Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 31.10.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 Skiptar skoðanir meðal ferðaþjónustuaðila um áhrif hvalveiða Hálfur mánuður er nú liðinn írá því hvalveiðar í atvinnuskyni voru leyfðar á nýjan leik hér við land. Síð- an hafa hlutimir gerst hratt, veið- arnar ganga vel og þegar er búið að landa fimm af níu langreyðum sem heimildir þessa veiðitímabils leyfa. Margt hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum hér heima og erlendis á þessum hálfa mánuði um hugsanleg áhrif veiðanna fyrir íslendinga og ekki hvað síst fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Skessuhom leitaði til fjög- urra aðila í ferðaþjónustu á Vestur- landi og innti þá eftir skoðunum þeirra um hugsanleg áhrif veiðanna. Þetta fólk hefur misjafnar skoðanir á málinu, eins og glögglega kemur ffam hér að neðan. Kristrún Konráðsdóttir innt eftir skoðtm hennar á nýhöfhum hval- veiðum Islendinga. „Við erum að sjálfsögðu afar svekkt yfir ákvörðun stjómvalda og teljum þetta óábyrgt og vanhugsað með öllu. I kringum 4000 - 5000 manns fóm í hvalaskoð- un hjá okkur í fyrra og hefur aðsókn- in verið ört vaxandi. Við erum þegar búin að fá þónokkrar afþantanir og eigum von á fleimm. Ferðaskrifstof- ur erlendis hafa haft samband sem og fólk allsstaðar að sem lýsir megnri óánægju og andúð yfir veið- unum. Það kæmi mér ekki á óvart, og tel það reyndar mjög líklegt, að það komi lið að utan næsta sumar sem kvikmyndi drápin og verði þær myndir sýndar úti í heimi megum Þegarfórói hvalurinn var dreginn aó landi í Hvalstöóinni sl. sunnudagfylgdust á aó giska 400-500 manns meö. Eölilega spyrja menn nú; Erþessi hvalaskoöun í Hvalfirði viöbót viö aöra hvalaskoöun, eöa mun hún koma í staö hennar? Óttast hrun í hvalaskoðunarferðum Hvalaskoðunarfyrirtækið Sæferðir gerir út ffá Ólafsvík og hefur gert í mörg ár. I ffamhaldi af hvalveiðun- um sem hófust á nýjan leik í liðnum mánuði var markaðsstjóri Sæferða, við búast við enn harðari viðbrögð- um. Það er ekki auðvelt að útskýra það, en hvalurinn hefur einfaldlega verið persónugerður, er mjög vin- sælt dýr og því tekur fólk þetta afar nærri sér,“ segir Kristrún. Hún segir að hagsmunaaðilar og fyrirtæki sem tengist hvalveiðum hafi engar mark- aðsrannsóknir sér til halds og traust sem sýni fram á effirspurn eða verðandi sölu á hvalkjöti, en slíka rannsókn hefði verið mjög eðlilegt að krefjast af þeim áður en hvalveiðar hófust. Kristrún segir að þrátt fyrir að veiðunum yrði hætt núna sé skað- inn skeður og hvalaskoðunarfyr- irtæki hljóti að þurfa að íhuga stöðu sína. Hún segir hins vegar að ekki þýði að gef- ast upp, Sæferðir í Ólafsvík muni halda áffam ferðunum og það verði einfaldlega að koma í ljós hvernig aðsóknin verði. * A vel saman Sigurjón Guðmundsson ferða- þjónustubóndi á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði fagnar ákvörðun um að hefja að nýju hvalveiðar í atvinnu- skyni. Hann segir hvalveiðar og hvalaskoðun eiga að geta farið sam- an og rifjar upp að þegar hvalveiðar voru stundaðar var Hvalstöðin í Hvalfirði mikið aðdráttarafl ferða- manna og hann telur líklegt að svo verði áfram. A Bjarteyjarsandi II í Hvalfirði rekur Sigurjón ásamt fjölskyldu sinni hefðbundinn sauðfjárbúskap. Með búi sínu vann hann um árabil hjá Hval hf. í Hvalfirði. Þegar hval- veiðar lögðust af varð Sigurjón eins og fleiri fyrir talsverðri tekjuskerð- Sigurjón Guðmundsstm á Bjarteyjarsandi fagnar hvalveiö- um, bœöi sem feröaþjónustubóndi og ekki síöur sem gamall oggegn hvalskurðarmaður. „Hvalveiöar gætu fiert fleiri feröamenn í Hvaljjörö, “ segir Sigurjón meöal annars. Dvalarheimilið Jaðar tuttugu ára Opið hús var á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík sl. laugardag. Til- efhið var 20 ára starfsafmæli heim- ilisins. Margir gestir lögðu leið sína á Jaðar og heimsóttu vistfólk og starfsmenn á affnælisdaginn. Þáðu gestir kaffiveitingar og af- mælistertur. Meðal gesta var Magnús Stefánsson, félagsmála- ráðherra, bæjarstjóri, sóknarprest- ur og stjórn Jaðars. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður, bauð gesti velkomna, Stefán Jó- hann Sigurðsson, ritari stjórnar Jaðars var veislustjóri og stjórnaði fjöldasöng við undirspil Kay Wiggs. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri flutti ávarp og sagði m.a. ffá stöðu mála hvað varðaði áformaða stækkun dvalarheimilisins. Stefán Jóhann rakti tilurð og sögu Jaðars. Margar góðar gjafir bárust afmæl- isbaminu í tilefhi dagsins. Magn- ús Höskuldsson f.h. Færeyskra daga færði heimilinu að gjöf vönd- uð hljómflutningstæki sem þeir fé- lagar höfðu þá þegar sett upp. Steiney Kristín Ólafsdóttir, f.h. Kvenfélags Ólafsvíkur færði heim- ilinu að gjöf vandaða stafræna myndavél. Kristín Arnfjörð Sig- urðardóttir og Sólveig Eiríksdótt- ir, f.h. Lista- og menningarnefnd- ar Snæfellsbæjar, færðu heimilinu til varðveislu málverk Sjafnar Har- aldsdóttur, „Sól er sest“. Síðast en ekki síst færði Baldvin Leifur Ivarsson, f.h. Fiskiðjunnar Bylgju, Hvalaskoöunarbátar Saferða sigla um Breiðafjörð, m.a. meö 4-5 þúsund manns á ári í hvalaskoöunarferöir. ingu. Til þess að bæta sér hana upp hóf hann rekstur ferðaþjónustu á jörð sinni með öðrum búskap. Hefur hann m.a. komið upp sumarbú- stöðum og sumarbú- staðahverfi, með leigu- löndum og leigubústöð- um auk þess sem heimil- isfólk á Bjarteyarsandi gefur skólabömum ár- lega í þúsundavís innsýn í lífið í sveitinni. Sigurjón telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum hvalveiða og telur að hvalveiðar og hvala- skoðun geti til að mynda vel farið saman. „Mér finnst það gleymast í þessari umræðu að þegar hvalveiðar voru stundaðar frá Hvalfirði var hvalstöðin þar helsta að- dráttarafl erlendra ferða- manna hér á landi. Þangað komu ferðamenn í tugþús- unda tali á hverju ári og ég ef- ast ekki um að slíkt muni end- urtaka sig,“ segir Sigurjón. Aðspurður hvort sú mikla uppbygging sem hann hefur staðið fyrir á Bjarteyjarsandi sé ekki í hættu nú þegar hvalveið- ar og -vinnsla er að hefjast í næsta nágrenni, segir hann svo ekki vera. „Við eram bjartsýn á framtíðina og teljum að hval- veiðar geti fært fleiri ferða- menn í Hvalfjörð," segir Sig- urjón sem er einn þeirra sem ráðið hafa sig að nýju til starfa hjá Hval hf. í Hvalfirði. Frá afmtelinu sl. laugardag. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snœfellsbœjar ávarpar gesti. Ljósm. snb.is heimilinu að gjöf hálft tonn af ýsuflökum, að verðmæti 250.000 kr. Er þetta jafnframt mikil búbót fyrir heimilið því um leið verða til fjármunir sem notaðir verða í þágu vistmanna. Stjórn, vistmenn og starfsfólk Jaðars vilja koma á fram- færi þakklæti til allra þessara aðila fyrir gjafir og heimsóknina. Berjumst fyrir stækkun „Þetta var heimilislegt, eins og allt hérna,“ segir Inga Kristins- dóttir forstöðumaður í viðtali við Skessuhorn. „Byggingar era barn síns tíma og við vildum í leiðinni vekja athygli á því hversu margt það er sem vantar til þess að að- staðan sé eins og best verður á kos- ið. Við erum að berjast fyrir stækk- un og vildum gjarnan fá 10-12 ein- staklingsherbergi með baði. Einnig vantar tilfinnanlega matsal, gott eldhús, aðstöðu fyrir starfs- fólk og tómstundaaðstöðu svo að bæjarbúar geti komið hér og fönd- rað eða verið í öðram tómstund- um. Eins og staðan er núna kemur hér rúta einu sinni í viku og tekur vistmenn út í félagsheimili til föndurs og tómstundastarfa. Hins vegar er mikið félagslíf hér og fé- lagasamtök dugleg að koma í heimsókn og heilsa upp á heimilis- menn og skemmta á ýmsa lund,“ sagði Inga. AJaðri búa nú 12 ein- staklingar, einn er í dagvistun en tvö rými era laus sem sakir standa. BGK Jón Amar Gestsson, hótelstjóri Hótel Hellissands. Moldviðri Jón Arnar Gestsson, nýr rekstaraðili Hótel Hellisands segist í samtali við Skessuhom ekki hafa teljandi áhyggjur af áhrifum veiðanna fyrir ferða- þjónustu á Islandi. Hann segir viðbrögð við veiðunum nú vera moldviðri sem fjara muni út. Hann segir þá spurningu hins vegar réttláta sem velt hefur verið upp um hvað eigi að gera við dauðan hval sem enginn vilji éta. Vísar hann þar til frétta um að ef til vill sé ekki markaður erlendis fyrir hvalkjöt. Flestir sáttir í gremninni Hjörtur Arnason eigandi og hót- elstjóri að Hótel Hamri í Borgar- nesi segir að almenn viðbrögð við hvalveiðum Islendinga séu storm- ur í vatnsglasi. „Eg held að veið- Hjörtur Amason, hótelstjóri Hótel Hamars. arnar komi til með að hafa lítil áhrif fyrir ferðaþjónustuna, ef ein- hver. Eg er hlynntur veiðum á þann hátt að mér finnst að við eig- um að stjórna þessu sjálfir. Vís- indamenn okkar eru með þeim bestu í heimi og ég tel þá vita hvað þeir eru að segja í þessum efnum. Tilfinning mín er sú að flestir inn- an minnar atvinnugreinar séu sam- mála mér í þessu, þótt auðvitað séu misjafnar skoðanir, eins og gengur og gerist," sagði Hjörtur. MM/KH/HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.