Skessuhorn - 15.11.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
Spuming
vikunnar
Hvað finnst þér
skemmtilegast
við veturinn?
(spurt í leikskólanum Andabæ
á Hvanneyri)
Asdts Lilja Amarsdóttir, 4 ára
Að vera úti í snjónum að leika mér.
Guttormur Jón Gíslason, 5 ára
Mérfmnst skemmtilegast að renna
mér á sleða og borða snjóinn.
Birta Björk Birgisdóttir, að
verða 4 ára
Að vera heima og leika.
Davíð Eldjám Guðmundsson,
5 ára
Mér finnst skemmtilegast af óllu
að leika mér í snjónum, renna á
sleða ogfara í kúlukast (snjókast).
Vignir Þór Kristjánsson, 4 ára
Vera ífótbolta og renna mér á
sleða.
Bílgeymsla komin og lyfta á leiðinni
I sumar var tekin í notkun ný bíl-
geymsla við Heilsugæslustöðina í
Borgarnesi. Rúmar hún báða
sjúkrabíla stöðvarinnar og er að-
staðan bylting fyrir sjúkraflutinga-
menn. I júní í sumar veitti Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
fé til kaupa á lyftu í hús heilsu-
gæslustöðvarinnar. Er á þessum
vikum verið að ganga frá pöntun á
lyftunni, að sögn Guðrúnar Krist-
jánsdóttur, ffamkvæmdastjóra. Þess
má geta að þegar húsið var byggt
fyrir 30 árum síðan, var gert ráð
fyrir lyftu í það en hún hefur aldrei
komið þó lyftuhúsið hafi alltaf ver-
Siv og Hermann Jóhannsson, sjúkrabílstjóri.
Siv Friðleifsdóttir.; heilbrigðisráðherra og Guðrún Krisljánsdóttir, framkvœmdastjóri.
ið fyrir hendi.
A fyrsta vetrardag, þann 21.
október sl. kom starfsfólk Heil-
brigðisráðtmeytisins í heimsókn á
heilsugæslustöðina ásamt Siv Frið-
leifsdóttur, ráðherra. Voru gestimir
í árlegri haustferð ráðtmeytisfólks.
Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar
tók á móti hópnum og sýndi að-
stöðuna. Guðrún framkvæmda-
stjóri fór stuttlega yfir starfsemina
og tölulegar staðreyndir. I máli
hennar kom m.a. ffam að gríðarleg
aukning er á aðsókn að þjónustu
heilsugæslustöðvarinnar.
MM
KrókódíU og antilópa
á jólamatseðlinum
Gunnar Garðarsson matreiðslu-
meistari á veitingastaðnum Kaffi
Bifföst fer ekki troðnar slóðir á sér-
stökum jólamatseðli sem hann býð-
ur viðskiptavinum sínum á aðvent-
unni. Meðal þess sem þar er að finna
er krókódíll og antilópa. Einnig er
þar strútur, skötuselur og krabbi
sem ekki hafa verið taldir til hefð-
bundinna jólarétta. Þegar að hangi-
kjötinu kemur hefur því verið breytt
í skífur og em þær bomar ffam með
baunageli.
Gunnar var um árabil yfirmat-
reiðslumeistari á Hotel Legolandi í
Danmörku. Hann segir krókódíl,
strút og antdlópu hafa notið vin-
sælda á veitingastað hótelsins. Hon-
um hafi því þótt eðlilegt að bjóða
gestum Kaffi Biffastar að njóta þess
einnig. Gunnar segir hefðbundin
jólahlaðborð landsmanna komin að
ákveðnum endamörkum og því full
ástæða til þess að brydda upp á nýj-
ungum í því sambandi. A Kaffi Bif-
röst hafi því verið ákveðið að setja
saman metnaðarfullan matseðil í
stað hefðbundins hlaðborðs.
Krókódílaeldi er stundað víða er-
lendis og þaðan kemur kjöt það sem
notað verður á Bifföst. Gunnar seg-
ir að kjötið þurfi að standast miklar
kröfur áður en innflutningsleyfi
fæst. Kjötið er ljóst, þétt og milt á
bragðið og afar bragðgott. Anti-
lópukjötið segir Gunnar að sé dökkt
og með mildan og góðan villibráð-
arkeim.
