Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Qupperneq 1

Skessuhorn - 31.10.2006, Qupperneq 1
I Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt 44. tbl. 9. árg. 31. október 2006 - Kr. 400 í lausasölu Meðal efnis: • Gutti er sigurvegari helgarinnar_____Bls. 6 Hjallastefnan í hnotskurn.....Bls. 8 Vill slitlag um Uxahryggi.......Bls. 18 Ylfa og tónlistin ....Bls. 22 • Verknámskennarar uggandi........Bls. 19 • Framsóknarmönnum fjölgar.......Bls. 6 • Vildi vera ung í dag.........Bls. 12 • Níræðir tvíburar......Bls. 14 • Sextán vilja á D listann.....Bls. 6 • Sigrar Vesturlands- liðanna.......Bls. 23 • Jaðar tuttugu ára...Bls. 10 • Stuðnings- tónleikar.....Bls. 14 • Titrings- vandamál SV..BIs. 19 • Skiptar skoðanir um hvalveiðar....Bls. 10 • Tónlistaruppeldi öllum hollt...Bls. 9 • Skógrækt van- fjármögnuð ....Bls. 24 - ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Þegar sól tekur aí lækka á lofti og daginn aS stytta veróur sólarlagið oft æðifallegt. Þessi mynd tók Ragnheiður Stefánsdóttir í Borgar- nesi í gær af Borgarfjaróarbrúnni. — Fjölbrautaskóli Snæfellinga nemur land á Vestfjörðum Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra að gerð verði tilraun um rekstur fram- haldsdeildar á Patreksfirði í nánu samstarfi við eða undir stjórn Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Verður meðal annars stuðst við þá reynslu sem þar hefur fengist í því að blanda saman staðbundnu námi og dreifnámi. Tilraunin hefst næsta haust og mun standa í fjögur ár. Skipaður verður þriggja manna starfshópur sem hefur yfirumsjón með verkefninu. I honum munu sitja fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, menntamálaráðtmeyt- inu og sveitarfélögunum á stmnan- verðum Vestfjörðum. Ríkisstjórnin mun veita sjö millj- ónum króna til verkefnisins á ári meðan á tilratminni stendur. Það vekur óneitanlega athygli að Fjöl- brautaskóla Snæfellinga skuli falin umsjón með þessu verkefni en ekki Menntaskólanum á Isafirði. I skýrslu sem undirbúningsnefnd á vegum sveitarfélaganna gerði um málið eru nefndar erfiðar samgöng- ur við Isafjörð og sama eigi við um Akureyri og höfuðborgarsvæðið þangað sem ungmenni byggðanna hafa gjaman leitað til náms. Aðgen^ilegra en frá Isafirði „Við erum náttúrlega mjög ánægð með þessa ákvörðun ráð- herra og við emm nú þegar byrjuð að skipuleggja hvernig þetta verður útfært til hlítar,“ segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Fjöl- brautaskóla Snæfellinga vegna þessarar ákvörðunar menntamála- ráðherra. „Hópur, skipaður af sveitarfélögum á sunnanverðum Vestfjörðum kom hér upphaflega og kynnti sér það starf sem við höf- um unnið við skólann og það skil- aði þessum árangri. Við ætlum að byrja strax næsta haust og gemm ráð fyrir að nemendur verði í kringum 15 - 20. Það verða sömu á- herslur og í námi Fjölbrautaskólans en formið verður öðmvísi, einfald- lega vegna þess að þetta er dreifi- nám (fjarnám) og nemendurnir verða ekki alltaf á staðnum.“ Aðspurð um afhverju hún héldi að þeirra skóli hefði frekar orðið fyrir valinu en Menntaskólinn á Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari FSN. ísafirði taldi hún þær aðallega vera tvær: „Samgöngulega séð komum við sterkari út því ferðir á milli Gmndarfjarðar og Patreksfjarðar em mun aðgengilegri og ömggari en frá Isafirði. Hin er sú að við hér í Fjölbrautaskólanum erum mjög vön þessu kennsluformi sem fjar- námið er. Við eram með fljúgandi hugmyndir í gangi og hlökkum verulega til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðbjörg að lok- um.“ HJ/KH Dr. Tómas Gunnarsson forstöðu- maður Háskólaseturs Snæfellsness Háskólasetur Snæfellsness opnað Háskólasetur Snæfellsness var formlega opnað sl. föstudag í Stykkishólmi við hátíðlega at- höfn. Setrið, sem hóf starfsemi í apríl á þessu ári, er sjálfstætt starfandi rannsóknasetur Há- skóla Islands og er því ætlað að auka rannsóknir á náttúm Vest- urlands. „Fjölbreytileg náttúra Breiðafjarðar hefur kallað á slíkt setur,“ sagði Kristín Ingólfsdótt- ir, rektor HI m.a. við þetta til- efhi. Háskólasetrið hefur átt og mun eiga samstarf við innlendar og erlendar vísindastofnanir, fyr- irtæki, félagasamtök og einstak- linga. Ahersla setursins er á rann- sóknir á sérstæðri og alþjóðlega mikilvægri náttúm Breiðafjarðar og Snæfellsness eins og ffam kemur í greinargerð til fjárlaga- nefndar Alþingis um setrið. Við athöfhina á föstudag kom ffam í máli manna að setrið hef- ur nú þegar verið mikil lyffistöng fyrir sveitarfélagið og því til stað- festingar var nefnt að gistinætur erlendra ffæðimanna vegna verk- efnisins em nú þegar tun 232 og þar af 131 við Breiðafjörð. Það var hátíðleg stund þegar setrið var opnað og gestir komnir víða að. Dr. Tómas G Gunnarson, forstöðumaður setursins og eini starfsmaður þess, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Hann rakti hversu nauðsynlegt væri fyrir þjóðina að hafa gott aðgengi að Háskólasamfélaginu en ekki síð- ur væri áríðandi að búa vel í hag- inn fyrir ffæðimenn og aðstöðu þeirra. KH '&SPM SPARISJOÐUR MYRASYSLU - HORNSTEINN I HERAÐI Digranesgötu 2 • 310 Borganes • Síðumúla 27 »108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.