Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 I sumar tók nýr verslunarstjóri við Samkaupum Urvali t Borgamesi. Til aðforvitnast nánar um manninn er Gtsli Sigurðsson fenginn til að svara nokkrum laufléttum spumingum Skráargatsins. Fullt nafn: Gt'sli Sigurðsson. Starf: Verslunarstjóri SamkaupsUrvals í Borgamesi. Fæðingardagur og ár: 26. desember 1953. Fjölskylduhagir: Kvæntur og áfjóra syni. Hvemig bíl áttu: Við eigum tvo bíla, gamlan Toyota Rav og aðeinsyngri Hyundai. Uppáhalds matur: Hamborgarhryggur af því að það eru að komajóla. Aldrei borðað rjúpu og hef ekki áhuga á þvt. Uppáhalds drykkur: Það hlýtur að vera kajfi, ég drekk svo mikið afþví. Uppáhalds sjónvarpsefni: Iþróttir, fótbolti. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Omar Ragnarsson. Uppáhalds innlendur leikari: Gísli Halldórsson. Uppáhalds erlendur leikari: Robert DeNiro. Besta híómyndin: Deer Hunter. Uppáhalds íþróttamaður: David Beckham. Uppáhalds íþróttafélag: Keflavík, búinn að segja Skallagrímsmönnum að ég haldi meðþeim nema þegar þeir eru að keppa við Keflavtk. Uppáhalds stjómmálamaður: Eg erpólitískt viðrini, en mérfinnst skemmtilegasti stjómmálamaðurinn Steingrímur J. Sigfússon. Uppáhalds innlendur tónlistarmaður: Gunnar Þórðarson Uppáhalds erlendur tónlistarmaður: Bítlamir. Uppáhalds rithöfundur: Erfitt að velja svo ég nefni engan. Ertujylgjandi eða andvígur ríkisstjóminni? Eg hlýt að vera andvígur, er alla vega á móti mörgu sem þeir eru að gera. Reyndar virðast allirflokkar lofa öllu og svíkja svo allt, þegarþeir sejast að völdum. Hvað meturþú mest tfari annarra? Heiðarleika Hvaðfer mest í taugamar á þér tfari annarra? Oheiðarleiki Hver erþinn helsti kostur? Aðrir verða að meta það. Hver erþinn helsti ókostur? Sama hér, aðrir verða að meta það. Hvemig er að búa í Borgamesi? Gott. Kann vel við mig hér og öll fjölskyldan einnig. Hvemig datt þér í hug að taka að þér þetta starf? Mér dattþað ekkert í hug, var boðið starfið og sé ekki eftirþví að hafa þegið það. Hvemig sérðuframtíð SamkaupsÚrvals t Borgamesi? Við emm bara brattir. Ætlum að mæta Hagkaupum með fullum þunga. Dýrfmna á ferð um heiminn Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður á Akranesi gerir víðreist í sýningum sínum. Eins og ffam kom í Skessu- horni á sínum tíma tók hún þátt í sýningu í Frakklandi ásamt öðrum listamanni frá Akranesi, Philippe Ricart og í október sýndi hún ásamt fleiri listamönnum á Bifföst. í nóvember hélt hún til Berlínar þar sem hún tók þátt í sýningunni Gold 2006 sem er árleg sýning um 50 þýskra skartgripahönnuða. Þetta var í fyrsta sinn sem útlendingum er boðin þáttaka í þessari sýningu. Þann 17. nóvember hófst í Kent- ucky í Bandaríkjunum norræn skartgripasýning sem ber yfirskrift- ina Fire and Ice-Contemporary Nordic Jewelry. Sýningin er í gall- eríi þar sem 40 verk eru til sýnis ffá skartgripahönnuðum víða að úr heiminum. Þess utan er eínt reglu- lega til tímabundinna sýninga og viðar stjórnandi safnsins að sér sýnendum sem honum finnst áhugaverðir. Hann setti sig í sam- band við Dýrfinnu og óskaði effir gripum ffá henni. Sýningin stendur til 10. janúar. Hj Varahluturiiin barst og Hólmarar syntu áfram Borið hefur á bilunum í sund- lauginni í Stykkishólmi og á dög- unum leit út fyrir að loka þyrffi lauginni í vikutíma vegna bilunar í hraðabreyti í loftræstikerfi. Það reyndist ekki þurfa þegar til tók vegna þess að varahluturinn barst það skjótt til landsins að hægt var að gera við í snatri og opna laugina á nýjan leik. I samtali við forstöðu- mann sundlaugarinnar, Vigni Sveinsson, kom fram að borið hefði á bilunum í loftræstikerfinu og meðal annars mætti finna skýr- inguna í of fullkomnu kerfi, en nemar þess væru næmir fyrir hvers kyns breytingum, t.d. á hita og kulda og því þyrfti lítið út af að bera til þess að aðvörunarljós kviknuðu. Hann vonaðist þó til að með viðgerðinni myndi kerfið ekki stríða þeim frekar. KH Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði um daginn pistil í Skessuhorn um opna stjórnsýslu. Það fer honum ekki vel. Þar stikar hann um á sjömílnaskónum eins og mentor hans, Sverrir Hermannson lýsti svo ágætlega fyrir skemmstu. Hver er reynslan af hálfs árs veru Frjálslynda flokksins í meirihluta á Akranesi þegar horff er til opinnar stjómsýslu? Reynslan er sú að starf meirihlutans hefur verið mjög lok- að og hann hefur reynt að halda sem flestum upplýsingum frá minnihlutanum í bæjarstjórninni og