„Eg hræðist ekki að bjóða gestum
mínum rétti af þessu tagi því ég veit
af eigin reynslu að þetta er gott hrá-
eftii og víðsýnir gestir okkar kunna
án efa vel að meta það,“ segir Gunn-
ar að lokum. HJ
Sorpgjöld hækld
um 8-10%
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt að vísa til fyrri umræðu í bæj-
arstjórn nýrri gjaldskrá fyrir sorp-
hirðu og eyðingu sorps. Samkvæmt
tillögunni hækka sorpgjöld um rúm
8-10%. Gjald fyrir sorptunnu við
íbúðarhúsnæði verður samkvæmt
tillögunni 13.500 krónur á ári en er
í dag 12.500 krónur og verður
hækkunin því 8%. Aðrir gjald-
flokkar hækka á bilinu 8-10%.
Áfram verður ákvæði til bráða-
birgða um að ekki skuli innheimt
sorpgjald samkvæmt vigt ffá heim-
ilum sem koma með sorp til losun-
ar hjá Gámu á meðan bæjaryfirvöld
eru með til sérstakrar skoðunar
flokkun sorps með tilliti til úr-
vinnslugjalda. Gjaldskráin verður
tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn
þann 28. nóvember.
HJ
Sparisjóðir Olafevíkur
og Keflavíkur sameinast
Stjómir Sparisjóðsins í Keflavík
og Sparisjóðs Olafsvíkur hafa und-
irritað áætlun um samrana spari-
sjóðanna sem miðast reikningslega
við 1. júlí 2006. Þetta kemur fi-am í
tilkynningu sjóðanna til Kauphallar
Islands. I tillögu sem lögð verður
fyrir fund stofnfjáreigenda er gert
ráð fyrir því að eigið fé hins sam-
einaða sjóðs verði u.þ.b. 8 milljarð-
ar króna. Við samrunann verður
miðað við sama hlutfall á milli
stofnfjár og annars eigin fjár í báð-
um sjóðunum. Til að ná því mark-
miði hefur verið ákveðin aukning
stofnfjár í Sparisjóði Olafsvíkur.
I hinum sameinaða sjóði munu
stofnfjáreigendur f Sparisjóði O-
lafsvíkur eiga u.þ.b. 3,2% en eig-
endur stofhfjár í Sparisjóðnum í
Keflavík 96,8%. í tilkynningunni
segir að rekstur beggja sjóða hafi
gengið vel og þeir hyggist halda á-
ffam stöðu sinni sem máttarstólpar
í heimabyggð. „Það er markmið
stjóma sjóðanna með tillögu um
sameiningu að efla starfsemi á
starfssvæðum sínum og sækja fram
á nýjum vettvangi. Stjórnirnar telja
sameiningu sparisjóða nauðsynlega
til að mæta kröfum tímans um al-
hliða og hagkvæma fjármálaþjón-
ustu við einstaklinga og fyrirtæki.
Þau markmið fara saman við þá
skyldu að efla hag stofnfjáreigenda
og starfsfólks sjóðanna,“ segir orð-
rétt í tilkynningunni.
Sparisjóður Olafsvíkur er einn af
elstu sparisjóðum landsins og var
hann stofnaður árið 1892. HJ
Gengur hægt með þjóð-
veg eitt í Norðurárdal
Nýbygging þjóðvegar nr. 1, frá
Laxfossi í Stafholtstungum að
Brekku í Norðurárdal er ekki inni í
núgildandi vegaáætlun, 2005-2008.
Búið er að undirbyggja veginn ffá
Grafarkoti upp fyrir Laxfoss og
þeim áfanga verður væntanlega
lokið næsta sumar.
Að sögn Magnúsar Jóhannsson-
ar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á
Norð-Vestursvæði verður farið
fljótlega í að endurskoða áætlunina
og verður hún þá ffamlengd um
tvö ár, þ.e. 2009-2010. Þar ættd
þessi hlutd hringvegarins, þ.e. frá
Laxfossi að Brekku að koma inn.
