Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.11.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 att£9SVhuU Skólahverfi í Borgarbyggð verði óbreytt Vinnuhópur sem skipaður var til að gera tillögur um framtíðarskipan skólahverfa í Borgarbyggð leggur til að skipan hverfanna verði ó- breytt en tekur fram að ekki sé þar með verið að girða fyrir uppbygg- ingu grunnskóla í háskólahverfum sveitarfélagsins. Hópurinn telur hins vegar að bygging nýrra skóla- húsa á Bifföst og á Hvanneyri sé dýrasti kosturinn af þeim sem skoð- aðir voru. Sveitarstjórn Borgar- byggðar hefur falið ffæðslustjóra sveitarfélagsins að kynna tillögum- ar fyrir forstöðumönnum grunn- skóla og háskóla í sveitarfélaginu. Ólíkar útfærslur skoðaðar Starfshópurinn var skipaður í sumar af byggðaráði og hélt hann fimm bókaða fundi. Hópinn skip- uðu Finnbogi Leifsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Karvel Karvels- son. Að auki starfaði Asthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri með hópnum. I dag rekur sveitarfélagið grunnskóla á fjómm stöðum; á Varmalandi, á Hvanneyri, á Klepp- járnsreykjum og í Borgamesi. Að auki kemur sveitarfélagið að byggðasamlagi um rekstur Lauga- gerðisskóla. Vinnuhópurinn gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri þess skóla. Hópurinn skoðaði sex kosti um framtíðarskipan. I fyrsta lagi óbreytt skólahverfi í sveitarfélagi. I öðm lagi að skólahald verði lagt af á Varmalandi og nýr skóli verði byggður á Bifröst og skólahverfi hans Norðurárdalur og Staf- holtstungur. Borgarhreppur færist undir Borgarnes og Hvítársíða og Þverárhlíð verði hluti af skólahverfi Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar (sem nú heitir Grunnskóli Borgar- fjarðar). I þriðja lagi að skólahald legðist af á Hvanneyri og Varma- landi og nýr skóli yrði reistur á Bif- röst. Skólahverfi nýs skóla verði Norðurárdalur og Stafholtstungur. Skólahverfi skólans á Kleppjáms- reykjum verði Borgarfjarðarsveit, Hvítársíða og Þverárhlíð auk Skorradalshrepps. Borgarhreppur færist í Grunnskóla Borgarness. I fjórða lagi að skólahald leggist af á Hvanneyri og Bifröst og á Varma- landi. Nýr skóli verði byggður á Bifröst. Skólahverfi hans verði Norðurárdalur og Stafholtstungur. Skólahverfi skólans á Kleppjárns- reykjum verði Borgarfjarðarsveit utan Andakílshrepps, Hvítársíða, Þverárhlíð og Skorradalshreppur. Andakflshreppur og Borgarhreppur færist í Borgarnes. I fimmta lagi að byggður verði nýr skóli á Hvann- eyri og skólahald aflagt á Klepp- járnsreykjum. Skólahverfi þess skóla yrði núverandi skólahverfi gmnnskóla Borgarfjarðarsveitar utan Hvítársíðu allrar, Hálsasveit og Reykholtsdalur færðust á Varmaland. I sjötta lagi yrði nýr skóli á Hvanneyri og á Bifröst. Skólahald á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum yrði lagt af. Skólahverfi skólans á Bifföst yrði Norðurárdalur og Stafholtstungur en skólahverfi skólans á Hvanneyri yrði Borgarfjarðarsveit, Hvítársíða, Þverárhlíð og Skorradalshreppur. Aksturstími aldrei yfir 3 korter I skýrslu hópsins kemur ffam að kosmaður við byggingu nýs skóla á Bifföst sé áætlaður 3-400 milljónir króna miðað við 200 