Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 06.12.2006, Blaðsíða 24
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða Ibúðalánasjóður www.ils.is FJÁRHAGSLEG GLITNIR, VELGENGNI ÞÍN ER 0KKAR VERKEFNI Daglegar ferðir Opnunartímar virka daga 8-12 og 13-16. Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880 landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is J' SAIVISICII* Landf/utningar Launaskrið eykur telqur Borgarbyggðar Gert ráð fyrir jákvæðri afkomu Akraneskaupstaðar Samkvæmt fjárhagsáætlun Akra- neskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2007, sem nú er til um- ræðu í bæjarstjórn, er áætlað að rekstur bæjarfélagsins verði já- kvæður um tæpar 33 milljónir króna og að handbært fé ffá rekstri verði tæpar 257 milljónir króna. Við fyrri umræðu um áætlunina voru lagðar ffam fjölmargar tillög- ur ffá meiri- og minnihluta bæjar- stjómar og stefnt er að því að seinni umræða fari fram í bæjar- stórn 12. desember. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjar- félagsins og stofnana þess verði tæpar 2.402 milljónir króna. Þar af er reiknað með að skatttekjur verði rúmar 1.818 milljónir, framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði 231 milljón króna og þjónustutekj- ur tæpar 225 milljónir króna. Byggt utan skipulags á Hvanneyri Stærsti einstaki gjaldaliður sveit- arfélagsins er laun og launatengd gjöld eða rúmlega 1.456 milljónir króna. Til þjónustu- og orkukaupa verður varið um 600 milljónum króna og í styrki og framlög verð- ur varið rúmlega 153 milljónum króna. Afskriftir eru áætlaðar rúm- ar 121 milljónir króna og áætlað er að fjármagnsliðir verði jákvæðir um tæpar 5 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins og stofnana þess er því áætluð já- kvæð um tæpar 33 milljónir króna eins og áður sagði. HJ Skatttekjin- Borgarbyggðar aukast nokkuð á næsta ári samkvæmt fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins og stof- ana þess sem lögð var ffam til fyrri umræðu í síðustu viku. Samkvæmt henni verða skatttekjur á næsta ári tæpar 1.084 milljónir króna en í ár er reiknað með að þær verði tæplega 986 milljónir króna. Framlög jöfii- unarsjóðs eru áætluð rúmar 458 milljónir króna og aðrar tekjur tæp- ar 376 milljónir króna. Samtals er því áædað að tekjur Borgarbyggðar verði rúmar 1.918 milljónir króna en voru áædaðar tæplega 1.781 milljón króna í ár. Jákvæður rekstur Laun og latmatengd gjöld sveitar- félagsins eru áæduð rúmar 810 milljónir króna, annar rekstrar- kosmaður er áædaður tæpar 876 milljónir króna, afskrifdr eru áæd- aðar rúmar 70 milljónir króna og hækkun lífeyrisskuldbindinga er áæduð 25 milljónir króna. Fjár- magnskosmaður er áædaður rúmar 62 milljónir króna eða umtalsvert lægri en á þessu ári þegar reiknað er með að hann verði tæpar 111 millj- ónir króna. Rekstrarniðurstaða næsta árs er því áæduð jákvæð um tæpar 75 milljónir króna en í ár er reiknað með að hún verði neikvæð um tæpar 14 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáæduninni er reiknað með að handbært fé frá rekstri næsta árs verði rúmar 165 milljónir króna eða lítið eitt minni en áædað er á þessu ári. Til fjárfest- inga er áædað að verja 250 milljón- um króna en á þessu ári var áædað að verja rúmum 360 milljónum króna til fjárfestinga. Leikskóli og gatnagerð Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri segir að auknar tekjur sveitarfélags- ins megi að hluta rekja til hækkunar fasteignamats en að stærstum hluta til mildls latmaskriðs í sveitarfélag- inu. Hann segir meðaltekjur á íbúa hafa hækkað talsvert sem kemur best ffam í því að nú fái sveitarfélag- ið ekki tekjujöfhunarframlag eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næsta ári er bygg- ing leikskólans Uglukletts í Borgar- nesi en til þeirrar byggingar verður varið um 100 milljónum króna. Þá verða að sögn Páls miklar gatna- ffamkvæmdir í sveitarfélaginu og má þar nefna ffamkvæmdir í Bjargs- landi í Borgamesi og Skólaflata- hverfi á Hvanneyri. Þá er áædað að framkvæmdir hefjist við nýjan leik- skóla á Hvanneyri. Eins og áður sagði fór fyrri um- ræða um fjárhagsáædun ffam í síð- ustu viku og reiknað er með að seinni umræða fari fram á fundi sveitarstjómar þann 14. desember. Hjf Skipulags- og bygginganefnd Borgarbyggðar hefur falið bygg- ingafulltrúi sveitarfélagsins að afla gagna um hvernig það atvikaðist að íbúðarhús vora reist á Hvanneyri utan deiliskipulags. Mun hann kyrma nefndinni niðurstöður sínar innan tíðar. Það era hús við götuna Skólaflöt sem ekki virðast hafa ver- ið lögð samkvæmt deiliskipulagi sem gert var og samþykkt árið 1999. Að sögn Torfa Jóhannessonar, formanns skipulags- og bygginga- nefiidar er svo að sjá að ekki hafi verið byggt eftir því deiliskipulagi sem átti að vera í gildi. Sú ákvörð- un hafi að líkindum verið tekin á lægri stigum stjórnsýslunnar og sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar hafi ekki verið upplýst um að skipu- lagið hafi verið hunsað í gamagerð- inni. Torfi segir að þótt ekki sé langt um liðið hafi vinna við deiliskipulag verið mjög á annan veg það er í dag. „I þá daga var deiliskipulagið handgert, ekki sett á tölvutækt form eins og nú er, því ekki eins aðgengilegt eins og þekk- ist í dag,“ sagði Torfi. HJ BERNHARD - BlLVER PEUCEOT Nú er loksins komið að því að við flytjum í nýtt og stórglæsilegt húsnæði. Það væri okkur þvi sönn ánægja ef þú sæir þér fært að vera viðstaddur opnun á sýningarsal og þjónustuverkstæði okkar að Innnesvegi 1, Akranesi, laugardaginn 9. desember milli kl. 12.00 og 16.00 eða sunnudaginn 10. desember milli kl. 13.00 og 16.00. P.S. Kynntu þér frnbær tilboð í tilefni opnunarinnar! Innesvegur 1 • Akranes • Slml 431 1985

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.