Með mikilli bjartsýni gætu verklok
orðið haustið 2009. Magnús á ekki
von á því að fjármagn komi til
verksins, fyrr en þá, þótt allir séu
sammála um nauðsyn þess að flýta
verkinu og sagði Magnús að Vega-
gerðin muni án efa leggja tdl að
þessum áfanga verði hraðað.
Einnig sagði hann brýnt að laga
veginn við Hreðavatnsskála, en
fjármagn í þann áfanga hefur ekki
heldur verið tryggt. BGK
Laun sveitarstjómar í Hvalíj arðarsveit ákveðin
Sveitarstjórn hins nýja sveitarfé-
lags Hvalfjarðarsveitar hefur sam-
þykkt laun sér til handa og urðu
nokkrar umræður um málið á
fundi sveitarstjórnar þar sem þrjár
tdllögur voru lagðar ffam um mál-
ið. Upphafleg tillaga sveitarstjóra
var felld en samþykkt tillaga
tveggja sveitarstjórnarmanna.
Málið var rætt á fundi sveitar-
stjórnar í október og var sveitar-
stjóra þá falið að leggja tillögu fyr-
ir sveitarstjórn í samræmi við um-
ræður á fundinum. A fundi sveitar-
stjórnar á þriðjudaginn lagði Einar
Orn Thorlacius sveitarstjóri svo
fram tillögu um launagreiðslur. í
bókun með henni segir að hann
vekji sérstaka athygli á að hann líti
á tillögur sínar sem bráðabirgðatil-
lögur þangað til staða sveitarsjóðs
liggi fyrir úr bókhaldi og því leggi
hann til að launagreiðslur verði
endurskoðaðar á fyrri hluta næsta
árs.
Einar lagði til að sveitarstjórnar-
menn fengju greidd 10% af þing-
fararkaupi eða 48.557 krónur á
mánuði og oddviti sveitarstjórnar
fengi greidd 25% af þingfarar-
kaupi eða 121.393 krónur á mán-
uði. Að auki lagði Einar til að
sveitarstjórnarmenn og oddviti
fengju greidd 2% af þingfarar-
kaupi eða 9.711 krónur fyrir hvern
setinn fund. Þá lagði hann einnig
til að nefndarmenn fengju 9.711
fyrir hvern fund og formenn
nefnda 3% eða 14.566 krónur.
Sigurður Sverrir Jónsson og
Magnús I. Hannesson lögðu fram
breytingartillögu þar sem lagt er
til að sveitarstjórnarmenn fái
greidd 8% af þingfararkaupi, odd-
viti fái greidd 12% en nefndalaun
séu þau sömu og sveitarstjóri lagði
tdl.
Arnheiður Hjörleifsdóttir og
Stefán Ármannsson lögðu til að
sveitarstjórnarmenn fengju greidd
8% og oddviti 25%. Eftir umræð-
ur var gengið til atkvæða um til-
lögu Sigurðar Sverris og Magnús-
ar og var hún felld með tveimur at-
kvæðum gegn fjórum. Tillaga Arn-
heiðar og Stefáns var síðan sam-
þykkt með fjórum atkvæðum gegn
tveimur atkvæðum Sigurðar Sverr-
is og Magnúsar. Sveitarstjórnar-
menn í Hvalfjarðarsveit munu því
fá greiddar 38.846 krónur á mán-
uði og oddviti 121.393 krónur á
mánuði auk greiðslna fyrir fundar-
setur.
Ef miðað er við að sveitarstjóm
komi saman tvisvar í mánuði verða
því laun sveitarstjórnarmanns
58.268 krónur. Að auki fær sveitar-
stjórnarmaður greiddar 10.000
krónur á mánuði vegna aksturs- og
símakostnaðar. Einnig bætast við
þessar greiðslur laun fyrir setu í
nefndum.
Að sögn Einars Arnar Thorlaci-
usar sveitarstjóra reyndi hann í til-
lögu sinni að taka mið af launum í
sveitarfélögum af svipaðri stærð.
Þar hafi hann einkum horft til
launa sveitarstjórnar í fyrrum
Borgarfjarðarsveit. HJ