Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2006, Síða 8

Skessuhorn - 06.12.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 Fjölbýlishús í byggingu ÓLAFSVÍK; Vmna er hafin við grunn 10 íbúða fjölbýlishúss við nýja götu í Olafsvík sem hlotið hefur nafitið Fossabrekka. Húsið verður tveggja hæða og stærð íbúðanna verður á bilinu 69 til 100,5 fermetrar. Það er Nes- byggð ehf. sem byggir húsið og gera byggingarstjórar fyrirtækis- ins ráð fyrir að steypa sökkul fyr- ir jól og hefja byggingu hússins snemma á næsta ári. Afhending íbúðanna verður svo líklega í desember 2007. -kh ESA rannsakar áfram SEMENTS VERKSMIÐJAN: Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) á- kvað í síðustu viku að halda á- ffam opinberri raimsókn á sölu ríkisins á Sementsverksmiðjumti á Akranesi til hóps fjárfesta, Is- lensks sements. Lýtur rannsókn- in að því hvemig staðið var að yf- irtöku ríkisins á lífeyrisskuld- bindingum starfsmanna sem og á sölu á eigum Sementsverksmiðj- unnar til ríkisins í kjölfar sölu verksmiðjunnar. Hins vegar hef- ur ESA hætt rannsókn á því hvort söluverð verksmiðjtmnar hafi verið í samræmi við mark- aðsverð hennar. Þetta kemur ffam á mbl.is. -hj Týri kemur að gagni BORGARFJORÐUR: Þrjú minniháttar fíkniefiiamál komu upp hjá lögreglunni í Borgamesi í sl. viku. Kom fíkniefnaleitar- htmdurinn Týri að góðum not- um í þessum máliun. Þávareinn ökumaður teldnn fyrir að aka bif- reið tmdir áhrifum lyfja. -kh Fangelsi stækk- að og breytt GRUNDARFJÖRÐUR: Ósk- að hefur verið eftir tilboðum í stækkun og breytingar á fangels- inu að Kvíabryggju í Grundar- firði. Að sögn Sigurðar Norðdal hjá Framkvæmdasýslu ríkisins er þetta hluti af endurbótum fang- elsa á landinu. Stækkunin er óveruleg, eða aðeins um 37 fer- metrar. I kjölfarið verður húsinu breytt og það endursldpulagt. A þann hátt næst ffam fjölgun her- bergja og bætt nýting hússins. -bgk Smákökukeppni BORGARNES: Landnámssetr- ið í Borgamesi hefur ákveðið að efna til smákökusamkeppni á fyrstu jólum setursins. Skorað er jafnt á smákökusnillinga sem og byrjendur í greininni að taka þátt en keppt verður í bama-, karla-, kvenna- og fjölskylduflokki. Þáttakendur eiga að koma með kökumar í glerkrukkum og tmd- ir dulneftti en fylgja skal lokað umslag sem inniheldur rétt nafii og símanúmer. Utanáskrift um- slagisins verður þó að vera merkt dulnefninu. I dómnefndinni verða miklir matgæðingar og kökumar dæmdar eftir því hverj- ar em bragðbestar og framleg- astar í hverjum flokki. Urslitin verða síðan kynnt við hátíðlega athöfii í Landnámssetrinu laug- ardaginn 10. desember kl. 15:30. -kh Nýjar reglugerðir um riðurlög rið umferðarlagabrotum Þann 1. desember sl. tóku gildi tvær nýjar reglugerðir þar sem hert eru viðurlög við umferðar- lagabrotum. Önnur tekur til sekta og annarra viðurlaga vegna um- ferðarlagabrota en brýnt þótti að hækka sektir þar sem það hefur ekki verið gert síðan árið 2001. Hin reglugerðin fjallar um ökufer- ilsskrá og punktakerfi vegna um- ferðarlagabrota.. Smrla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra skrifaði undir reglugerð- irnar 31. október sl. og öðluðust þær báðar gildi 1. desember eins og áður segir. Helstu breytingar era þær að sektir vegna einstakra umferðarlagabrota hækka. Vik- mörk vegna hraðakstursbrota verður minnkað úr 10 km/klst. í 5 km og sektir verða frá 5.000 krón- um til 110.000 króna í stað 5.000 og 70.000 króna áður. Er það nærri 60% hækkun. Sektir vegna ölvunaraksturs hækka úr 50.000 til 100.000 krónum í 70.000 til 140.000 krónur. Þá eru reglur orðnar ítarlegri vegna brota á reglugerð um aksturs- og hvíldar- tíma ökumanna nr. 662/2006 svo og reglugerð um ökurita og sektir era á bilinu 15.000 til 120.000 krónur en vora áður 20.000 til 70.000 krónur. Einnig era hækk- aðar sektir vegna brota á reglugerð um flutning á hættulegum farmi úr 20.000 til 60.000 króna í 30.000 til 90.000 króna. