Skessuhorn - 06.12.2006, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
Samkaup byggir
nýja verslun
BIFRÖST: Hafnar eru fram-
kvæmdir við nýtt 420 fermetra
verslunarhúsnæði Samkaupa á
Bifföst. Verslunin, sem áformað
er að opni næsta vor mun koma í
stað 70 fermetrar verslunar Sam-
kaupa á staðnum og þjóna vax-
andi háskólabyggð. Húsið er
hannað af Steve Christer hjá
Studio Granda. Studio Granda
hefúr á undanförnum árum
hannað bæði skólahús og rann-
sóknarsetur fyrir Háskólann á
Bifföst og hafa þær byggingar
báðar verið tilnefridar til hönn-
unarverðlauna og vakið athygh á
alþjóðavettvangi fyrir góðan
arldtektúr. -hj
Stútur
í miðri viku
AKRANES: Þrír ökumenn á
Akranesi voru í vikunni stöðvað-
ir vegna gruns um ölvun við
akstur. Það vekur athygli að tvö
af þessum þremur málum komu
upp á virkiun degi. Annað kom
upp aðfaramótt föstudagsins en
hitt á elleffa tímanum á föstu-
dagsmorgun. Allir þessir öku-
menn vora færðir á lögreglustöð
til skýrslu og blóðsýnatöku.
Niðurstöðu úr blóðrannsókn er
beðið. -kh
Umönnunar-
greiðslur
AKRANES: Meirihluti bæjar-
stjómar Akraness vill að foreldr-
um bama verði greiddar 30 þús-
imd krónur á mánuði ffá því að
fæðingarorlofi lýkur að tveggja
ára aldri eða þegar bam fær að-
gang að leikskólum bæjarins. TH-
laga þessa efiiis var lögð fram á
fundi bæjarstjónar þegar fjár-
hagsáætlun næsta árs var lögð
ffam til fyrri umræðu. I fjárhags-
áætluninni er gert ráð fyrir 7
milljónum króna til þessa verk-
efnis. Þá er í tillögu meirihlutans
lagt til að félagsmálaráði verði
fahð að gera tillögur um nánari
útfærslu og ffamkvæmd þessara
greiðslna og leggja þær fyrir bæj-
arráð fyrir 1. mars 2007 og að
greiðslur hefjist 1. ágúst 2007.
Tillögunni var vísað til seinni
umræðu bæjarstjómar um fjár-
hagsáætlun. -hj
Mikill munur
á tilboðum
VES I FJARDAVEGUR: KNH
ehf. á Isafirði átti lægsta tilboð í
endurbyggingu 9,2 km kafla
Vestfjarðavegar ffá Kúlulág vest-
an Skálaness að Eyrá í Kollafirði
í Gufúdalssveit. Um er að ræða
7,5 metra breiðan veg með
klæðningu. Tilboð KNH ehf.
var að upphæð tæpar 178 millj-
ónir króna eða einungis 72,9% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar sem var tæpar 244 milljónir
króna. Alls bárast sex tilboð í
verkið og vora þrjú þeirra undir
kostoaðaráætlun. Hæsta tilboðið
var ffá Hagtaki hf. að upphæð
tæpar 289 milljónir króna. -hj
Flest hjúkrunarrými
á íbúa í Dalabyggð
Flest hjúkrunarrými á hverja þús-
und íbúa era í Dalabyggð eða 49,5
talsins. Þetta kemur fram í svari Si-
vjar Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-
herra á Alþingi við fyrirspum Björg-
vins G. Sigurðssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar. Þingmaðurinn
spurði um hversu mörg hjúkrunar-
rými væra í landinu á hverja þúsund
íbúa, skipt eftir sveitarfélögum og
hvert landsmeðaltahð væri. I svari
ráðherra kemtu- ffam að þjónusto-
hópar aldraðra meti þörf einstak-
hnga fyrir hjúkrunarrými og geri til-
lögur til sveitarstjóma um uppbygg-
ingu öldrunarþjónustu á sínu svæði.
Þjónustuhópamir era 43 á landinu.
I þjónustuhópi Akraness sem nær
yfir Akraneskaupstað og Hvalfjarð-
arsveit era 72 hjúkrunarrými eða
11,3 á hverja þúsund íbúa. I þjón-
ustuhópi Borgarbyggðar og ná-
grennis era 29 hjúkrunarrými eða
5,2 á hverja þúsund íbúa. I þjónustu-
hópi Grundarfjarðar era 10 rými
eða 10,3 á hverja þúsund íbúa. I
Snæfellsbæ era einnig 10 rými eða
5,7 á hverja þúsund íbúa og í þjón-
ustuhópi Stykkishólmsbæjar era 19
rými eða 15,6 rými á hverja þúsund
íbúa. í þjónustuhópi Dalabyggðar
era rýmin 48 talsins eða 49,5 á
hverja þúsund íbúa og er þetta eins
og áður sagði hæsta hlutfall á land-
inu. Á landinu öllu era rýmin 2.554
talsins eða 8,5 á hverja þúsund íbúa.
