Skessuhorn - 15.11.2006, Qupperneq 23
^tttssuiiuu
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
23
Iþróttafélög á Snæfellsnesi í samstarf
Ákveðið hefur verið samstarf á
milli knattspyrnufélaga á Snæfells-
nesi í 2.-7. flokki karla og kvenna.
Það eru félögin Víkingur/Reynir,
Umf Grundarfjarðar og Snæfell
sem standa að samstarfinu. Iðk-
endur félaganna munu áfram æfa í
sínu byggðarlagi, með sínum þjálf-
ara, en yfirþjálfari verður Ejub
Purisevic og mun hann fara á milli
staða og samræma æfingar.
Með yfirþjálfun er reynt að
tryggja að iðkendur fái allir sömu
grunnþjálfun en flokkunum verður
skipt niður á ákveðna þjálfara.
Ráðgert er að halda sameiginlegar
æfingar um helgar þar sem spilar-
ar og þjálfari ná að kynnast betur.
í samtali við Jónas Gest Jónas-
son, einn af forsvarsmönnum
knattspyrnusamstarfsins, sagði
hann að megin ástæðan fyrir því
að iðkendur æfi ekki alltaf saman,
sé fjarlægðin milli staða. Sem
dæmi væru um 70 km á milli
Ólafsvíkur og Stykkishólms og
það gengi einfaldlega ekki upp að
leggja slíkt ferðalag á yngstu þátt-
takendurnar.
Aðspurður hvort þetta væri vís-
bending um sameiningu íþróttafé-
laganna á Snæfellsnesi, sagði
hann að vissulega væri verið að
taka fyrsta skrefið í þá átt, en
a.m.k. myndi þetta efla samstarfið
til muna. Jónas segist búast við
einhverjum hnökrum til þess að
byrja með á meðan félögin væru
að samhæfa störf en annars væru
menn almennt mjög bjartsýnir
með framhaldið.
KH
Nýr þjálfari Skallagríms
Knattspyrnudeild Skallagríms
hefur ráðið Jón Kristjánsson í
starf þjálfara meistaraflokks fé-
lagsins fyrir næsta keppnistíma-
bil. Samningurinn var undirritað-
ur í íþróttamiðstöðinni í Borgar-
nesi sl. fimmtudag og að því
loknu stjórnaði hinn nýi þjálfari
sinni fyrstu æfingu hjá liðinu. Lið
Skallagríms varð í fjórða sæti c-
riðils 3. deildar íslandsmótsins í
knattspyrnu á seinustu
leiktíð. Björn Sólmar,
þjálfari yngri flokka fé-
lagsins, var jafnframt
ráðinn framkvæmda-
stjóri deildarinnar
MM
Valgeir Ingólfsson og
Jón Kristjánsson.
Ljósm. Magnús
Geir Eyjólfsson.
Körfuboltaleikir vikunnar
Lið Skallagríms í körfunni vann
Hauka í Hafnarfirði á sunnudag-
inn var og átti ekki í vandræðum
með sigur gegn slöku liði gest-
gjafanna. Borgnesingar skoruðu
98 stig gegn 79 stigum Hafnfirð-
inga. Darrel Flake stóð sig skín-
andi vel og skoraði 27 stig fyrir
Skallagrím, tók 18 fráköst og
varði 5 skot.
I fyrsta sinn í ellefu tímabila
sögu núverandi fyrirkomulags í
úrvalsdeild karla eru fjögur lið efst
og jöfn að stigum eftir fyrstu sex
umferðirnar. KR, Snæfell, Njarð-
vík og Grindavík, en þau eru öll
með tíu stig af tólf mögulegum.
Það þýðir að hvert lið hefur unnið
fimm leiki og aðeins tapað einum.
Snæfell spilaði gegn Ham-
ar/Selfossi og átti leikurinn að
fara fram í Hveragerði í gær-
kvöldi, þriðjudagskvöld, eða eftir
að vinnslu blaðsins lauk. Leikur-
inn frestaðist um sólarhring en
Snæfellingar urðu veðurtepptir
vegna mjög slæms veðurs á
Snæfellsnesinu á mánudaginn
var.
KH
Vilja viðræður um rekstur
á Jaðarsbökkum
Nautilus ehf. hefur óskað eftir
viðræðum við Akraneskaupstað
um rekstur heilsuræktarstöðvar í
íþróttamiðstöðinni að Jaðars-
bökkum. Tómstunda- og for-
varnanefnd baejarins hefur ákveð-
ið að boða rekstrarstjóra fyrirtæk-
isins til fundar við fulltrúa nefndar-
innar. Heilsuræktarstöð er rekin
Keilufélag
Starfsemi Keilufélags Akraness
er komin í fullan gang. Deildarliðin
hafa byrjað sína keppni og er
hægt að fylgjast með liðum KFA ÍA
á kli.is og keila.is. Keila í Mjódd
hætti starfsemi í vor svo að keppni
í keilu þennan vetur fer eingöngu
fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og í
Keilusal Akraness í kjallara íþrótta-
hússins við Vesturgötu.
í þeim unglingamótum sem far-
ið hafa fram það sem af er vetri
hafa KFA krakkarnir staðið sig vel.
Á íslandsmót unglingaliða sendi
KFA ÍA tvö lið en aðeins 4 lið eru
skráð í allt til keppni þennan vetur.
í fyrstu umferð gerði lið eitt, þau
að Jaðarsbökkum í dag og er það
ÍA sem sér um reksturinn sam-
kvæmt samningi við bæjarfélagið
sem gildir til síðla árs 2008.
Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri
hjá Akraneskaupstað segir að
samstarfið við ÍA um reksturinn
hafi gengið vel og því sé ekki á
stefnuskránni að breyta því sam-
Skúli Freyr Sigurðsson, Bylgja
ösp Pedersen og Steinunn Inga
Guðmundsdóttir sér lítið fyrir og
unnu alla sína leiki og lentu í 1.
sæti. Lið tvö, skipað þeim Kristó-
fer Júlíussyni, Gunnari Ágústi
Ómarssyni, Þorbergi Maron
Hjálmarssyni og Hjördísi Árnadótt-
ur, vann einn leik og lenti í 3. sæti.
Laugardaginn 4. nóvember byrj-
aði svo Meistarakeppni ungmenna
sem er einstaklingskeppni og átti
KFA (A einnig marga þátttakendur
þar. Fyrsti til þriðji flokkur keppti í
Öskjuhlíð: í 1 .flokki pilta Keppti
Magnús Sigurjón Guðmundsson
og lenti hann í 2. sæti með 1178
starfi. Hins vegar þyki tómstunda-
og forvarnanefnd sjálfsagt að
kynna sér þær hugmyndir sem
starfsmenn Nautilusar ehf. hafa
um rekstur heilsuræktarstöðvar.
Nautilus ehf. rekur í dag Ijórar
heilsuræktarstöðvar í Kópavogi,
Hafnarfirði og á Álftanesi.
HJ
pinna eftir sex leiki, aðeins 24
pinnum á eftir Hafþóri Harðarsyni
KFR. í 1. flokki stúlkna var Mar-
grét Björg Jónsdóttir, KFA ÍA, eini
keppandinn og náði hún 766 pinn-
um. Þetta er í fyrsta skipti sem að
Margrét keppir en hún er nýbyrjuð
að æfa keilu. Enginn frá KFA [A var
í 2.flokki en í 3. flokki pilta kepptu
þeir Skúli Freyr Sigurðsson og
Magnús Magnússon. Skúli lenti í
2. sæti með 1091 pinna eftir 6 leiki
en Andri Már Ólafsson KFR varð í
fyrsta sæti með 1224 pinna.
Magnús lenti í 5. sæti með 923
pinna. ( 3. flokki stúlkna lenti
Bylgja Ösp Pedersen í 2. sæti með
834 pinna en Ástrós Pétursdóttir
ÍR lenti í l.sæti með 954 pinna.
Fjórði flokkur keppti í Keilusal
Akraness og var KFA ÍA allsráð-
andi þar sem engin önnur félög
voru skráð til leiks en krakkarnir
voru hvattir til dáða af foreldrum
og eldri krökkum félagsins:
Hin árlega Fyrirtækja- og hópa-
keppni í keilu er byrjuð. Að þessu
sinni er keppt í 3 riðlum og eru 6 lið
í riðli. Dagana 6. -15. fer fram
fyrsta umferð. Aðeins eru tveir
leikir í hverri viðureign en hafa ver-
ið þrír undanfarin ár.
Kveðja,
Jónína Björg Magnúsdóttir
Jakob bikarmeistari
í kraftiyftingum
Jakob Bjarnason frá Akranesi varð á
laugardaginn bikarmeistari í kraftlyft-
ingum annað árið í röð á móti sem
haldið var í Gym80 í Reykjavík. Jakob
lyfti 300 kg í hnébeygju, 255 kg í
bekkpressu og 260 kg í réttstööulyftu.
Samtals lyfti hann því 815 kg og hafði
hann nokkra yfirburði í mótinu. Jakob
æfir grimmt og næsta mót er íslands-
mótið í bekkpressu og þar á hann titil
að verja. Mótið verður haldið íjanúar.
HJ
Akraness er fimm ára
SKESSUHORN
Aðventublað
Skessuhorns
- kemur út 29. nóvember -
Ákveðið hefur verið að
miðvikudaginn 29. nóvember
verði gefið út sérstakt
aðventublað Skessuhorns.
Þessu tölublaði verður dreift
frítt inn á öll heimili og
fyrirtæki á Vesturlandi í ríflega
6500 eintökum.
Þema blaðsins verður
aðventan, jólaundirbúningur
og fjölbreytt efni því tengt.
Þetta er upplagt tækifæri fyrir
t.d. verslanir sem hafa á
boðstólnum jólatengda
gjafavöru, föndurvörur,
þjónustu eða hvaðeina sem
tengist jólum og undirbúningi
að koma sér á framfæri.
Auglýsing í þetta sérblað er því
besti mögulegi kostur verslana
og þjónustuaðila til að kynna
vörur og þjónustu í
landshlutanum og hvetja íbúa
til að versla í heimabyggð.
Skessuhorn býður fyrirtækjum
birtingu bæði auglýsinga og
fréttatengt efnis í þetta
aðventublað. Endilega hafið
því samband með góðum
fyrirvara t.d. ef þið viljið fá
Ijósmyndara, blaðamann eða
auglýsingasala frá okkur í
heimsókn. Panta þarf
auglýsingar í þetta blað
tímanlega, eða í síðasta lagi
fimmtudaginn 23. nóvember.
Allar góðar hugmyndir um efni
og efnistök í blaðið eru vel
þegnar. Nánari upplýsingar
veitir Magnús Magnússon,
ritstjóri og Katrín Oskarsdóttir,
auglýsingastjóri í síma
433-5500. Einnig er hægt að
senda okkur tölvupóst á
skessuhorn@skessuhorn.is
Með góðri kveðju,
Starfsfólk Skessuhorns
SKESSUHORN