Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 1
r 1 Meðal efnis: • Dúxaði þrátt fyrir lesblindu......Bls. 10 • Afspyrnu lélegur lögreglubíll...Bls. 15 • Misjafnt hátíðargengi í körfunni......Bls. 23 • Minnstu hrepparnir með lægsta útsvarið...Bls. 8 • Starfsmenn í lyfjapróf......Bls. 4 • Fjárskortur háir skóg- ræktarstarfi..Bls. 23 • Nágranni undrandi á staðsetningu hótels ........Bls. 18 • Nýir bátar í flota Vest- lendinga ...Bls. 6 og 8 • Stofna klúbb öryrkja á Skaganum.......Bls. 2 • Bragi fær riddarakross...Bls. 4 • Fjölskylduhátíð við vígslu vatnsveitu.....Bls. 6 • Undirskríft án skuld- bindingar........Bls. 6 • Hvað fannst fólki standa uppúr?.........Bls. 14 • Útskrift úr fjölbrauta- skólunum ......Bls. 10 • Friðsæl áramót - en smá pústrar...........Bls. 9 • Borgarpakkhús á faraldsfæti.......Bls. 7 • Fylgí flokkanna í NV kjördæmi......Bls, 15 • Margt á döfinni í Reyk- hólahreppi.....Bls. 17 • Prédikun prófastsins á Borg ..........Bls. 16 • Segja upp samstarfs- samningi...........Bls. 22 Fæðingamet fallið hjá SHA Hér eru þau Amaldur og Hafdís meS nýfieddu stúlkuna ásamt systkinunum Valdísi sex ára og Bjarka þrigg/a ára. Ljósm. BG. Á nýliðnu ári var fæðingamet kyrfilega slegið á Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi. Alls fæddust 238 böm þar á árinu. Árið í fyrra var einnig metár en þá fæddust 227 böm, eða einu fleira barn en árið 1973 sem fram að því hafði verið metár í fæðingum á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum ffá stofhuninni hefur talsverð aukn- ing orðið á fæðingum hjá konum sem lögheimili eiga utan Akraness, einkum úr nágrannabyggðarlögun- um Mosfellsbæ og Reykjavík. Þá vekur athygli hlutur kvenna úr Húnaþingi vestra. Konur með heimilisfesti í því sveitarfélagi hafa í ár fætt 19 börn en 17 þeirra fædd- ust á Akranesi. Fyrsta bam þessa árs hér á Vest- urlandi fæddist á SHA í gær, 2. jan- úar þegar hjónunum Hafdísi Böðv- arsdóttur og Arnaldi Loftssyni fæddist myndarstúlka. Sú litla er 53 cm. löng og 3940 gr. að þyngd. Hún er þriðja bam hjónanna sem búsett era í Garðabæ, en Hafdís er Akurnesingur að uppruna. „Eg hef átt öll mín börn hér á Akranesi og því kom ekkert annað til greina en að eiga hana hér. Hér er frábært að vera, gott starfsfólk, mátulega htið og heimilislegt umhverfi og hér líð- ur manni vel,“ sagði Hafdís í sam- tali við Skessuhom. „Við bjuggumst við að fæðingar- metið ffá því í fýrra yrði slegið aft- ur og ég gerði ráð fýrir um 230 börnum. Eg bjóst hinsvegar ekki við því að við færum þetta langt umfram það og er það óvænt ánægja og vísbending um að orð- spor fæðingadeildarinnar sé jákvætt og fýrir það erum við þakklát,“ sagði Anna Bjömsdóttir, deildar- stjóri fæðingadeildar SHA í samtali við Skessuhom. MM íbúum íjölgar um rúmt prósent Ibúar á Vesmrlandi vora 15.025 talsins þann 1. desember sl. sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Islands. Hefur þeim fjölgað um rúm- lega 1% frá sama tíma í fýrra en þá vom þeir 14.863 talsins. Þetta