Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Page 17

Skessuhorn - 31.10.2006, Page 17
§2ES§öii©ííW MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 2006 17 Ólöf býður áhugasömum að kynnast glerlistinm Hrdtasýning í vesturhólfi Snæfellsness Ólöf Davíðsdóttir, listakona í Brákarey, stendur fyrir vinnustofu í glergerð á endurunnu gleri og verður sú fyrsta haldin nk. laugar- dag. Vinnustofan stendur í fjóra tíma hvert sinn og þar fær fólk innsýn í hugmyndafræðina um endurunnið gler en auk þess fær það að búa til hluti sem það tekur með sér heim. Ólöf segir að hún hafi oft verið beðin um að halda námskeið og fólk áhugasamt að koma á vinnustofuna, en hún hef- ur hingað til kosið að vera í ein- verunni við að sinna listinni. „Eg hef hinsvegar ákveðið að slá til og opna mig, leyfa fólki að koma á stofuna mína og spreyta sig á efn- inu. Hver og einn fær að búa til 4- 5 litla hluti, vinna við bræðsluofn- inn og sér hvernig ferlið á sér stað.“ Ólöf segist taka lámark sjö manns í einu til sín en hámark 10 og það kosti 7500 krónur. KH Ibúðalánasjóður óbreyttur út þetta kjörtímabil „íbúðalánasjóður hefur og mun gegna áffam þýðingarmiklu hlut- verki til framkvæmda þeirrar stefnu stjórnvalda að tryggja öllum lands- mönnum, óháð búsetu og efhahag, öryggi og jafnræði í húsnæðismál- um með því að gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði á viðráð- anlegum kjörum,“ sagði Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra sl. fimmtudag á ársfundi ASI. Sagði hann að engar breytingar verði gerðar á hlutverki Ibúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili, aðrar en þær sem áður hefur verið lýst, þ.e. breytingar til að laga stöðu sjóðsins að ríkisstyrkjareglum EES-samn- ingsins og hugsanlegar breytingar til að fara eftir tillögum stýrihóps um málefni Ibúðalánasjóðs. Magn- ús segir að samkvæmt tillögum stýrihópsins sé m.a. lagt til að Ibúðalánasjóði verði heimilað að fjármagna útlán sín með öðrum hætti en verið hafi og geti þannig lánað án ríkisábyrgðar. Mikil umræða hafi verið í þjóðfé- laginu um stöðu og hlutverk Ibúða- lánasjóðs. Að ráðherra hafi á und- anförnum vikum kallað til sín til samráðs fulltrúa ýmissa aðila í þjóðfélaginu, ekki síst fulltrúa neytenda, til þess að kalla eftir sjónarmiðum þeirra þegar húsnæð- ismál og aðgengi að húsnæðislán- um fyrir almenning eru annars veg- ar. Þar hafi margt áhugavert komið fram. I ræðu sinni sagði ráðherra nauðsynlegt að halda áfram að ræða opinskátt um ýmsa þætti sem haft geta áhrif á húsnæðisverð og vaxtamyndun hér á landi með það að markmiði að tryggja svo hag- stæð kjör sem kostur sé á fyrir almenning í landinu. MM Frá landsþmgi hestamannafélaga í Borgarvesi sl. fóstudag. Þar var m.a. rætt um örygg- ismál við hestamennsku í Ijósi margra og alvarlegra slysa undanfarin misseri. sem Vatryggingafélag íslands hélt á Selfossi í síðustu viku um for- varnir í hestamennsku. Tilefni fundarins var vaxandi tíðni alvarlegra slysa tengdum hestamennsku á síðustu misserum og má þar meðal annars nefna tvö mjög alvarleg mænuskaðaslys sem orðið hafa í Rangárþingi á árinu. „I mínu starfi reiknar maður alltaf með hestaslysunum