Skessuhorn - 15.11.2006, Qupperneq 13
^ftU»uni/bi
MIÐVIKUDAGUR 15. NOVEMBER 2006
13
Óska eftir raunhæfti
áædun í uppbyggingu
hjúlo*unaiTýma
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
hefur samþykkt samhljóða ályktun
þar sem skorað er á heilbrigðisráð-
herra og ríkisstjórn að hið fyrsta
verði unnin raunhæf áætlun í upp-
byggingu hjúkrunarrýma og fjár-
magn fáist til þeirrar uppbyggingar.
Undanfarið hefur verið tmnið að
tillögum um fjölgun hjúkrunar-
rýma við Dvalarheimilið í Borgar-
nesi en heimilið var ekki eitt þeirra
sem nefht var þegar heilbrigðisráð-
herra tilkynnti um fjölgun hjúkrtm-
arrýma um 174 á næstu fjórum
árum.
I ályktuninni segir að sveitar-
stjóm Borgarbyggðar fagni því að
stjórnvöld hafi ákveðið að taka á
þeim vanda sem brýnastur er en
treysti því að hér sé aðeins um
fyrsta skref af mörgum að ræða.
„Undirliggjandi þörf á hjúkrunar-
rýmum er mikil og skorar sveitar-
stjórn á heilbrigðisráðherra og rík-
isstjórnina að hið fyrsta verði unn-
in raunhæf áætlun í málaflokknum
og fjármagn fáist til að bæta úr. I
Borgarbyggð er mikil uppbygging
og fýrirsjáanleg fjölgun íbúa. Sveit-
arstjórn Borgarbyggðar hefur
kynnt heilbrigðisráðherra ígrund-
aða áætlun um fjölgun hjúkrunar-
rýma við Dvalarheimilið í Borgar-
nesi og trúir ekki öðra en að með
sameiginlegu átaki megi vinna það
mál til enda.“
Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri
Borgarbyggðar segir að um langt
skeið hafi staðið til að stækka dval-
arheimilið í Borgarnesi og ýmsar
leiðir verið skoðaðar í því sam-
bandi. „Nú liggur fyrir vilji stjórn-
ar heimilisins um að byggja við
fyrst og fremst til að fjölga hjúkr-
unarrýmum og með samþykktinni
er sveitarstjóm í raun að styðja þá
stefnu að byggja við heimilið og fá
fleiri hjúkrunarrými“. HJ
Sveitarstjóm viil íjölga
lögreglumönnum
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
samþykkti samhljóða á fundi í síð-
ustu viku ályktun þar sem lýst er
yfir miklum áhyggjum af miklu
álagi á lögreglumenn við embætti
Sýslumannsins í Borgarnesi. Eins
og ffam hefur komið í Skessuhorni
ályktaði stjórn Lögreglufélags
Vesturlands um málið á dögunum
þar sem fram kom að fjöldi lög-
reglumanna í Borgarnesi hafi ekki
vaxið í samræmi við aukin verkefni
og fólksfjölda í umdæminu.
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar
tekur heilshugar undir ályktun
Lögreglufélags Vesturlands og
hvetur dómsmálaráðherra til þess
að bæta úr og auka fjárveitingu til
Sýslumannsembættisins í Borgar-
nesi þannig að lögreglumönnum er
við embættið starfa verði skapað
viðunandi starfsumhverfi og öryggi
þeirra sem búa og era gestkomandi
í Borgarbyggð verði viðunandi,"
segir orðrétt í ályktun sveitar-
stjórnar. HJ
Jörð og framleiðslurétt-
ur tvöfaldaðist í verði
I dómi Héraðsdóms Vesturlands á
dögunum í skilnaðarmáli kemur
glögglega fram hversu mjög jarðir á
Vesturlandi hafa hækkað á skömm-
um tíma og sömu sögu er að segja af
framleiðslurétti í mjólk. Málsatvik
era þau að hjón sunnan Skarðsheið-
ar ákváðu að slíta samvistum árið
2003. Af ýmsum ástæðum seinkaði
þó lögskilnaði meðal annars vegna
ógerðra samninga um meðlags-
greiðslur og annarra fjárskiptasamn-
inga.
