Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 31.10.2006, Blaðsíða 15
^tttsaunu.- MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 15 Rokkið lifir á Skaganum Sigtryggur Baldursson „Bogomil Font“ er hér með sýnikennslufyrir nemendur í síðustu viku. Fleira tánlistarfólk er vœntanlegt í skólana í dag. Þessa dagana er mikið um að vera í grunnskólunum á Akranesi því nú stendur yfir tónlistarverkefni sem hlotið hefur naftiið Ungir-Gamlir. Verkefni þessu er ætlað að stuðla að auknum metnaði og áhuga á sviði tónlistar og gengur út á það að ungir tón- listarmenn fá tækifæri til að vinna með atvinnutónlistar- mönnum og læra af reynslu þeirra. Endar verkefnið síðan með tvennum stórum tón- leikum, eða eins konar upp- skeruhátíð, í Bíóhöllinn á Akranesi þriðjudaginn 7. nóvember nk. Flosi Einarsson, tónfistarmaður og kennari í Grundaskóla stjómar verkefiiinu. I viðtali við Skessuhom segir hann ýmislegt verða á dagskrá þessa vikuna til undirbúnings verk- efhinu. ,Andrea Gylfadóttir verður með söngsmiðju þar sem hún leið- beinir þátttakendum í söng en jafh- ffamt í lagasmíðum og textagerð. Hún mun jafhffamt hjálpa þeim einsöngvurum og sönghópum, sem ffam munu koma á tónleikunum, að fi'npússa atriði sín. Þá verður Sig- tryggur Baldursson, hinn heims- þekkti trommari Sykurmolanna með meim með trommunámskeið þar sem hann leiðbeinir áhugasöm- um nemendum um trommutækni, stillingar á trommum o.fl. auk þess sem hann setur saman slagverks- hljómsveit sem fram kemur á áður- nefndum tónleikum. Einnig er Sig- tryggur tilbúinn til að spila með unglingahljómsveitunum ef vantar trommara. Kristján Ólafur Grétars- son leiðbeinir varðandi rafgítarleik og Hallgrímur Ólafsson verður með námskeið fyrir kassagítarleikara og trúbadora og Tony Kinberg, sænsk- ur gítarleikari og kennari verður hljómsveitum innan handar við að þaulæfa lög sín,“ segir Flosi. Einnig munu gamlir nemendur skólanna koma við sögu á tónleik- trnum því sigurvegarar úr Hátóns- barkakeppni grunnskólanna á Akra- nesi síðari ár munu taka lagið á tón- leikunum. A tónleikunum verðtn síðan hljómsveit sem er skipuð áð- urnefhdu fólki ásamt Eiríki Guð- mundssyni trommuleikara, Sigur- þóri Þorgilssyni bassaleikara og mér á hljómborð," segir Flosi. Hann segir að hljómsveitin þeirra muni sjá um undirleik fyrir öll söngatriðin og önnur tónlistaratriði sem þurfi und- irspil. Meðal annars mun Andrea taka lagið og aldrei að vita nema einhverjir óvæntir gestir stingi inn nefinu og hefji raust sína. Eins og áður sagði verða tónleik- amir 7. nóvember í Bíóhölhnni og stefnt er að tvennum tónleikum. „Fyrri tónleikamir verða klukkan 18 og em hugsaðir fyrir nemendur skólanna en aðrir bæjarbúar era síð- an boðnir velkomnir klukkan 21 sama dag,“ segir Flosi verkefhis- stjóri og tónlistarmaður að lokum. Þess má geta að verkefni þetta fékk myndarlegan stuðning ffá Menn- ingarsjóði Vesturlands við fyrstu út- hlutun sjóðsins í vor. MM Frumsýnt á laugardagmn Leikhópur Umf. Islendings í Andakíl og Bœjarsveit mun frumsýna verkió „MaSur í mis- litum sokkumf eftir Ammund Bachmann nú á laugardaginn kemur. Meðjýlgjandi mynd var tekin á æfingujýir í vikunni af leikurunum Þórunni Harðardóttur ogjóni Eiríkssyni í hlutverkum sínum. KH OPIÐ HÚS - BAZAR Opíð hús verður á Dvalarheímílínu Höfða laugardaginn 4.nóvember kl. 14-17. Þar verður boðíð upp á: Sýningu á nýjum málverkum Sveíns Guðbjarnasonar, íbúa á Höfða Sýningu á Ijósmyndum úr bæjariífinu fyrír 40 árum eftir Helga Daníelsson Sýníngu á skipslíkönum í eigu Sveíns Sturiaugssonar Kynningu á heimasíðu Höfða Höfðabazar — þar verða seldír munír framleíddír af íbúum og dagvístarfólkí. Heittákönnunní - Öllum velkomið að skoða helmilið. DvaíarfieimUið Höfði Akramsi Sími 431 2622 8932921 (Maggt)- 863 2622(Ótl) Erum fluttir! Að smiðjuvöllum 3 (Trésm. Akmness - Vélsm. Guðlmigs Ketils.) Við erum komnir með söluna í fúllan gang efiár flutningana. Endilega kíkið við! SYNINQ - BASAR - KAFFISALA Hinn árlegi basar á Dvalarheimilinu verður haldinn laugardaginn 4. nóvember 2006 kl 16:30. Munirnir verða til sýnis kl. 15:00 -16:30. Kaffisala verður á staðnum kl. 15:00 -17:30. Sala á basar hefst kl. 16:30. . Ágóði af kaffisölu rennur íferðasjóð heimilisfólks. j Allir hjartanlega velkomnir. I Dvalarheimili aldraðra - Borgarnesi \________________________________________________________/ Borgarbyggö SKIPULAGSAUGLÝSING Tillaga að deiliskipulagi við Borgarbraut 65, Borgarnesi í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Deiliskipulag þetta nær yfir lóð dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi vegna fyrirhugaðra stækkunar þess. Á lóðinni er einnig Heilsugæsla og.íbúðarhús aldraðra. Deiliskipulag verðurtil sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðarfrá 1.11.2006 til 29.11.2006, frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 13.12.2006. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 25.10.2006 Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. 10% afsláttur af gardínum í nóvember LATTU OKKUR FA ÞAÐ ÓÞYEGIÐ Umboðsmenn: Heimahornið Stykkishólmi Dalakjör Búðardal Verslunin Hrund Olafsvík Helga Gunnarsdóttir Hólmavík ÞvottahúsiÖ Perlari Hvammstanga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.