Skessuhorn - 15.11.2006, Síða 4
4
gKlSSUHOBKi
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
Ofsaakstur
HVALFJ ÖRÐUR: Um
þarliðna helgi voru mynduð
brot 158 ökumanna sem óku yfir
leyfilegum hámarkshraða í
Hvalfjarðargöngunum. Meðal-
hraði hinna brotlegu var 89
km/klst. Sá sem hraðast ók
mældist á 146 km hraða en við-
urlög fyrir slíkan ofsaakstur eru
70 þúsund króna sekt og öku-
leyfissvipting tdl þriggja mánaða.
-mm
Sex grenndar-
stöðvar
AKRANES: Grermdarstöðvar
fyrir gáma til söfnunar sorps til
endurvinnslu verða settar upp á
sex stöðum á Akranesi á næst-
unni. Bæjarráð Akraness hefur
samþykkt tillögu sem umhverf-
isnefnd lagði ffam í samvinnu
við skipulags- og byggingar-
nefnd. Lagt er til að leitað verði
eftir samkomulagi við eigendur
matvöruverslana í bænum um
að grenndarstöðvum verði val-
inn staður á lóðum verslananna
og lögð verði áhersla á sam-
ræmt útlit og snyrtilegan frá-
gang í alla staði. Staðsetning-
arnar eru við Samkaup Strax,
stæði á mótum Suðurgötu og
Skagabrautar í nágrenni við
Verslun Einars Ólafsonar, við
Brekkubæjarskóla, við Skaga-
ver, við Bíóhöllina og við versl-
un Bónuss sem nú er að rísa við
Þjóðbraut. -hj
Bændur græða
landið
BORGARBYGGÐ: Byggða-
ráð Borgarbyggðar hefur sam-
þykkt að veita 100 þúsund
króna styrk á árinu 2007 í sam-
starfsverkefnið „Bændur græða
landið“ sem Landgræðsla ríkis-
ins stendur fyrir í samvinnu við
bændur víðs vegar um landið
og er markmið þess uppgræðsla
heimalanda. A þessu ári hafa 57
bændur í Borgarbyggð tekið
þátt í verkefninu og nýtt til þess
ríflega 100 tonn af áburði.
Verkefhið hefur staðið í 16 ár
og í ár hafa þátttakendur verið á
sjöunda hundrað á landinu öllu.
Fyrirkomulagið er með þeim
hætti að Landgræðslan styrkir
landeigendur til áburðarkaupa,
leggur til fræ og veitir faglega
ráðgjöf við uppgræðslu raskaðs
lands en landeigendur sjá um
verklegu hliðina. -hj
Lítið tjón í rold
AKRANES: Lögreglan og
björgunarsveitin á Akranesi
höfðu í nógu að snúast vegna
veðurs í sl. viku. Víða þurfti að
fergja niður lausa muni sem
voru líklegir til að taka flugið í
vindinum. Algengast var eins
og oft áður að járnplötur og
annað byggingarefhi sem hefur
góða flugeiginleika væri til
vandræða. Tjón varð þó lítið.
Almennt virðist fólk hafa tekið
viðvaranir um versnandi veður
alvarlega og flestir höfðu geng-
ið frá lausum munum í um-
hverfi sínu. -hj
Hönnun Þjóðbrautar að ljúka
Undirbúningur og hönnun nýrr-
ar Þjóðbrautar á Akranesi er á loka-
stdgi. Þetta kemur ffam í bréfi sem
Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri
Vegagerðarinnar á Norðvestur-
svæði sendi bæjaryfirvöldum á
Akranesi þann 24. október. Þar
kemm ffam að reiknað sé með því
að verkinu ljúki á næstu tveimur til
þremur vikum og má því ætla að
það verði um miðjan nóvember.
„Þar með er mögulegt að bjóða
verkið úr enda liggi þá fyrir heimild
vegamálastjóra til að hefja ffam-
kvæmd verksins,“ segir í bréfi
Magnúsar.
Þjóðbraut var áður helsta sam-
gönguæðin inn í þéttbýlið á Akra-
nesi áður en Hvalfjarðargöngin
komu til sögunnar en þá var lagður
nýr vegur til Akraness. Um nokkurt
skeið hafa bæjaryfirvöld sótt það
mjög fast að Þjóðbrautin tæki við
fyrra hlutverki sínu.
