Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2006, Page 23

Skessuhorn - 31.10.2006, Page 23
SBESSIÍHÖBSI MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 23 Snæfell bar sigurorð af Þór Liö Snæfells er í fjórða sæti úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik að loknum fjórum umferðum eftir sig- ur á liði Þórs í Þorlákshöfn í Stykk- ishólmi á mánudagskvöldið. Leik- menn Snæfells byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu gestirnir fá svör þannig að í lok fyrsta leikhluta var staðan 29:17. Forskotið hélst í öðrum leikhluta og þeim þriðja þrátt fyrir að flestir leikmenn Snæ- fells hefðu fengið tækifæri til þess að spila í leiknum. Þegar leið á síð- asta fjórðung leiksins söxuðu gestirnir á forskotið og þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var aðeins tveggja stiga munur á lið- unum. Þótt ótrúlegt megi virðast skoruðu liðin ekki þessar tvær mínútur sem eftir lifðu en á síðustu sekúndu leiksins skoruðu leik- menn Snæfells tvö stig. Af heimamönnum skoraði Ing- valdur Hafsteinsson mest eða 20 stig, Justin Shouse skoraði 17, Sigurður Á Þorvaldsson 14 og Jón Ó. Jónsson 10. HJ Skallagrímur lagði Hamar/Selfoss Flestir leikirnir í fjórðu umferð úrvalsdeildar karla voru spilaðir á sunnudagskvöld og atti Skalla- grímur þá kappi við Hamar/Sel- foss í Borgarnesi og sigraði 85- 69. Leikurinn var sveiflukenndur og fyrri hlutinn slakur hjá Skall- grímsmönnum. Boltinn vildi illa hitta körfuna og varnarleikurinn ekki sem skyldi. Það var líkt og Skallagrímsmenn væru stressaðir og næðu ekki að nýta hin opnu færi. í seinni hálfleik bitu menn í skjaldarrendur, vörnin hóf störf og yfirbragð yfir leiknum varð allt annað. Hafþór Gunnarsson var lykil- maður liðsins í leiknum en einnig stóðu vel vaktina þeir Sveinn Blöndal og Pálmi Sævarsson. HJ Fjölmennt landsþing LH í Borgarnesi Eitt fjölmennasta þing sem haldið hefur verið í Borgarnesi fór fram sl. föstudag og laugardag þegar landsþing Landssambands hestamannafélaga var haldið á Hótel Borgarnesi. Um 160 fulltrú- ar hestamannafélaga sátu þingið. Það voru félagar í hestamannafé- Ta hlýtur styrk frá UEFA ÍA hefur veriö úthlutað tæplega 1,6 milljónum króna í styrk frá Knatt- spyrnusambandi Evrópu sem hef- ur ákveðið, líkt og áður, að láta hluta af tekjum Meistaradeildar UEFA árið 2005 - 2006 renna til fé- laga í öllum aðildarlöndum sínum. Greiðslan til íslensku félaganna skal renna óskipt til eflingar knatt- spyrnu barna og unglinga, frá yngstu iðkendum til og með 2. ald- ursflokks. Verkefnin sem KSÍ legg- ur áherslu að félagsliðin í landinu beiti sér fyrir er fjölgun menntaðra þjálfara hjá félögunum auk nám- skeiða og knattspyrnuskólum. Öll félög sem áttu lið í efstu deild árið 2004 fengu sama styrk. KH laginu Skugga sem voru gestgjaf- ar á þinginu, sem þótti takast vel. Þar var m.a. kjörinn nýr formað- ur LH í stað Jóns Alberts Sigur- björnssonar sem gegnt hefur for- mennsku um margra ára skeið. Hinn nýkjörni formaður er Harald- ur Þórarinsson bóndi í Laugar- dælum og fyrrverandi varafor- maður LH. Haraldur hefur unnið að félagsmálum hestamanna um árabil og verið í stjórn LH og for- maður Sleipnis um tíma. Jón A Sigurbjörnsson, fráfarandi for- maður LH flytur skýrslu formanns sl. föstudag. MM Meðal gesta á þingsetningunni voru þeir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, Ágúst Sigurðsson rektor Lbhí og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka íslands. Helgi Dan gefur þúsund merki til stuðnings unglingastarfi ÍA Gamla merkið sem nú hefur verið sett á 1000 barmmerki sem seld verða til stuðnings unglinga- starfi ÍA. Vegna 60 ára afmælis íþrótta- bandalags Akraness á þessu ári lét Helgi Daníelsson, fyrrum markvörður, rannsóknarlögreglu- maður og ætíð Skagavinur, nýver- ið útbúa barmmerki með fyrra ÍA merkinu, sem var merki félagsins á árunum 1946-1950, en árið 1951 var núverandi merki tekið í notkun. Merkið gefur hann til stuðnings unglingastarfi ÍA. „Á árunum frá 1946-1950 var knattspyrnubúningur ÍA hvít treyja og bláar buxur. Gamla merkið mun ekki hafa verið notað á knattspyrnubúninga, vegna þess að á þessum árum átti ÍA aldrei keppnistreyjur, heldur lék með í hvítum skyrtum (spariskyrtun- um sínum) og var ekki ekki hægt að nota merkið á þær, þar sem það átti að vera á brjóstinu miðju. Hins- vegar var það notað á búningum í ýmsum öðr- um greinum, m.a. hjá fimleikamönnum, frjálsf- þróttafólki og fleirum. Merkið sést síðan á auglýsingum allt til ársins 1954,“ segir Helgi í viðtali við Skessuhorn. Hann segist vel muna eftir gamla merkinu m.a. sem unglingur