Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 03.01.2007, Blaðsíða 9
SB!SSUlg©BS MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2007 9 Friðsæl áramót á Vesturlandi Segja má að bæði jól og áramót hafi farið vel fram um allt Vestur- land. Ekki spillti að á gamlárskvöld var blíð- skapar veður. Kirkju- sókn var víða mjög góð um hátíðirnar og allir unu glaðir við sitt, að sögn þeirra íbúa sem Skessuhorn hefur rætt við. Víða var staðið fyr- ir brennum og nefna má að heljarinnar bál- köstur sem kveikt var í á gamlárskvöld logaði út nýársdag í landi Kross í Hvalfjarðar- sveit, svo mikill var eldsmaturinn og hæg- brennanlegur. A gamlársdag fór fram áramótabrenna á Breiðinni í Olafsvík og var þar brenndur risa- bálköstur. Voru íbúar Snæfellsbæjar þar sam- an komnir og var þar að venju mjög fjölmennt. Brennustjóri var Alex- ander Kristinsson og er þetta fyrsta skiptið sem hann gegnir þessari ábyrgðarmiklu stöðu. Björgunarsveitirnar í Snæ- fellsbæ héldu flugeldasýningu sem þótti afar glæsileg. Eftir miðnættið var haldinn áramótadansleikur í fé- lagsheimilinu Klifi í boði Snæfells- bæjar. Eitthvað áttu menn þó óupp- gerðar sakir eftír árið og gerðu til- raunir til að jafna þær og höfðu lag- anna verðir og dyraverðir í nægu að snúast við að skakka leikinn. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum í rysk- ingunum. MM Litskrúðug áramót í Ólafsvtk. Ljósm. AF. Brenna á Tíiamelnum við Reykholt í Borgarfirii. Ljósm. BHS Miklar annir voru hjá lýörgunarsveitum og söluaóilum flugelda um allt land. Teljafull- trúar Landsbjargar að um 20% aukning hafi orðið íflugeldasölu milli ára. Myndin er frá síðasta sölutímanum hjá Björgunarfélagi Akraness á gamlársdag. Ljósm. MM Húsasmiður eða maður vanur störfum í byggingariðnaði óskast. S.O. húsbyggingar sf Upplýsingar í síma 893 3325 Stefán. INGI TRYGG VASON hdt. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í BORGARNESI HRAFNAKLETTUR 8 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, 81 ferm. íbúðin hefur öll verið nýlega tekin í gegn að innan. Stofa og tvö herbergi með nýju parketi. Eldhús og baðherbergi með nýjum granítflísum á gólfí og nýjum viðarinnréttingum, veggir á baðherbergi flísalagðir og nýtt hombaðkar. Sér geymsla og sameiginleg geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Verð: 15.200.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017, netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is BORGARBYGGÐ Þrettándabrenna og flugeldasýning á Seleyri Mætum öll, kveðjum jólin og fögnum nýju ári saman I . i» <► 9m * , V** V' '........... Laugardaginn 6. janúar kl. 18.00 standa Borgarbyggð og Björgunarsveitin Brák fyrir þrettándabrennu á Seleyri Brenna, tónlist og flugeldasýning, sem haldin er með sérstökum stuðningi frá Sparisjóði Mýrasýslu Menningarfulltrúi Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.