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa flutningabílstjórar ítrekað gerst sekir um að aka með of háan farm t.d. inn í Hvalfjarðargöngin. Hef- ur það valdið mikilli sfysahættu og einnig miklum skemmdum á bún- aði ganganna. Fram til þessa hafa sektir vegna slíks athæfis aðeins verið 7.500 krónur. Meðal breytinga á reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota eru að brot á reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna varða nú frá ptmkti í ökuferilsskrá til fjögurra punkta. MM JöHakórinn minnist Bedehemsfarar fyrir tveimur áratugum Þessa dagana er þess minnst að 20 ár era liðin ffá því að kórar á Snæfellsnesi tóku sig saman, mynduðu Jöklakórinn og fóra til hinnar helgu borgar Betlehem í söngferð og sungu þar á Jólanótt árið 1986. Að undanförnu hafa staðið yfir stífar æfingar hjá kórn- um sem enduðu með tónleikum á þremur stöðum á Snæfellsnesi. Þeir fyrstu voru í Ólafsvík sl. mánudag. I Grundarfirði var stmg- ið í gær, þriðjudag og í kvöld, mið- vikudag verða tónleikar í Stykkis- hólmskirkju. A þá var einnig boðið mörgum gestum sem vora með í för til Betlehem á sínum tíma. MM Kórinn á œfingu í sfíhistu viku. Ljósm. Gimnlaugur Arnason. Ostoftiað stangavinafélag fékk Gufuá Stjóm veiðifélags Gufuár ákvað á fundi síðasta sunnudag að taka til- boði óstofnaðs stangavinafélags úr Borgamesi um veiði í ánni. Tilboð- ið sem tekið var hljóðaði upp á ríf- lega áttahundrað þúsund og er til þriggja ára. Eins og fram hefur kom- ið í Skessuhomi bárast fjögur tilboð í ána, þar af tvö ffá hinu óstofnaða stangavinafélagi. I forsvari fyrir því félagi er Guðmundur Finnsson í Borgamesi, sem alinn era upp á bænum Gufuá. I samtali við Skessu- hom sagðist Guðmundur hafa viljað spoma gegn því að netaveiði væri stunduð í Gufuá og í Gufuárós, því upptaka neta kæmi öllum til góða. „Ég ákvað að hóa saman góðu liði af heiðursmönnum, en með mér standa að tilboðinu Stefán Logi Haraldsson, Amar Sigurðsson, Haf- steinn Þórisson og Ólafur Sigurðs- son. Félagsskapurinn hefur ekki ver- ið formlega stofnaður ennþá og því er hópurinn kallaður óstofnað stangavinafélag. Við komtun til með að nota sumarið í sumar til að finna út hvemig fyrirkomulagið á stanga- veiðinni verður. Anni verður skipt á milli okkar og líklega verða einhver veiðileyfi seld, en hversu mikið eða á hvað háu verði, leiðir tíminn í ljós. Ég er rosalega ánægður með að svona skyldi takast til og má eigin- lega segja að ég sé kominn heim,“ sagði Guðmundur að lokum. BGK Vilja stækka Garðasel og byggja nýja sundlaug Leikskólinn Garðasel. Minnihluti bæjarstjórnar Akra- ness hefur lagt til að leikskólinn Garðasel verði stækkaður á næsta ári og að ffamkvæmdir við bygg- ingu nýrrar sundlaugar á Jaðars- bökkum hefjist næsta haust. I til- lögu minnihlutans um leikskólann Garðasel er lagt til að ráðist verði í endurbætur á honum og hann stækkaður varanlega í fjögurra deilda leikskóla og að við endur- bæturnar