barna skóla og kostnaður við byggingu á Hvann- eyri sé áætlaður 150-400 milljónir króna og þar yrði fjöldi skólabarna 100-200 nemendur. Er þá reiknað með að slík bygging yrði viðbygg- ing við núverandi skóla. Að auki var farið yfir þau viðhaldsverkefni og þá stækkun sem þörf væri á ef skólahald verður áfram á núverandi stöðum. Þá kemur ffam að á síðasta ári hafi kostnaður við aksmr skóla- barna sveitarfélaginu verið rúmar 52 milljónir króna. Þar af hafi kostnaður við aksmr að Varma- landsskóla verið 15 milljónir króna og af þeim vom 5 milljónir vegna bama ffá Bifföst. Hópurinn telur mikilvægt að tryggja í framtíðinni að aksmr skólabarna verði aldrei meiri en þrír stundarfjórðungar og ef byggja ætti nýjan skóla á Bifröst þyrfti því að leggja í nokkrar breyt- ingar á skólamannvirkjum á Klepp- jámsreykjum til þess að því marki yrði náð. Skoða viðhaldsþörf eldra húsnæðis Vinnhópurinn telur brýnt að kannað verði á næstu mánuðum hver sé viðhaldsþörf og hvaða möguleikar á breytingum era fyrir hendi á þeim skólamannvirkjum sem til staðar era á Kleppjárns- reykjum og Varmalandi. Þannig verði auðveldara að meta hvort nú- verandi húsnæði geti fullnægt hús- næðisþörf skólanna á næsm áram þannig að hagkvæmt þyki. Lagt er til að þessar upplýsingar liggi fyrir á árinu. HJ Fleiri vilja á lista Sjálfstæðisflokksins Tvö nöfh í viðbót hafa bæst í þann hóp fólks sem gefur kost á sér til sem á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næsm þingkosningar. Þetta eru Guðný Helga Björnsdóttir Bessastöðum í Húnaþingi-vestra og Sigurður Sigurðarson á Akra- nesi. Aður höfðu sextán manns gefið kost á sér til setu á listanum en einn þeirra, Borgar Þór Ein- arsson, hefur dregið framboð sitt til baka. Uppstillingarnefnd kem- ur saman til fundar í Staðarskála í Hrútafirði á morgun og sam- kvæmt heimildum Skessuhoms er stefht að því að ljúka að mesm til- lögu að skipan framboðslistans. Það verður síðan kjördæmisráð flokksins sem hefur síðasta orðið en það hefur verið boðað til fund- ar í Borgarnesi laugardaginn 17. nóvember og þar er stefnt að því að ganga frá skipan listans. HJ Sameining björgunar- sveita í Snæfellsbæ Nýverið vora haldnir aðal- fundir hjá bæði björgunar- sveitinrú Björgu á Hellissandi og Sæbjörgu í Olafsvík. A fundunum var samþykkt að sveitimar yrðu sameinaðar. I ffamhaldi af því hafa stjómir sveitanna unnið að því að rekstur verði sameiginlegur ffá 1. desember 2006. Form- leg sameiningarathöfh mun fara fram á sjómannadaginn 2007. „Tilgangurinn er sá fyrst og ffemst með sameiningu að stofna eina öfluga björgunarsveit í Snæ- fellsbæ sem er betur í stakk búin en eldri sveitirnar til að takast á við þau verkefni sem tfl kunna að falla. Markmið hinnar nýju sveitar verði að vinna að alhliða björgunarstörf- um, að standa að þjálfun félags- manna til þeirra starfa, að stuðla að auknum slysavörnum í Snæfellsbæ og afla þess búnaðar sem nauðsyn- legur er til starfsins,“ segir m.a. í tilkynningu frá björgunarsveitun- um. Þá segir að sameiningin verði ffamkvæmd í góðu samstarfi við kvennadeildirnar Helgu Bárðar- dóttur á Hellissandi og Sumargjöf í Olafsvík. Kynnt er stefna nýrrar