Skessuhorn - 31.10.2006, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006
Tvíbnrasystkin frá Litlu Brekku
halda upp á níræðisafrnæli sitt
Systkinin Lóa ogjóhannes, teinrétt og kvik, skömmu áóur en gestimir í nírœóisafmœli þeirra tóku að streyma aí.
Þótt það sé ekki eins merkilegt og
áður fyrr að fólk nái háum aldri, þá
telst það til tíðinda að tvíburar nái
því að verða níræðir. Skessuhom leit
við hjá tvíburasystkinunum Jóhann-
esi og Helgu Guðmtmdarbömmn
ffá Lidu Brekku, rétt áður en þau
gengu til veislu í tilefni þessara
merku tímamóta í h'fi þeirra. Blaða-
manni var boðið til stofu á heimili
Jóhannesar og Asu frá Anabrekku og
auðvitað boðið upp á Whisky að
hefðarmanna sið.
Tekin með töngum
„Við emm nú búin að lifa tímana
tvenna og þrenna og upplifa svo
margt,“ segir Helga, eða Lóa eins og
hún er alltaf kölluð. „Eg man að fað-
ir okkar sagði mér eitt sinn að haust-
ið hefði verið milt og gott, eins og
núna, þegar við fæddumst. Það var
eins gott því að ekki gekk svo vel að
fá fæðingaraðstoð þegar við vorum á
leiðinni í heiminn.“ Jóhannes bætir
við: ,Já, það var víst eitthvað erfitt
með ljósmóðurina. Fyrst var farið að
Lækjarbug, til að sækja ljósmóður,
en hún var ekki heima. Og gerðu þér
í hugarlund hvemig þetta hefur ver-
ið! Það var auðvitað farið allt á hest-
um og eitthvað hefur gengið á úr því
að ljósmóðirin var ekki heima. Þá
var gripið til þess ráðs að ríða upp í
Stafholtstungur, að Melkoti og ljós-
móðir sótt þaðan.“
„Einmitt og við vorum bæði tekin
með töngum. Læknirinn, Þórður
heitinn Pálsson, var ekki heldur
heima svo það var Ólafur Astráðsson
læknanemi sem tók á móti okkur,
þótt hann hefði ekki enn lært fæð-
ingarhjálp. I þá daga varð að fara til
Kaupmannahafnar til að læra það og
því námi hafði hann ekki lokið. Það
var því eiginlega hvorki læknir né
ljósmóðir viðstödd þegar við fædd-
umst. Eg fæddist mörgum klukku-
tímum á undan honum og er því
elst,“ segir Lóa og sendir bróður sín-
um glettinslegt bros; „það þurfti
meiri tíma til að koma honum í
heiminn.“
Afar samrýmd
„Við vorum mjög samrýmd,"
heldur Lóa áfram. Sérstaklega sem
krakkar. Eg þurfti ekkert annað en
hann. Mér fannst öll þess lidu böm
sem vom að fæðast á eftir okkur,
ekkert vera systkini mín. Eg hafði
hann og þurfti ekkert á meiru að
halda.“
„Þetta er alveg rétt sem hún seg-
ir,“ bætir Jóhannes við, þótt auðvitað
hafi verið sami kærleikur til hinna
systkinanna, þá var þetta samt ein-
hvern veginn öðruvísi, - öðmvísi
tengsl. Það kom svo sem lítið við
mig, öll þessi lidu böm, Lóa lenti
mikið meira í því en ég að sýsla um
þau. Ég reyndi að finna mér verk
útivið, eins og að sækja kýmar, hirða
um klárana eða gæta að lömbum,
eftir árstíðum.“
„Eg veit það nú ekki,“ tekur Lóa
upp eftir honum, ég var nú býsna
lagin við að koma mér undan þessari
gæslu, held ég. Enda vora stúlkur
sem vora að hjálpa mömmu bæði við
börnin og annað og svo vom einnig
vinnumenn, ég minnist alla vega
Guðmundar Sigurðssonar frá Höfða
sem ég held að hafi verið hjá þeim í
tvö ár.“
Rauður haggaðist
ekki mildð
„Ég man ákaflega vel eftir snjóa-
vetrinum 1920, það er líklega mín
fyrsta minning. Ég hef verið svona
þriggja, fjögurra ára,“ segir Jóhann-
es. „Það var allt á kafi í snjó. Ég man
sérstalega eftir því þegar ég fékk að
fara með föður mínum að sinna klár-
unum. I hesthúsinu var svona lúga
og þar sat ég, á meðan pabbi gaf, og
var auðvitað að gera gífurlegt gagn,“
bætir Jóhannes við og glottir. „En
þar sem við vorum elst þá voram
við, eins og tíðarandinn var, látin
byrja snemma að vinna.“
„Manstu,“ segir Lóa, „þegar við
vomm látin fara með kerm með
Rauð spenntan fyrir, til að sækja mó?