Þingmaðurinn spurði einxúg um
hversu margir aldraðir era á biðhsta
efdr hjúkranarrými. Fram kemtu- í
svari ráðherra að í Norðvesturkjör-
dæmi era 4 einstaklingar í brýnni
þörf efdr hjúkrunarrýmum og 7 ein-
staklingar era í mjög brýnni þörf
efdr hjúkrunarrýmum.
Huggulegheit á sundlaugarbakkanum
sundlaug Stykkishólms
þar sem huggulegheitin
verða alls ráðandi.
Stefnt er að því að
kvöldið verði í desem-
ber þar sem slökunar-
tónlist, sangríadrykkir
og rólegt andrúmsloft
munu svífa yfir vötoum.
Ráðgert er að sem flest
Þessa dagana stendur sem hæst ljós verði slökkt en í stað þeirra
skipulagning sérstaks kvölds í verði kyndlar látoir loga og allt
gert til þess að skapa rólega stemn-
ingu fyrir gesti. Vignir Sveinsson
forstöðumaður sundlaugarinnar
segir þetta gert sem mótvægi gegn
jólastressi og einnig til þess að
brydda upp á nýjum hlutum.
Sundlaugargjaldið verður tvöfalt
þetta kvöld og 18 ára aldurstak-
mark en viðburðurinn, sem verður
auglýstur síðar, er háður því að
logn verði.
HJ
SHA fær 10 milljónir á fjáraukalögum
Meirihluti fjárlaganefndar Al-
þingis hefur lagt til við þriðju um-
ræðu um fjáraukalög ársins 2006 að
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á
Akranesi (SHA) fái 10 milljónir
króna og er framlagið ætlað til
sjúkrasviðs stofnunariimar. Eins og
ffarn hefur komið í fféttum Skessu-
horns hafa stjómendur SHA undir-
búið niðurskurð þjónustu stofnun-
arinnar vegna hallareksturs hennar
á síðasta ári og á þessu ári. Var hall-
inn í fyrra 67 milljónir króna og á
þessu ári er hann áætlaður 42-43
milljónir króna.
Fjölmargar heilbrigðisstofnanir
fá aukin ffamlög á fjáraukalögum
og flestar mun hærri upphæðir en
SHA. Minnihluti fjárlaganefndar
leggur ekki ffam ákveðnar breyt-
ingartillögur en í áliti þeirra kemur
ffam að fjölmargar ríkisstofnanir
eigi í rekstrarvanda sem ekki hefur
verið tekið á af Alþingi. „Það er líka
sérkennilegt að þurfa að horfa upp
á það ár eftir ár hvemig fjárauka-
lögin era notuð til að bæta tiltekn-
um stofnunum uppsafnaðan rekstr-
arhalla en ekki öðrum. Sumar
stofnanir virðast eiga mun greiðari
aðgang að fjáraukalögum en aðrar.
Leiðréttingar eru því tilviljana-
kenndar og ekki að sjá að fylgt sé
neinum reglum í þeim efnum“ seg-
ir orðrétt í áliti minnihlutans.
Við þriðju umræðu um fjárauka-
lög era lagðar til fjárveitingar í
mörg aðkallandi verkefni og era
þau misjafnlega fjárffek og nauð-
synleg eins og gengur. Til saman-
burðar við 10 milljón króna fjár-
ffamlag til SHA má nefna að 15
milljónum króna er veitt til gerðar
bílastæðis við ferjuhöfnina á Seyð-
isfirði.
Þrátt fyrir ítrekaðar óskir undan-
farna daga hefur Birkir Jón Jónsson
formaður fjárlaganefndar Alþingis
ekki svarað skilaboðum blaða-
manns Skessuhorns.
HJ
Húsnæði fyrir aldraða
verði byggt á Bókasafhsreit
IEIHIU 2^1 LLJu-lrf iJ-Lk
BÖKASAFN
IM.Jft'Mib 91
Minnihluti bæjarstjórnar Akra-
ness hefur lagt til að unnið verði að
því að byggðar verði þjónustuíbúðir
fyrir eldri borgara á svonefndum
Bókasafnsreit á Akranesi og verði
því verkefni flýtt eins og kostur er.
Samtímis verði leitað lausna vegna
húsnæðis fyrir Bókasafns Akraness á
grundvelli tillagna vinnuhóps um
máhð ffá árinu 2005 og í fjárhags-
áæltun verði gert ráð fyrir kaupum
og sölu á húsnæði á svæðinu.