Björgunarsveitar á heimasíðu hennar: www.123.is/bjorgunar- sveit. MM Hrossum bjargað úr flóði Síðasta sunnudag var björgunar- sveitin Brák í Borgarnesi beðin um að aðstoða ábúendur í Ferjukoti vegna sautján hesta er höfðu orðið innlyksa í hólma fyrir ofan bæinn. Var óttast að þeir gætu orðið í verri klípu, næst þegar falla myndi að. Björgunarbátur flutti hjálparmenn út í hólmann, sem var í nokkurri fjarlægð frá landi. Voru hestarnir bæði styggir og hræddir svo erfið- lega gekk að koma á þá böndum. Eftir dálítinn eltingarleik tókst að mýla eitt hrossið. Settist eigandinn á bak og hélt rakleitt til lands með allt stóðið í eftirdragi. Leiðin í land gekk nokkuð greiðlega þótt sund- ríða þyrfti á nokkrum stöðum. Mönnum og skepnum var borgið. BGK PISTILL GISLA Kmftm; reynsla og áhugi Ég verð að játa að ég er ekki sérlega uppnæmur fyrir prófkjörum enda fæst þeirra í mínu kjördæmi. Þótt ég feginn vildi kemst ég hins- vegar ekki undan því áreiti sem prófkjörum fylgja enda dynja auglýsingar frá ein- stökum frambjóðendum á mér eins og haglél á helgidegi. Ég ákvað því að reyna að hafa gaman af þessu og sökkti mér niður í prófkjörs- auglýsingar til að komast að því hvaða mann þessir fram- bærilegu frambjóðendur hafa að geyma. Élestir auglýsa sig með einum eða tveimur setning- um sem gefa kannski ekki ýtarlegt yfirlit yfir æviferil- inn en lýsa væntanlega á raunsæjan hátt eiginleikum hvers og eins. Helstu frambjóðendur í prófkjörum síðustu helgar voru þessir. „Ný rödd á þing, Tilbúin (held að kjós- endur hafi samt ekki verið tilbúnir), Dugnaður, kraftur og áhugi (Athyglisvert að frambjóðandi þurfi að taka ffam að hann hafi áhuga á stjórnmálum). Hitt var þó öllu verra að kjósendur höfðu engan áhuga á ffarn- bjóðandanum samkvæmt niðurstöðum prófkjörsins.) Kraftur og reynsla, Nýtt blóð (kjósendur afþökkuðu að vísu blóðgjöf). Traust for- ysta, Jöfnuður, samhjálp og réttlæti, Vöndum valið, Jöfhum leikinn og Samhent sigursveit. Ég gerði mér það síðan til dundurs og dægrastyttingar að reyna að læra utanað slag- orð hvers og eins. Það er skemmst ffá því að segja að það tókst ekki og þó það ætti að drepa mig er ég ekki ör- uggur um að mér tækist að muna það þegar ég sæi næst einn ffambjóðendanna úti á götu hvort þetta væri sá sem var traustsins verður, nýja röddinn, reynslan, kraftur- inn og heiðarleikinn, kraft- urinn, heiðarleikinn og reynslan eða einhver af hin- um. Til viðbótar við slagorðin kom gjarnan listi með stuðn- ingsmönnum og gjarnan myndir af þeim einnig. Sumir eru meiri stuðnings- menn en aðrir eins og geng- ur og ég hef ekki fengið bet- ur séð en sumir styðji nánast alla og eru þá væntanlega stuðningsmenn í fullu starfi þessa dagana. Kosningabarátta er í eðli sínu afskaplega leiðinlegt fyrirbæri því að ofan á það að allir fara ffam undir sömu eða svipuðum slagorðunum og með sömu eða svipuðu stuðningsmennina þá eru málefhin og málflutningur- inn afskaplega keimlíkur. Prófkjörsbarátta í öllu sínu veldi er því ekki ávísun á annað en tvöföld leiðindi. Guði sé lof fyrir 12. maí. Þá verður þetta allt afstaðið. Gísli Einarsson, kjósandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.