Aktygin snérast á klámum, kerran á
hliðina, allt fór út um allt af
kerrunni, og kjálkamir fóm upp í
klofið á hestinum. Jóhannes var nú
klárari en ég, gat stoppað hestinn og
tekið fram af honum aktygin.“
„Rauður haggaðist ekki miltið við
þetta,“ segir Jóhannes. „Ég spennti í
sundur klafana og þá gat klárinn
staulast fram úr þessu. Þetta bjarg-
aðist allt saman. Við vomm ekld
gömul þegar þetta var en var samt
treyst fyrir þessu.“
Kökumar ótrúlega fínar
„Við vorum ekki alin upp í neinni
fátækt,“ halda þau systkin áffam.
Pabbi átti um þrjúhunduð fjár þegar
hann kemur að Lidu Brekku, sem
þótti gott, og búinn að eiga það í
einhvem tíma. Jörðin er feiknagóð
fjárjörð, eins sú besta í hreppnum.
Síðan vora þau alltaf með kýr, oftast
einar þrjár og svo auðvitað hesta.
Hann var búinn að byggja tveggja
hæða timurhús þegar við komum í
heiminn, það var byggt 1914. Þau
vora sem sagt búin að koma sér fyr-
ir áður en bömin fóra að fæðast, svo
það hefur verið skipulag á þessu,“
sagði Jóhannes og glotti við og held-
ur áffam. „Auðvitað var ekki renn-
andi vam eða klósett í húsinu, en það
var ffárennsh ffá því, að mirmsta
kosti vora tveir vaskar innanhúss
sem ekki þurffi að bera skolp ffá. En
vatn var hinsvegar dálítið stopult,
eins og víða var á Mýrunum á þess-
um tíma.“
„Svo var eldavél sem kynt var með
mó eða taði og mér er minnistætt,“
segir Lóa og undrast í dag hvemig
konur gátu bakað þessar fínu kökur
við þessar aðstæðtu. ,Já,“ heldur Jó-
hannes áffam, „ekki var nú hægt að
stilla hitann eða neitt, hann fór bara
eftir eldsneytinu.“
„Það komu konur að hjálpa
mömmu að baka þegar mikið lá við,
eins og Guðrún okkar frá Þursstöð-
um og bökuðu þvílíkt veislubrauð að
mig hefur undrað það síðan hvernig
þær gátu eiginlega gert þetta. Ekki
hefur verið hægt að segja hvað átti
að baka lengi því hitinn var svo mis-
munandi, eða við hvaða hitastig, eins
og nú er gert,“ bætir Lóa við.
✓
A enn eina
fermingargjöfina
„Við fermdust 9. júní, á hvíta-
sunnunni, eins og alltaf var gert þá.
Það var sr. Björn Magnússon sem
fermdi okkur. Þetta var fyrsta ferm-
ingin sem hann framkvæmdi í nýju
embætti. Það var haldin heljarinnar
matarveisla, mikið af fólki og dagur-
inn afskaplega ánægjulegur í alla
staði,“ sagði Lóa og Jóhannes tekur
undir og segir daginn hafa verið
mikinn dýrðardag. „Við fengum
meira að segja myndavél í ferming-
argjöf, svona kassamyndavél."
Lóa skellihlær að minningunni
um það og segir svo: ,Já blessuð
myndavélin, það vora kannski ekki
teknar margar myndir á hana, það
fengust eiginlega aldrei neinar film-
ur. En við fengum reiðtygi í ferm-
ingargjöf frá foreldrum okkar og
eitthvað meira af gjöfum.“ „Og ég á
eina gjöfina ennþá,“ segir Jóhannes,
sem snarar sér inn í herbergi og
kemur von bráðar með Passíusálma
Hallgríms Péturssonar sem hann
sýnir blaðamanni, með skrautritað
nafnið sitt á ffemstu síðu.“ Alveg
rétt,“ segir Lóa, „við fengum bæði
Passíusálmana, en ég var svoddan
aufi að gefa mína.“
Það var lítið um
blessaðan nýja fískinn
„Þó að Litla Brekka eigi land ná-
lægt sjó þá var aldrei veitt í net hjá
okkur. Og ekki vora heldur lögð net
í Langá, hún var öll í eigu útlend-
inga á þessum tíma. Það var ekki fyrr
en árið 1958 sem áin fellur undir
jarðirnar. Þó fengu foreldrar okkar
stundum keyptan lax í Ensku húsun-
um, en það var ekki oft. Einstaka
sinnum fengum við fisk ffá Akranesi
og það var heilmikið vesen að koma
honum í Borgames, það var bara
með skipi,“ halda þau systkinin
áffam spjallinu um fiðna tíma. Og
Jóhannes bætir við: „Eftir að Einar
föðurbróðir okkar kom á Akranes þá
var hann blessaður karlinn að koma
með og senda okkur signa grásleppu
á vorin og annan fisk við og við. Það
vora fastar áætlanir ffá Reykjavík til
Borgamess, tvisvar í viku og stund-
um kom skipið við á Akranesi og ef
svo var, fengum við stundum fisk.“
Já, þetta var ekki í gær
„Eftir því sem ég eldist firmst mér
meira til foreldra minna koma. Þau
hafa verið einstakt fólk á margan
hátt, ákaflega vel gerð og greind því
að aldrei fiðtun við skort,“ segir Lóa.
