Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Page 18

Skessuhorn - 31.10.2006, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 2006 II Ferðaþjónusta er mikilvægur framtíðaratvinnuvegur hérlendis. Stöðugur vöxtur hefur verið í þessari grein undanfarin ár og gróskumiklu áffamhaldi er spáð. En það er ekki nægilegt að einblína á vöxtinn. Enn mikilvægari eru þær aðstöðu- og umhverfisbætur sem koma til með að standa undir og taka við auknum straumi fólks og tækja. Það er mat undirritaðs að miklir möguleikar séu til þess að vöxtur á Vesturlandi geti orðið meiri en aukning landsmeðal- tals, en til þess þarf að koma til fjár- festing í aðstöðu og bættar sam- göngur. Þegar kennitölur Hagstofunnar um ferðaþjónustu eru skoðaðar, t.d. heildarfjöldi gistinótta á landsvísu, kemur í ljós að hlutdeild Vesturlands er lítil eða 7% fyrir árið 2005 sam- anborið við Suðurland 20% og höf- uðborgarsvæðið 40%. Hlutdeild Vesturlands er hin sama milli áranna 2004 og 2005 á meðan aukning er á hlutdeild Suðurlands og höfuðborg- arsvæðisins. Helsta skýring smárrar hlutdeildar Vesturlands af seldum gistdnáttum er sú að svæðið er fyrst og fremst gegnumstreymissvæði, þ.e. ekið er í gegnum Vesturland á leið norður eða suður. Skýringin mun að einhverju leyti liggja í því að áður fyrr hafi svokölluð „pulsupóli- tík“ verið ríkjandi stefha á þessu sviði. Þ.e. meiri áhersla á örstutt sjoppustopp en lengri dvöl á svæð- Á undanförnum tveimur árum hefur átt sér stað veruleg fjárfesting einstaklinga í bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Vesturlandi. Má þar nefna, stækkun hótelanna í Reyk- holti og Stykkishólmi, hið nýja Hót- el Hamar, endurbætur Hótel Glyms og uppbygging á ferðaþjónustu með Landnámssetrinu og í Fossatúni. Ljóst er að þeir aðilar sem reka ferðaþjónustu á Vesturlandi hafa mikla trú á þeim möguleikum sem svæðið býður upp á. Þá hafa sam- göngur verið að batna og fyrirsján- legt er að Sundabraut mun skipta verulegu máli um tengsl svæðisins við höfuðborgarsvæðið. Eftir að hafa búið í Borgarfirði í nokkur ár hefur mig undrað af hverju meiri umræða er ekki um Island verður altengt Sturla Böðvarsson svarar Helgu Völu Helgadóttur um há- hraðatengingar Frambjóðendur Samfylgingar- innar hafa síðustu dagana verið að skrifa í blöð og á vefsíður og vekja athygli á ýmsu sem unnið er að og skiptir vissulega miklu máli fyrir íbúa landsbyggðarinnar ekki síður en íbúa höfuðborgarsvæðisins. Og sumir þeirra virðast koma af fjöll- um þegar þeir kynna sér aðstæður og viðfangsefni okkar þingmanna landsbyggðarinnar. Umfjöllunarefni Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu og ffambjóðanda í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi í nýlegri grein í Fréttablaðinu um fjarskipti og háhraðatengingar gef- ur mér ágætt tækifæri til að minna á það sem unnið er nú að varðandi þennan málaflokk. Hröð þróun fjarskiptanna Fyrst minni ég á að í fjarskiptun- um hefur verið mikil og hröð þró- un á öllum sviðum hin síðari ár. Við íslendingar höfum verið fljótir að tileinka okkur fjarskipta- og upplýsingatæknina og nýtum hana ekki síst til að færa okkur á lands- byggðinni nær miðju samfélagsins þar sem þjónustan og mestu við- skiptatækifærin eru. Sumir stjórn- málamenn tala þannig og skrifa eins og Síminn í ríkiseign hafi ver- ið eina tryggingin fyrir því að landsbyggðin gæti notið fjarskipta- tækninnar. Vinstri grænir hafa einkum verið duglegir við að halda þeirri