Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006
Tónlistarfélag Borgaríjarðar hefur
afinælisárið með sveiflu
Meðfylgandi mynd er afKrisýönu Stefánsdóttur og Sigurði Flosasyni, listamönnum sem
fram koma áfyrstu tónleikunum á starfsárinu, þann 12. okt. á Hamri. Sá sem er lenst
til vinstri er Aðalsteinn Asberg en mikið af tónlistinni er samið við ijóð hans
Frekara starf
á afmælisári
Tónlistarfélag Borgarfjarðar hef-
ur nú sitt fertugasta starfsár með
djasstónleikum sem haldnir verða á
Hótel Hamri fimmtudagskvöldið
12. október næstkomandi og hefjast
klukkan 20.30. Það eru söngkonan
Kristjana Stefánsdóttir og kvartett
Sigurðar Flosasonar sem þar koma
fram. Auk Kristjönu og Sigurðar,
sem leikur á saxófón, eru í hljóm-
sveitinni þeir Eyþór Gunnarsson
píanóleikari, Valdimar K. Sigur-
jónsson kontrabassaleikari og Pétur
Östlund trommuleikari.
Þessi hópur tónlistarmanna sendi
nýverið ffá sér tvöfaldan geisladisk
sem ber titilinn „Hvar er tunglið?“
og hefur að geyma 24 frumsamin
lög Sigurðar Flosasonar við ljóð
Aðalsteins Asbergs Sigurðssonar.
Mun það vera fyrsti tvöfaldi geisla-
diskurinn hérlendis með nýrri
djasstónlist og þar með stærsta
framlag til sunginnar íslenskrar
djasstónlistar frá upphafi. I gagn-
rýni í Morgunblaðinu talaði Vern-
harður Linnet m.a. um „...söng-
perlur, stórvirki og frjóa og skap-
andi tónhugsun.“
Kvartett Sigurðar Flosasonar
hefur gert víðreist og m.a. farið til
Japans og Kanada á undanförnum
mánuðum, en geisladiskur hans
Leiðin heim, sem kom út á síðasta
ári hlaut Islensku tónlistarverð-
launin 2005 í flokki djasstónlistar.
Kristjana Stefánsdóttir hefur einnig
sungið víða og geisladiskurinn Eg
um þig sem hún sendi ffá sér sl.
haust hlaut á dögunum frábæra
dóma í tímaritinu All About Jazz.
Tvennir tónleikar til viðbótar eru
fyrirhugaðir fyrir jól. A hinum
fyrri, sem haldnir verða í Reyk-
holtskirkju fimmtudaginn 16. nóv-
ember, munu þeir Jónas Ingimund-
arson píanóleikari og Kristinn Sig-
mundsson söngvari gleðja eyru
hlustenda. Seinni tónleikarnir eru
svo hinir hefðbundnu aðventutón-
leikar Tónlistarfélagsins sem um
árabil hafa verið haldnir í samvinnu
við Borgarfjarðarprófastsdæmi og
Reykholtskirkju á laugardegi fyrir
fyrsta sunnudag í aðventu en í ár
ber tónleikadaginn upp á 2. desem-
ber. Kammerkór Vesturlands og
einsöngvarar munu þar ásamt
hljóðfæraleikurum flytja metnaðar-
fulla hátíðardagskrá.
Dagskrá seinni hluta starfsársins
liggur ekki endanlega fyrir en þó er
rétt að geta þess að í tilefhi 40 ára
afmælis félagsins hefur verið ákveð-
ið að halda veglega afmælistónleika
sumardaginn fyrsta. Þar koma fram
listamenn sem eiga rætur að rekja
til Borgarfjarðar og frumflytja m.a.
nýtt tónverk eftir ungt íslenskt tón-
skáld.
Félagsgjaldi er stillt í hóf; það er
4500 krónur og hefur ekki hækkað
frá síðasta ári. Fyrir þessa upphæð
fá félagar aðgang fyrir tvo að öllum
tónleikum starfsársins. Tónleikar
Tónlistarfélags Borgarfjarðar eru
þó öllum opnir og er almennt
miðaverð 1500 krónur en náms-
menn og eldri borgarar eiga þess
kost að fá miða á 1000 krónur.
Ókeypis er fyrir börn yngri en 12
ára í fylgd fullorðinna.
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
stendur í mikilli þakkarskuld við fé-
laga sína og aðra velunnara fyrir
tryggð og stuðning sl. 40 ár. Það er
von stjómar félagsins að sem flestir
geti sótt tónleikana á afmælisári.
Núverandi stjórn Tónhstarfélags
Borgarfjarðar skipa Anna Guð-
mundsdóttir Borg, Jónína Eiríks-
dóttir Kleppjárnsreykjum, Margrét
Guðjónsdóttir Hvassafelli, Stein-
unn Arnadóttir Borgarnesi og
Steinunn Ingólfsdóttir Hvanneyri.
('fréttatilkynning)
Kvennakór Garoabæjar
syngur í Reykholti
Laugardaginn 7. október næst-
komandi heimsækir Kvennakór
Garðabæjar hinn sögufræga stað
Reykholt í Borgarfirði og heldur
tónleika í Reykholtskirkju kl. 17.00.