Málið var síðan tekið fyrir á nýjan
leik árið 2005 þar sem stuttu seinna
lögskilnaðtu gekk í gegn og var
skiptastjóri fenginn til þess að meta
jörðina. Agreiningur hinsvegar
skapaðist á milli hjónanna hvort ætti
að miða matið við árið 2003, er
skilnaður á borð og sæng var til-
kynntur, eða 2005, er lögskilnaður-
inn gekk í gegn. Fór það svo að
skiptastjóri mat jörðina, ásamt öllu
því sem fylgdi búrekstrinum, og
miðaði hann það annars vegar við
ágúst 2003 og hins vegar við verðlag
í september 2005.
Athyglisvert er að sjá hvað verðið
hefur rokið upp á tveirnm áram og
þá aðallega á jörðinni og fram-
leiðsluréttinum í mjólk. Jörðin, sem
var metin árið 2003 á 65 milljónir er
talin á 130 milljónir árið 2005.
Mjólkurkvótinn er rúmlega 25
milljónir árið 2003 en tveimur áram
seinna í tæpum 50 milljónum. Þetta
er ríflega helmingshækkun á jörð-
inni og nánast það sama á við með
framleiðsluréttinn. Bústofninn,
ffamleiðsluréttur í sauðfé og sölu-
andvirði véla og tækja hækkuðu hins
vegar óveralega milli áranna.
Urskurður Héraðsdóms Vestur-
lands varð sá að jörðin skyldi metin
út ffá verðlagi 2005. HJ
Hálft prósent atvinnu-
leysi á Vesturlandi
I októbermánuði síðastliðnum
vora atvinnuleysisdagar á landinu
öllu skráðir 36.180, sem jafhgildir
því að 1.645 manns hafi að meðal-
tali verið á atvinnuleysisskrá í mán-
uðinum. Þessar tölur jafngilda 1%
atvinnuleysi, en áætlaður mannafli
á vinnumarkaði skv. áætlun Efna-
hagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í
október 2006 er 159.726. Atvinnu-
leysi hefur ekki verið lægra síðan í
október árið 2000. Atvinnuleysi á
landinu er minnst á Norðurlandi
vestra, eða 0,3%, á Austurlandi er
það 0,4% og á Vesturlandi 0,5%
sem skiptist þannig að 0,3% karla
era án atvinnu í landshlutanum og
0,9% vinnufærra kvenna. MM
Auglýsing um starfsleyfi
Samkvœmt ákvæðum 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi
fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er hér með
lýst eftir athugasemdum við tillögur að starfsleyfi fyrirfiskvinnslufyrirtœki
að Miðhrauni 3, Eyja- og Miklaholtshreppi.
Um er að rœða heitloftsþurrkun og frystingu á fiski til útflutnings.
Starfsleyfistillögur liggja frammi hjá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps
að Hofsstöðum, frá 16. nóvember til 14. desember 2006. Þá er hœgt að
nálgast tillögurnar á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Athugasemdum við tillögurnar skal skila á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits
I Vesturlands að Borgarbraut 14, 310 Borgarnes, í seinasta lagi 15.
I desember 2006 og skulu þœr vera skrifiegar.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
■ if
■ap'
1 HÉiMIUÐ I
= H E I L D
V
Hafðu samband við söluaðila:
Helgi Björn Hjaltested
Sími6941039
J
Sögusýning
Allir hjartanlega
velkomnir!
Velkomin í Haraldarhús
100 ár eru liðin frá því að Haraldur Böðvarsson hóf
atvinnurekstur á Akranesi. í tilefni af því verður opið
hús í Haraldarhúsi að Vesturgötu 32.
Húsið verður opið á laugardag og sunnudag
kl. 14.00-18.00 og einnig á mánudag og þriðjudag
kl. 16.00-18.00.