Skessuhorn - 15.11.2006, Side 19
...fJWIIhK-.
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
19
7^etitútit\
Umræðan um erlent vinnnafl
Að undanförnu hafa málefni er-
lends vinnuafls mikið verið til um-
ræðu í íslensku þjóðlífi. Að mati
formanns Verkalýðsfélags Akra-
ness hefur einstaka aðilum í þjóð-
félaginu tekist að afbaka þá þörfu
umræðu sem þarf að eiga sér stað
um málefhi erlends vinnuafls. Um-
ræðan um málefhi erlends vinnu-
afls á ekki að snúast um trúarbrögð
eða litarhátt fólks. Umræðan á að
snúast um íslenskan vinnumarkað
og hvaða áhrif og afleiðingar
óheftur innflutningur á erlendu
vinnuafli hefur á launakjör ís-
lenskra launþega. Einnig á umræð-
an að snúast um hvernig hægt er
að koma í veg fyrir að óprúttnir at-
vinnurekendur misbjóði erlendu
verkafólki bæði hvað varðar að-
búnað sem og önnur starfskjör.
Er óeðlilegt að íslenskir laun-
þegar hafi áhyggjur af sinni af-
komu þegar tekið er tillit til þess
að um 10 þúsund erlendir starfs-
menn hafa komið inn á íslenskan
vinnumarkað og það aðeins á einu
ári? Það er vitað að stór hluti
þeirra erlendu starfsmanna sem
hingað koma til starfa eru settir á
berstrípaða lágmarkstaxta, en ekki
á þau markaðslaun sem gilda á við-
komandi starfssvæði. Þessu til við-
bótar er verið að þverbrjóta á rétt-
indum erlends verkafólks bæði
hvað varðar aðbúnað og önnur
starfskjör og þau brot eiga sér stað
um land allt, eins og margoft hefur
komið fram hjá stéttarfélögunum
og fjallað hefur verið um á Alþingi.
Um málið hefur verið rætt á Al-
þingi Islendinga. Hvað sagði ekki
Atli Gíslason þingmaður VG í
ræðu á Alþingi þar sem fjallað var
um atvinnu- og búsetturétt laima-
fólks frá EES? „Ég vil nefna dæmi
um verkamannahóp sem var að
vinna í Reykjavík með 400 kr. jafn-
aðarkaup á tímann, vann 16 tíma á
sólarhring, klæðalítill og aðbúnað-
urinn allur í skötulíki. Ég hitti
þessa útendinga næstum á hverjum
degi, veit nákvæmlega hver staða
þeirra er, tel fram fyrir þá og sinni
þeim á alla kanta. Ég þoli ekki að
sjá pólskan verkamann vinnandi á
Seltjarnamesi í 15 stiga gaddi fyrir
400 kr. á tímann og búa svo í gámi.
Það þarf ekkert að kanna eða rann-
saka.“
Að sjálfsögðu hefur óheftur inn-
flutningur á ódýru vinnuafli slæm
áhrif á launakjör íslenskra verka-
manna. Fram hefur komið í máli
varaformanns Eflingar, stærsta
stéttarfélags á Islandi að launkjör
íslenskra byggingaverkamanna
hafi lækkað um 20 % á einu ári.
Hvað sagði Steingrímur J Sig-
fússon þingmaður Vinstri-grænna
í ræðu á Alþingi þar sem fjallað var
um atvinnu- og búsetturétt launa-
fólks frá EES? „Það vita t.d. allir
að laun ófaglærða verkamanna em
á hraðri niðurleið, líka Islendinga,
vegna þess að þeir em pressaðir
niður á sömu kjör og hægt er að
flytja inn Pólverja eða Eystrasalts-
búa á. Fróðir menn segja mér að
tímakaupið hafi jafnvel lækkað um
250-300 kr. á einu ári.“
Ottinn er ekki
ástæðulaus
Undirritaður óttast að íslenskir
verkamenn og iðnaðarmenn séu
byrjaðir að missa störf sín vegna
þess hve aðgengi atvinnurekenda
að ódým erlendu vinnuafli er orð-
ið auðvelt. Nánast öll verkalýðs-
hreyfingin benti í sínum ályktun-
um á að óheftur innflutningur á
ódým vinnuafli myndi grafa undan
því markaðslaunakerfi sem hér
hefur verið við lýði og um leið
gjaldfella launakjör hjá íslenskum
launþegum.
