Skessuhorn - 31.10.2006, Qupperneq 7
^nuaunu^.
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 2006
7
Neyðarkail frá björgunarsveitum
Um næsm helgi, dagana 3.-5.
nóvember munu björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
fara af stað með fjáröflun um allt
land. Meðlimir sveitanna munu
selja lítinn „neyðarkall." Hver
neyðarkall kostar 1000 kr. Hagn-
aður af söiunni mun renna til sveit-
anna og Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og verður hann notaður til
að efla og styrkja þjálfun björgun-
arsveitarmanna landsins.
„I gegnum tíðina hefur almenn-
ingur haft mikinn skilning á störf-
um björgunarsveita enda veit fólk
að þegar neyðarkall berst bregðast
þær hratt við með allan sinn mann-
skap, búnað, tækni og þekkingu. En
þrátt fyrir að meðlimir björgunar-
sveitanna séu allir sem einn sjálf-
boðaliðar er rekstur þeirra dýr.
Þjálfa þarf björgunarsveitarfólk,
tæki og tól verða að vera tiltæk og í
góðu lagi, húsnæði þarf undir bún-
að og olíu á tækin. Fjármagns er
aflað með ýmsum hætti; sölu flug-
elda, dósasöfnun, gæsluverkefhum,
jólatréssölu og ýmsu öðru. Og nú
bætist neyðarkallinn við. Við von-
um að landsmenn taki meðlimum
björgunarsveitanna opnum örmum
og styðji þannig við bakið á fórn-
fusu starfi þeirra þúsunda björgun-
arsveitarmanna sem eru til taks all-
an ársins hring þegar samborgarar
þeirra þurfa á aðstoð að halda,“
segir m.a. í tilkynningu frá Lands-
björgu.
MM
Vantar fólk til vrnnu í Búðardal
Sögun á lambakjöti á
að hefjast í slámrhúsinu
í Búðardal þegar nær
dregur jólum. Ekki hef-
ur gengið vel að ráða
fólk í þau störf, að sögn
forstöðumanns kjötaf-
urðastöðvar KS, sem
leigir húsnæði slátur-
hússins. Svíðingu á
hausum sem verið hefur
í húsinu er nú að ljúka.
Einungis fékkst einn
heimamaður í þau störf,
svo átta Pólverjar hafa
séð um svíðinguna í
haust. Farið er að síga á
seinni hluta slámrtíðar
og verður því farið í að
verka og saga hausana,
þegar henni verður lok-
ið. Reiknað er með að þeirri vinnu
ljúki 3. desember.
Búið er að keyra miklu af kjöti til
Búðardals sem bíður þar sögunar.
Einnig hefur verið rætt um að hægt
væri að koma af stað annars konar
vinnslu í húsinu, svo sem sviða-
sultu- og súrmatsgerð og jafnvel
einhverju fleiru. Þetta fer þó allt
eftir því hvort fólk fæst til starfans.
Að sögn Agústar Andréssonar, for-
stöðumanns Kjötafurðastöðvar hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga er aðal
vandinn sá að það vantar fólk til
vinnu, því atvinnuástand í Dölum
virðist gott.
BGK
Sýningardagar:
1. sýning: Laugardagur
2. sýning: Þriðjudagur
3. sýning: Föstudagur
4. sýning: Laugardagur
5. sýning: Sunnudagur
4. nóvember
7. nóvember
10. nóvember
11. nóvember
12. nóvember
kl. 21.00
kl. 21.00
kl. 21.00
kl. 21.00
kl. 21.00
Tekið er á móti pöntunum eftir kl. 19:30 í símum:
437 0018 (Sólrún) og 437 0031 (Haraldur)
Leikdeild Umf. íslendings sýnir
í Félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit
Maður í mislitum sokkurr
eftir Arnmund Backman
Hótel Barbró
Um er að ræða gistihús (870,8 fm) + tæki og
innréttingar sem eru í húsnæðinu. I húsnæðinu
var rekin veitingasala + hótelrekstur. Á jarðhæð
eru 3 salir, húsvarðarherbergi, þvottahús, eldhús
og geymslur, síðan eru herbergi á 2. hæð og í
risi (12 herbergi). Eignin er staðsett í miðbæ
Akraness og er staðsetningin mjög hentug fyrir
þennan rekstur. Eina gistihúsið á Akranesi. Ekki
í rekstri í dag. Laust til afhendingar strax.
