Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Page 12

Skessuhorn - 15.11.2006, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 .■.<»■«11»... i Heiðursbúið að Eystri-Leirárgörðum sótt heim Bændur á Eystri-Leirárgörðum taka vií verUaunum sínumfyrir Fyrirmyndarbú Vesturlands úr hendi Guðnýjar Jakobsdóttur, for- manns Búnaðarsamtaka Vesturlands. Eiríkur Blöndal, framkvœmdasljóra BVstendur hjá. Eystri-Leirárgarðar í Hvalfjarð- arsveit hlutu fyrir skömmu heið- ursverðlaun Búnaðarsamtaka Vest- urlands árið 2006, en starfssvæði BV er ffá Hvalfjarðarbotni í Gils- fjarðarbotn. Verðlatmin eru afhent ár hvert á Sveitateiti, uppskeruhá- tíð bænda á Vesturlandi, eins og greint var ffá í síðasta tölublaði. Að sögn Eiríks Blöndals, fram- kvæmdastjóra samtakanna, þarf töluvert til að bú hljóti þessi verð- laun. Það er ekki alltaf litið á sömu hluti, heldur er verið að verðlauna eitthvað sem er til fyrirmyndar. Stundum er það áræði sem er verðlaunað, bjartsýni, ræktun, þátttaka í félagsmálum og annað í þeim dúr. Að Eystri-Leirárgörðum fara margir af þessum hlutum sam- an. Þar er rekið kraftmikið bú, bæði með sauðfé og kýr. Afurðir eru góðar og ræktun vel sinnt. Eystri-LeirárgarSar í Hvalfjarðarsveit. Meðalnyt kúa er há og hefur auk- ist, Qósið er með mjaltaþjóni og nýjustu vinnubrögð við gegningar eru viðhafðar í fjárhúsunum. Jörðin hefur verið í bændaeign, allar götur ffá árinu 1707 og í eigu sömu fjölskyldu í fjóra ættliði. Þar búa nú feðgarnir Magnús Hannes- son og Hannes Adolf Magnússon ásamt eiginkonum sínum, Andreu Björnsdóttur og Danielu Gross. Kikt var í kaffi í Eystri Leirár- garða, þrátt fyrir tvísýna veðurspá. Hannes bóndi var upptekinn við fjárrúning en Magnús og Andrea kona hans, gáfu sér tíma til að taka á móti blaðamanni og auðvitað var fyrst spurt um þennan góða árang- ur og hvenær jörðin komst í eigu fjölskyldunnar. Markviss ræktun „Mitt fólk hefur búskap hér 1904 þegar afi kaupir jörðina," byrjar Magnús bóndi. „Eg flyt síð- an aftur hingað 1977 og fer í bú- rekstur með foreldrum mínum, Hannesi Einarssyni og Ólöfu Frið- jónsdóttur ásamt föðurbróður mínum Adolf Einarssyni. Mamma og Adolf eru enn á lífi og búa hér. En þegar ég hef búskap þá er hér nýlegt fjós til þess að gera, byggt 1965 og gömul fjárhús, sem voru byggð 1931. Þau er nú búið að jafna við jörðu. Hannes byggir hins vegar ný fjárhús árið 1998,“ segir Magnús. Ljóst er að markvisst hefur verið unnið að ræktun skepna á búi þeirra feðga. „Eg reyni að vera með góð hey og gef töluvert kjarn- fóður með til að auka nytina í kún- um. Við erum bara með sæðingar í fjósinu og ég er ekkert endilega að kaupa sæði úr þekktum nautum, það kemur oft gott út frá þeim sem eru óreynd. Nyt hefur aukist í kúm frá því að vera 5.648 kíló á árskú árið 2002 í það að vera 6.863 kíló á árskú núna. Sama gildir um féð. Hannes er með gjafagrindur frá Vírneti sem léttir störfin í fjárhús- unum og er að auka arðsemi fjárins á markvissan hátt. Hann er með um 380 vetarfóðraðar ær núna og var að fá um 31,4 kíló eftir hverja vetrarfóðraða á síðasta haust. I vor gafst honum kostur á því að leigja hluta af jörðinni