Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 2007 §KgsslJsgOER1 Nýr bátur til Akraness Á laugardaginn var kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi Ebbi AK-37. Báturinn er smíðaður í Reykjavík hjá Seiglu ehf. og er af gerðinni Seigur 1500, sem er stærsta gerð plastbáta á Islandi. Báturinn er í eigu Ebba-útgerðar og ffamkvæmdastjóri og skipstjóri Ebba er Eymar Einarsson. Fjöl- menni tók á móti nýja bátnum við komuna til Akraness. Viðstöddum var boðið að skoða bátinn og einnig var gestum boðin dýrindis fiskisúpa í tilefni dagsins. Meðal þeirra sem tóku á móti nýja bátnum voru Gísli S. Einarsson bæjarstjóri og Gtmnar Sigurðsson forsetd bæj- arstjórnar Akraness. I stuttri ræðu þakkaði Gísli fyrir þann dug og þor sem eigendur bátsins sýna og þakkaði fyrir hönd bæjarbúa framtak þeirra. Afhenti hann Eymari blómvönd í þakklæt- isskyni. HJ Vegleg íjölskylduhátíð á vígslu Grábrókarveitu Frá Grábrákarhrauni í Norðurárdal með Bijröst og Bauluna í baksýn. Vígsla Gráborgarveitu, nýrrar vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði, fer fram föstudaginn 5. janúar 2007 með veglegri hátíð. Það gerist ekki á hverjum degi að heilt sveitarfélag fái aðgang að nýrri vatnsveitu sem þessari, þar sem hraunsíað hágæða vatn úr Norður- árdal mun leika um krana íbúanna. Því þótti tilefni tdl að fagna tíma- mótunum með hátíð allrar fjölskyld- unnar í stað hefðbundinnar skálar- ræðusamkomu. Vígslan fer ffam í Skallagríms- garði í Borgamesi ef veðurguðirnir samþykkja þá tdlhögun. Ef ekki þá verður athöfnin færð inn í íþrótta- húsið í Borgarnesi. Vígslan hefst kl. 17:00 með stuttum ávörpum. Að þeim orðum sögðum mun hvert at- riðið reka annað: Snorri Hjálmars- son tenór ásamt Páli á Húsafelli með steinhörpuna stíga fyrstir á stokk, þá kemur Bjami töframaður og galdrar, bamakór flytur nokkur lög, Gísli Einarsson flytur vatnshugvekju og síðast en ekki síst kemur stórsveitin Á móti sól með Magna Asgeirsson í broddi fylkingar og skemmtir í Skallagrímsgarðinum. Hátíðinni lýkur síðan með mikilli flugeldasýn- ingu á íþróttavallarsvæðinu sem björgunarsveitin Brák stýrir. A meðan dagskrá verður á sviði munu skátar úr Borgarnesi, sem em á leið á alheims- mót skáta næsta sumar, sjá um að skenkja gest- um í Skallagrímsgarði heitu kakói og kleinum í boði OR. Einnig munu „klakaskurðarmeistarar" vera að störfum meðan dagskrá varir. OR vonast til að sem flestdr sjái sér fært að mæta í Skalla- grímsgarðinn og minnir fólk á að klæða sig efidr veðri, í sam- ræmi við árstíma og verðurfar. Leysir verulegan neysluvatnsvanda Þegar Orkuveitan eignaðist vams- veiturnar í Borgamesi og á Bifföst var það áskilið við kaupin að fyrir- tækið réðist í endurbætur á vatnsöfl- tm fyrir héraðið, sem þegar vom á- form um. Víða í byggðum Borgar- fjarðar var þá úrbóta þörf hvað varð- ar magn neysluvatns og gæði þess. Vænlegast þótti að leita fanga í Grá- brókarhrauni og við tilraunaboranir þar á árinu 2004 fundust prýðileg vamsból í grennd við Biff öst. Nú er lokið lögn nýrrar vamsæðar allt ffá Bifföst í Borgarnes og er hún ríflega 30 kílómetra löng. Á leiðinni em nokkrar stórar sumarhúsabyggðir auk bújarða og gefst þeim kosmr á að tengjast nýju lögninni. Talsverð- ur skormr hefur verið á góðu neysluvami í nokkrum þessara byggða og munu byggðirnar í Mun- aðarnesi og Stóm Skógtun t.a.m. njóta vatns úr Grábrókarveitunni. Lagning vamsleiðslunnar hefur staðið ffá árinu 2004 en leitast var við að fella ffamkvæmdir við lögn hennar saman við vegagerð. Lögnin liggur meðfram þjóðvegi 1 um Borgarfjörð en síðustu misseri hafa endurbætur staðið yfir á hringvegin- um á hluta milli Borgamess og Bif- rastar. VST í Borgarnesi hannaði nýju veituna en verktakafyrirtæki heimamanna, Borgarverk og Sólfell, sáu að mestu um verklegar fram- kvæmdir. MM Undirskrilt samgönguraðherra fól ekki í sér skuldbindingu Frá undirskriftinni sem vitnað er til íjréttinni. Frá vinstri: Guðmundur Páll Jónsson, þáverandi bæjarstjóri á Akranesi, Sturla BöSvarsson samgönguráðherra og Guðbrandur Bogason formaður Ökukennarafélags Islands. í bréfi sem Ragnhildur Hjalta- dóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytdnu sendi bæjaryfirvöldum á Akranesi kemur ff am að undirritun Smrlu Böðvarssonar samgönguráð- herra á viljayfirlýsingu um samstarf um rekstur sérhannaðs ökukennslu- svæðis á Akranesi hafi hvorki falið í sér þátttöku í rekstri svæðisins né út- hlutun á sérleyfi eða einkaleyfi tdl starfseminnar. Jafnframt leggur ráðuneytið áherslu á að sem fyrst liggi fyrir hverjir era tilbúnir til þess að taka að sér rekstur slíkra svæða á grundvelli reglugerðar sem ráðu- neytið mun staðfesta á næstunni. Eins og fram hefur komið í Skessuhomi var viljayfirlýsing um formlegt samstarf tdl að undirbúa stofhun fyrirtækis um rekstur öku- kennsluvæðis rmdirritað af Akranes- kaupstað og Okukennarafélagi Is- lands þann 24. apríl sl. og staðfesti Smrla Böðvarsson samgönguráð- herra það með undirritun sinni eins og segir í fféttatilkynningu ffá ráðu- neytinu þann dag. „Verkefninu verður hrint í ffamkvæmd á næsm mánuðum í samstarfi við samgöngu- yfirvöld og aðra sem sinna umferð- aröryggismálum," segir orðrétt í fréttatilkynningunni. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að undirbtiningi málsins á Akranesi meðal annars með skipu- lagsvinnu. Fleiri höfðu þó áhuga á málinu og í frétt Skessuhoms síðla septembermánaðar kom fram að samgönguráðuneytið hafi ákveðið að efna tdl forvals vegna hugsanlegs reksmr slíks svæðis. Með því væra valdir þeir aðilar sem keppa myndu um rekstur með einkaleyfi eða sér- leyfi í huga í þrjú til fimm ár. í byrjun desember komu tveir starfsmenn ráðuneytisins til við- ræðna við bæjarráð um málið. Bæj- arráði fannst skýringar þeirra ekki fullnægjandi og óskaði ráðið efrir skýrum svöram samgönguráðherra um hvort staðið yrði við viljayfirlýs- inguna eins Gunnar Sigurðsson for- seti bæjarstjórnar komst að orði. I áðurnefndu bréfi Ragnhildar segir að þegar hafist var handa við smíði reglugerðar hafi ekki legið fyr- ir hvort einhverjir væra tilbúnir til þess að hefja reksmr slíks svæðis á Is- landi og þess vegna hafi samstarf Akraneskaupstaðar og Okukennara- félags Islands verið „mikilvægt inn- legg“. Jafnframt hafi ráðuneytið skoðað hvort sérleyfi til rekstrarins yrði veitt „þ.e. ef enginn eða aðeins einn aðili treysti sér til að fara í reksmr af þessum toga,“ segir í bréfi Ragnhildar. Þegar í ljós hafi komið að nokkrir aðilar væra tilbúnir í rekstur sem þennan hafi allar hug- myndir um sérleyfi vikið. Bæjarráð Akraness vísaði bréfi Ragnhildar til umfjöllunar starfs- hóps um ökugerði. HJ PISTILL GISLA Sem betur fer fer allt í hring og hringnum er yfirleitt lokað um áramót. Þá er flugeldum skotið upp og árið er gert upp. Menn líta um öxl og rifja upp það sem hæst bar og lægst á árinu og berja sér á brjóst og ætla að gera enn betur á næsta ári en því sem var að líða, jafhvel þótt þeir telji að ekki sé hægt að gera betur. I árslok er það líka venja að hampa því sem upp úr stóð á árinu. I öllum fjölmiðlum er að finna langa lista yfir aff ekaskrá ársins og snillingum ársins raðað eftir verðleikum. Það er m.a. venjan að velja mann ársins, konu ársins og jafhvel hest ársins. Síðan eru það pör ársins, kjólar ársins og hárgreiðsla ársins í þeim fjölmiðlum sem láta sig slík málefni varða. Þar er jafnvel líka að finna skilnað ársins, skandal ársins og ýmislegt fleira í þeim dúr. Eg hef að sjálfsögðu gert minn lista í árslok sem byggir á mun vísindalegri grunni en aðrir slíkir sem enn hafa verið birtir. Maður ársins að mínu mati er að sjálfsögðu Arni Johnsen sem fékk fyrirgefningu syndanna í prófkjöri og var á ný bannfærður tveimur mínútum síðar fyrir þau tæknilegu mistök að tala um tæknileg mistök. Dómari ársins var Magnús Þór Hafsteinsson, fordómari öllu heldur, því honum tókst, hvort sem það var með eða án vilja, að æsa upp mestu fordómaumræðu síðari tíma hér á landi. Allt gott og blessað um það að segja í sjálfu sér því hvað sem mönnum finnst um málið þá er það umræðu vert. Fórnarlamb ársins er að sjálfsögðu Nylon flokkurinn vegna þess að Bretar höfnuðu gerviefhahljómsveitinni vegna hvalveiða íslendinga. Ymsum þótti að vísu undarlegt að Bretar skyldu blanda saman Nylonflokknum og hvalveiðum en tengingin er augljós. Eg hef nefnilega reynt að hlusta á þessa tónlist og það er virkilega kvalafullt svo ekki sé meira sagt. Astand ársins var síðan brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli en það skapaði alvarlegt ástand fyrir ástandskonur sem ekki eiga lengur í nein hús að venda. Þar er hinsvegar kominn grundvöllur fyrir næsta útrásarævintýri Islendinga því víða um heim má finna þurfandi hermenn. Hinsvegar má furða sig á því af hverju í ósköpunum Eggert Magnússon keypti ekki varnarliðið til að sameina það Vest Ham. Eftir sex núll ósigur á nýársdag er það deginum ljósara að það vantar sárlega varnarlið þar á bæ. Að lokum tilnefhi ég þig sem lesanda ársins fyrir óþrjótandi þrautseigju og langlundargeð að lesa þetta endemis bull, viku eftir viku. Gísli Einarsson, ekkert ársins því miður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.