Höfðasel 1
Höfðasel 3
Um er að ræða vélaverkstæði byggt 1997 (540
fm) og byggt við 2004 (622,1 fm) samtals
1.162,1 fm. Sem skiptast í vélsmiðju, vélasal,
pressuhús og sementssíló á jarðhæð og
skriftstofu, geymslur og kaffistofu á millilofti
(90 fm). Nýbygging ekki að fullu kláruð, miklir
möguleikar með að skipta húsnæðinu niður í
minni bil. Var rekstur á einingum til húsbygginga
í eldra húsnæðinu (tæki enn til staðar). Góður
hlaupaköttur. Góðar innkeyrsludyr. Mjög góður frágangur á öllu. Húsnæði
sem hentar fyrir ýmsan atvinnurekstur. Stór leigulóð (5.000 fm). Forsteyptar
einingar. Geislahiti.
MÖGULEIKI AÐ SELJA HÚSIÐ f SMÆRRI EININGUM, T,D. í RÚMLEGA
100 FM BILUM
ÁS í Leirár- og Melahrepp
0PIÐ HÚS Á AKRANESI
SUNNUD. 5. NÓV. FRÁ KL. 14-17
Vesturgata 152
Víðigerði 1
Sími 431 4045
Fax 431 4245
Daníel Rúnar Elíasson
- löggiltur fasteignasali -
Kennitala 660276-0689
....... ........
Einbýlishús, kjallari, hæð og ris (190 fm).Um
er að ræða sérlega fallega eign í rólegri hliðargötu
á Akranesi. Byggt var við húsið 1994. Mikið
endurnýjað. Fallegur og gróinn garður.
Bygginarleyfi fyrir bílskúr. Leikskóli, grunnskóli
og fjölbrautaskóli í göngufæri.
Draumafjölskylduhús með 5 svefnherbergjum.
SKOÐIÐ ÞESSA FALLEGU EIGN
OPIÐ FRÁ 14-17
Einbýlishús á 3 pöllum (samtals 166 fm). Þetta
er eign sem hefur þá sérstöðu að vera sem nýtt
hús eftir víðamiklar breytingar, í grónu og
skemmtilegu hverfi þar sem stutt er í bæði
grunnskóla og fjölbrautaskóla. Þessi eign er
sérlega skemmtileg og vel þess virði að skoða
hana.
OPIÐ FRÁ 14-17
2 stálgrindarhús (212,5 fm + 205 fm). Fyrra
húsið er byggt 1997 (212,5 fm). Einangrað loft
enn óklætt. 2 innkeyrsludyr. Steypt plan fyrir
framan. Nýrra húsið er byggt 2001 (205 fm).
Óeinangrað, stórar innkeyrsludyr, tæki vegna
sandblásturs.
[ húsnæðunum hefur verið rekstur með
sandblástur, stór lóð 5.060 fm. Staðsett rétt
fyrir utan Akranes í iðnaðarhverfi. Á lóðinni eru
gámar sem nýtast sem skrifstofa, kaffistofa og salerni.
LAUST STRAX - VERÐTILBOÐ !
eða útivistaraðila. VERÐ:
Jörðin ÁS í Leirár- og Melahreppi milli Akraness
og Borganess. Ás er staðsett stutt frá sjó í
Melasveit. Jörðin er rúmir 110 ha og þar af ca.
40 hektarar í ræktun (26,2 samkvæmt
fasteignamati). Einbýlishús er á tveimur hæðum
(139,6 fm), byggt 1938. Önnur hús: fjárhús,
hesthús, hlaða og geymslur. Selst án bússtofns,
framleiðslukvóta og véla.
Ca. 50 mín frá Reykjavík tilvalið fyrir hestafólk
150.000.000
WWW.HAK0T.IS