Leirá, sá samn- ingur er til tveggja ára. Þá var kominn grundvöllur fyrir því að koma heim og stunda búskap ein- göngu en hann vann í Norðuráli á Grundartanga þar til síðasta vor, en hann er lærður vélvirki. Núna er hann að stækka fjósið, til að nýta mjaltaþjóninn. Þá verða 60-70 kýr í fjósi. Við erum með 358 þúsund lítra mjólkurkvóta og eru í þessu saman feðgarnir, á þann hátt að við heyjum saman og nýtum vélarnar saman og fáum þar af leiðandi meiri hagkvæmni út úr búrekstrin- um, vegna þess að fjárfesting í vél- um og tækjum er dýr.“ Stundum þarf að taka áhættu Jörðin Eystri-Leirárgarðar er ekki stór, um 244 hektarar. Ræktað land er hins vegar um 60 hektarar og einnig nýtt tún frá öðrum jörð- um svo að um 75 hektarar eru slegnir og flest túnin tvisvar. Mikl- ar breytingar hafa verið gerðar á húsakosti sem kostar sitt og spurn- ing hversu miklum framkvæmdum búið getur staðið undir. „Fyrir fjórum árum vorum við eiginlega á tímamótum í búskapn- Ibúðarhúsið íjólabúningi. um og ákváðum að fara í gagnger- ar endurbætur á fjósinu,“ segir Magnús. „Eg var farinn að finna fyrir mjöðmunum og þurfti aðeins að hugsa minn gang. Þótt að allt sé nýtt sem hægt er verður fjárfest- ingin auðvitað að standa undir sér og búið að geta borgað hana. Það þarf stundum að taka áhættu og hún hefur borgað sig í mínu til- felli, hingað til. Með mikilli eigin vinnu tókst okkur að gera þessar breytingar, fyrir 24 milljónir árið 2002, þar er mjaltaþjónninn inni- falinn, sem ákveðið var að kaupa. Skrokkurinn á þeim byggingum sem fyrir voru, var notaður, en öllu breytt innan húss. Nú eru til dæm- is básar í hlöðunni. En þetta hefur gengið og ég hef aldrei séð eftir því að drífa mig í þessar breyting- ar. Adolf, föðurbróðir minn hefur líka alltaf mikinn áhuga á því sem við erum að gera og það er ómet- anlegt." Robotmn breytti mörgu Og síðan var að finna rétta mjaltaþjóninn og var úr mörgu að velja. Sem dæmi var skroppið til Noregs til að skoða þarlenda mjaltaþjóna, sem reyndar voru ekki keyptir þegar til kom. „Budd- an fékk að ráða,“ segir Magnús og skellihlær; „við keyptum Lely ro- bot og hann var sá áttundi sem kom til landsins. Þessi tegund var sú fyrsta sem kom hingað til lands, síðan komu aðrar gerðir en nú er þessi tegund í töluverðum meiri- hluta. Eg hef aldrei séð eftir þess- ari fjárfestingu. Robotinn hefur borgað sig á alla lund. Bilanatíðni hefur verið afar lág, það er vinnu- sparnaður af þessu, betri nyt og betri afkoma. Aður var það þannig að kýrnar voru bundnar á bás, níu mánuði á ári, núna fá þær að hreyfa sig um í fjósinu að vild. Það getur ekki verið annað en þeim líði bet- ur. Þær mæta í mjaltaþjóninn þeg- ar þær þurfa að láta mjólka sig eða langar í kjarnfóður og hann sér um að þær komi ekki of oft. Svo er al- veg frábært að hafa allar þessar upplýsingar handhægar um hverja kú og þurfa nánast ekkert að hafa fyrir því. Fjárhagsleg afkoma bús- ins er líka mikið betri en var, þannig að það er allt sem ber að sama brunni." Félagsmálin Magnús bóndi hefur víða komið við í félagsmálum og verið virkur vel. Hann hefur meðal annars set- ið í skipulags- og bygginganefnd sveitarfélagsins, verið