Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 7
im .. ■ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 7 Borgarpakkhúsið hift upp af grunni sínum. Ljósm. Hjörleifur Stefánsson. Borgarpakkhúsið í Borgamesi flutt Húsið sem stóð á horni Egils- götu og Brákarbrautar hefur verið flutt upp á Sólbakka til geymslu. Flestir sem hafa átt leið niður í eldri hluta Borgarness hafa tekið eftir þessu húsi sem í daglegu máli Borgnesinga hefur ýmist verið kall- að Svarta húsið eða Borgarpakk- húsið. Húsið var líklega reist milli 1920-1926 fyrir verslunarfélagið Borg og nýtt til ýmissa hluta m.a. sem sláturhús og pakkhús. Akveðið hafði verið að rífa húsið en þeirri ákvörðun var breytt og húsið var flutt upp á Sólbakka rétt fyrir ára- mótin til geymslu. Stefán Olafsson húsasmíðameistari sá um að undir- búa húsið fyrir flutning og fékk síð- an krana og bíl frá Loftorku til að koma því á geymslustað. Að sögn Stefáns var húsið ekki allt tekið, heldur rúmlega efri hæðin því neðri hluti hússins var neðan jarðar og þar var kominn fúi. „Sá hluti sem var tekinn er alheill og ófúinn. Húsið er byggt í sama stíl og pakk- húsin í Englendingavík og pakk- húsin við Landnámssetrið.“ I samtali við Skessuhorn sagði Finnbogi Rögnvaldsson, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar að ekki hefði verið ákveðið hver framtíðar- notkun verður á húsinu. Kjartan Ragnarsson hjá Landnámssetri Is- lands hefur hins lýst áhuga á því að fá húsið. Ekki standi til að láta hús- ið vera lengi uppi á Sólbakka og helst þyrfti að skipta um klæðingu á því í sumar, ef vel ætti að vera. Akveðið hafi verið í sveitarstjórn að hirða húsið fremur en að rífa það úr því að einhver hafi lýst áhuga á því. „Það kostar þó mikið meira að hirða húsið en rífa og sveitarfélagið borgar það,“ sagði Finnbogi. Kjartan Ragnarsson sagði það rétt að áhugi væri á því að stækka Landnámssetrið. „Hins vegar er til samþykkt í stjórn setursins þar sem segir að engar ákvarðanir verði teknar fyrr en eftir tvö ár í meiri- háttar fjárfestingum og það verður í maí árið 2008. Ef allt gengur upp er þetta spennandi leið. Það er okk- ar skylda að vera dugleg og útsjón- arsöm í rekstri Landnámsseturs og gildir það um allar okkar ákvarðan- ir alla daga,“ sagði Kjartan Ragn- arsson. BGK Sigurður Rúnar afhendir lyklavöldin í gær lét Sigurður Rúnar Friðjónsson af störfum sem mjólkurbússtjóri MS í Búðardal eftir að hafa starfað hjá búinu frá 15. apríl 1977. Sigurður Rúnar hefur verið ráðinn mjólkurbús- stjóri hjá Norður- mjólk á Akureyri. Við starfi hans í Búðardal tók Sæv- myndinni má sjá Sigurð Rúnar af- ar Hjaltason sem starfað hefúr sem henda Sævari lyklavöldin af mjólk- framleiðslustjóri undanfarin ár. Á urbúinu. HJ/ Ijósm. BAE Dagana 8. - 15. janúar 2007 verður krabbameinsleit á Heilsugæslustöðinni á Akranesi. Pantið tíma í síma 430 6000 um leið og þið fáið bréf frá okkur. Krabbameinsfélagið, Heilsugæslustöðin Akranesi. Kaskó með lægsta vöraverðið á Akranesi Lægsta vöruverðið á Akranesi er í verslun Kaskó samkvæmt verð- könnun sem Verkalýðsfélag Akra- ness stóð fyrir í fjórum verslunum á Akranesi 29. desember. Er það í annað sinn á stuttum tíma sem fé- lagið stendur fyrir könnun sem þessari. Með slíku verðlagseftirliti vill félagið fylgjast með verðþróun áður en virðisaukaskattur af mat- vælum verður lækkaður þann 1. mars 2007. Alls var kannað verð á 45 vöru- tegundum en þar sem þær voru ekki til í öllum verslunum reyndist nauðsynlegt að fækka þeim niðtn í 36 vorutegundir. Innkaupakarfan