sem fá greidd laun sam- kvæmt taxta kjarasamninga. I því felst að þeir sem eru yfirborgaðir hjá vinnuveitanda sínum áttu ekki rétt á viðbótargreiðslunni. Fyrir- tækið taldi sig því hafa heimild til að lækka fastan bónus, sem hluti af starfsmönnum hefur haft um áraraðir, til jafhs við þá hækkun sem um var samið. VLFA mótmælti þessari gjörð og líkt og Skessuhorn greindi ffá var fyrirhugað að fara með málið fyrir Félagsdóm í ágúst. Nú hefur fyrir- tækið fallist á að greiða starfs- mönnum eftír umræddum taxtavið- auka með sama hætti og Verkalýðs- félag Akraness lagði til við fyrir- tækið í byrjun. -KÓP Síðustu laxamir komnir á land Nú er laxveiði að ljúka á þeim svæðum sem enn eru opin fyrir stangaveiði, en síðustu ánum var lokað 30. september. Lokatölur eru víðast hvar komnar í hús. Sum- arið í heild er að skila um 15 þús- und færri löxum en í fyrra, en geta verður þess að þá var metveiðiár. Undantekning er þó í tilviki Rangánna þar sem veiði verður stunduð í október. Þrettán lax- veiðiár á landinu náðu þúsund laxa markinu að þessu sinni. Þetta era niðurstöður samkvæmt vef Lands- sambands Veiðifélaga á; www.angling.is. I lok vertíðar í fyrra höfðu til samanburðar að minnsta kosti sautján laxveiðiár náð þessu marki. Hítará á Mýrum endaði í 554 löxum og gaf aðalsvæðið 414 laxa. Haffjarðará gaf 1049 laxa og Straumfjarðará endaði í 502 löx- um. I Núpá togaðist upp eitthvað af laxi og einnig á Vatnasvæði Lýsu. Þegar allt hefur verið talið í Norðurá er áin í 2285 löxum. Þverá endaði í 2176 löxum, Flóka- dalsá í 438 löxum, Grímsá og Tunguá í 1118 löxum, Reykjadalsá í 124, Andakflsá í yfir 250 löxum, Gljúfurá í 187 löxum, Laxá í Leir- ársveit í 700 löxum og Laxá í Kjós 1023 löxum. I Dölunum er staðan sú að Hvolsá og Staðarhólsá gáfu 170- 180 laxa, Krossá 187 laxa, Fáskrúð 178 laxa, Laxá í Dölum 1100 laxa og Miðá 230 laxa. GB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.