Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Síða 2

Skessuhorn - 15.11.2006, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 oacssunu^il Til minnis Við minnum á Dag íslenskrar tungu og af því tilefni verður t.d. Hagyrðingakvöld í Safnaskálan- um að Görðum á Akranesi þann 16. nóvember nk. Þar verða kynnt úrslit í Ijóða- og smásagna- keppni unga fólksins, sem hefur staðið yfir í sumar. Þar munu hinu ungu höfundar lesa úr verkum sínum og vegleg verðlaun afhent. Svo er ekki úr vegi að minna á Jónas Hallgrímsson og hvetja fólk til þess að lesa Ijóð eftir skáldið af tilefni dagsins. fVoj Veðarhorfivr Það er búið að vera umhleypinga- samt veður undanfarið og hver lægðin á fætur annarri búin að hringa sig utan um landið. Næstu dagar munu einkennast af norð- anátt og éljum en á fimmtudag- inn verður allhvöss norðanátt og víða léttskýjað. Frost víða 5 til 10 stig við sjávarsíðuna en ailt að 20 stig inn til landsins. Áföstudaginn snýst hann í suðaustan 5-10 m/s með snjómuggu og minnkandi frosti SV-lands. Á laugardag og sunnudag verður norðlæg eða breytileg átt og víða él, einkum við ströndina. Kalt í veðri, einkum í innsveitum. Á mánudaginn er spáð norðaustanátt og snjókomu eða éljum og áfram köldu veðri. Þannig að heilræði vikunnar er: „Klæðum okkur vel!" SpMrnin| viKMnnar Við spurðum lesendur í síðustu viku, hvort þeir væru búnir að sjá kvikmyndina Mýrina og niður- staðan var sú að 29,1% svöruðu því játandi, 54,9% ætla síðar en 16% ætla sér ekki á hana. Spurning næstu viku er: „Er þetta upphafið aferfiðum vetri?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendiníjtyr viNnnar Vestlendingar vikunnar eru lög- regla og slysavarnafélagar um allt Vesturland, sem staðið hafa í ströngu við hjálp og björgun á fólki sem og munum sl. veð- urofsavikur. Þetta er stétt karla og kvenna sem stöðugt eru á vakt- inni; boðnir og búnir til þess að aðstoða þegar nauðsyn krefur. Toppa- dagar 25% afsláttur af völdum toppum og bolum, fimmtudag, föstudag og laugardag. KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 Gmnnskóli Borgarfj arðarsveitar fær nýtt nafii Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur sam- þykkt að leggja til við sveitarstjórn að nafhi Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar verði breitt í Grunnskóla Borgarfjarðar. Innan hans starfa Kleppjárnsreykjaskóli og Anda- kílsskóli. Það var Finnbogi Rögnvaldsson sem lagði tillöguna ffam og var hún sam- þykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. Borgarfjarðarsveit var sem kunnugt er eitt þeirra sveitarfélaga sem í vor sameinuðust í nýju sveitarfélagi sem síðar hlaut nafhið Borgarbyggð. Andakílsskóli á Hvanneyri. KH Almenn þjónustugjöld hækka um 10% á Akranesi Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að fasteignagjöld á næsta ári verði óbreytt frá því sem nú er en almenn þjónustugjöld hækki um 10% á milli ára. Bæjarráð felldi til- lögu bæjarfulltrúa Samfylkingar- innar um að lækka dvalargjöld í leikskólum og grunnskólum bæjar- ins tun 25% um næstu áramót. Jafhffamt áskilur ráðið sér rétt til að endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda þegar nýtt fast- eignamat liggur fyrir. Utsvar á árinu 2007 verður því áfram 13,03%. Fasteignaskattur verður áfram 0,352% af álagning- arstofni íbúðarhúsa og 1,275% af öðrum fasteignum. Holræsagjöld