I bréfi Magnúsar kemur einnig
ffam að Verkffæðistofan Hönnim
hf. hafi unnið að hönnun brautar-
innar undir stjóm Vegagerðarinnar
og í samráði við starfsmenn Akra-
neskaupstaðar. lij
Búkolla slapp fyrir hom
Betur fór en á horfðist
þegar pallur búkollu, sem
var að losa grjót við Litlu-
bryggju í Grandarfirði, valt
sl. föstudag. Liðamót tækis-
ins bjargaði því að aðeins
pallurinn valt. Hins vegar
þurffi stórvirkar vinnuvélar
til þess að rétta hann við.
Búkollan slapp án teljandi
skemmda.
HJ /Ijósm. Sverrir
Eineltisfyrirlestur gerði gagn
Eineltisfyr-
irlestur Stefáns
Karls Stefáns-
sonar, leikara
sem hann hélt
á netinu sl.
þriðjudag og
var samtímis
fluttur í mörg-
um grunnskól-
um landsins
hefur vakið mikla ánægju skólafólks
sem segir boðskap hans vekja nem-
endur til umhugsunar um að einelti
sé alvarlegt mál.
„Fyrirlesturinn var afar vel
heppnaður og náði tilætluðum ár-
angri í skólanum hjá okkur. Nem-
endur voru virkilega vaktir til um-
hugsunar um hvenær stríðni er
orðin að einelti og þær alvarlegu af-
leiðingar sem einelti getur haft á
einstaklinga alla ævi. I kjölfar fyrir-
lestrarins spunnust upp miklar um-
ræður um líðan nemenda, hvort
einhverjum væri að líða illa í skól-
anum og hvort verið væri að leggja
einhvem í einelti. Var þessi fyrir-
lestur afar gott innlegg í skólastarf-
ið og kunnum við Stefáni Karli hin-
ar bestu þakkir fyrir hans ffamlag,“
segir Þórunn María Oðinsdóttir
skólastjóri Varmalandsskóla í Borg-
arfirði.
MM
Stefán Karl Stefáns-
son, leikari.
Flokkur 14 ára í skemmdarverkum
Lögreglan á Akranesi hefur upp-
lýst nokkur mál þar sem níu 14 ára
börn komu við sögu. Þáttur hvers
og eins er þó mismikill. I þessum
málum var um að ræða eignaspjöll,
innbrot, íkveikjur, nytjastuldi og
líkamssárás, auk annarra brota.
Upphafið má rekja til tilkynningar
um skemmdarverk á leikskóla í
bænum þar sem vitni sáu til og
þekktu nokkur barnanna úr hópn-
um. Við vinnslu þessa máls komu
ffam upplýsingar sem leiddu til að
10 önnur mál upplýstust auk nokk-
urra reiðhjólaþjófiiaða.
Meðal mála sem voru til rann-
sóknar var innbrot í hús við golf-
völlinn á Akranesi sem fjórir dreng-
ir brutust inní að kvöldi og stálu
lyklum að golfbílum sem voru í
geymslu á vellinum. Kvöldið eftir
brutust þeir inn í bílageymsluna,
stálu bflunum, óku um æfingasvæði
golfvallarins og ollu miklu tjóni á
vellinum og bílunum. Einnig voru
upplýst mál þar sem brotist hafði
verið inni í vinnuskúra í Flata-
hverfi, kveikt í timburskúr á leik-
velli og mál þar sem ffamin höfðu
verið eignarspjöll í nýbyggingum.
Að auki kom ffam við rannsókn
málanna að hluti barnanna hafði
verið að fikta við sniff á gasi úr
gaskútum auk kveikjaragass.
Málin teljast upplýst og hafa ver-
ið send félagsmálayfirvöldum en
lögreglan naut samvinnu þeirra og
skólayfirvalda, auk stuðnings for-
eldra viðkomandi bama. „Slík sam-
vinna er ómetanleg þegar unnið er
með mál þar sem böm koma við
sögu,“ eins og segir í fféttatilkynn-
ingu lögregltmnar. Allir brotaaðilar
sem komu við sögu eru ósakhæfir
vegna aldurs. HJ
Kynna firæðastörf í Stykkishólmi
Þriðjudagskvöldið 21. nóvember
verður opin kynning á starfsemi og
rannsóknum Náttúrustofu Vestur-
lands og Háskólaseturs Snæfells-
ness í Stykkishólmi. Kynningin
hefst klukkan 20 og verður á Ráð-
húsloftinu, Hafnargötu 3. For-
stöðumennimir Róbert A. Stefáns-
son og Tómas G. Gunnarsson
flytja erindi um starfsemi þessara
tveggja rannsóknastofnana og segja
ffá rannsóknum þeirra og nokkmm
niðurstöðum ffam til þessa. Að fyr-
irlestrum loknum verður farið með
gesti um húsnæði stofnananna og
rannsóknastofur skoðaðar.
