Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 2007 S / „A sömu draumsýn og Jónas frá Hriflu,“ segir Agúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst: Að mennta forystumenn tugþúsundum nemendurnir sem Agúst Einarsson hefur kennt í gegnum árin. Hann segir kennara- starfið vera eitt það göfugasta sem til er og oft fundið þakklæti ffá þeim einstaklingum sem hann hafi átt þátt í að hjálpa til mennta og aukins þroska í gegnum nám. Það séu nóg laun fyrir hann og hans líf, ætlast ekki til neins meira. Agúst vill gjarnan láta gott af sér leiða og ef það tekst sé tilganginum náð. Honum finnst unga fólkið almennt svo fölskvalaust og segist hvetja það til að nýta orku æsku sinnar til góðra verka. Kraftinn eigi að nýta og ungt fólk skuli klára það sem stefnt sé að, fyrir fertugt. Eftir þann aldur sé minna um breyting- ar. Drift æskunnar og ákafi sé svo sönn, tærleiki hugsjóna auðsær, ekki orðin eins mikil eiginhags- munatenging og síðar verði. Þótt ekki megi vanmeta reynslu hinna sem eldri séu, þá sé staðreyndin sú að minni breytingar og öðruvísi verði oft í lífi fólks eftir að vissum aldri sé náð. Alltaf menntað forystumenn Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað á Bifföst undanfarin ár. Þorpið hefur vaxið og dafnað í samræmi við stærð skólans. Saga skólahalds á Bifföst er ekki ný. Jónas Jónsson frá Hriflu setti skól- ann á fót fyrir hartnær níutíu árum. Líklega hefði hann getað horft stolmr á gamla skólann sinn, sem hann stofiiaði til að mennta for- ystumenn. „Það var draumsýn Jónasar að mennta hér forystu- menn til heilla fyrir land og þjóð, ég á þá sömu draumsýn og vil stuðla að því að svo verði. Ég er hlynntur því að skoða söguna, hún skuldbindur mig og aðra til að gera vel og læra af henni. Skólinn á sér sannarlega langa og farsæla sögu og ég er bjartsýnn á framtíð hans. Eg vil efla hann og styrkja. Halda vel utan um fjármálin og vinna með því góða fólki sem á staðnum starfar. A Bifföst hefur verið sköp- uð ýmis sérstaða. Meðal annars verja margir nemendur einu miss- eri erlendis og þá helst í Kína sem er land framtíðarinnar. Eins eru raunhæf misserisverkefni varin hér við skólann á hverri önn, þetta þekkist ekki í öðrum háskólum. Þetta vil ég allt efla. Húsnæði skól- A nýja vinnustaðnum, á rektorsskrifstofunni á Bifröst. Örlagarík ákvörðun Aðeins átján ára gamall er Agúst að feta sig á ókunnum slóðum, í Þýskalandi. Stefn- an var tekin á hagfræði, eink- um rekstrarhagfræði. Búið var í Hamborg og þar gerð- ist margt sem mótaði hinn tmga mann og breytti við- horfum hans til ffamtíðar. Árin er- lendis urðu mörg. Lokið var meist- araprófum og síðar doktorsgráðu í fræðunum. En margt annað hafði áhrif. Umhverfið í Evrópu var ólg- andi, umbrot og breytingar í samfé- lögum. Unga fólkið var að ryðja frá því gamla og feyskna og innleiða nýja hluti. Þetta var svo nefnd „68 kynslóð sem vildi annað og nýtt samfélag en það sem tíðkast hafði. Ekki varð hjá því komist að Agúst ég bjó og mikið líf á þessum vett- vangi. Þetta var skemmtilegur átakatími sem skilur eftir sig ógleymanleg spor og þroskaði mig mikið. Willy Brandt var kanslari Þýskalands þegar ég kom þangað og stefha hans hafði mikil áhrif á mig og starfaði ég innan þýska jafnaðarmannaflokksins meðan ég bjó ytra. Uppþot meðal náms- manna voru tíð, unga fólkið var að koma á nýjum kerfum, meðal ann- Agúst Einarsson fyrirframan búsin á Bifröst sem