fýrru á lofti. Þeir hafa ýtt því til hliðar að við lifum á hinu Evr- ópska efnahagssvæði þar sem aðild ríkisins að samkeppnismarkaði, svo sem fjarskiptamarkaði, eru strangar skorður settar og ríkisstuðningur er bannaður nema með ströngum reglum þar sem ekki verður við komið samkeppni. Þótt Síminn hafi verið seldur var langt því ffá að hann hafi lokið uppbyggingu á fjarskiptakerfi landsmanna í eitt skipti fýrir öll. Því verki þarf að halda áfram og við þurfum stöðugt að bæta við þessa uppbyggingu eft- ir því sem kröfur og tækni breytast. Vert er að minna á og ítreka að ríkið getur ekki lengur staðið í samkeppnisrekstri enda forboðið á hinu Evrópska efnahagssvæði að almennur rekstur fjarskipta sé á hendi ríkisvaldsins. Sem betur fer hafa fleiri fyrirtæki haslað sér völl á fjarskiptamarkaði og bjóða fram þjónustu sína við landsmenn. Mjög framsækin löggjöf hefur tryggt þá framvindu í þágu notenda fjar- skiptaþjónustu. Fj arskiptaætlun markar stefhuna Til þess að tryggja sem best áframhaldandi uppbyggingu fjar- skiptakerfanna um land allt ákvað ríkisstjórnin að fara þá leið sem fær væri með hliðsjón af reglum fjar- skiptamarkaðrins. Með stofnun Fjarskiptasjóðs og með því að Al- þingi samþykkti Fjarskiptaáætlun beitti ég mér fyrir að fara þær leið- ir sem ég taldi líklegar til þess að tryggja sem best hagsmuni hinna dreifðu byggða. Umfangsmikil verkefni eru framundan sem meðal annars verða fjármögnuð með þeim 2,5 milljörðum króna sem lagðar voru í Fjarskiptasjóð þegar Síminn var seldur. Hlutverk sjóðsins er eink- um að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu GSM-farsímanets- ins, að sjá til þess að sjónvarpssend- ingar RUV um gervihnött verði aðgengilegar öllum landsmönnum og sjómönnum á miðunum um- hverfis landið og í þriðja lagi að all- ir landsmenn njóti háhraðateng- ingar. Oll þessi verkefni eru nú í skil- greindum farvegi samkvæmt ákvörðun Alþingis með samþykkt fjarskiptaáætlunar sem ekki var gerð athugasemd við. Við höfum þegar afhent útboðsgögn í kjölfar forvals vegna útboðs á þéttingu GSM-farsímanetsins á hringvegin- um og fimm fjallvegum. Næsta verkefni er að ganga frá samning- um varðandi dreifingu á stafrænu sjónvarpi og hljóðvarpi um gervi- hnött til strjálbýlla svæða og á mið- lagningu bundins slitlags um Lundareykjardal og Uxahryggi. Tenging Vesturlands við Suðurland með slíkri vegabót skapar nýja möguleika sem gætu skipt sköpum fyrir ffamgang ferðaþjónustu á Vest- urlandi. Þá væri slík samgöngubót ekki síður mikilvæg tenging byggðar við byggð fýrir íbúa svæðisins, ekki síst í ljósi vaxandi umsvifa mennta- stofnana og háskólaþorpa. Má t.d. nefna að Landbúnaðarháskóli Is- lands á Hvanneyri er með starfs- stöðvar bæði á Suður- og Vestur- landi og mikil samskipti eru við Sunnlendinga í tengslum við starf- semina á Hvanneyri. Ef skoðaðar eru þær áherslur sem ferðaskipuleggjendur hafa, blasir við að þeir eru meira og minna allir að beina ferðamönnum í sama ferða- lagið, hringinn í kringum landið eft- ir Þjóðvegi 1. Mjög algengt er að „Hringurinn“ sé farinn á 5-6 gistin- áttum og 1-2 náttum á höfuðborgar- svæðinu við komu og brottför. Far- þegar sem njóta þessa skipulags eyða miklum tíma Islandsdvalar sinnar í akstri. Full ástæða er tdl að fylgja hringskipulaginu, en nauðsynlegt er að það sé bundið slitlagi. Tenging in við landið og er stefnt að því að þeim samn- ingum ljúki fyrir áramót. Þ r i ð j a verkefnið er háhraðatengingar fyrir alla