Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
7
Kærleikskúlan í Norska
húsinu í Stykkishóhni
I annað sinn styrkir Norska húsið í Stykkishólmi Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra með því að selja Kærleikskúluna. Rennur allt söluandvirðið til
Styrktarfélagsins. Kærleikskúlan 2006 er nú komin út og verður fáanleg í
Norska húsinu dagana 5. - 19. desember.
Kærleikskúlan kemur nú út í fjórða sinn, en eins og áður hefur hvílt
leynd yfir því hver sé listamaðurinn og hvernig verk hans lítur út. Að þessu
sinni fór frumsýning Kærleikskúlunnar fram í Berlín, en kúlan verður seld
þar fyrir jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem Kærleikskúlan er seld utan lands-
steinanna, en það er vel viðeigandi að það sé einmitt Þýskaland sem verð-
ur fyrir valinu þar sem kúlurnar eru blásnar þar.
Fremstu listamenn þjóðarinnar hafa frá upphafi lagt Styrktarfélaginu lið
með list sinni. Fyrsta Kærleikskúlan kom út árið 2003 og reið Erró á vað-
ið með verkinu 2 málarar. Ari síðar var það Olafur Elíasson með Augað, í
fyrra var það Rúrí með verkið Án upphafs - án endis og í ár er það Gabrí-
ela Friðriksdóttir með verkið Salt jarðar.
Gabríela segir sjálf um verk sitt:
„Oteljandi agnir mynda landslag sem breiöir úr sér og þekur jörSina
Þar vaxa áferSarmiklir og kynlegir kvistir
Landslag sem mótar og nœrir hin margvíslegu lífsform
og andann sem innan og utan þess býr
ÞaS er lífsvilji sálarinnar og vonin sem mynda samfélög heimsins
AS viSurkenna, varöveita og virSa hiS skapandi afl
margbreytileikans er krydd lífsins -
SALTJARÐAR“
MM
Hver
er maður ársins á Vesturlandi?
<*
Hvaða Vestlendingur
hefur að þínu mati
skarað fram úr á
árinu?
•»
ur j
Vilt þú taka þátt
í að tilnefna
mann ársins
2006?
9
Líkt og undanfarin ár stendur Skessuhorn fyrir
vali á þeim einstaklingi sem þykir hafa skarað
framúr á einhverju sviði á árinu. Eina skilyrðið
er að viðkomandi sé búsettur í landshlutanum.
Minnumst þess sem vel er gert!
Sendið tölvupóst á: skessuhorn@skessuhorn.is
fyrir 23. desember nk. Gjarnan má rökstyðja valið
með nokkrum línum. Einnig er hægt að hringja
inn tilnefningar í síma 894-8998. Sérstök valnefnd
á ritstjórn Skessuhorns vinnur úr tilnefningum
og kynnir úrslit í fyrsta tölublaði nýs árs sem
kemur út miðvikudaginn 3. janúar 2007.
Skessuhorn ehf.
Nýtt hús Skeljungs í Borgamesi
Fram kom í fréttum Skessuhorns
ekki alls fyrir löngu að reisa á nýtt
hús undir starfsemi Skeljungs í
Borgarnesi og reka sjoppu og elds-
neytisafgreiðslu í bráðabirgðahús-
næði á meðan. Nú hefur verið
ákveðið að gamla húsið fái að
standa þar til nýtt verður tilbúið, þá
verði það rifið. Reiknað er með að
starfsemi hefjist í nýja húsinu 15.
maf og verður það um 550-600 fer-
metrar að stærð.
Að sögn Hans Gerald Hasler,
rekstrarstjóra Select og Grillhúss-
ins í Borgarnesi er búið að ákveða
að staðsetja húsið þar sem þvotta-
stöðin er núna, ekki þar sem gamla
húsið stendur. Hönnun hefur tekið
nokkurn tíma, því rýmið á lóðinni
er ekki mikið og einnig þarf að taka
tdllit til vindsveipa, sem eru tölu-
verðir á þessum stað.
I nýja húsinu verður m.a. veit-
ingasala og sér afgreiðsla fyrir elds-
neyti og olíuvörur. Einnig verður
skýli yfir eldsneytistankana úti.
Málið er að sögn Hans Gerald í
eðlilegum farvegi, bygginganefiid
er með umsókn til afgreiðslu og ef
allt gengur eftir verður opnað 15.
maí í vor.
BGK
Mánudaga til föstudaga kl
Laugardaga 8:00 -16:00
Sunnudaga 9:00-16:00
Menntaskóli Borgarfjarðar
Aðstoðarskólameistari
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólameistara við
Menntaskóla Borgarfjarðar.
Menntaskóli Borgarfjarðar er nýr framhaldsskóli sem mun taka til starfa haustið 2007 í nýju og
glæsilegu skólahúsnæði í Borgarnesi. Skólinn er í eigu einkahlutafélags sem er að mestu í eigu
heimamanna í Borgarfirði. Öll aðstaða til náms og kennslu verður til fyrirmyndar. Skólinn er í samstarfi
við Menntamálaráðuneytið og Sveitarfélagið Borgarbyggð um breytta kennsluhætti og skipulag
skólastarfs á framhaldsskólastigi. Áhersla verður m.a. lögð á notkun upplýsingatækni í staðbundnu
námi og dreifnámi, heildræns námsmats og hópa- og verkefnavinnu.
Aðstoðarskólameistari mun aðstoða skólameistara við undirbúning skóla-
halds, sinna áfangastjórnun og öðrum stjórnunarstörfum samkvæmt nánara
samkomulagi. Fram að skólabyrjun verður starfshlutfallið 100% við stjórnun.
Eftir að kennsla hefst er gert ráð fyrir að starfshlutfall við stjórnun verði
75% og á móti sinni viðkomandi kennslu á sínu fagsviði.
Við erum að leita að dugmiklum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt
í að móta nýjan framhaldsskóla frá grunni. Viðkomandi þarf að vera frjór í
hugsun og lipur í samskiptum. Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi eru
nauðsynleg og reynsla af stjórnun mjög æskileg.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa
i borist Arsæli Guðmundssyni, skólameistara, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes,
p eða á netfangið menntaborg@menntaborg.is fyrir kl. 16:00, mánudaginn
1.janúar 2007.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans
http: / / www.menntaborg.is
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Skólameistari