„Þessi uppákoma er einstakt
tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á
að kynna sér hvaða fræðastörf fara
fram í ráðhúsi bæjarins,“ segir í til-
kynningu ffá aðstandendum kynn-
ingarinnar. Alhr em velkomnir og
er aðgangur ókeypis.
MM
Bílvelta í hálku
ÓLAFSVÍK: Ungur ökumaður
velti bíl sínum um tvö leytið aðfar-
amótt sunnudags við Ólafevík. Tals-
verð hálka var á veginum og er það
talin vera orsök bflveltumar. Engin
slys urðu á fólki en biffeiðin er mik-
ið skemmd. -mm
Margar tillögur að
nýju byggðamerld
BORGARBYGGÐ: Rúmlega 90
tillögur bárust í samkeppni Borgar-
byggðar að byggðamerki hins nýja
sveitarfélags sem varð til í vor. Um
opna samkeppni var að ræða og vora
íbúar sveitarfélagsins sérstaklega
hvattir til þátttöku og vora engin
takmörk á fjölda tillagna ffá hverjum
þátttakenda. Að auki bárast nokkrir
tugir teikninga að merkjum frá
grunnskólanemendum í sveitarfé-
laginu. Dómnefiid er nú að störfum
og verða úrslit birt í næstu viku. -hj
Eldur í
tjaldstæðahúsi
AKRANES: Síðastliðið fimmtu-
dagskvöld kviknaði í salemisaðstöðu
á tjaldstæðinu við Kalmansvík á
Akranesi. Talsverður eldur logaði
þegar að var komið en Slökkvilið
Akraness kom fljótt á vettvang og
réði niðurlögum eldsins fljótt og ör-
ugglega. Lfldegt er að eldurinn hafi
kviknað af mannavöldum en ósagt
skal látið hvort það hafi verið af
ásetningi eða hreinlega gáleysi. Mál-
ið er í rannsókn og óskar lögregla
eftir upplýsingum um mannaferðir á
tjaldsvæðinu sl fimmtudagskvöld.
-kh
Vilja samstarf um
tónlistarkennara
REYKHÓLAR: Á Reykhólum er
ekki starfandi tórflistarkennari sem
stendur. Sveitarfélagið er ekki nógu
stórt til þess að hægt sé að manna
heila stöðu í tónlistarskóla. Leitað
hefur verið til Tónlistarskólans í
Búðardal, en þar era menn ekld af-
lögufærir með slíka aðstoð sem
stendur. Fyrirspumir hafa borist er-
lendis ffá, en ekkert er þar fast í
hendi. Því var ákveðið að ræða við
sóknamefndimar á Reykhólum og í
Saurbæ um samstarf. Að sögn Ingv-
ars Samúelssonar gæti það orðið
beggja hagur ef hægt yrði að
samnýta einn starfsmann, bæði til að
kenna tónlist, vera organisti og
stjóma kirkjukóranum í viðkomandi
sóknum. -bgk
Stækkun Höfða
AKRANES: Undirbúningshópur
að ffamkvæmdum við Dvalarheimil-
ið Höfða á Akranesi hefur farið fram
á heimild heilbrigðis- og tryggingar-
málaráðuneytisins til þess að hanna
og undirbúa viðbyggingar og breyt-
ingar á heimilinu. Brýnustu verkefh-
in era að mati hópsins m.a. að
stækka stoðrými heimilisins, en þar
er átt við eldhús, mat- og samkomu-
sal en auk þess verði einbýlisíbúðir
ekki lengur nýttar sem tveggja
manna hjúkrunaríbúðir. Einnig
verði hjúkrunardeild bætt við sem
myndi skapa íbúðir fyrir allt að 28 -
32 íbúa auk betri og rýmri aðstöðu
fyrir starfsfólk. Þetta er talið nauð-
synlegt verkefhi til þess að mæta nú-
verandi biðlistum, vaxandi íbúa-
fjölda á svæðinu og auldnni hjúkrun-
arþjónustu til ársins 2015. -kh
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna C Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is
Umbrot: Cuðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is