Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 Fjölbrautaskóli Vesturlands brautskráir 49 nemendur Þann 21. desember sl. voru brautskráðir 49 nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Af félagsfræðabraut voru brautskráðir sextán stúdentar, af málabraut tveir stúdentar, af nátt- úrufræðibraut ellefu stúdentar, af námsbraut í húsasmíði brautskráð- ist einn nemandi, í rafvirkjun fjórt- án nemendur, einn nemandi í vél- virkjun, einn nemandi af viðskipta- braut brautskráðist og þrír nemar með viðbótarnám til stúdents- prófs. Að vanda hlutu nokkrir nem- endur verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur sinn. Daði Jónsson hlaut verðlaun fyrir bestan árangur útskriftarnema í verklegum grein- um og fyrir góðan árangur í raf- iðngreinum. Gunnar Smári Jón- björnsson hlaut verðlaun fyrir störf að forvarnarmálum og Ivar Arnason hlaut verðlaun fyrir góð- an árangur í tölvufræðum. Þá hlaut María Mist Helgadóttir verðlaun fyrir góðan árangur í ensku, frönsku og í sálffæði og uppeldis- fræði. Márus Lúðvík Heiðarsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og Sigurlaug As- mundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í ensku. Þá hlaut Steinunn Eðvaldsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku og þýsku og Þór Daníel Hammer Olafsson fyrir góðan árangur í raf- iðngreinum, verðlaun sem IJ gaf. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Stefán Jóhann Sigurðsson og hann hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í ensku og dönsku. Aður en útskriftarathöfhin hófst lék klarínettukór Skólahljómsveitar Akraness og einnig léku Kristín Edda Egilsdóttir og Guðmundur Freyr Hallgrímsson saman á klar- ínett og píanó, Karitas Osk Olafs- dóttir og Birna Björk Sigurgeirs- dóttir léku saman á flautu og píanó og Steinunn Eðvaldsdóttir söng við undirleik Bimu Bjarkar Sigurgeirs- dóttur. Hörður Helgason skólameistari kvaddi Þórólf Ævar Sigurðsson íþróttakennara sem lét af störfum við skólann í sumar eftir langan og farsælan kennsluferil. Færði hann Þórólfi listaverk að gjöf ffá skólan- um. Fyrir hönd útskriftarnema flutti Hafdís Mjöll Lárusdóttir ávarp. Við lok samkomunnar risu gestir úr sætum og sungu Bráðum koma blessuð jólin og því loknu þáðu gestir veitingar í boði skólans. HJ/ Ijósm. Myndsmiðjan, Akranesi. Nýstúdentamir frá vinstri: Amþór Pálsson Stykkishólmi, Ami Asgeirsson Stykkishólmi, Bima Karlsdóttir Grundarfirði, Gunnlaugur Ingi Gunnarsson Stykkishólmi, Gunn- laugur Smárason Stykkishólmi, Ingihjörg Eyrún Bergvinsdóttir Grundarfirði, Jón Osk- ar Ólafsson Stykkishólmi, Oddný Assa jóhannsdóttir Grundarfirði, Ragnar Smári Guð- mundsson Grundarfirði og Vignir Bjamason Staðarsveit (Snæfellsbæ). Tíu stúdentar útskrif- aðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Lesblind og útskrifaðist með hæstu einkunn séu á staðnum. 1 verkefnatímum er hægt að sækja sér frekari þekkingu í námsgreinunum, en nemendur þurfa ekki að mæta frekar en þeir sjálfir vilja. Þetta fyrirkomulag er ekki ósvipað og tíðkast í háskólum en þannig em nemend- ur virkjaðir í að bera ábyrgð á eigin námi. Með fjarnámstækn- inni er öllum verk- efnum skilað inn á tölvum, jafnvel er hægt að bregða sér til útlanda og stunda námið þaðan, svo Oddný Assa á útskriftardaginn. Ljósm.: Jóhann Óli Hilmarsson Þann 20. janúar sl. fór fram brautskráning 10 nýstúdenta frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Gmndarfirði og var þetta þriðja út- skriftarathöfnin í sögu skólans. Fimm þeirra luku prófi af náttúm- fræðibraut, fjórir af félagsfræði- braut og einn nemandi útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentsprófs. Fimm nemendanna em úr Stykkis- hólmi, fjórir úr Grondarfirði og einn úr Staðarsveit. Oddný Assa Jóhannsdóttir nem- andi á náttúrufræðabraut hlaut þrenn verðlaun við útskriftina. Hún hlaut verðlaun fyrir bestan ár- angur á stúdentsprófi en þau verð- laun vom gefin af sveitarfélögun- um sem standa að skólanum, þ.e. Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ. Fyrir góðan árangur í íslensku hlaut hún verðlaun gefin af Eddu- miðlun og verðlaun frá Fjölbrauta- skóla Snæfellinga fyrir góðan ár- angur í spænsku. Verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði gefin af KB banka hlaut Ingibjörg Eyrún Berg- vinsdóttir. Fjölbrautaskóli Snæfellinga hóf starfsemi sína haustið 2004 en tveir útskrifarnemanna þau Jón Oskar Olafsson og Ingibjörg Eyrún hafa sttmdað allt sitt framhaldsskólanám á Snæfellsnesi, Jón Oskar í frarn- haldsdeild Fjölbrautaskóla Vestur- lands í Stykkishólmi en Ingibjörg í fjarnámssetri sem starffækt var í Gnmdarfirði en þau hófu síðan bæði nám við Fjölbrautaskólann þegar hann tók til starfa og luku því námi til stúdentsprófs á þremur og hálfu ári. Við athöfnina söng Guðlaugur Ingi Gunnarsson einn nýstúdenta og lék undir á flygil skólans. Hrafti- hildur Hallvarðsdóttir, félags- greinakennari flutti kveðjuorð til nemenda fyrir hönd starfsfólks skólans en hún hefur átt nokkra samleið með hluta nemendanna þar sem hún var umsjónarkennari þeirra í grunnskóla og síðan kenn- ari þeirra við FSN. Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir flutti kveðju- orð fyrir hönd nýstúdenta. Að at- höfn lokinni var boðið upp á kaffi- veitingar í skólanum. GK Skömmu fyrir jól útskrifaði Fjölbrautaskóli Snæfellinga tíu ný- stúdenta og var það þriðja útskrift- arathöfnin í sögu skólans. Athygli vakti árangur Oddnýjar Ossu Jó- hannsdóttur, nemanda á náttúru- fræðibraut, sem hlaut þrenn verð- laun fyrir góðan árangur, fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, í íslensku og spænsku. Skessuhorn sló á þráðinn til Oddnýjar Ossu og forvitnaðist örlítið um hana og skólagönguna. Ávörpuð með nafhi fyrsta daginn „Ég er úr Reykjavík en kynntist kærasta mínum í Fjölbraut við Ar- múla og eitt sumarið ákváðum við að flytja til Grundarfjarðar, en hann er þaðan. Sumardvölin reyndist það góð að við færðum okkur um set, fluttumst alfarið til tengdaforeldra minni í Grundar- firði og hófum nám við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga," segir Oddný Assa, er blaðamaður spyr hana um upprunann og hvernig það hafi komið til að hún hóf nám á Snæfellsnesi. „Mér líkaði skólinn strax mjög vel, kennararnir voru góðir og mér fannst frábært þegar ég byrjaði fyrsta daginn, að jafnvel konan á skrifstofunni vissi nákvæmlega hver ég var og ávarpaði mig með nafni, þótt ég vissi ekkert hver hún væri. Allt var miklu persónulegra og við kynntumst vel hvert öðm, enda stundum raðaðist það þannig að sami kennarinn var með okkur í tímum yfir heilan dag.“ Byggt upp með fjarnámssniði Oddný Assa segir námið í Fjöl- brautaskólanum á Snæfellsnesi frá- bmgðnara öðrum skólum að því leyti að mikið er um verkefnatíma en einnig er notast við fjarnáms- tæknina, þrátt fyrir að nemendur fremi sem viðkom- andi hafi aðgang að tölvu. Einnig var hægt að taka próf á þennan hátt og fyrirlestrar eru oft fluttir á skjáum þótt fyrirlesarinn hafi verið staddur annarsstaðar á landinu. Vön því að leggja mikið á sig „Ég er lesblind og þarf því sér- staklega mikinn tíma fyrir námið,“ útskýrir Oddný Assa, „en þetta er náttúrlega bara mikil og þrotlaus vinna,“ bætir hún hógvær við en vissulega er námsárangurinn enn glæsilegri fyrir vikið. „Ég greindist ekki með lesblindu fyrr en ég kom í menntaskóla en fram að því fékk ég enga sérstaka aðstoð. I sann- leika sagt varð ég ekki almennilega læs fyrr en um átta ára aldur og þakka það miklum stuðningi for- eldra minna, sem vora endalaust dugleg að halda mér við efnið og gáfust aldrei upp á að kenna mér að lesa. Ég hef alla tíð þurft að leggja mikið á mig í sambandi við námið og einfaldlega beygt mig undir það. Stefnir á fj ármálaverkfiræði Hún bætir því við að eftir að les- blindan var greind hafi hún átt þess kost að fá lengri próftíma og það hafi hún nýtt sér í þeim greinum sem hún taldi sig þurfa. „Einnig fékk ég t.d. að hlusta á Sjálfstætt fólk í ís- lensku, af hljóðdiskum og slapp þ.a.l. við að lesa bókina, sem er í kringum 600 síður, en með þannig tækni er hægt að leysa ýmislegt," segir hún. Aðspurðu um framhaldið að loknu stúdentsprófi segir Oddný Assa: „Ég horfi til náms tengt stærð- ffæði, en það var ein af mínum upp- áhaldsgreinum auk íslenskunnar. I Háskólanum í Reykjavík er kennd fjármálaverkfræði sem ég býst við að byrja í næsta haust. Ég mun þurfa að flytja til Reykjavíkur og kvíði því ekkert sérstaklega enda fólkið mitt allt þaðan. Ég vil hins vegar taka fram að það hefur verið dásamlegt að búa hjá tengdaforeldmm mínum hér fyrir vestan, sem hafa reynst mér ákaflega vel í alla staði,“ segir náms- hesturinn Oddný Assa að lokum. KH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.