hafa hann alls ekki með í ráðtun. Lok og læs Þrjú mikilvæg dæmi nægja í þessu efhi: Fyrsta verk meirihlutans var að meina fulltrúum minnihlutans Opin stjómsýsla eða orðin tóm áheym í bæjarráði. Var þar farið áratugi aftur í tímann í því að loka stjómsýslunni. I öðra lagi hefur meirihlutinn farið með Tónlistarskólamálið eins og mannsmorð. Fulltrúar minni- hlutans hafa ekki enn fengið neinar áreiðanlegar upplýsingar um kosm- að við þetta verk og meirihlutinn hefur reynt að beita blekkingum í því. I þriðja lagi hefur vinna við fjárhagsáætlun öll farið frarn innan meirihlutans og minnihlutanum ekkert kynnt fyrr en fáum dögum fyrir framlagninu frumvarps að fjárhagsáætluninni. Undanfarin kjörtímabil hefur verið venjan að bjóða upp á samstarf um meginat- riðin í þessu verki, sem smndum hefur gengið en stundum ekki. Þarna er horfið til gamalla og lok- aðra vinnubragða. Meirihlutinn hefur því kolfallið á prófinu um opna stjórnsýslu, en lokað öllu sem hægt er að loka. Hann beitir valdi sínu purkunarlaust. Tæknilegar forsendur klárar Það eina sem Magnús Þór nefnir um opna stjómsýslu er það á nú sé hægt að hlusta á bæjarstjómafundi á netinu. Nú er þetta mál svo neyðar- legt fyrir Magnús að hann kom hvergi nálægt því að koma þessu í kring. Þetta ferli var löngu ákveðið og því hmndið í ffamkvæmd af starfsmönnum bæjarins. Um það var talað að með aukinni tækni myndi þessum fundum ekki bara útvarpað heldur yrðu þeir líka til taks á netinu þegar tæknilegar for- sendur væra klárar og síðar sendir út um ljósleiðara þegar þar að kæmi. Þetta mál er því ekkert sér- staklega tengt nýjum eða gömlum meirihluta, heldur var unnið að þessu á vegum bæjarskrifstofunnar á síðasta kjörtímabili en undirritað- ur m.a. áhugamaður um framgang málsins. Þessi aðgangur hefur afar lítdð með opna stjómsýslu að gera en hefur augljóst upplýsingagildi fyrir almenning. * I anda upplýsingarinnar Magnús Þór reynir að skreyta sig með þessu máli af því að hann hef- ur ekki af mörgu að státa fyrir hönd síns flokks. En vegna þess að hann tengir þetta mál þráfaldlega við opna stjórnsýslu þá ættu kjósendur að leggja sig sérstaklega eftir því að hlusta á bæjarfulltrúa Frjálslynda flokksins, formann bæjarráðs á bæj- arstjórnarfundum. Það þarf ekki að taka langan tíma. I ffamhaldi af þeirri hlustun og í anda opinnar umræðu gæti fólk svo spurt sig hversu miklu nær það væri um málatilbúnað, rökstuðning, afstöðu og viðhorf Frjálslynda flokksins í bæjarstjóminni. Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Gefðu gjöf sem gleðurl Áskríft að Skessuhomi sími 433 5500 Iþróttir eru hollar Það kom nýr og ungur prestur í sókn eina með unga konu sína með sér. Eins og lög gera ráð fyrir eignuðust hjónin böm og í hvert sinn er nýtt bam bættist í hópinn gaf sóknamefhdin þeim hjónun- um bikar. Bömin urðu nokk- uð mörg og bikararnir prýddu skáp í stofúnni. Eitt sinn kemur biskup að vísitera í sókninni og að sjálfsögðu er honum boðið heim til prests. Biskupi verður starsýnt á alla bikarana sem prýða stofu- skápinn og segir svo: „Og hvaða íþrótt er það svo sem presturinn er svona fær í?“ Varlega piltar Maður einn varð fyrir því óláni að konan hans dó. Til kirkjunnar var erfiður vegur. Þetta var fyrir daga bílsins svo bera þurfti kistuna til ldrkju. A leiðinni, þegar farið var um torleiði, reka líkmennirnir kistuna í klettshorn, svo sUnkur kemur á hana. Við þetta hrekkur konan upp frá dauðum svo ekkert varð af jarðarförinni. Þau hjón fara heim og lifir konan mörg ár eftir þetta. Svo kemur að því að hún deyr aftur. Þegar lík- mennimir koma að umræddu homi verður bónda að orði: „Varlega piltar, varlega!" Bekkjar- afinælið Oft er gaman að leika sér að því hvernig mannanöfn geta hljómað í samsetningu. Hér er ein saga af slíku: Osk Yr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Amar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þama vom Lind Yr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn BoHi. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stof- unni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í homi. Innan úr herbergi Egils Daða bámst ógurlegir skraðningar - „#% = &#$&/(= !z#$!/! = ! Línus Gautd, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka efdr stígnum. Hún var orðin alltof sein í affnæhð. Ekki meira úr sveitinni að sinrú, satt eða logið. Lesumst saman síðar. Umsjón: Bima Konráðsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.