Jónasfrá Hriflu lagði drög að. Að Bifföst í Borgarfirði flytur margt nýtt fólk á hverju ári. Einn af nýjum íbúum staðarins í ár er Agúst Einarsson nýráðinn rektor. Þau hjón, Agúst og Kolbrún Ing- ólfsdóttir eiginkona hans, eru þessa dagana, eins og aðrir sem skipta um íverustað, að taka upp úr köss- unum og koma sér fyrir. Leita að skrúfum og myndaalbúmum, raða upp í hillur og hengja upp málverk. Agúst hefur lagt gjörva hönd á margt, verið óragur að brjóta upp eigin lífsmynstur og breyta til sem sjá má á starfsferlinum en hann hefur meðal annars starfað við fisk- iðnað, ffæðslu og stjórnmál. Hann er ævintýramaður í sér á þann hátt að honum finnst gaman að ögra sjálfum sér með nýjum verkefhum. En hver er persónan á bak við hina opinberu hlið? Sest var inn á skrifstofu rektors í síðustu viku þar sem hinum nýja Vestlendingi er gefið orðið. „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Þegar ég fæddist höfðu foreldar mínir nýverið flutt frá Vestmannaeyjum, þar sem faðir minn er borinn og barnfæddur. Sjálfur hef ég aldrei búið í Vest- mannaeyjum en eldri systkini mín eru fædd þar. Mikil tengsl voru við eyjarnar á margan hátt þegar ég var að alast upp og þangað flutti bróðir minn síðar og rak þar fyrirtæki. Við erum ellefu systkinin, átta á lífi. Foreldar mínir voru Einar Sigurðs- son útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum, athafnamaður og ffumkvöð- ull í íslenskum sjávarúvegi og Svava Agústsdóttir frá Reykjavík. Við systkinin, þessi stóri hópur erum alin upp í Vesturbænum í Reykja- vík.“ Hefðbundin skólaganga með ívafi „Skólagangan var nokkuð hefð- bundin miðað við mína kynslóð en ég er fimmtíu og fimm ára,“ segir Agúst aðspurður um námsferilinn, „ég fór í Isaksskóla sem var með forskóla og byrjaði því fimm ára í formlegu námi. Síðan gekk ég í Miðbæjar- skólann og tók Landspróf við Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar. Efdr það lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Þar las ég fimmta bekk utan skóla og lauk stúdensprófi, reyndar einnig utan skóla, 18 ára gamall. Þá hleypti ég heimdraganum og fór til Þýskalands í háskólanám.“ kynnist í Þýskalandi þeim vindum sem blésu í samfélaginu, þeim straumum og stefnum er voru að líta dagsins ljós hjá sextíu og átta kynslóðinni, sem hann tilheyrði sjálfur. En fleiri örlagaríkir atburðir áttu sér stað á námsárum hans ytra. Þar kynnist hann einnig konu sinni, Kolbrúnu Ingólfsdóttur lífeinda- og sagnfræðingi, sem á þessum árum vann hjá Loftleiðum, þau hófu sinn búskap og í Þýskalandi fæddust synir þeirra þrír. Beint í sj ávarútvegsmálin „Ég fór beint í að reka fjölskyldu- fyrirtækin þegar við fluttum heim árið 1977,“ svarar Agúst spurningu um heimkomtma og aðkomu sína að sjávarútvegsmálum. „Faðir minn hafði dáið þetta sama vor svo ég tók við rekstri fyrirtækjanna hér í Reykjavík og víðar þar sem bróðir minn sá aftur á móti um fyritækið í Vestmannaeyjum. Við störfuðum saman í mörg ár. Isfélag Vestmann- eyja er enn rekið af fjölskyldu bróð- ur míns en fiskvinnslu- og útgerð- arfyritækin í Reykjavík gengu síðar inn í það fyrirtæki sem hét Grandi og í dag HB Grandi. Afskiptum af sjávarútvegsmálum er löngu lokið hjá mér. En ég starfaði um árabil í þessu umhverfi. Tók þátt í störfum nefnda og ráða sem tengdust þess- um vettvangi, sat á fiskiþmgi meðal annars. Ég hafði einnig töluverð af- skipti af stjórnmálum, hafði það svona sem tómstundagaman með- ffam vinnunni.