Efnisskrá tónleikanna verður afar
fjölbreytt með íslenskum og er-
lendum verkum ffá öllum tímum.
Ahersla verður þó lögð á íslensk
þjóðlög og sönglög m.a. eftir Atla
Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur-
björnsson, Mist Þorkelsdóttur,
Tryggva M. Baldvinsson og Hildig-
unni Rúnarsdóttur. Stjórnandi er
Ingibjörg Guðjónsdóttir en píanó-
leikari er Helga Laufey Finnboga-
dóttir. Tónleikarnir em liður í nor-
rænni ráðstefnu sem fram fer í
Reykholti þessa daga en tónleikarn-
ir em að sjálfsögðu öllum opnir.
Aðgangseyrir er 1000 kr.
Kvennakór Garðabæjar var
stofnaður í september árið 2000.
Stjórnandi og jafnframt stofnandi
er Garðbæingurinn Ingibjörg Guð-
jónsdóttir, sópransöngkona. Kórfé-
lagar em nú um 40 talsins. Kórinn
er orðinn einn af menningarstólp-
um Garðabæjar en frá stofnun hef-
ur hann auðgað menningarlíf
Garðabæjar og nágrennis. Nánar
má fræðast um kórinn á heimasíðu
hans www.kvennakor.is. Kvennakór
Garðabæjar hlakkar mikið til dags-
ins og vonast eftir að sem flestir
mæti á tónleikana og njóti kór-
söngsins í einni hljómfegursm
kirkju landsins.
('fréttatilkynning)
Á komandi
vori verður
gengið til al-
þingiskosn-
inga. Þrátt fyr-
ir að núver-
andi ríkis-
stjórnarflokkar hafi staðið sig vel í
að skapa hér aðstæður fyrir áður
óþekkta velmegun, þá mun árangur
í fortíð ekki vera nægilegt farteski í
þeirri hörðu kosningabaráttu sem
framundan er.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið
í ríkisstjórn samfellt ffá árinu 1991
og flokkurinn á mikið verk fyrir
höndum ef honum á að takast að
tryggja sér áframhaldandi umboð
til forystu frá þjóðinni. Flokkurinn
hefur gengið í gegnum farsæla end-
umýun í forystunni. Því til viðbót-
ar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að
ganga í gegnum ákveðna hug-
myndafræðilega endurnýjun. Ekki
svo að skilja að hann þurfi að hverfa
Að svara kalli tímans
frá stefúu sinni í neinum mála-
flokki, áherslan á frelsi einstak-
lingsins tdl orðs og athafna er ávallt
farsælust. Sjálfstæðisflokkurinn
þarf að beita sér á fleiri sviðum,
þannig að góður árangur náist þar
eins og í þeim málaflokkum sem
flokkurinn hefur beitt sér hvað
mest að. Sjálfstæðisflokkurinn á að
krefjast þeirra ráðherraembætta
sem hafa verið í höndum vinstri
manna of lengi, verði hann í áfram
í ríkisstjóm.
Ég hef verið þeirrar skoðunar að
ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum sé
vel til þess fallið að taka næstu
skref, takast á við næstu verkefúi og
koma ffam með þær lausnir sem
nýir tímar kalla á. Það er mér sem
fyrrverandi formanni ungra sjálf-
stæðismanna á Akranesi því á-
nægjulegt að núverandi formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna,
Borgar Þór Einarsson, skyldi lýsa
því yfir um helgina að hann gæfi
kost á sér á lista Sjálfstæðisflokkins
í Norðvesturkjördæmi. Fáum
treysti ég betur til þeirra verkefúa
sem ffamundan em.
Sem betur fer ætlar ungt fólk og
fólk sem ekki hefur áður haft opin-
ber afskipti af stjórnmálum að láta
til sín taka í Sjálfstæðisflokknum í
fleiri kjördæmum. I vor munu
ganga að kjörborðinu þúsundir
ungmerma sem ekki vom komin í
grannskóla þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn tók við forystu landsmála. At-
kvæði þeirra koma til með að skipta
miklu máli. Þetta unga fólk mun
ekki spyrja um árangur í fortíð, það
mun spyrja um næstu verkefni og
lausnir við þeim. Það er von mín að
sjálfstæðismenn í Norðvesturkjör-
dæmi sem og annars staðar beri
gæfu til þess að svara kalli tímans.
Asgeir Helgi Reykfjörð Gylfason,
fyrrverandi formaður Þórs, félags
ungra sjálfstæðismanna á Akranesi.