verði starfsmannaðstöðu og bílastæðamálum „komið í gou horf,“ eins og segir orðrétt í tillög- unni. Kostaður við stækkunina er áætlaður 50-60 milljónir króna og til að mæta þeim kostnaði vill minnihlutinn að hætt verði við inn- réttingu á húsnæði fyrir Tónlistar- skóla „í verslunarmiðstöð á Mið- bæjarreit, en sá kostnaður er að minnsta kosti 200 milljónir króna,“ segir í tillögunni. Þá vill minnihluti bæjarstjórnar að hönnun nýrrar yfirbyggðrar sund- laugar á Jaðarsbökkum verði lokið á næstu mánuðum og að ff amkvæmd- ir við hana hefjist haustið 2007. Er vísað til þess að á þúsundasta fundi bæjarstjómar árið 2005 hafi verið ákveðið að vinna að áffamhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum og þegar hafi verið unnin ffumhönnun og þarfagrein- ing mannvirkja á svæðinu. Til verks- ins verði varið 100 milljónum króna á næsta ári og þeim kostnaði verði mætt með langtímaláni. HJ Vilja uppbyggiiigii AKRANESHÖFN: Meirihluti bæjarstjórnar Akraness hefur lagt til við bæjarstjórn að at- vinnumálanefnd verði falið að leggja áherslu á markaðssetn- ingu Akraness með það að markmiði að hlúa að núverandi fyrirtækjum og laða að ný fyrir- tæki til bæjarins. Hlúð verði sérstaklega að fyrirtækjum í ný- sköpun og sprotafyrirtækjum. Jafnffamt leggur meirihlutinn til að bæjarstjórn árétti við stjórn Faxaflóahafna „að staðið verði við fyrirheit um uppbygg- ingu Akraneshafnar sem fiski- höfn og hún efld frá því sem nú er,“ eins og segir orðrétt í til- lögunni. Henni var vísað til seinni umræðu um fjárhagsá- ætlun ársins 2007. -hj Elín Blöndal deildarforseti BIFRÖST: Elín Blöndal dós- ent hefur tekið tímabundið við starfi forseta lagadeildar Há- skólans á Bifföst. Hún leysir af Bryndísi Hlöðversdóttur sem á dögunum tók tímabundið við starfi rektors skólans. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur staða rektors verið aug- lýst laus til umsóknar og er gert ráð fyrir að nýr rektor taki við embætti á fyrri hluta næsta árs. Þá hefur Sigrún Hjartardóttir verið ráðin aðstoðarmaður rektors. Hún var áður aðstoðar- maður rektors en hefur að und- anförnu stundað meistaranám í Asíu-fræðum við háskólann í Lundi í Svíþjóð. -hj Með 5 gr. af dópi AKRANES: Um helgina hand- tók lögreglan á Akranesi ungan mann vegna grans um fíkni- efnamisferli. Hann reyndist vera með í fóram sínum um 5 grömm af amfetamíni. Sagðist maðurinn við yfirheyrslu að efnið hafi hann ætlað til eigin nota. Hann var látinn laus að yfirheyrslum loknum. -kh Trygginga- stofrLun 70 ára IANDIÐ: Af tileftii þess að Tryggingastofnun ríkisins er 70 ára verður boðið upp á pipar- kökur og heitt súkkulaði á þjónustustöðum stofnunarinnar um land allt föstudaginn 8. des. kl. 9 - 15.30. í tilkynningu ffá TR segir: „Afmælisgjöf Trygg- ingastofnunar til þjóðarinnar, nýr upplýsinga- og þjónustu- vefur á slóðinni www.tr.is, verð- ur opnaður sama dag. Lögð hefur verið alúð við að gera nýja vefinn lifandi, aðgengileg- an og greinargóðan með tilliti til mismunandi þarfa notenda. Tryggingastofnun hefur í 70 ár annast ffamkvæmd þeirra laga sem öryggisnet íslensks velferð- arsamfélags byggist á. 200 starfsmenn Tryggingastofnunar veita almenningi fjölbreytta þjónustu varðandi ellilífeyri, örorkulífeyri, sjúkratryggingar og slysatryggingar. Þar er m.a. veitt aðstoð vegna hjálpartækja og niðurgreiðslu lyfja-, þjálfun- ar- og lækniskostnaðar.“ -mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.