„En við vissum að naumt væri á
sumum bæjmn, þótt það væri aldrei
hjá okkur,“ bætir Jóhannes við, en
foreldram okkar hefúr auðnast að
halda öllu sínu þannig að við vissvun
aldrei hvað hungur var.“ Horfandi á
undrunarsvip blaðamanns, bætir Jó-
hannes við, sposkur á svip eins og
honum er einum lagið: ,Já þetta var
ekki í gær, góða mín, þetta vora ansi
ólíkir dagar heldur en nú er.“
Jóhannesi og Lóu, sem enn ganga
teinrétt þrátt fyrir háan aldur, er
þakkað fyrir að gefa sér tíma fyrir
spjall á sjálfan afinælisdaginn. Þétt
handatak og blaðamaður lætur sig
hverfa á braut. BGK
Tónleikar til stuðnings Þuríði Ömu
Þuríöur Ama greindist með HMga
fíogaveiki i október2004 og í
kjöifarið fundust æxli í höfði hennar
sem á þeim tíma voru greind
góðkynja. Þrátt fyrir itrekaðor
; tilraunir hefur ekki tekist að vinna
¥., bug á meini hennar ognúersvo
I komiðaðxxliðerskilgreintsem
§ illkynja og útlit fyrir oð frekari
p meðferðarúrræði séu ekki fyrir
íí hendi. Nú eetlum við að leggjast á
§ eitt og safna fjármunurn til að hún
og foreldrar hennar geti átt góðar
I stundir saman.
rónleikar
og helðuís Þusíöí Örnu Oskarsdótlur í BustaðaStiíkju
miðvíkuöaoinn 8. nóvember kl. 20.
Fram koma:
Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson,
Sígný Sæmundsdóttir,Jóhann Friðgeir,
Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt:
Guðmundi Sigurðssyní.Vilhelmfnu Ólafsdóttur,
Matthiasi Baldurssyni og Guðmundi S.Svelnssyní.
Kynnirverður Anna Björk,
Þann 8. nóvember, eða á mið-
vikudag í næstu viku, verða haldn-
ir tónleikar í Bústaðakirkju til
heiðurs og styrktar Þuríði Ornu
Óskarsdóttir, 5 ára, sem greindist
með æxli við heila fyrir um tveim-
ur áram síðan. Það er föðursystir
Þuríðar, Hanna Þóra Guðbrands-
dóttir, sem á veg og vanda að þess-
um tónleikum. Fyrir ári síðan hélt
Hanna Þóra tónleika í Vinaminni
til styrktar Þuríði Ornu og fjöl-
skyldu vegna fyrirhugaðrar ferðar
til Boston sem þá. Nú gerir
Hanna Þóra enn betur og hefur
fengið valinkunna einstaklinga í
lið með sér.
„Ég fann mig knúna til að gera
eitthvað fyrir Þuríði Omu og fjöl-
skyldu hennar. Ég get ekki læknað
hana en get glatt hana og fjölskyldu
hennar á þennan hátt og það er á-
stæðan fyrir því að ég ákvað að
koma þessum tónleikum í kring.
Tónleikarnir verða heimilislegir og
hugsaðir fyrir fjölskyldu, vini og
velunnara að koma saman og eiga
notalega kvöldstund. Þegar ég fékk
hugmyndina að þessum tónleikum
ákvað ég strax að fá þekkt og gott
fólk í lið með mér og hafði því sam-
band við góða konu, Önnu Björk
sem er kona Stefáns Hilmarssonar,“
segir Hanna Þóra í samtali við
Skessuhom. Saman hafa þær stöllur
fengið í lið með sér Stebba og Eyfa,
Regínu Osk, Jóhann Friðgeir,
Signý Sæmundsdóttir og Garðar
Hinriksson sem öll munu syngja á
tónleikunum. Þá mun Olöf Inga
systir Hönnu og föður Þuríðar
einnig syngja að ógleymdri Hönnu
Þóra sjálfri. Þá mun valinn hópur
hljóðfæraleikara spila undir. Tón-
leikamir hefjast kl 20:00 og er að-
gangseyrir 2.000 kr sem mun
óskiptur renna til styrktar Þvu-fði og
fjölskyldu hennar. BG