var lægst í Kaskó en J>ar kostaði hún 14.547 krónur. I Skagaveri kostaði hún 15.167 krónur eða 4,26% hærri en í Kaskó, í Krón- unni kostaði karfan 15.912 krónur eða 9,38% hærri en í Kaskó og í Samkaup-Strax kostaði karfan 17.471 krónu eða 20,1% hærra en í Kaskó. I tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Akraness segir að aðeins sé um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu einstakra verslana. Eins og í fyrri könnuninni neitaði Verslun Einars Olafssonar að taka þátt. Nánari upplýsingar um könnun- ina má finna á heimasíðu Verka- lýðsfélagsins. HJ FISKISTOFA Útibú Fiskistofu í Stykkishólmi Tvær stöður veiðieftirlitsmanns við útibú Fiskistofu í Stykkishólmi eru lausar til umsóknar. Fyrirhugað er að útibúið taki til starfa 1. apríl 2007. Helstu verkefni útibúsins verða almennt veiðieftirlit til sjós og lands. Leitað er að einstaklingum sem hafa skipstjórnarmenntun og reynslu af sjávarútvegi. Góð íslensku- og tölvukunnátta eru áskilin. Starfið krefst þess að umsækjendur séu sjálfstæðir og nákvæmir í vinnubrögðum og búi yfir færni í mannlegum samskiptum sem einkennist af sanngirni, háttvísi og fagmennsku. Sem fyrr segir verður starfið veitt frá 1. apríl 2007 og laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt starfsferilsskrám skulu sendar til Fiskistofu merktar "starf veiðieftirlitsmanns við útibú Fiskistofu í Stykkishólmi" fyrir 29 janúar 2007. Einnig er hægt að senda umsóknir á fiskistofa@fiskistofa.is Upplýsinear um starfið veitir Eyþór Björnsson, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs í síma 5697900 Tekið er miö af jafnréttisstefnu Fiskistofu við ráðningar. Umsóknir sem berast að umsóknarfresti loknum verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um Fiskistofu máfinna á heimasíðu: http://www.fiskistofa.is Hafnarfjörður, 2. janúar 2007 Fiskistofa www.fiskistofa.is Dalshrauni 1 - 220 Hafnarfjörður - Sími: 569 7900 - Fax: 569 7991 FISKISTOFA Útibú Fiskistofu í Stykkishólmi Staða útibússtjóra við útibú Fiskistofu í Stykkishólmi er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að útibúið taki til starfa 1. apríl 2007. Helstu verkefni útibúsins verða almennt veiðieftirlit til sjós og lands. Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af stjórnunarstörfum í sjávarútvegi, hefur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt ásamt því að vinna í hóp. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni í mannlegum samskiptum sem einkennist af sanngimi, háttvísi og fagmennsku. Góð tölvukunnátta og færni í rituðu máli er áskilin. Sem fyrr segir verður starfið veitt frá 1. apríl 2007 og laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt starfsferilsskrám skulu sendar til Fiskistofu merktar "starf útibússtjóra við útibú Fiskistofu í Stykkishólmi" fyrir 29 janúar 2007. Einnig er hægt að senda umsóknir til fiskistofa@fiskistofa.is Upplýsinear um starfið veitir Eyþór Björnsson, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs f í síma 5697900 | Tekið er mið af jafnréttisstefnu Fiskistofu við ráðningar. Umsóknir sem berast að umsóknarfresti loknum l verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 5 Upplýsingar um Fiskistofu máfinna á heimasíðu: http://www.fiskistofa.is SHAú SjúKrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Merkigerði 9 • 300 Akranes Hafnarfjörður, 2. janúar 2007 Fiskistofa www.fiskistofa.is Dalshrauni 1 - 220 Hafnarfjörður Sími: 569 7900 - Fax: 569 7991

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.