Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 7
SBlSSlíii©ER MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 2007 7 Meirihluti foreldra vill Varmalandsskóla áfram I könnun sem gerð var af nemendum Há- skólans á Bifröst kemur fram að rúmlega helm- ingur foreldra á skóla- svæði Varmalandsskóla vill að skólinn verði þar áffam. Það voru þau Arni Þ. Oskarsson, Jó- hanna Jóhannsdóttir, Katrín B. Guðjónsdótt- ir og Stefán S. Bergs- son, nemendur við fé- lagsvísinda- og hag- fræðideild skólans sem gerðu könnunina undir leiðsögn Grétars Þ. Ey- þórssonar forstöðu- manns deildarinnar. Fram kemur í könnun- inni að ef stofnaður yrði grunn- skóli á Bifröst og Varmalandsskóli myndi leggjast af, myndu tveir þriðju hiutar foreldra vilja að börnin gengu í þann skóla en þriðjungur að börnin færu að Kleppjárnsreykjum. Hlutfall þeirra sem myndu vilja að börnin sæktu skóla að Bifröst er nær það sama og hlutfall foreldra sem býr þar. Hinsvegar vekur at- hygli að nær 40% þeirra foreldra sem á Bifröst búa vilja halda skól- anum á Varmalandi. Getum er leitt að því í skýrslunni að skýringar geti verið að gott sé að börnin séu ekki á Biffastarsvæðinu meðan for- eldrarnir eru sjálfir að stunda sitt nám og annað hitt að tengsl barn- anna við sveitina myndu algjörlega rofna. Ekkert foreldri sem býr í sveit- inni í kringum Bifföst lítur þannig á að staðsetning skóla á Bifröst sé vænlegur kostur fyrir framtíðar staðsetningu grunnskóla, segir í skýrsltmni. Talið er að líklegasta HS-Verktak fær áhalda- húsavinnuna í Borgamesi Borgarbyggð bauð fyrir stutm út svokallaða áhaldahúsavinnu sem felur meðal annars í sér snjómokst- ur á vetrum og slátt á sumrum. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 15.822.770 kr. Effirtalin fýrirtæki buðu í verkið: H.S. Verktak, Borgamesi kr. 12.439.635 Islenska Gámafélagið ehf. kr. 14.395.482 Borgarverk Borgamesi kr. 22.500.000 Sigurði Páli Harðarsyni, for- stöðumanni framkvæmdasviðs var falið að ræða við lægstbjóðanda. Þegar Skessuhorn hafði samband við Halldór Sigurðsson, eiganda HS-Verktaks var hann staddur í Reykjavík. „Þeir ákváðu að taka tilboðinu og ég er að kaupa vélar því vinnan byrjar á miðvikudag," sagði Halldór. BGK Skipulagsmál í Borgarbyggð Almennur fundur um skipulagsmál í Borgarbyggð. Tími: Mánudaginn 29. janúar 2007 kl. 20.00 Staður: Hótel Borgarnes Dagskrá: • Almenn staða á skipulagsmálum • Skipulag við Borgarbraut 55-59 • Kynning á nýju íbúðarhverfi í Bjargslandi • Veitingahús við Hrafnaklett • Upphaf byggðar handan Borgarvogs Vonumst til að sem flestir íbúar sjái sér fært að mæta. Borgarbyggð skýringin sé sú að tíminn sem börnin myndu sitja í skólabílnum yrði töluvert meiri fyrir flest þeirra og einnig að hin hraða uppbygg- ing sem orðið hefur á Bifröst geti virkað fráhrindandi fyrir fólk sem býr í sveit. BGK Stigahœstu einstaklingarnir voru þau Salóme Jónsdóttir og Kristinn Gauti Gunnarsson og afhenti Helgi Daníelsson, hróðir Báru, þeim gUsilega hikara að móti loknu. Bárumótið í sundi Hið árlega Bárumót í sundi var haldið í Bjarnalaug á Akranesi 22. janúar. A því móti reyna með sér 8- 12 ára krakkar úr sundfélaginu og á efdr er slegið upp mikilli pizzu- veislu. Allir keppendur fá verð- launapening og stigahæsta stelpan og stigahæsti strákurinn fá farand- bikara sem gefnir eru til minningar um Báru Daníelsdótmr. Mótið gekk mjög vel og voru miklar bæt- ingar hjá þessum efnilegu strnd- mönnum en um 50 keppendur mætm til leiks. GHK Islenska járnblendifélagið ehf er málmframleiðslu- fyrirtæki staðsett á Grundartanga í Hvalfirði, sem erí u.þ.b. 30-40 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verksmiðjan framleiðir ýmsar tegundir kísiljárns sem er notað bæði í stál- og málm- steypuiðnaði. Árið 2007 verður byggð ný framleiðslueining sem nýtir framleiðslu eins af ofnum fyrirtækisins til þéss að framleiða sérhæfð afbrigði af kísiljárni til nota í málm- steypuiðnaði. íslenska járnblendifélagið ehf. er I eigu Elkem AS sem er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar I Noregi. Elkem er eitt af fremstu málm- og efnisfram- leiðendum I heiminum. ® Elkem íslenska járnblendifélagið hf- lcelandic Alloys Ltd. ...leitar að ofngæslumönnum og starfsmanni í gæðaeftirlit Ofnagæslumenn: Starfs- og ábyrgðarsvið: • Framleiðsluteymi ofna - vaktavinna Hæfniskröfur: • Áhugi á að vinna við sérhæfða framleiðslu • Hæfni til að skilja tækilega hluti • Vera orðinn 18 ára • Verður að geta átt samskipti á íslensku Æskilegir eiginleikar: • Jákvæðni og sveigjanleiki • Vinna vel í teymi en einnig sjálfstætt • Sterk gæðavitund • Gott vinnusiðferði • Hugsa fyrirbyggjandi • Vinnusemi • Vilji til að læra • Vera ábyrg/ur Starfsmaður í gæðaeftirlit: Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu fyrirtækisins og heyra undir stjórnanda rannsóknastofu. Meðal verkefna rannsóknarstofu er gæðaeftirlit hráefna, vöru í framleiðsluferli og lokaafurða fyrir afhendingu til viðskiptavina. Starfs- og ábyrgðarsvið: Almenn störf á rannsóknastofu, m.a. við sýnatöku, vinnslu og mælingar á sýnum, skráningu á niðurstöðum mælinga í gagnagrunna. Hæfniskröfur: • Reynsla af tölvunotkun, t.d. texta- eða gagnavinnslu, eræskileg • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Nákvæmni í vinnubrögðum • Hæfni í samskiptum Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni og spennandi vinnuumhverfi, möguleika til að þróast í starfi og góð launakjör. Konur eru hvattar til að sækja um. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið umsókn til: íslenska járnblendifélagið ehf Grundartangi Skilmannahreppur 301 Akranes Eða hafið samband við: Ofnagæslumenn: Ómar Sigurðsson, farsími: 8606 248 Omar.Sigurdsson@alloy.is Starfsmaður í gæðaeftirlit: Hlynur Sigurbjörnsson, farsími: 8606 119 Hlynur.Sigurbjornsson@alioy.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.