lands- menn. Er nú verið að kortleggja hvaða svæði markaðsaðilar geta ekki sinnt og munu koma í hlut Fjarskiptasjóðs að fjármagna. Jafn- framt þarf að skilgreina gæðakröf- ur og kanna hvaða útboðsleið yrði farin. Vert er að minna á að víðast hvar munu fjarskiptafýrirtækin, án atbeina Fjarskiptasjóðins, byggja upp háhraðaþjónustu. Símafyrir- tækin eru þegar búin að því með svokölluðum ADSL tengingum. Þá er vert að minna á það að með útboði á síma- og fjarskiptaþjón- ustu ríkisstofhana er stefnt að því að hraða uppbyggingu afkastamik- illa tenginga um landið allt. Netsambandið sldptir miklu máli Af þessu má sjá að unnið er hörðum höndum að því að koma þessum málum í viðunandi horf enda rétt sem greinarhöfundur bendir á að netsamband skiptir mjög miklu máli varðandi alla að- stöðu okkar til náms, starfa og bú- setu. Eg er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til þess að tryggja þá framvindu í þágu allra landsmanna sem ég hef greint frá hér að framan og mun leggja ríka áherslu á að það megi takast. Eg vænti þess að kjósendur tryggi með öflugum stuðningi við mín sjónar- mið í næstu kosningum þá fram- kvæmd. Fordómar Vinstri grænna gagnvart markaðsaðgerðum annars vegar og togstreita milli þing- manna Samfýlkingarinnar hinsveg- ar gætu komið í veg fýrir að okkur takist að tryggja það að Island verði altengt. Eg vona að svo verði ekki og mun vinna í samræmi við þá stefnu sem ég hef markað og meiri- hluti alþingismanna hefur sam- þykkt. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra Vesturlands við Suðurland með bundnu slidagi yfir Uxahryggi og Ltmdarreykjardal skapar möguleika á nýjum, styttri en ekki síður heill- andi ferðahring. Hægt yrði að aka ffá Suðurnesjum eða höfuðborgar- svæðinu á helstu ferðamannastaði á Suðurlandi. Hafa viðkomu á stöðum eins og Bláa lóninu, Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Fara síðan yfir á Vesturland, Hvalfjörðinn, Akranes, Borgarfjörðixm, Borgarnes, þræða Snæfellsnesið og Dalina. Staldra við og skoða þá einstöku staði, náttúru og margbreytilegu gisti- afþreying- ar, menningar og veitingamöguleika sem Vesturland hefur upp á að bjóða. Auðvelt að setja saman 5-6 nátta fýrsta flokks ferð þar sem 3-4 náttum yrði eytt á Vesturlandi. Kostir slíks skipulags felast í minni akstri og meiri dreifingu akstursál- ags á vegi landsins. Þetta skapar einnig markvissari nýtingu þeirra ferðamannastaða sem Island hefur upp á að bjóða án þess þó að slaka á hvað gæði og áhugaverða staði varð- ar. I stuttri Islandsferð er aðeins hægt að komast yfir takmarkaðan fjölda staða en möguleikunum fjölg- ar ef akstursleiðirnar styttast. Þetta á ekki einungis við um þá ferðamenn sem fara um í landið skipulögðum hópferðum, heldur ekki síður þann vaxandi hóp innlendra og erlendra ferðamanna sem aka um landið í eig- in bíl og off með hýsi á palli eða í togi. Þessir aðilar myndu í miklu meira mæli grípa fegins hendi þann möguleika að geta fært sig milli landssvæða ef góð vegatenging er til staðar milli Vestur- og Suðurlands. Með þessum skrifum vildi ég vekja athygli íbúa Vesturlands á sam- göngubót sem ég tel að skipti miklu um ffamtíð landsvæðisins og æski- legt að breið samstaða væri fýrir. Endurskoðun Vegaáætlunar stendur yfir og stutt er í kosningar. Því er brýnt að skerpa á þeim sameiginlegu áherslum sem varða ákvörðunartöku um framtíðina og skipta máli fýrir íbúa og atvinnulíf. Fáum ráðamenn á þessu sviði til að beita sér