Hvað mtm gerast þegar sam-
dráttur verður á íslenskum vinnu-
markaði? Verða það íslenskir
verkamenn sem starfa á hefð-
b u n d n u m
markaðs-
launum sem
munu fyrstir
missa atvinn-
una eða
verða það erlendir starfsmenn sem
sætta sig við að starfa á berstrípuð-
um lágmarkstöxtum og jafnvel vel
undir þeim? Formaður VLFA
hræðist að það verði íslenskt
verkafólk sem verði undir í þeirri
baráttu.
Ég spyr: Eru íslenskir launþegar
að ala á kynþáttafordómum með
því að hafa áhyggjur launakjörum
sínum og jafnvel störfum sínum, í
kjölfar þeirrar sprengingar sem
orðið hefur á innstreymi erlends
vinnuafls hingað til lands?
Vilhjálmur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness
T^etttútitv-fá
Afferðalagi nokkurra gulróta...
Gulrætur eru góðar og eftir því
hollar. Því kaupum við hjónin þær
reglulega. Við síðustu kaup í Borg-
amesverslun sá ég að þær hvíldu
þar í pokum sínum hlið við hlið
þroskamiklar, rauðgular og ferskar,
komnar ofan úr Deildartungu í
Reykholtsdal og hins vegar sigldari
og ólíkt reynslumeiri gulrætur,
komnar alla leið úr Jóakimsdal
vestur í Kaliforníusveit. Þær fyrr-
nefndu höfðu ferðast eina 35 km,
sennilega í bifreið ræktanda síns,
en þær síðarnefndu víst 6940 km
(miðað við loftlínu) á vegum ým-
issa í bókstaflegri merkingu.
Ég fór að hugsa um auðlindir
heimsins og hagræðingu nútímans.
Ég fór að hugsa um alla þá sem
hafa áhyggjur af þverrandi elds-
neyti. Ég fór líka að hugsa um þá
sem sitja á löngum samningafund-
um þjóða um frjálsa verslun og
einnig um þá sem vinna úr Kyoto-
bókuninni frægu í von um að
stemma megi stigu við öllu sótinu
sem skip, bílar og flugvélar freta úr
sér við að flytja gulrótapoka og
fleira heimshlutanna á milli til þess
að verslunin sé frjáls - örsmáar og
lymskulegar sótagnir sem þykkja
hægt og bítandi þann hjúp er um-
lykur jarðarkúluna og talinn er
valda hlýnun sem bræða á alla jökla
á Islandi innan fárra áratuga.
Ég hef að vísu aldrei komið í
Jóakimsdal þar vestur í Kaliforníu
en efa ekki að þar sé gott undir
gulrótabú og að bóndi þar láti
gjöfula náttúruna um að ala gul-
ræturnar af sér (þær eru að vísu
undarlega smáar og ótrúlega líkar
að lögun). En í Deildartungu veit
ég að gulræturnar vaxa líka við sól
og sumaryl; sumar verða að vísu
stórar og aðrar enn stærri.
A meðan grundvöllur er fyrir
gulrótarækt í Deildartungu veit ég
að þar mun ljós í glugga; líka að ég
mun næsta örugglega hitta bónda
þar við samkomur í Reykholti eða
þá á þorrablóti í Logalandi þó ég
eigi sennilega aldrei eftir að hitta
hinn atorkusama gulrótabónda úr
Jóakimsdal í Kaliforníusveit og
forvitnast um gulrótarækt hans.
Mér leiðast líka löng ferðalög að
nauðsynjalausu. Og þó ég hafi
aldrei ferðast 6940 km tel ég víst
að slík reisa myndi reyna meira á
mig og um-
heiminn en
35 km
skreppitúr
hér innan-
sveitar. Sama
á örugglega við um gulræturnar...
Ég stakk gulrótapokanum úr
Deildartungu ofan í innkaupakörf-
una okkar og fannst ég hafa greitt
atkvæði um heimsmálin og framtíð
veraldar.
Bjami Guðmundsson
7*etltÚttér-ú
Hvers vegna hafa Skógarströnd og
Laxárdalnr gleymst?
Samgöngur
eru mikilvæg-
ar og sérstak-
lega skipta
þær lands-
byggðina miklu máli á svo margan
hátt. Kröfur eru upp í um góðar
samgöngur og mikið er horft til
þess að stytta vegalengdir sem er
hagkvæmt bæði fyrir vegfarendur
og þjóðarbúið.