þegar komið er ffam í maí. Síðasta árið finnst mér hins vegar sem komið hafi bylgja alvarlegra slysa sem tengjast hestmennsku,“ sagði Þórir B. Kol- beinsson heilsugæslulæknir á Hellu. Hann segir að engin heild- stæð skráning liggi fyrir yfir slys sem rekja má til hestamennsku, sem geri allt forvarnastarf þyngra í vöfum en ella þyrfti að vera. Það liggi þó fyrir að átta hestamenn hafi orðið fyrir mænuskaðaslysum á síðustu misserum, það sé þó væntanlega aðeins toppurinn á ís- jakanum því margir leiti ekki til læknis vegna minniháttar óhappa. Fyrirliggjandi tölur úr erlendum rannsóknum á hestaslysum sýna, að sögn Þóris, að fall af baki er al- gengasta orsök hestaslysa en allt að þriðjung slysanna megi rekja til sparka eða klemmu. Helsta orsök banaslysa væri fall af baki og þá hefði það einnig sýnt sig að marg- ir af þeim knöpum sem deyja af völdum höfuðáverka hafi ekki not- að reiðhjálm eða hann losnað við fallið. Því væri notkun reiðhjálma algjört grundvallaratriði og eins væri mikilvægt að hestamenn fengju góða þjálfun og fræðslu frá sér reyndari knöpum. Oryggismál sett á oddinn I framsögu sinni sagði Jón Al- bert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafé- laga, að síðustu ár hefði þeim sem stunda hestamennsku fjölgað mik- ið. I dag léti nærri að um 30 þús- und Islendingar stunduðu þessa íþrótt með einum eða öðrum hætti, sem ætti ef til vill sinn þátt í fjölgun slysa. Formaðurinn sagði ennfremur að undanfarið hefði verið gert átak í reiðvegamálum. Æ fleiri leituðu eftir stuðningi til gerðar slíkrar vegagerðar og opin- berir aðilar veittu æ meiri fjár- munum til málefnisins. A lands- þingi hestmannafélaganna í Borg- arnesi nú um helgina voru örygg- ismálin í brennidepli, en í farvatn- inu er að setja á laggirnar áætlun þar sem hestamenn verði hvattir til að nota hjálma, endurskynsmerki og annan búnað sem vörn veitir. MM Síðastliðinn laugardag var á Hjarðarfelli haldin héraðssýning á lambhrútum í vesturhólfi Snæfells- ness. Keppt var í þremur flokkum; hyrndir, kollóttir og mislitir hrútar. I flokki hyrndra vann hrútur í eigu Eggerts Kjartanssonar ffá Hofsstöð- um, og fékk sá 85,5 stig. I flokki kollóttra vann hrútur frá Hjarðar- felli. Er þar á ferð 86,5 stiga hrútur; mikið vöðvafjall og einn af hæst stig- uðu lambhrútum á Vesturlandi, ef ekki sá hæsti. I flokki mishtra vann svartur hrútur í eigu Valgeirs Magn- ússonar í Grundarfirði. Var sá með 84,5 stig. Dómari á sýningunni var Lárus G Birgisson, ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Þetta mun vera í fyrsta skipti um langa hríð sem haldin er héraðssýn- ing á lambhrútum á Snæfellsnesi, en ffam til ársins 1996 voru haldnar sýningar á veturgömlum hrútum. Sýningin var styrkt myndarlega með glæsilegum verðlaunum frá Yara, Vélaborg ehf, Verslunininni Blómsturvöllum á Hellissandi og Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Veitt voru þrenn verðlaun fyrir efstu hrúta í öllum flokkum. MM/ Ijósm. Jóhannes Eyberg Ragnarsson. Stoltir eigendur hrúta á Sn<efellsnesi með verðlaunagripina. Hœst damdu hymdu hnitamir og eigendur þeirra. Átta alvarleg mænuskaðaslys við hestamennsku Mikilvægt er að hestamenn noti öryggisbúnað og nýrrar hugsunar er þörf í reiðvegamálum. Þá eimir enn eftir af því viðhorfi að neysla áfengis og hestamennska fari sam- an, þó lítill hluti hestamanna eigi þar hlut að máli. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindum framsögumanna á opnum fundi Málar meðan heilsan er góð Sveinn Guðbjarnarson opnar sýn- ingu á Dvalarheimilinu Höfða nk. laugardag. Þar verða þrettán acryl- málverk til sýnis. Sveinn hefur hald- ið fimm sýningar á Akranesi og eina í Hveragerði. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum á þessum rúmlega sextíu ára ferli sín- um. Þegar komið er inn í stofuna til Sveins blasa við málverk hans ffá ýmsum tímum og því lá beinast við að spyrja hvort hann hefði málað alla tíð. „Eg hef alltaf verið með pensil á lofti, svona í frístundum," segir Sveinn. „Það þótti nokkuð sérstakt þegar ég hélt fyrsm málverkasýning- una sem haldin var á Akranesi 1945. Eg var sá fyrsti sem hélt sýningu hér. Hún var haldin á Kirkjubraut 8, sem hét Bæjarhúsið þá og ég á meira að segja fyrstu sýningarskrána. Hins- vegar hef ég aldrei lært að mála. Þegar ég var kominn út úr skóla var mér boðið að fara í listnám. Um- hverfi mitt var þannig að það þótti sjálfsagt að fara að vinna, svo ekkert varð úr því. Eg hef því aldrei lært neitt í þessu en látið náttúruna ráða för.“ Sveinn er borinn og bamfæddur Akumesingur. Fæddist í Ivarshúsum árið 1922, sem var útvegsbændabýli, og hefur búið á Skaga alla tíð. Hann kvæntist Gyðu Pálsdóttur frá Siglu- firði sem nú er látin. Starfsævinni eyddi hann á sjónum í 25 ár og 30 áram í landi, hjá Akranesbæ. „Eg var einnig nokkuð í íþróttum, Sveinn við eitt verka sinna á sýningunni sem opnar á laugardaginn kemur. Hann heldur á gömlu sýningarskránni frá árinu 1945, sem mun vera jyrst málverkasýningin sem í btenum var haldin. þegar ég var yngri, þegar tími gafst til. Aðallega fimleikum og glímu en ögn í ffjálsum íþróttum hka. Eg tók þátt í kappglímu sem haldin var hér á Akranesi við lýðveldisstofnunina 1944 og fékk skjöld í viðurkenningu. Hann er nú á byggðasafninu. Og það sem meira er, fimleikakennarinn minn, Stefán Bjarnason, lögreglu- þjónn til margra ára, býr hér einnig og er við nokkuð góða heilsu. A míhum uppvaxtarárum var allt annað mannlíf. Þótt öllum þætti sjálfsagt að fara að vinna snemma, var samt meira ffjálsræði þá en nú,“ segir Sveinn. „Iþróttir smnda ég ekki lengur, en mála enn,“ heldur Sveinn áfram, „og þótt ég hafi gert mörg hundruð myndir á ég fæstar þeirra sjálfur. En ég hef haft vit á því að taka af þeim ljósmyndir og sett við hverja mynd hver hafi keypt hana. Þegar ég flutti að Höfða í vor, gaf ég Akranesbæ 20 myndir sem ég vildi ekki að færu út úr bænum. Viðfangsefni mitt er hinsvegar ekkert bundið við Akra- nes. Ég skissa gjarnan upp einhverj- ar hugmyndir að landslagi þegar ég er á ferðalögum og vinn úr því síð- ar. Þegar ég flutti hingað var ég eig- inlega búinn að ákveða að hætta þessu. En eitthvað togaði í mig svo ég byrjaði aftur. Hér er líka ágætis aðstaða svo mér var ekkert að van- búnaði, meðan heilsan er svona góð.“ BGK/ljósm. AHB

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.