fulltrúi á að- alfundi MS, í stjórn MR og hjá Landsambandi kúabænda og situr nú í hreppsnefnd hins nýja sveitar- félags, Hvalfjarðarsveitar. Einnig hefur hann verið fjallkóngur á sínu svæði frá því fyrir 1980. „Ég hélt, þegar við fengum mjaltaþjóninn, að nú fengi ég að sjá meira af honum, en biddu fyrir þér! Hann fann sér þá bara nýjar nefndir og ráð til að sitja í, aldrei kyrr,“ segir Andrea og hlær. „Ég er í minnihluta í sveitastjórn,“ bætir Magnús við og glottir. „En án gríns - þá segi ég það sem mér býr í brjósti, það er best þannig og ef ég er á móti og fæ ekki rök sem mér þykja það góð að ég breyti skoðun minni, þá stend ég á mínu.“ Harðnar á dalnum Það hefur gustað nokkuð um ákvörðun ríkisstjórnarninnar, varðandi matarskattinn og afkomu bænda í því sambandi. „Það er nú ekki flóknara en svo að afkoma okkar Hannesar versnar um átta- hundruð þúsund á ári við aðgerðir ríkisstjórnarinnar,“ segir Magnús. Það vantar rúmar tólf krónur á hvern lítra mjólkur af farið er eftir verðlagsgrundvellinum. Það mun- ar um minna. Ekki er víst að allar stéttir myndu kyngja því þegjandi og hljóðalaust ef teknar væru frá þeim svipaðar tekjur.“ Önnur áhugamál Ahugamálin liggja víða og nú fer senn að líða að jólum og menn og konur að setja sig í stellingar fyrir allt sem þeim fylgir. Hvernig ælti þessu sé háttað hjá hjónunum Magnúsi og Andreu? „Við erum mikið jólafólk," segja þau einum rómi. „Einu sinni fórum við í Garðheima og ætluðum aðeins að kaupa smávegis af jólaseríum. Við gengum út með fangið fullt af alls kyns dóti. Við skreytum allt húsið að utan og innan, sem dæmi eru allar útlínur hússins skreyttar. Svo setjum við svolítið af jólakörlum út á grindverkið og við stéttina. Þetta er gífurlega gaman,“ segir Andrea og bætir við: „Mér er nú ekki sama um hann þegar hann er að príla þarna uppi með alls kyns slöngur og dót. En þetta er svo flott hjá karlinum að honum er fyrirgefið þegar öllu er lokið.“ „Ég er nú ekki búin að ná þessum sem býr á Bú- staðaveginum," bætir Magnús við og brosir; „og stefni svo sem ekk- ert að því, en það fer alltaf fiðring- ur um okkur þegar þessi tími nálg- ast.“ Ættliðirair I dag þykir nokkuð sérstakt að sama fjölskyldan hafi búið á sömu jörð í meira í eina öld. Að Eystri- Leirárgörðum er fjórði ættliðurinn kominn í búskapinn, sem kannski er sérstakt miðað við landslagið í landbúnaði í dag. „Eins og ég sagði fyrr, þá hef ég alltaf fengið mikinn stuðning frá foreldrum mínum og föðurbróður," segir Magnús. Það hefur mikið að segja að finna að maður hefur fólkið sitt með sér. Mér fannst afar gott þegar aðstæð- ur urðu þannig að Hannes gat komið inn í þetta með mér. Og hann á son, sem er sannarlega efni- legur, þótt ungm sé, aðeins þriggja ára. Kannski hann verði fimmti ættliðurinn sem hér býr,“ sagði þessi geðþekki bóndi að lokum. Blaðamaður heldur heim á leið í fimmtíu metrum undir Hafnar- fjallinu, þar sem rúðuþurrkurnar standa bara beint út í loftið. En minningin um góðar mótttökur og skemmtilegt kvöld, lýsa leiðina heim. BGK Uppáhalds „kusa“ Magnúsar bónda á Eystri-Leirárgörðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.