Skessuhorn


Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 15
á«kÉÍ$sim©í£R[ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 15 Fiskbúð opnar innan skamms á Akranesi Hjánin Jóhannes og Herdís í dyrum v<entanlegrar verslunar. Að öllu óbreyttu mun fiskbúð opna innan tíðar á Akranesi. Það eru hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson sem standa munu að verslun- inni og verður hún til húsa í húsnæði fyrirtækis þeirra, Fiskverkun Jó- hannesar Ólafssonar að Ægisbraut 29 á Akranesi. Þótt ótrúlegt sé þá mun fiskbúð ekki hafa verið starfrækt um árabil á Akranesi og eftdr því sem næst verður komist er engin fiskbúð starfandi á vestur- hluta landsins frá Reykjavík til Siglufjarðar. I samtali við Skessuhorn segir Herdís að nokkrar breytingar hafi orðið á starfsemi fyrirtækisins að undanförnu og meðal annars hefði það dregið sig út úr útgerð. í kjöl- far þess hafi ýmsir möguleikar ver- ið ræddir í rekstri og niðurstaðan orðið sú að taka hluta húsriæðis fyr- irtækisins undir fiskbúð og vinna iðnaðarmenn nú hörðum höndum að innréttingu húsnæðisins. „Um leið og það spurðist út að við stefridum á opnun fiskbúðar höfum við fengið afar jákvæð viðbrögð sem sanna að það hefur lengi verið beðið eftír þjónustu sem þessari hér á Akranesi. Við ætlum að vanda til verka og bjóða neytendum eins fjölbreytt úrval fiskteg- unda og fiskrétta og mögulegt er. Nútíminn með hraða sínum vill meira unna rétti og við munum mæta þeim kröf- um ásamt því að sinna þeim sem vilja gefa sér meiri tíma við matreiðsl- una“ segir Herdís. Ekki er ákveðið hvenær verslunin opnar en að sögn Herdísar er stefnt að því að það geti orðið í kringum næstu mánaðamót. Fyrir- tækið hefur um langt skeið sinnt þörfum mötuneyta fyrirtækja og stofiiana og mun gera það áfram. HJ Múrarar að stórfum í húsnœðinu. A undanfómum vikum hefur hin nýja verslunarmiðstóð risið á miklum hraða. Það eru nágrannar hennar, íbúar við Dalhraut og Esjuvelli sem hafa krafist hljóðmanar til að minnka sem kostur er truflun af völdum umferðar við miðstöðina. Samþykkt að koma upp hljóðmön við Miðbæjarreit Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi þann 28. sept- ember að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að gera tillögu um grjót- og jarðvegsmön við lóða- mörk Miðbæjarreitar annars vegar og Esjuvalla og Dalbrautar hins vegar. Líkt og Skessuhorn greindi ffá sendu íbúar í tveimur umrædd- um götum undirskriftalista til bæj- aryfirvalda í maí síðastliðnum, þar sem hljóðmanarinnar var krafist. Fundað var með lóðarhöfum um málið strax í vor. Þann 12. september ítrekuðu íbúarnir kröfur sínar í bréfi til bæj- arráðs. Þar að auki kröfðust þeir þess að innkeyrsla frá Kalmans- braut yrði færð eins mikið og hægt væri í vesturátt á lóð í eigu bæjar- ins. Bílastæði við húsið yrði fært til þannig að innkeyrsla á það yrði eingöngu meðfram verslunarhús- næðinu. Einnig var þess krafist að komið yrði í veg fyrir möguleika á gegnumakstri milli Dalbrautar og Kalmansbrautar. Eins og fyrr var greint frá sam- þykkti bæjarráð á fundi sínum, sem haldinn var á Hótel KEA vegna að- alfundar Samtaka sveitarfélaga, að reisa mönina. Að auki samþykkti bæjarráð að fela sviðsstjóranum að kanna möguleika á því að vegur liggi vestan bílastæða við norður innkeyrslu á reitinn. Ekki er minnst á kröfuna um að koma í veg fyrir gegnumakstur. Ibúar hverfisins hafa áhyggjur af því að verði hann heimilaður muni umferð aukast til muna og menn muni keyra í gegn- um hverfið til að losna við umferð- arljós. Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissvið, sagði í samtali við Skessuhom að verið væri að finna lausn sem mundi stuðla að sæmilegum friði um mál- ið. Hann sagði mönina þurfa að vera nokkuð bratta og því hefðu verið uppi hugmyndir um timbur- hljóðmön. Ibúar hafa hins vegar mótmælt þeirri hugmynd og krafist þess að um jarðvegsmön verði að ræða. Þorvaldur segir að menn hafi rekist á athyglisverða hugmynd austur á Egilsstöðum. „Þar em þeir með torfhleðsluvegg sem búinn er til úr þökurenningum. Hann getur staðið bísna bratt og er fyrir vikið nokkuð skemmtileg hugmynd." -KÓP Geisladiskur seldur til söfiiunar fyrir Ama Ibsen Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar sl. fimmtudag var lagt ffarn erindi um styrkbeiðni frá Kára Árnasyni. Kári er tónlistarmaður og hyggur á útgáfu geisladisks. All- ur ágóði af sölu disksins rennur í sjóð til handa Árna Ibsen, föður Kára. Ámi fékk alvarlegt heilablóð- fall fyrir rúmum tveimur ámm síð- an. Árni Ibsen er öllu áhugafólki um menningu að góðu kunnur, ekki síst Skagamönnum. Hann er Akurnes- ingur og hefur komið að ýmsum menningarviðburðum í bænum og hefur einnig fjallað um Skagann í útvarpsþáttum. Hann hefur verið sjálfstætt starfandi leikritaskáld og rithöfundur síðan 1995. I umsókninni var óskað eftir styrk upp á 200 þúsund krónur til þess að verkeftiið gæti orðið að vemleika. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að afgreiða erindið, en áður hafði menningar- og safna- nefrid mælt með erindinu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri sagði í sam- tali við Skessuhorn að eftir ætti að ganga ffá afgreiðslunni endanlega. Líklega yrði verkefnið þó styrkt þannig að ákveðinn fjöldi geisla- diska yrði keyptur, sem næmi upp undir 100 þús. krónum. KÓP r Einstakt umhverfi, metnaðarfull matargerð og bráðskemmtileg dagskrá. Sveit-Ungarnir sjá um frábæra tónlistardagskrá og halda uppi brosmildri stemningu. Jólafjöldasöngur undir stjórn Valda í Brekkukoti og Bjarna Guðmundsonar frá Hvanneyri. Tónmilda ísland einstök og hrífandi sýning um íslenska tónlist og náttúru. Tröllafossar upplýstir og heilsað upp á tröllskessuna í klettinum Jólahlaðborð matseðill Forréttir: • Hátíðarsíld • Jólasíldarsalat • Grafinn lax • Reyktur lax • Hunangskryddleginn íax • Koníakslax í kryddostahjúpi • Laxamús með kaviar • Heitreykt gæsabringa • Tvitaðreykt hrátt hangilqöt með suðrænum ávöxtum • Heimalagað sveitapaté • Heimalagað sviðapaté • Rjúpusúpa 24. og 25. nóvember l.,2.f 8. og 9. desember Verð 4.900 kr. I Aðalréttir: • Hátiðarhangikjöt • Sveitaskinka • Villikryddað jóíatamb 1 • Heilsteiktur fylltur katkúnn • Léttreykt sykursaltað grísalæri í • Innbakaður lax með spínati og gráðosti • Heitt humar og laxasalat. 5 Meðlæti: • Brún villikryddsósa • Brún gráðostasósa • Hunangsdijonsósa • Piparrótarsósa • Graflaxsósa • Köld sjávarréttarsósa • Pannerað rótargrænmeti • Rauðkál • Rauðrófur • Grænar baunir • Maísbaunir • Ferskt btandað saiat • Waldorfsalat • Kartöflu uppstúfur • Sykurbrúnaðar kartöflur • Heimatöguð rabbabarasulta • Rifsberjahtaup • Laufabrauð • Heimabakað rúgbrauð • Heimabakað kanelbrauð Eftirréttir: • Eptasatat • Súkkulaðiterta hússins • Jólaís • Sörur • Pipaáökur \______________________________________________________________________ Borðapantanir í síma: 433 5800 Nánarí upplýsingar www.steinsnar.is FOSSATÚN Tíminn og Vatnið upplifðu muninn Teppi gefa heimilinu hlýlegt yfirbragð. Þau eru hljóðeinangrandi og mjúk. Notalegt er að ganga berfættur á teppi og börn elska að leika sér á teppalögðu gólfi. Við seljum afar vönduð og endingargóð teppi úr ull. Teppin okkar eru þægileg, ofnæmisprófuð og á góðu verði. Armúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.