Flestir eru sammála því að fjár-
magni Ríkissjóðs sé vel varið í
þennan málaflokk. A undanförnum
árum hefur náðst góður árangur í
að laga vegakerfið með því að
byggja upp vegi og leggja á þá
bundið slitlag. Ibúar Vesturlands
hafa notið þess á mörgum stöðum.
Einn er sá kafli sem hefur algjör-
lega gleymst í allri þessari upp-
byggingu, það er vegurinn inn
Skógarströnd og Laxárdal.
Næstum því í hvert sinn sem ég
keyri um Skógarströndina kemst
ég í vont skap og alltaf þegar rign-
ing er. Fyrir nokkrum dögum ók
ég þessa leið. Vegurinn var með
eindæmum slæmur. Holurnar á
þeim vegi hafa bæst við í þann
flokk sem er óteljandi á Islandi.
Aðkoman að brúm var slík að ekki
var óhætt að aka nema með ýtrustu
varkárni til að skemma ekki bílinn.
Engar varúðarmerkingar voru á
veginum. Það er eins og þessi veg-
arkafli hafi verið aflagður fýrir
nokkrum árum því lítið sem ekkert
hefur verið gert þar af varanlegum
endurbótum á síðustu árum.
En skiptir þessi vegur þá ein-
hverju máli? Jú, vegurinn um
Skógarströnd skiptir miklu máli í
vegakerfi landsins. Hann er teng-
ing á milli Snæfellsness og lands-
hlutanna fyrir vestan og norðan.
Vegurinn er nauðsynleg sam-
gönguleið við Dalina, því milli
þessara svæða þarf að hafa góðar
samgöngur. Vegfarandur á norð-
anverðu Snæfellsnesi fara þessa
leið þegar farið er á Vestfirði,
Strandir og norður í land og sama
á við þegar gestir af þessum svæð-
um vilja heimsækja okkur. Vöru-
flutningar fara um Skógarströnd
eins og mjólkurflutningar og fisk-
flutningar.
Ég ferðast mikið norður í land.
Það skiptir mig máli að geta farið
Skógarströndina og Laxárdals-
heiði. Vegalengdin þá leiðina í Brú
er 136 km en að fara suður í Borg-
arnes og Holtavörðuheiði er leiðin
185 km löng. Það munar hvorki
meira né minna en 50 kílómetrum
og er síðari leiðin 35% lengri. Með
nýjum vegarkafla í Hrútafirði
styttist leiðin norður við að aka
Skógarströndina og verður mun-
urinn enn meiri. Það munar um
minna, ekki satt? Þá hef ég reynslu
af því að vetri til að Laxárdalsheið-
in er öruggari en Holtavörðuheið-
in þegar hvasst er og snjókoma.
Með vegabótum á þessari leið og
um leið auknu öryggi mun umferð
aukast til muna. Ég veit að vega-
kaflinn verður ekki endurbættur í
einum áfanga. Því er nauðsyn að
fara að gera eitthvað, þó ekki nema
í skrefum. Hver smákafli malbik-
aður skiptir máli. En hvenær eig-
um við von á úrbótum?
Ég skora á frambjóðendur til al-
þingiskosninga í okkar kjördæmi
að leggja leið sína um Skógar-
strönd og Laxárdalsheiði í kosn-
ingabaráttunni. Ég er viss um að
þeir sjái að brýn þörf er á úrbótum
og taki undir með mér að hver
kafli endurbættur skiptir máli. Þá
verður vonandi hafist handa.
Gunnlaugur Auðunn Amason,
Stykkishólmi
www.skessuhorn.is
TIL LEIGU LANDMÆLINGAR
Verslunar-eða þjónustuhúsnæði
að Stillholti 16-18 Akranesi.
Húsnæðið er á jarðhæð og er 110 fm.
Upplýsingar veitir Jóhanna Hallsdóttir
hjá Landmælingum íslands
sími: 430 9004 / 861 5890,
netfang: johanna@lmi.is
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGN í B0RGARNESI
HRAFNAKLETTUR 8
íbúð á 3. hæð (efstu) í
fjölbýlishúsi, 96 ferm. Hol flísa-
og parketlagt. Stofa parketlögð.
Þijú herbergi dúklögð. Eldhús
parketlagt, eldri viðarinnrétting.
Baðherbergi með flísum á gólfi
en veggir málaðir. Sér geymsla
• og sameignleg geymsla og þvottahús í kjallara.
| Verð: 15.500.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl.
löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgarnes,
s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017,
netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is