Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 9 Samgönguverðlann veitt í fyrsta sinn vorið 2007 Samgönguráðherra hefur ákveð- ið að veita samgönguverðlaun. Viðurkenningin verður veitt árlega þeim einstaklingi, samtökum eða stofnun sem þykir hafa lagt fram verðmætan skerf á einhverju sviði samgöngumála. Veitt verða pen- ingaverðlaun auk verðlaunagrips. Leitað verður tilneíninga og mtm starfshópur meta þær og/eða koma sjálfur með ábendingar. Starfshóp- urinn leggur tillögu sína um verð- launahafa fyrir samgönguráðherra til ákvörðunar. Verðlaunin verða fyrst veitt vorið 2007 fyrir verkefni sem unnin hafa verið eða komið fram á árinu sem er að líða. Allar hliðar samgöngumála falla undir samgönguráðuneytið en þau eru flugmál, siglingamál og vegamál, en einnig ferðamál, póstmál og fjarskipti. Með samgönguáætlun eru lagðar línur tólf ár í senn fyrir hvern þessara þátta og undir áætl- unina falla einnig öryggisáætlanir fyrir hvert svið samgangna. Samgönguverðlaun geta því tek- ið til verkefna á öllum þessum sviðum. Þau geta verið veitt fyrir verkefni sem þeg- ar hafa komið til framkvæmda svo sem á sviði hönn- unar, fram- kvæmda, mark- aðsaðgerða, for- varna eða örygg- ismála en einnig fyrir hugmyndir eða áætlanir á þessum sviðum sem talin eru geta verið til fram- dráttar sam- göngumálum landsmanna. Ollum er frjálst að koma með til- nefningar til sam- gönguverðlauna. Æskilegt er að samtök og stofnanir á hverju sviði samgangna hafi frumkvæði og brýni menn til dáða á sínu sviði. Tilnefningar þurfa að hafa borist samgönguráðuneytinu eigi síðar Vill vita forsendur en 1. mars 2007. Þeim þurfa að fylgja rökstuðningur fyrir ábend- ingu og óskað er eftir að nafn tengiliðs fylgi. Tilnefningar send- ist á tölvunetfangið postur@sam.stjr.is eða til sam- gönguráðuneytis, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. MM Itfyno Pálustre) Sýníngar í Landnámssetri ' Frumsýning 27. janúar t/PPSELT 2. sýning 2. feb. kl. 20 5. sýníng 11 feb. kl. 16 z , - örfá sæti laus - 6. sýníng 15. feb. kl. 20 /■ 3. sýning 4. feb. kl. 16 7. sýning 18 feb. kl. 16 '* 4. sýning 8. feb. kl. 20 ;i Einnig koma sérstakar sýningar fyrir stærri hópa til greina. Svona eru menn 11. sýning - Föstud. 16. feb. kl. 20 - UPPSELT 12. sýning - Laugard. 17. feb. kl. 20 - örfá sæti laus Mr. Skallagrímsson Sýníngar hefjast að nýju 2. mars sjá nánar sýníngarskrá á heímasíðu. Nánari upplýsingar og miðapantanír í síma 437-1600 gj aldskrárhækkana Formaður Verkalýðsfélags Akra- ness harmar í pistli á heimasíðu fé- lagsins þær hækkanir sem orðið hafa á gjaldskrám Akraneskaup- staðar. Eins og ffam hefúr komið í fféttum Skessuhoms og í könnun verðlagseftirlits ASI hækkuðu fast- eignagjöld á Akranesi um 12,5% um áramót og holræsagjöld hækk- uðu um 10%, svo einhver gjöld séu nefnd. I pistli sínum segir Vd- hjálmur Birgisson formaður VLFA að þessar hækkanir séu ekki til þess fallnar að ná niður þeirri verðbólgu „sem verið hefur alltof há hér á landi að undarförnu,“ eins og segir orðrétt í pistlinum. Þá vill Vilhjálmur vita á hvaða forsendum þessar hækkanir eru byggðar og vísar þar til mikils hag- vaxtar sem orðið hafi á Akranesi í kjölfar þenslu á Grundartanga- svæðinu. Telur hann skiljanlegra að sveitarfélög þar sem fólksfækkun er hækki sínar gjaldskrár. Segir hann það ekki ganga upp lengur að „al- mennt verkfólk sé eitt og sér látið viðhalda stöðugleikanum hér á landi, það verða allir að taka þátt í því, líka sveitarfélögin,“ segir orð- rétt í pistli Vilhjálms. HJ Axelsbúð á safiii Skessuhom greindi frá því á sín- um tíma að hin rótgróna verslun Axels Sveinbjörnssonar við Suður- götu á Akranesi var rifm og rekstri hennar hætt. Hluta af innbúi versl- unarinnar var þó bjargað ffá glötun og komið fyrir á Byggðasafninu að Görðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hom Axelsbúðar á safninu. Þar má m.a. sjá upprunalegu útidyrnar, Cokekælinn góða, vigt og innrétt- ingar og sýnishorn af vöruvalinu eins og Skagamenn þekktu það svo vel. Á byggðasafninu má sjá ýmis fleiri „horn“ þar sem atvinnusög- unni er gerð skil á skemmtilegan hátt og er full ástæða til að hvetja fólk til að heimsækja safnið og gefa sér góðan tíma til skoðunar, því það er sannarlega þess virði. Einnig er ástæða til að hvetja eldra fólk til heimsókna á safnið og taka þá ungu kynslóðina með í för og miðla til hennar fróðleik úr lífi og starfi landsmanna á liðnum ára- tugum. MM www.skessuhorn.is BORGARBYGGÐ Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Múlakots, Borgarbyggð í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða skipulag á sjö nýjum frístundalóðum. Fyrir eru á svæðinu tvö frístundahús og íbúðarhús sem nýtt verður sem frístundahús. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26.01.2007 til 23.02.2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 10.03.2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 16.01.2007 Sviðsstjóri framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. UTBOÐ Hvalljarðarsveit óskar eftir tilboðum í verkið, LEIKSKÓLINN SKÝJABORG, VIÐBYGGING 2007. Um er að ræða opið útboð á viðbyggingu við Leikskólann Skýjaborg, Innrimel 1, Melahverfí. Viðbyggingin er timburhús á einni hæð 127 m2 og 472,1 m3 að stærð. Verkið nær til allra þátta verksins að fúllgerðu húsi, utan sem innan ásamt breytingum innanhús í núverandi leikskóla og lóðarfrágangi. Skilafrestur verksins er 1. ágúst 2007. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 15. janúar nk. hjá VGK Hönnun, Garðabraut 2a, Alcranesi, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðsfrestur hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 31. janúar nk. Tilboðum ber að skila til VGK Hönnunar, Garðabraut 2a. 300 Akranesi, fyrir kl. 11.00 þann dag. Þar verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. F.h. Hvalfjarðarsveitar VGK^HÖNNUN Akranesi Sími 430 4050 A SK1PAVF.RZLIÍN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.