“ Genatísk jafhaðarstefiia „Þótt faðir minn hafi verið í Sjálfstæðisflokknum og setið á þingi fyrir hann og pólitíkin við- loðandi heimilið þá er ég jafhaðar- maður,“ segir Agúst þegar talið berst að frekari afskiptum hans af stjórnmálum. „A námsárum mín- um í Þýskalandi var mikill upp- reisnarhugur í ungu fólki. Götu- bardagar voru í Hamborg þar sem ars í menntamálum, vildi breyta því sem verið hafði. Margir telja að þessi bylgja hafi átt upptök í París, sem er ekki rétt. Upphafið má rekja til Berkeley í San Francisco í Bandaríkjunum en braust síðan út af miklum krafti í París. Sú kynslóð sem stóð fyrir þessum breytingum og komst síðar víða til valda, er á útleið núna. Orðið fullorðið fólk sem er að draga sig í hlé. En áhrifin sjást enn þar sem segja má að þessi bylting hafi verið upphafið að nú- tímanum, upphafið að lokum Kalda stríðsins. Þegar ég kom heim starf- aði ég innan Alþýðuflokksins og síðar Samfylkingarinnar. Jafnaðar- stefiian er kannski genatísk þar sem sonur okkar Agúst Olafur Agústs- son situr á þingi og er varaformað- ur Samfylkingarinnar. Ég var sjálfur þingmaður, fyrst 1978-79 og aftur 1995-99. Nú er þessi tími allur að baki og laust eftir árið 2000 hætti ég afskiptum af sjórnmálum. I dag fylgist ég bara með eins og hver annar.“ Sátt við alla staði Þau hjónin Kolbrún og Agúst hafa verið víða. Bæði hafa þau ferð- ast sér til gamans og eins hafa þau dvalið í lengri tíma þar sem sótt hefur verið í ffekara nám eða tíma- bundna vinnu. Segja má að þau séu heimsborgarar hvað þetta varðar. Hvergi hefur farið illa um þau og allsstaðar hafa þau vmað sér. Agúst segist vera eins konar ævintýramað- ur í persónulega lífinu. Hafi gaman af því að brjóta upp eigin siði, byrja á nýju starfi á nýjum stað, taka per- sónulegar beygjur sem hann hefur aldrei séð eftir. Hefur haff þá stefnu að gera það sem honum þykir skemmtilegt og ögrandi að eiga við. Finnst gaman að vera í háskólaum- hverfi þar sem hann er búinn að gera margt og þarf ekkert að sanna sig fyrir sjálfum sér né öðrum. Og nú eru þau hjón komin að Bifröst í Borgarfirði. Hjálpa til að gera góðan skóla betri „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á háskólamálefnum og ekki síst þessum háskóla hér. Hef stutt þá hugmynd sem þessi skóli stendur fyrir. I langan tíma hef ég litið til hans og fylgst með. Mér finnst þessi eining og þetta umhverfi spennandi, þetta Campus-um- hverfi, háskólaþorp þar sem nem- endur, starfsfólk og kennarar lifa og starfa meira og minna saman,“ segir Agúst um á- stæðu þess að hann er orðinn rektor á Bif- röst. Hann stoppar aðeins við en heldur síðan áfram. „Slíkur staður sem þessi þarf að vera til á Islandi, þar sem fólk getur prófað að lifa svona háskólalífi. Því var það, þegar þetta tæki- færi gafst að mér var eiginlega boðið að taka við þessu hlut- verki, að ég ákvað að slá til. Ég þurfti nátt- úrulega að hugsa mig um, var staddur á allt öðrum stað í lífinu. En ákvað að líta á þetta sem tímabundið verkefni til að fá að hjálpa til við að gera góðan skóla betri. Það er allt í lagi að eyða nokkrum árum í það, ef ég get komið að gagni. Ég finn að ég er boðinn velkominn hingað, það færir mér djörfung til að takast á við það sem er framundan." Drift æskunnar og tærleiki hugsjóna Að miðla öðrum er list sem ekki er öllum gefin. Þeir skipta orðið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.