Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 11
SSlSSIIHOBKi MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 11 Giftusamleg björgun Ingunnar AK í Akraneshöfn Leynir heldur hér við skipið meðan verið var að ræsa vélar þess. Stuttu stðar missir Leynir afl þegar tógfór í skrúfu lóðsbátsins. Atburðarásin var hrb'ð en snör hand- tök starfsmanna hafnarinnar, HB Granda og Björgun- arfélagsmanna urðu tilþess að ekki varð tjón á skipinu. Starfsmönnum Akra- neshafnar, félögum í Björgunarfélagi Akra- ness og starfsmönnum HB Granda tókst með harðfylgi að bjarga fjölveiðiskipmu Ingurmi AK efrir að það slitnaði frá bryggju í slæmu veðri að kvöldi 21. des- ember. Aðeins hárs- breidd munaði að illa færi og skipið ræki út úr höfninni. Skipið er óskemmt og lóðsbátur- inn Leynir einnig. A áttunda tímanum um kvöldið rifnaði upp einn af þeim bryggju- pollum sem Ingunn var bundin við og við það komst los á skipið sem endaði með því að aðrar landfestar skipsins slimuðu og rak skipið út höfnina. Mikil mildi þyk- ir að skipið skyldi ekki rekast utan í Víking AK og Bjarna Olafsson AK sem lágu einnig í höfninni. Þegar Ingunni rak upp að hafnargarðin- um utar tókst starfsmanni HB Granda að krækja í eina landfesti og festa hana á bryggjupolla. Tókst með því að varna því að skipið ræki út úr höfninni. Um það leyti voru starfsmenn hafnarinnar komnir á vettvang á dráttar- og lóðsbátnum Leyni. Tókst þeim að koma skipinu að Sementsbryggjunni þar sem það var tryggilega fest. Ekki mátti tæpara standa því þá hafði Leynir fengið tóg í skrúfuna og missti við það afl. Ekki munu hafa orðið skemmdir á Ingunni að öðru leyti en því að landgangur skipsins skemmdist. Skamma stund tók að losa úr skrúfu Leynis. Ingunn AK-150 er eitt glæsileg- asta skip landsmanna. Það er 1.217 brúttórúmlestir að stærð smíðað í Chile árið 2000. Leynir er einn af nýjustu dráttar- og lóðsbátum landsmanna smíðaður í Hollandi árið 2000. Hann er tæpar 44 rúm- lestir að stærð. HJ/ljósm. MM Meðfylgjandi mynd var tekin í upphafi fundarins ogá henni eruf.v. Ólafur Amalds prófessor, Einar Sveinbjömsson aðstoðarmaður ráðherra, Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufrœðistofnunar Islands, Jónína Bjartmarz umhverflsráðherra, Finnbogi Rögn- valdsson srveitarstjómarmaður í Borgarbyggð, Þorvaldur T. Jónsson rekstrarstjóri Lbhl, Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar, Sveinbjöm Eyjólfsson sveitarstjómar- maður í Borgarbyggð, Bj'öm Bjarki Þorsteinsson sveitarstjómarmaður t Borgarbyggð og Agúst Sigurðsson rektor Lbhl. Ljósm. AÞ Góður fundur Borgfirðinga með umhverfisráðherra Jóm'na Bjartmarz umhverfisráð- herra hitti í vikunni fyrir jól for- svarsmenn Borgarbyggðar og Landbúnaðarháskóla Islands í húsakynnum háskólans á Hvann- eyri. A fundinum var ráðherra kynntar hugmyndir heimamanna tun hugsanlegan flutning Náttúru- ffæðistofnunar Islands og Náttúru- gripasafhs Islands til Hvanneyrar. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið allt að 100 milljónum króna til þess að greiða fyrir flutningi stofnananna í sveitarfélagið en þær hafa sem kunngt er átt við mikinn húsnæðisvanda að etja og einnig hafa gripir safnsins verið í hættu. Með ráðherra í för var meðal annarra Jón Gunnar Ottósson for- stjóri Náttúrufræðistofnunar. Finnbogi Rögnvaldsson sveitar- stjórnarmaður í Borgarbyggð segir þennan fund hafa staðið til um tíma en hafi komið til nú á mjög heppi- legum tíma þegar rædd er framtíð- arstaðsetning þessara stofnana. Finnbogi segir áhuga manna á þessu máli ekki nýjan af nálinni í Borgarfirði. „Hugsanlegur flutn- ingur þessara stofnana hefur verið ræddur á vettvangi sveitarstjórna á svæðinu í á þriðja ár og málið hefur verið rætt við þrjá umhverfisráð- herra,“ segir Finnbogi. Hann segir að heimamenn hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir ráð- herra og einnig það mikla upp- byggingarstarf sem fram hefur far- ið að undanförnu í háskólasamfé- laginu á Hvanneyri og þá miklu rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram. „Vegna starfseminnar á Hvanneyri og þeirrar uppbygging- ar sem þar fer fram væru þessar stofnanir vel staðsettar á Hvann- eyri og flumingur þeirra þangað myndi hafa í för með sér talsverð samlegðaráhrif," segir Finnbogi. Hann segir fundinn hafa verið mjög góðan en engar ákvarðanir hafi verið teknar á honum og engin loforð hafi þar verið gefin um framhald málsins. HJ Jólatrjám verður safnað saman sunnudaginn 7. janúar og mánudaginn 8. janúar frá ki 8:00 -16:00. 1fið biðjum fólk að setjajólatré á gangstéttar fyrir framan hús sín þessa daga. Nánarí upplýsingar í síma: 899-9755 Ifið óskum Akurnesingum gleðilegs nýs árs og þökkum samstarfið á nýliðnu árí! Akraneskaupstaður GÁMA Kjör á íþrótta- manni Akraness nni Akraness fyrir árið 2006 fer fram laugardaginn 6. janúar (á þrettándanum). Athöfnin fer fram i íþróttamiðstöðinni að Jaóarsbökkum strax að lokinni flugeldasýningu. Bæjarbúar eru boðnir velkomnir á kjörið, 1 þiggja heitt kakó og Léttar veitingar. Frá kjöri (þróttamanns Akraness 2005 íþróttabandalag Akraness www.ia.is UPPHAF EifissKsi V0RANNAR 2007 Stundatöflur fyrir vorönn 2007 verða birtar á INNU fyrir kl. 8 mánudaginn 8. janúar. Þeir sem ekki hafa aðgang að INNU fá stundatöflur sinar afhentar þann dag kl. 10 - 12. Nýir nemendur eiga að koma til fundar í skólanum mánudaginn 8. janúar kl. 10. Heimavistin opnar sunnudaginn 7. janúar kl. 18. Kennsla í dagskóla hefst kl. 12:25 mánudaginn 8. janúar. Skólabíll fer frá Borgarnesi mánudaginn 8. janúar kl. 9:15 og 11:40. i Reglulegur skólaakstur frá Borgarnesi hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 7:45. Bóksala Penninn, Kirkjubraut 54 Akranesi, verður með þær bækur til sölu sem notaðar eru í kennslu í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Bókalista og fleiri gagnlegar upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: http://www.fva.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.