er minni fjölgun en varð á landinu öllu á sama tíma en landsmönnum fjölg- aði um 2,6% og hefur ekki orðið jafh mikil fjölgun í landinu síðan um miðbik sjöunda áratugarins. Af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi fjölgaði íbúum á tímabilinu í fimm þeirra og fækkaði í fimm. Hlutfalls- lega varð mest fjölgun í Helgafells- sveit en þar fór íbúatalan úr 55 í 58 og hækkaði því um 5,45%. Á Akra- nesi fjölgaði íbúum úr 5.782 í 5.955 eða tæplega 3%. Ibúum Borgar- byggðar fjölgaði úr 3.625 í 3.713 eða um 2,43%. í Hvalfjarðarsveit fjölg- aði íbúum úr 603 í 616 eða um 2,16%. Þá fjölgaði íbúum Eyja- og Miklaholtshrepps úr 137 í 140 eða um 2,19%. Hlutfallslega varð mest fækkun íbúa í Skorradalshreppi. Þeir vom 64 í fýrra en 56 í ár. Fækkunin er því 12,5%. I Grundarfirði fækkaði íbú- um úr 974 í 954 eða um 2,05%. í Stykkishólmi fækkaði íbúum úr 1.165 í 1.149 eða um 1,27%. í Snæ- fellsbæ fækkaði íbúum úr 1.743 í 1.702 eða 2,35% og í Dalabyggð fækkaði íbúum úr 715 í 682 eða um 4,62%. HJ Borgarbyggð kaupir Kárastaði Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar þann 14. desember sl. var staðfestur kaupsamningur sveitarfé- lagsins á 192 ha úr landi Kárastaða, eða stærstum hluta jarðarinnar. Selj- andinn, Guðmundur Guðsteinsson, heldur efrir sem nemur 20 ha til eig- in nota. Kaupverð eignarhlutans er 200 milljónir króna. Páll S Brynjars- son, sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að einhugur hefði verið innan sveitarstjórnar um kaupin. Með þeim væri verið að tryggja sveit- arfélaginu byggingarland innan bæj- armarka Borgamess sem m.a. verður nýtt undir atvinnuhúsnæði. Farið verður í að skipuleggja landið þegar á þessu ári. MM Vestlendingur ársins 2006 er Bjami Kiistinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri i Borgarnesi. Það voru jjölmargir lesendur Skessuhoms sem tilnefndu Bjarna og var nHhirstaðan í valinu óvenjulega afgerandi að þessu sinni. Viðurkenningima hlýtur Bjarnijyrir hónd allra þenra sem þátt tóku ífarsæiu björgunar- og slökkvistaifi á Mýrum í mars á sl. ári og sem tókst aðflestra mati einkar vel miðað við að- stæður sem líkja má við hamfarir. Uppúr stóð aðfólki, fénaði og mannvirkjum var bjargað og talið er að gróður muni að mestu leyti jafna sig. Þetta er í 9. skipti sem Skessuhorn gengsfyrir kjöri á Vestlendingi ársins. Alls voru 38 einstaklingar sem hlutu tilnefningar að þessu sinni. Aðrir semfengu þtjár tilnefningar eðafleiri voru í stafrófsröð: Andrés Konráðsson Loftorku Borgamesi, Armann Armanns- son Mið Fossum, Asdís lngimarsdóttir Borgamesi, Kjartan og Sigiíður Margrét í Landsnámssetri Islands, Ragnheiður Runólfsdóttir Akranesi, Sigurhorg Sandra Pétursdóttir Grundarfirði, Slökkvilið Akraness og Vilhjálmur Birgisson fotmaður VLFA. Rætt er við Bjama Kristinn Þorsteinsson í miðopnu Skessuhoms. A myndinni tekur Bjami við verðlaunagiáp og blómum úr hendi Magnúsar Magnússonar, ritstjóra Skesssuhoms. Ljósm. GO

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.