verða 0,175% af fasteignamati xbúðarhúsnæðis og 0,2% af fast- eignamati atvinnuhúsnæðis. Vatns- gjald hækkar um 3,85% og verður 2.907 krónur auk þess sem fasta- gjald hækkar um 3,7% og verður 112 krónur á hvern fermetra. Samkvæmt tillögu bæjarráðs hækka önnur þjónustugjöld um 10% ffá áramótum nema annað sé ákveðið sérstaklega. Sveinn Krist- insson, bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar lagði til að dvalargjöld í leik- skólum og grunnskólum verði lækkuð um 25% frá núverandi gjaldskrá um næstu áramót. „Akra- neskaupstaður hefur hingað til lagt metnað sinn í að bjóða íbúum sín- um góða þjónustu á samkeppnis- hæfu verði miðað við nágranna- sveitarfélögin. Lækkun ofan- greindra gjalda er mikilvægur liður í því að auka lífsgæði barnafjöl- skyldna í bænum.“ Meirihluti bæj- arráðs felldi tillögu Sveins en bók- aði að hann teldi fulla ástæðu til að skoða tillöguna nánar. HJ Vinstri grænir stilla upp í Norðvesturkj ördæini Jón Bjamason, alþingismaóur hefur lýst sig reiðuhúinn til aS leiSa listann áfram. Á fundi kjördæmisráðs Vinstri- hreyfmgarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi sem haldinn var í Búðardal á laugardagskvöld var samþykkt einróma að viðhafa uppstillingu við val á ffambjóðend- um á listann við næstu alþingis- kosningar. Jón Bjamason alþingis- maður lýsti því yfir á fundinum að hann væri reiðubúinn að leiða list- ann í næstu kosningum. Á fimdinum, sem haldinn var í Búðardal, vora kosnir 7 fulltrúar í uppstillingamefnd og koma þeir víðsvegar að úr kjördæminu. Er nefhdinni falið að skila svo fljótt sem verða má tillögum að ffam- boðslista. Verða tillögurnar lagðar fyrir kjördæmisráðsfund, sem af- greiðir ffamboðslistann og gengur ffá framboðinu. MM Rætt við Þóri Hákonarson um starf skrifstofiistjóra Bæjarstjóm Grundarfjarðar sam- þykkti samhljóða í síðustu viku til- lögu bæjarráðs um að bæjarstjóra verði falið að ræða við Þóri Hákon- arson frá Siglufirði um mögulega ráðningu hans í stöðu skrifstofu- ----------------------------------- stjóra Gmndarfjarðarbæjar. Endan- leg ákvörðun verður síðan tekin þegar niðurstaða þeirra viðræðna liggur fyrir. Umsækjendur um stöðuna vora auk Þóris þau Bjöm Kristjánsson Reykjavík, Gunnar Pétur Garðarsson ísafirði, Helga Hjálmrós Bjarnadóttir Grundar- firði og Indriði Indriðason Stokks- eyri. HJ Aædaður kostnaður við Tónfistar- skóla kominn í 480 milljónir Á fundi framkvæmdanefndar mannvirkja Akraneskaupstaðar sem haldinn var á dögunum kom fram að kostnaður við innréttingu húsnæðis fyrir tónlistarskóla væri kominn í 240 milljónir króna. Var þá miðað við kostnaðaráætlun dagsetta 15. október. Eins og kunnugt er ákvað bæjarstjórn Akraness á síðasta kjörtímabili að festa kaup á húsnæði fyrir bókasafn í nýbyggingu sem nú rís við Dal- braut 1. Húsnæðið er um 1.300 fermetrar að stærð og var kaup- verð um 240 milljónir króna. Eftir kosningar í vor ákvað nú- verandi meirihluti bæjarstjórnar að hverfa frá þeim að bókasafnið flytti í áðurnefnt húsnæði. Þess í stað var ákveðið að innrétta það fyrir starfsemi Tónlistarskóla Akraness. Skapa og Skerpa arki- tektar voru ráðnir til verksins og hefur hönnun staðið yfir undan- farna mánuði en henni er ekki að fullu lokið. Af fyrrgreindum tölum má því ráða að heildarkostnaður við kaup og innréttingu húsnæðis- ins sé kominn í rúmar 480 milljón- ir króna