Skessuhorn - 06.12.2006, Page 23
'5
uáUsimuU'
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
23
Sjúkraflutningamenn Sjúkra-
hússins og heilsugæslustöðvarinn-
ar á Akranesi (SHA) sigruðu á dög-
unum á íslandsmóti slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna sem
haldið var í Reykjavík. í mótinu
léku átta lið í tveimurfjögurra liða
riðlum. Sigurvegar riðlakeppninn-
ar léku síðan til úrslita. I riðla-
Viktor Ymir
valinn til
úrtaksœfinga
Eins og fram kom í fréttum Skessu-
horns á dögunum valdi Lúkas Kost-
ic landsliðsþjálfari nokkra leikmenn
ÍA til að taka þátt í úrtaksœfingum
landsliðs karla í knattspyrnu leik-
manna undir 17 ára aldri. í frétt
Skessuhorns í síðustu viku var að-
eins sagt frá þeim leikmönnum ÍA
sem eru í úrtakshópi leikmanna
sem fœddir eru árið 1990. í úrtaks-
hópi leikmanna sem fœddir eru
árið 1991 eiga Skagamenn góðan
fulltrúa. Það er Viktor Ýmir Elías-
son. Beðist er veivirðingar á þessari
ónákvœmni blaðamanns. Hj
Brynjar er
íþróttamaður
Grundar-
fjarðar
Kvenfélagið Cleymérei í Grundar-
firði stóð fyrir sínum árlega Að-
ventu- og fjölskyldudegi um sl.
helgi þar sem m.a. var basar með
fjölskrúðugum vörum íboði og Ijúft
vöfflukaffi sem rann Ijúflega niður í
gesti. Einnig var leikfangahapp-
drætti þar sem ágóðinn er notaður
sem stuðningur við langveika
Crundfirðinga og að auki útnefndi
íþrótta- og tómstundaráð Crunda-
fjarðar, íþróttamann ársins.
Sá sem hlaut titilinn í þetta skiptið
er knattspyrnumaðurinn Brynjar
Kristmundsson en umsögn nefnd-
arinnar var á þá leið að Brynjar
vœri góð fyrirmynd fyrir aðra iðk-
endur og hefur sýnt miklar framfar-
ir á árinu. Hann er efnilegur knatt-
spyrnumaður, hefur lagt sig allan
fram og haft hvetjandi áhrif á fé-
laga sína. Brynjar hefur verið valinn
íœfingahóp fyrir landslið 16 ára og
yngri og er því Ijóst að með stuðn-
ingi og hvatningu, líkt og þeirri sem
íþrótta- og tómstundaráð Crunda-
fjarðar veitti honum, getur hann
náð enn lengra.
KH/Ljósm. Sverrir
keppninni vann lið SHA alla sína
leiki og mætti liði Keflavíkurflug-
vallar í úrslitaleiknum. Höfðu
Skagamenn sigur með sjö mörk-
um gegn tveimur.
Þetta var í fyrsta skipti sem að
sjúkraflutningamenn frá SHA taka
þátt í þessu móti og því kom sig-
urinn leikmönnum liðsins þægi-
lega á óvart. Á mótinu nutu þeir
aðstoðar frá lögregluembættinu á
Akranesi sem styrktu lið SHA með
fjórum vöskum knattspyrnu-
mönnum. Ákveðið hefur verið að
halda næsta íslandsmót slökkviliðs
og sjúkrafutningsmanna á Akra-
nesi að ári.
Hj
Helgi sigraði á
Ottósmótinu
Stórmeistarinn Helgi
Ólafsson sigraði á
minningarmótinu um
Ottó Árnason, sem
fram fór sl. laugardag í
Ólafsvík. í öðru sæti
varð Davíð Kjartansson
og þriðji varð Arnar
Gunnarsson. Alls tók
71 skákmaður þátt í
þessu bráðskemmtilega
skákmóti. Af heima-
mönnum stóð Sigurður
Scheving sig best.
Skákstjóri var Ólafur S.
Ásgrímsson.
Að loknu móti var
tekið fram karokí og
fóru skákmennirnir á
kostum. Vel var staðið
að mótshaldinu að
hálfu heimamanna, að
sögn forsvarsmanna
Skáksambands íslands.
MM/ljósm. PSj
Yngstri keppandi mótsins var heimamaðurinn Óttar
Ásbjörnsson, 10 ára.
Tinna Kristín Finnbogadóttir, 15 ára frá Hítardal á
Mýrum og jóhanna Björk jóhannsdóttir, 13 ára úr
Kópavogi kepptu á mótinu.
Hluti keppenda en alls voru þeir 71 talsins.
Islandsmeistarinn
á góðu flugi
Borgneska bridsparið Dóra Ax-
elsdóttir, íslandsmeistari kvenna
og Unnsteinn Arason hafa átt góð
kvöld að undanförnu í aðaltví-
menningskeppni Bridsfélags
Borgarfjarðar. Fimm kvöldum af
sex er nú lokið í keppninni og fyr-
ir lokarimmuna hafa þau enn
nokkuð forskot á næstu pör þó
bilið hafi vissulega minnkað nokk-
uð sl. mánudag. Nú er þeim fast
fylgt af gömlu refunum Sveinbirni
og Lárusi sem eru til alls líklegir
sem og þau Anna og Kristján sem
lúra skammt undan. í keppni sem
þessari getur því enn allt gerst.
Staðan er nú þessi:
1. Dóra/Unnsteinn/Rúnar 255 stig
2. Sveinbjörn og Lárus 227 stig
3. Anna og Kristján 204 stig
4. Elín og Cuðmundur 187 stig
5. Sveinn og Magnús 179 stig
6. jón og Baldur 155 stig.
Verdfrá 289.000,
Verðfrá 298.000,
Bókahillur - margar stœrðir
Rúmföt frá Boras - verð frá 4.990,-
Andadúnssœngur - verðfrá 14.900,
Heilsukoddar - verð frá 7.500,-
Lök - margar stœrðir
ATH!
15%
afsláttur af sœngum
og heilsukoddum
Sjón er sögu ríkari
•VERZLUNIN
sími 43t 2507
KALMANSVÖLLUM
AKRANESI
m
%
*