Eins og ffam hefur komið í ffétt-
um Skessuhoms hafði fyrrverandi
meirihluti bæjarstjórnar Akraness
skipulagt byggð fyrir eldri borgara á
Bókasafhsreitoum og fjárfest í hús-
næði á Miðbæjarreitoum fyrir bók-
safn. Þegar nýr meirihluti tók við
völdum á Akranesi að loknum bæj-
arstjórnarkosningum í vor voru
þessar hugmyndir slegnar af.
I greinargerð með tillögu minni-
hlutans segir að samkvæmt spám
muni hlutfall eldri borgara aukast á
næstu árum en um 11 % íbúa telst til
þessa hóps í dag. Tahð er að hann
verði orðinn 16% bæjarbúa árið
2023 og því aukist þörf mjög á íbúð-
um sem henta eldra fólki. Þá segir
að mikið hagræði sé að því að byggja
á Bókasafnsreitoum meðal annars
vegna nálægðar við heilsugæslustöð-
ina og sjúkrahúsið.
„ Lagt er til að bæjarstjóm ljúki
við deiliskipulag svæðisins og að í
beinu ffamhaldi verði eftit til sam-
keppni meðal hönnuða og verktaka
varðandi frumdrög á hönmm bygg-
inga. Þegar niðurstaða hggur fyrir
verði leitað samstarfs við einkafyrir-
tæld og fjárfesta. Mikilvægt er að á
sama tíma verði hugað að ffamtíðar-
lausn á húsnæðismálum Bóksasafhs
Akraness en það er brýnt vegna þess
að ástand núverandi húsnæðis kallar
á úrbætur" segir að lokum í greinar-
gerðinni. HJ
Ógætilegur
akstur og ölvun
BORGARFJÖRÐUR: Á
sunnudagskvöld fór jeppi á suð-
urleið útaf veginum rétt ofan við
Valfell í Borgarhreppi, en glæra-
ísing var á þessum slóðum. Bíl-
stjórinn, sem var að taka framúr,
missti stjórnina með þeim af-
leiðingum að bifreiðin fór útaf
og valt jeppinn í vegkantinum.
Ökumaðurinn og fjórir farþegar
siuppu með skrekkinn enda allir
í bílbeltunum en kranabíl þurfti
til að fjarlægja jeppann.
Nóttina áður var lögreglunni í
Borgamesi tilkynnt um að mjög
ölvaður maður hefði ekið útaf
þjóðveginum undir Hafnarfjalli
og fest þar biffeið sína. Maður-
inn hafði síðan ráfað um og
fannst hann nokkurn spöl ffá
bílnum, þar sem hann hafði lagst
fyrir í snjónum og var honum
farið að kólna. Var hann drifinn
á sjúkrahús en lítið amaði að
honum annað en áfengisvíman.
Kranabifreið þurfti til að fjar-
lægja bflinn. Verður maðurinn
trúlega kærður fyrir ölvun-
arakstur og akstur utan vega.
Alls vora 26 ökumenn teknir
fyrir of hraðan akstur í sl. viku,
þar af óku fimm á yfir 120 km
hraða á klst. -kh
Ungur
afbrotamaður
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi stöðvaði í vikunni sem leið
akstur ungs manns sem ítrekað
hefur ekið án ökuréttinda um göt-
ur bæjarins. Er þetta í fimmta
skiptið sem hann er stöðvaður í
akstri þrátt fyrir að hann hafi
aldrei tekið bílpróf og er greini-
legt að sumir láta sér einfaldlega
ekki segjast. Flest atvildn áttu sér
stað meðan hann var aðeins 16
ára. Hefur þessi ungi maður verið
tekinn fyrir réttindaleysi við akst-
ur fyrir austan fjall, í Reykjavík og
á Akranesi. -kh
Aðferðarfræði við
íjárfestingar
einsdæmi
AKRANES: Gísli S. Einarsson
bæjarstjóri Akraneskaupstaðar
segir í greinargerð sinni með fjár-
hagsáætlun bæjarfélagsins fyrir
árið 2007 að stórar fjárfestingar
bæjarfélagsins utan fjárhagsáætl-
unar hafi sett stórt strik í fjárhags-
áætlun ársins 2006 og að slíkar
ákvarðanir gefi tilefni til umhugs-
unar um aðferðarffæði. Á hann
þar við ákvörðun um byggingu
Akraneshallarinnar og kaup bæj-
arins á húsnæði á Miðbæjarreit
sem væntanlega verður aðsetur
Tónlistarskólans á Akranesi.
Gísh segir að líklegt megi telja að
ráðstöfun fjármtma á þennan hátt
sé einsdæmi og þar að auki hafi
verið ráðstafað drjúgum hluta
tekna ársins 2007 þannig að í raun
sé búið að binda fjármagn að
mestu leyti fyrir núverandi ár og
næsta. Því hafi nokkur tími farið í
skoðtm á stöðu bæjarsjóðs þegar
nýr meirihluti tók við völdum í
sumar. -hj
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhom.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhom.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is