eða 370 þúsund krónur á hvern fermetra, verði allir 1.300 fermetrarnir nýttir undir skólann. HJ Glæpasagnaliöfundur með boðskap AKRANES: A föstudaginn var kom út hjá Uppheimum ehfi, út- gáfufyrirtæki Kristjáns Kristjáns- sonar á Akranesi, glæpasaga eftir Ævar Orn Jósepsson, Sá yðar sem syndlaus er. Þetta er fyrsta verk Ævars sem kemur út undir merkj- um Uppheima, en áður hefur hann sent frá sér skáldsögurnar Skítadjobb, Svartir englar og Blóðberg hjá bókaforlaginu Eddu. Allar hafa bækurnar hlotið lof- samlega dóma og Svartir englar var tilnefiid til norrænu glæpa- sagnaverðlaunanna, Glerlykilsins af íslands hálfu árið 2003. Hún hefur nú verið þýdd og gefin út í Hollandi og er væntanleg í þýskar bókaverslanir með vorinu. -als Telja á föstu- daginn FRAMSÓKN í NV: Á föstu- daginn lýkur póstkosingu um skipan framboðslista Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Um kvöldið hefst talning atkvæða á Borðeyri við Hrúta- fjörð og að sögn Sveinbjöms Eyjólfssonar formanns kjör- nefiidar er búist við að úrslit figgi fyrir ekki síðar en um miðnætti. Fréttir af talningu atkvæða verða birtar um leið og þær berast á skessuhom.is -hj 54 íbúða byggð í bígerð REYKHOLTSDALLR: Á fundi sldpulags- og byggingar- nefiidar Borgarbyggðar í gær var samþykkt tillaga að breytingu skipulags sem felur í sér að land- notkun spildu í landi Breiðabóls- staðar 2 í Reyldioltsdal verður breytt úr landbúnaðamotkun í íbúðabyggð. Fyrirtækið Bryggju- vör 1 ehf. í Reykjavík hyggst skipuleggja á landinu, sem er um 50 ha, lóðir fyrir 54 ný íbúðar- hús. Lóðimar verða hver um sig hálfur til einn hektari að stærð. Ef framkvæmt verður eftir þess- um hugmyndum er óhætt að segja að þetta verði í fyrsta skipti í langan tíma sem svo stór íbúða- byggð rís í dreifbýli í Borgarfirði. -mm Skipulagsmál og íbúaþróun BORGARBYGGÐ: Samfylk- ingarfélag Borgarbyggðar boðar til opins félagsfundar um skipu- lagsmál og íbúaþróun í Borgar- byggð fimmtudagixm 23. nóvem- ber kl. 20.30. Fundurinn verður í Alþýðxxhxísinu í Borgamesi. Fxill- trúar Borgarhstans í skipulags- nefiid Borgarbyggðar, þau Sig- ríður Björk Jónsdóttir, bæjarfull- trúi og Jóhaxmes Stefánsson mxrnu Ieiða umræðxir um skipu- lagsmál og íbúaþróxm í sveitarfé- iaginu. Mikið er að gerast í skipulagsmálum í nýju sveitarfé- lagi og hefur það áhrif á íbúaþró- xinina. Það er því af nógu að taka til að skapa miklar og fjöragar xxmræður og skiptast á skoðun- xxm. Fxmdarstjóri verður Hólm- fnður Sveinsdóttir, formaður Samfylldngarfélags Borgar- byggðar. Að umræðum loknum mxm stjómin bjóða upp á sam- söng og kaffiveitingar. Allir vel- komnir. -fréttatilkynning Nýtt stjómsýsluhús H VAL FJARDAR S VEI I: Á fundi sveitarstjómar Hvalfjarð- arsveitar í síðustu viku vora lögð ffiam frumdrög að hönnun nýs stjómsýsluhúss sveitarfélagsins. Það er arkitektastofan Höxmtm sem unnið hefixr að málinu. Að sögn Einars Arnar Thorlaciusar sveitarstjóra mxm húsið rísa í Melahverfi. Skrifstofur sveitar- félagsins era nú til húsa í 60 fer- metra sumarhúsi í Melahverfi og byggingafulltrúi sveitarfé- lagsins hefur aðsetur í félags- heinúlinu Miðgarði. Einar segir að til þess að fjármagna bygg- ingu hins nýja húss verði meðal annars núverandi skrifstofuhús selt og einnig verður einbýlishús í eigu sveitarfélagsins selt. -hj

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.