Skessuhorn - 15.11.2006, Side 1
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettð
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
46. tbl. 9. árg. 15. nóvember 2006 - Kr. 400 í lausasölu
A föstudaginn kemur, þann 17. nóvember verða liðin 100 árfrá því að sautján ára drengur, Haraldur Böðvarsson bóf atvinnurekstur á
Akranesi. Fyrirtœki hans dafnaði fljótt og var burðarás í atvinnulífi Skagamanna alla öldina. I tilejhi afþessum tímamótum opnar í
Haraldarhúsi að Vesturgötu i2 sögusýning þar sem stiklað er á stóru í sögu fyrirteekisins. Það er sonarsonur Haraldar, Haraldur Stur-
laugsson sem unnið hefur að uppsetningu sýningarinnar af myndarbrag. Sjá umfjöllun og myndir bls. 16. Ljósrn. HJ
Framkvæmdir hafiiar við
Menntaskólann í Borgamesi
\
Meðal
efnis:
• Krókódíll á jóla-
matseðlinum ...Bls. 10
• Markaðsfulltrúi
fluttur á safn.Bls. 8
• Hjálmurinn
bjargaði......Bls. 22
• Óbreytt skólahverfi
í Borgarbyggð....Bls. 6
• Vegleysur á
Skógarströnd...Bls. 19
• Mikið sigldar
gulrætur......Bls. 19
• íþróttafélög í
samstarf......Bls. 23
• Hrossum bjargað úr
ógöngum........Bls. 6
• Sparisjóðir
sameinast.....Bls. 10
• Heiðursbúið sótt
heini.........Bls. 12
• Hálfs inilljarðs
tónlistarskóli.Bls. 2
• Hálft prósent
atvinnuleysi ....Bls. 13
• Flottrollin
farin.........Bls. 24
• Skipulag Borgar-
brautar 59....Bls. 24
• Aksturskennslu-
svæðið...........Bls. 8
• Upplifðu allt veitir
forskot........Bls. 9
v
ATLANTSOLIA
Dísel •Faxabraut 9.
Miðvikadaginn 8. nóvember sl.
má segja að framkvæmdir hafi form-
lega byrjað við uppbyggingu
Menntaskóla Borgarfjarðar á gamla
íþróttavellinum í Borgarnesi. Það
voru nemendur í 9. bekk Grunn-
skóla Borgamess sem tóku til hend-
inni við að raða torfi á bretti. Sam-
komulag náðist milli Menntaskólans
og Golfklúbbs Borgarness um að
golfklúbburinn fengi þökumar sem
af svæðinu kæmu gegn því að fjar-
lægja þær af svæðinu. Golfklúbbur-
inn samdi síðan við nemendur
Grunnskólans um að vinna verkið
en nemendur fá í staðinn styrk í
ferðasjóð sinn, en þeir era að safna
fyrir Danmerkurferð. „Það er vel
við hæfi og táknrænt að nemendur
skuli leggja hönd á plóg í þessu verk-
efni og fylgja framkvæmdum úr
hlaði með eigin dugnaði og útsjón-
arsemi. Verkið er umfangsmikið en
alls verða um 1.500 fermetrar af
þökum fluttar af svæðinu og ljóst að
9. bekkingar hafa aldeihs tekið til
hendinni,“ segir Ársæll Guðmunds-
son, verkefhisstjóri MB í samtali við
Skessuhorn.
Aætlað er að ffamkvæmdir við
jarðvinnu, sem verður í höndum
Borgarverks, hefjist í þessari viku og
þá er stefnt að því að byggingar-
framkvæmdir hefjist í byrjun janúar.
Torfi Jóhannesson, formaður
stjómar MB segir að á síðasta fúndi
stjómar hafi verið ákveðið að bjóða
Arsæli Guðmundssyni starf skóla-
meistara og var Torfa falið að vinna
drög að samningi við hann.
Stærsta einstaka bygg-
ingaframkvæmdin
Af undirbúningi ffamkvæmda er
það annars að ffétta að deiliskipulag
fyrir menntaskólalóðina var staðfest
af sveitarstjórn Borgarbyggðar á
fundi 9. nóvember sl. „Á auglýsinga-
tímabilinu komu fram þrjár athuga-
semdir sem snerast að mestu um
fjölda bílastæða. Bragðist var við
þessum athugasemdum með því að
fjölga stæðum um 50% frá upphaf-
legum áætlunum og með því að gera
grein fyrir hvernig mætti fjölga
stæðum enn meira ef þörf krefur,"
sagði Torfi Jóhannesson í samtali við
Skessuhorn. Á fundi bygginga- og
skipulagsnefhdar í gær kynntu þau
Helga Halldórsdóttir, formaður
bygginga- og framkvæmdanefndar
AIB og Steinþór Kári Kárason aðal-
arkitekt Kurt og pí - arkitektastofu,
bygginguna og lögðu ffam umsókn
um byggingarleyfi.
Stefht er að því að ffamkvæmdum
við skólabygginguna ljúki næsta
sumar og skólahald hefjist þá um
haustið. Framkvæmdin sem slík
verður líklega ein stærsta einstaka
byggingaffamkvæmd í héraðinu á
næsta ári; 3300 fermetrar að flatar-
máli. Samkvæmt heimildum Skessu-
homs er gert ráð fyrir að byggingar-
kostnaður verði um 650 milljónir
króna.
MM
Haraldur Eirtksson með 12 punda
hrygnu úr Norðurá sl. sumar.
Ljósm. GB
Opnun
Norðurár
seinkað
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur í samráði við stjórn Veiði-
félags Norðurár ákveðið að
seinka opnun í Norðurá í Borg-
arfirði til 5. júní, árið 2007.
Stangaveiðifélagið er leigutaki
árinnar og hefur verið svo síð-
ustu sextíu árin. I mörg ár hefur
veiði hafist í Norðurá 1. júní og
verið fyrsta stóra laxveiðiáin sem
opnar fyrir veiði ár hvert. Að
sögn Bjarna Júlíussonar, for-
manns Stangaveiðifélags Reykja-
víkur verður engin breyting á því
og mun stjóm SVFR að venju
opna ána. Ástæða breytingarinn-
ar er að sögn Bjarna einkum sú
að veiði þessa fyrstu daga hefur
farið minnkandi undanfarin ár og
með þessum aðgerðum er verið
að draga úr álagi á stórlaxinn sem
að jafhaði gengur fyrst í ána. Þá
hefur einnig verið ákveðið að
barma maðkveiði í ánni ffá og
með næsta sumri og verður flug-
an eina löglega veiðiagnið ffam-
vegis. „Við erum að hvetja veiði-
menn til að veiða og sleppa, eink-
um stórlaxinum,“ sagði Bjami.
,„Með þessari aðgerð er mönnum
gert auðveldara að sleppa laxin-
um aftur, sérstaklega stórlaxin-
um, sem er að veiðast fyrstu vik-
umar, því maðkveiddur lax á sér
minni lífevon en sá fluguveiddi. Á
síðasta sumri veiddust aðeins um
100 stórlaxar í Norðurá og því er
afar mikilvægt að þessum stofiú
sé hjálpað eins og kostur er. Hér
erum við að fara að tillögum fiski-
ffæðinga og veiðimálastofnunar,
sagði Bjami að lokum. BGK
llllllllllllllllllllllllllllll
•&SPM (
SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - HORNSTEINN í HÉRAÐI
Digranesgötu 2 « 310 Borganes • Síðumúla 27 * 108 Reykjavík « Sími 430 7500 * Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is