og taka undir í Slidaginu. Steinar Berg Ísleifssm arum jafnrétti kynjanna Á kosningafundi Skessuhorns í Bíóhöllinni á Akranesi tveimur dögum fýrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar síðastliðið vor var ein spurningin úr salnum eitthvað á þá leið hvers vegna konur ættu að vera í pólitík. (Fyrir svörum sátu 10 frambjóðendur, 3 konur, 7 karl- ar.) Spurningunni var beint til kvenframbjóðendanna . Mér var ekki ljóst hvað spyrlinum gekk til. Hvort hann vildi beina athyglinni að konunum sem í framboði voru eða hvort ætlunin var að lítillækka þær með því að láta einungis þær svara og rökstyðja nauðsyn þess að konur skipti sér af pólitík. Látum það liggja milli hluta. 13 ára dóttir vinkonu minnar kom nýverið heim úr skólanum og sagði móður sinni að skólabróðir hennar hefði sagt við hana í niðr- andi tóni „þú ert örugglega fem- inisti". Móðir hennar spurði hana hvort hún héldi að hann vissi hvað femínisti væri. Hún ætlaði að spurja hann næst þegar hún hitti hann. Hvað er til ráða þegar æska landsins notar orðið feministi sem skammaryrði? Þetta er auðvitað grátlegt og niðurbrjótandi. I jafnréttisstefnu Akraneskaup- staðar segir m.a: „Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum bæjarins skal stefnt að því að hlut- föll kynjanna séu jöfn. Bæjarstjórn beinir því til stjórnmálaflokka að hafa þetta ákvæði að leiðarljósi þegar settar eru fram tillögur um fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir. Miðað er við, þar sem því verður við komið, að kynjahlutfall sé 1:2 í þriggja manna nefndum, 2:3 í fimm manna nefndum o.s.frv.“. Þrátt fýrir þetta hefur félags- málaráð sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar nýlega vakið at- hygli á skertum hlut kvenna í nefndum á vegum Akraneskaup- staðar. Hlutfall kvenna er tæp 35% en hlutfall karla rúm 65%. I landinu okkar eru líka til „lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla“ (jafnréttislög). I þeim segir að markmið laganna sé að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öll- um sviðum samfélagsins. Allir ein- staklingar skulu eiga jafna mögu- leika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyn- ferði. Endurskoðun þessara laga fer nú fram í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að fýrstu jafnrétt- islögin voru samþykkt á Alþingi. Það má því segja að við búum formlega við jafnrétti kynjanna en til þess að raunverulegt jafnrétti náist þarf hugarfarsbreytingu og oft á tíðum virðist það takmark svo ótrúlega langt undan. I þessu sambandi hafa konur í pólitík stóru hlutverki að gegna hvar í flokki sem þær standa. Mikilvægt er að skoða öll mál út frá jafnrétt- issjónarmiði. Þær konur sem ná langt í stjórn- málum, komast í áhrifastöður og stjórnunarstöður og starfa í stétt- um þar sem karlar hafa fram tíl þessa verið í meirihluta mega ekki sofna á verðinum og gleyma jafn- réttisbaráttunni þrátt fýrir að þeim hafi tekist að brjóta múra sem ein- staklingar. Þeirra hlutverk er líka að hvetja stúlkur og ungar konur til dáða og vera þeim fýrirmyndir. Það sem kannski er mikilvægast til þess að jafnrétti náist er uppeldi barnanna okkar. Að sem flestir beri gæfu til að ala börnin sín upp fordómalaust í anda jafnréttis. Ræða þarf jafnréttismál heima og í skólunum. Öll hljótum við að vilja jafna framtíð fýrir syni okkar og dætur. Rún Halldórsdóttir, Höf er laknir á Akranesi og bajarfulltrúi. *

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.