„Lesiðfyrir börnin “ hefst á Bókasafninu á Akranesi miðvikudaginn 4. október klukkan
17. Hér er Hafdís með fríðum hópi bama í Sögustund.
Sögustundir
í breyttri mynd
Sögustundir fyrir börn hafa ver-
ið við haldnar á Bókasafni Akra-
ness í nærri tuttugu ár, eða síðan í
október árið 1987. Þá byrjaði
Hafdís Daníelsdóttir bókavörður
að vera með sérstakar sögustundir
yfir vetrarmánuðina, fyrir börn á
aldrinum 3ja til 6 ára. I mörg ár
vora stundirnar tvær á miðviku-
dögum í hverri viku, fyrir og eftir
hádegi. „Þegar ég fór fyrst að
kynna mér sögustundir á bóka-
söfnum í Reykjavík var þátttaka
barna frekar dræm þar og á einu
safninu sem ég fór á mætti ekkert
barn. Því þorði ég nú ekki að vona
að þetta myndi ganga eins vel og
raun varð hér hjá okkur.í fjölda ára
vom það að jafnaði 17 til 20 börn
sem komu hingað til mín í sögust-
undir en undanfarin ár hefur þeim
fækkað og nú er svo komið að
breytinga er þörf,“ sagði Hafdís í
samtali við Skessuhorn.
Síðastliðinn vetur voru 3 til 4
börn sem komu að jafnaði. „I vet-
ur ætlum við að brydda upp á ný-
ung í safninu, en þá hefst hjá okk-
ur stund sem við köllum „Lesið
fyrir börnin.“ Þá ætla ég að setjast
í gamla góða sögustólinn minn, á
miðvikudögum klukkan 17 og lesa
upp úr einhverri nýlegri barnabók
og öllum er velkomið að koma og
hlusta, sama á hvaða aldri hlust-
endur em. Nú ef einhverjir fleiri
hafa áhuga á að lesa fyrir börnin,
eins og skáld sem hafa gefið út
barnabækur eða eitthvað slíkt, þá
er velkomið að koma og lesa eða
deila með börnunum uppáhalds
sögtmni sinni,“ sagði Hafdís um
nýju sögustundina á safninu.
Hafdísi dreymir um að ungir
foreldrar komi í auknum mæli
með börn sín á bókasafnið og leyfi
þeim að skoða bækur og að fjöl-
skyldan njóti þess saman sem safn-
ið hefur upp á að bjóða.
„Börn eru stór hluti af við-
skiptavinum okkar og höfum við
ávallt lagt alúð við að sinna þess-
um hópi. Það er von okkar bóka-
varða að þau og forráðamenn
þeirra kunni að meta þessa ný-
breytni og komi og hlusti á góða
sögu,“ sagði Hafdís að lokum.
Þess má geta að þó sögustund-
um fyrir 3ja til 6 ára börn sé lokið,
þá er bókasafnið í góðu samstarfi
við leikskólana og koma leikskóla-
börn á þessum aldri reglulega í
heimsóknir í safnið. Með þessum
heimsóknum kynnist barnið bóka-
safninu í sinni heimabyggð og
grundvöllur lagður að notkun
barnsins á bókasöfúum.
SO
Kreíjast sama
þjónustustigs símafyrir-
tækjanna um allt land
Þess er nú minnst með ýmsum
hætti að Islendingar hafa notið tal-
símaþjónustu í eitt hundrað ár.
Síminn var frá upphafi í sameigin-
legri eigu þjóðarinnar og rekin sem
almannaþjónustufyrirtæki í þágu
allra landsmanna þar til hann var
einkavæddur. I tíð núverandi ríkis-
stjórnar var fyrirtækið einkavætt og
selt fyrir á sjötta tug milljarða
króna.
Þingmenn Vinstri hreyfingar-
innar græns framboðs hafa af því
áhyggjur að einungis á þéttbýlustu
svæðum landsins sé samkeppnin að
virka neytendum til hagsbótar, en
hinar dreifðari byggðir sitji eftir.
Segja þeir að nú gæti þeirrar tilhn-
eygingar símafyrirtækja að einblína
á þjónustu við þéttbýlustu svæði
landsins, en hinar dreifðari byggðir
látnar gjalda þess að vera ekki hag-
kvæmar stærðir samkvæmt mark-
aðslögmálum þar sem viðmiðin em
arðsemiskrafa og gróðahyggja.
„Þingmenn Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs vöruðu
sterklega við því að sú einkavædda
einokun eða í besta falli fákeppni
sem búin yrði til með einkavæðing-
unni myndi koma niður á neytend-
um. Það hefur nú komið á daginn.
Gjald fyrir t.d. gsm þjónustu hefur
stórhækkað ffá því sem var fyrir
einkavæðingu Símans eða um 40%
frá 2002 meðan sambærileg þjón-
usta lækkar í nágrannalöndum okk-
ar.
Þingflokkur Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs krefst þess
að litrið sé á allt landið sem eina
heild í þjónustustigi og gjaldtöku í
fjarskiptum. Fyrirtækjum í fjar-
skiptum með markaðsráðandi
stöðu verði gert skylt að bjóða við-
skiptavinum sínum sama þjónustu-
stig á sömu verðum um allt land. I
svo stóm og dreifbýlu landi verður
aldrei hægt að skapa það sam-
keppnisumhverfi í fjarskiptum að
markaðsöflin ein tryggi að allir sitji
við sama borð. Stjórnvöld verða því
að gera þær ráðstafanir sem nauð-
synlegar em til þess að tryggja jafú-
rétti landsmanna að þessu leyti,“
segir í niðurlagi tilkynningar þing-
flokks VG.
MM