í fimleikaflokki Stefáns Bjarnasonar þar sem gamla merkið hafi verið á búning- unum. „Ég vildi ekki láta þetta merki gleymast alveg og fékk því auglýsingateiknara til að teikna það og lét gera 1000 barmmerki og afhenti Sturlaugi Sturlaugssyni formanni lA það á vígsludegi nýju Akraneshallarinnar vegna 60 ára afmælis ÍA á þessu ári. Þá fylgdi merkinu kort með merki ÍA og nokkrum orðum um merkið. Kort- in eiga að fylgja merkinu og eru þau tölusett og verða dregin út 10 númer og eru vinningar 10 Ijós- myndir frá Akranesi eftir Friðþjóf Helgason Ijósmyndara og bæjar- Helgi Daníelsson þegar hann hafði fært formanni ÍA nýja merkið að gjöf á vígsludegi Akraneshallarinnar sem er í baksýn. Skallagrímsmönnum tókst að næla í sín fyrstu stig í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik þegar þeir báru sigurorð af liði KR á útivelli sl. fimmtudag. Skallagrímsmenn voru mun grimmari í upphafi og komust yfir 8:1. Þessi munur á milli liðanna hélst út fyrsta leik- hluta og var staðan að honum loknum 13:20. í öðrum leikhluta héldu Skallagrímsmenn sínum hlut og í hálfleik var staðan 35:44. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn og um tíma var jafnt á flestum töl- um. Undir lok leiksins náðu Skall- arnir að siga framúr og höfðu sig- ur að lokum 81:88. Stigahæstir í liði Skallagríms voru Jovan Zdravevski með 24 stig, Darryl Flake með 23 stig og Dimitar Karadzovski með 16 stig. Snæfell lagði Hauka Lið Snæfells úr Stykkishólmi lagði Hauka í þriðju umferða úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór leik- urinn einnig fram á fimmtudag. í fyrri hluta leiksins skiptust liðin á forystunni og í hálfleik leiddi Snæ- fell með einu stig 28:29. í þriða leikhluta náðu Snæfellingar að síga framúr þó ekki væri forystan mikil. í fjórða leikhluta náðu liðs- menn Snæfells góðum spretti og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka höfðu þeir náð 14 stiga forskoti 44:58. Þá vöknuðu Hauk- ar og þegar tæpar 4 sekúndur voru eftir höfðu þeir boltann og voru þremur stigum undir. Þeim tókst hins vegar ekki að jafna og Snæfellingar fóru með sigur af hólmi. Stigahæstir liðsmanna Snæ- fells voru Sigurður Þorvaldsson og Justin Shouse með 16 stig hvor. Að loknum þremur umferð- um úrvalsdeildarinnar er Snæfell í fjórða sæti deildarinnar með fjög- ur stig. HJ Birgitta Rán vann tvöfalt Hið árlega Atlamót Badmintonfélags Akraness var haldið í [þróttahúsinu við Vesturgötu laugar- daginn 28. október. Atlamótið er haldið til minningar um Atla Þór Helgason sem lést af slysförum árið 1980. Mótið er mjög sterkt mót þar sem flestir af bestu spilur- um landsins keppa. Þar var leikið í M.fl. A.fl. og B.fl og voru kepp- endur um 50 talsins, þar af 16 frá lA. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir (A og Atli Jóhannesson TBR unnu bæði tvöfalt í meistaraflokki sem er mikið afrek hjá þessum ungu spilurum. MM Sigruðu liðakeppni í badminton Þessir hressu badmintonkrakkar frá Akranesi gerðu sér lítið fyrir og unnu liðakeppni á badmintonmóti sem fram fór í Hafnarfirði sl. laug- ardag. Þau heita Jóhannes Þorkels- son, Þórður Páll Fjalarsson, Alex- andra Stefánsdótt- ir, Marvin Þrastar- son, Steinn Þor- kelsson og Konráð Sigurðsson. MM Vesturlandsliðin unnu bæði í þriðju umferð listamann á Akranesi. Ég hef ósk- að eftir því að ágóði af sölu merkj- anna verði látinn renna til ung- lingastarfs innan ÍA,“ segir Helgi. Búningar ólíkir Reykjavíkurliðunum Um tilurð þess að ÍA tók upp nýtt félagsmerki segir Helgi: „Þeg- ar Ríkharður Jónsson tók við þjálf- un ÍA árið 1951 var keyptur nýr búningur fyrir ÍA, gul treyja og svartar buxur og þá kom nýtt ÍA merki einnig, það sama og við þekkjum í dag. Um tilurð gul/- svarta búningsins er það að segja, að á árunum um og eftir 1950 var lítið vöruúrval og knattspyrnutreyj- ur vart fáanlegar í verslunum. Guð- mundur Sveinbjörnsson, þáver- andi formaður ÍA hafði samband við Karl Guðmundsson knatt- spyrnumann og íþróttakennara og eitt sin þjálfara ÍA fyrir 1950, en hann var þá við nám í íþróttahá- skólanum í Köln og bað hann að útvega nýja búninga fyrir ÍA. Bú- ingurinn átti ekki að vera eins og þeir búningar sem til voru og var þá aðallega hugsað til Reykjavík- urfélaganna í þeim efnum. Karl keypti búninga, eins og um var beðið og valdi gulan og svartan búning, sem síðan hefur verið búningur ÍA. Skagamenn klædd- ust þessum búningi fyrst vorið 1951 og þá var komið nýtt merki og urðu Islandsmeistarar, fyrstir liða utan Reykjavíkur, sem kunnugt er,“ segir Helgi að lokum. MM í Hr

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.