Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 2007 3KESS1ÍH0EM 7% Endurbygging kútters Sigurfara er stórvirki Það var ánægjulegt í dag að vera viðstaddur þegar undir- ritaður var samningur milli mennta- málaráðu- n e y t i s i n s , sveitarfélaganna, Akraneskaup- staðar og Hvalfjarðarsveitar og svo Byggðasafhsins á Görðum á Akra- nesi um endurgerð og varðveislu kútters Sigurfara. Það voru Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Gunnar Sig- urðsson forseti bæjarstjórnar Akraness, Einar Orn Thorlacius sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Björn Elíson formaður stjórnar byggðasafnsins sem undirrituðu samninginn í hálfgerðri nepju við hlið Sigurfara, að viðstöddum hópi góðra gesta. Sigurfari á sér merka sögu og má telja að með ákvörðun um varð- veislu og endurbyggingu hans sé stuðlað að varðveislu merkra menningarminja, sem ástæða er til að vekja athygli á. Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa lengi barist fyrir því að varðveisla skipsins yrði að veru- leika. Það var svo tryggt með ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú í haust að leggja fjármuni til verks- ins, sem Alþingi staðfesti síðan í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár. Það er í rauninni athyglisvert að verða vitni að þeirri bylgju áhuga í þá átt að varðveita mannvirki sem hafa sögulegt, eða menningarlegt gildi. Þessa sér mjög stað í fjárlög- um Alþingis ár hvert. Þar getur að líta umtalsverðar fjárveitingar til endurgerðar og varðveislu merkra gamalla húsa; sum hafa skírskotun á landsvísu en önnur kannski frek- ar í héraði. Hvoru tveggja skiptir þó máli. Arangurinn lætur ekki á sér standa. Mörg hús sem eru orð- in prýði síns samfélags vekja já- kvæða athygli heimamanna og gesta og bera vitni um virðingu fyrir menningarlegri arfleifð. Gaman er líka að geta þess sem þó fer kannski aðeins minna fyrir í umræðunni, en það er sá áhugi sem víða er fyrir varðveislu gam- alla bíla. Þeir eru líka hluti af menningarsögu okkar; það er sögu 20. aldarinnar. Þar er á ferðinni einlægur áhugi margra einstak- linga sem gaman er að geta um. En siglinga og sjávarútvegsþjóð- in þarf líka - og alveg sérstaklega - að hyggja að skipakostinum. Mörg ómetanleg skip og bátar hafa farið forgörðum í fortíðinni, því miður, en ýmislegt hefur verið vel gert. Það er af nógu að taka í framtíð- inni. Svo vindur sögunni ffam og Spölur og tvöfóldun Hvalfjarðarganga Þær umræður sem átt hafa sér stað um nauðsyn þess að Hval- fjarðargöngin verði tvöfölduð, gefa tilefhi til nokkurra athuga- semda við þær upplýsingar sem birst hafa í dagblöðum. Formaður Spalar, Gísli Gíslason hefur talið því spretta fram ný verkefni, sem við þurfum að takast á við í fram- tíðinni. Víða hafa einstaklingar og samtök þeirra, sem og sveitarfé- lög, gengið í varðveislu skipa og báta sem mikill sómi er að. Þar með er líka stuðlað að því að þekking fortíðarinnar verði til hjá komandi kynslóðum og það skipt- ir líka máli. Endurgerð Kútters Sigurfara sem nú er komin á undirbúnings- stig verður örugglega eitt af stór- virkjunum á þessu sviði. Þetta er gríðarlega mikið verk. Það kallaði því á þjóðarátak og er sannarlega ánægjulegt til þess að vita að því verður nú hrundið í framkvæmd. Framtak heimamanna, undir tryggri forystu í sveitarstjórnar- málum, skipti þarna lykilmáli, eins og svo oft þegar mál af svip- uðum toga er til lykta leitt. Þeim ber því að þakka. Einar K Guðfmnsson, sjávarútvegsráðherra. nauðsyn að farið verði að undirbúa tvöföldun Hvalfjarðarganga sem fyrst, þar sem ljóst sé að þau geti ekki annað þeirri umferð sem verða mun um göngin eftir nokkur ár, með sömu aukningu á umferð um þau og verið hefur á síðustu árum. Það er sjálfsagt hjá Gísla, að benda vegamálaráðherra og Vega- gerðinni á að göngin geti orðið flöskuháls í umferð um Vestur- landsveg nr. 1. í Morgunblaðinu þ. 18. janúar undir fyrirsögninni“Spölur safnar upp í ný göng með því að lækka ekki veggjaldið“ var grein sem mér og sjálfsagt mörgum fleirum finnst að stjórnarformaður Spalar gangi of langt í yfirlýsingum. I útdrætti (í hnotskurn) úr þessari grein segir m.a: „Spölur ætlar ekki að lækka veggjaldið, eins og svigrúm er til, heldur safna í sjóð til að flýta fyrir framkvæmdum." Einnig stendur: „Gísli segir auðvelt að réttlæta þessa ákvörðtm með hliðsjón af auknu öryggi og ávinningi.“ Hvalfjarðargöngin, einhver hag- kvæmasta vegaframkvæmd á land- inu, hefur að langmestu leyti verið borin uppi af Vestlendingum. Það er óumdeilt að þessi vegafram- kvæmd hefur sparað ríkissjóði hundruði milljóna, ef ekki millj- arða króna, eins og ég hef áður fært rök fyrir í greinum mínum. Ef nú á að höggva í sama kner- um og þá of langt gengið. Stjórn Spalar hefur aðeins heim- ild til að leggja gjald á notendur ganganna til rekstur þeirra og fyrir um- s ö m d u m greiðslum af lánum sem tekin voru til byggingar þeirra. Hún hefur enga heimild til að taka af mér eða öðr- um, sem um göngin fara, peninga til byggingar annarra ganga. A vefsíðu Spalar seigir m.a: „Gert var ráð fyrir að lán yrðu öll greidd upp af vegfarendum sjálfum á tveimur áratugum, frá því göng- in voru tekin í notkun. Að þeim tíma liðnum yrðu göngin afhent íslenska ríkinu til eignar án endur- gjalds og þá hefði ríkissjóður að auki fengið um tvo milljarða króna í skatttekjur af fyrirtækinu á verð- lagi ársins 1996.“ Þetta er allt, sem segja þarf . Fyrirtækið Spölur, hefur engan rétt á að krefja neytendur um fjár- muni til frekari uppbyggingar á vegakerfi á Islandi. Hafsteinn Sigurbjömsson. l/ltfuiht’rfiið Og tautaði þá: - „O Ingi how much I missyou“ Sumir telja ástina eina af höfuðskepn- unum og vissulega hefur hún orðið flestum mannanna börnum örlagarík enda viðbúið að án hennar væri mann- kynið útdautt fyrir löngu. Margt hefur verið bæði ort og skrifað um þetta fyrirbæri og einhver ágætur maður sagði fyrir margt löngu: „Astin er langur sætur draumur. - Hjóna- bandið er vekjaraklukkan!" Halla Lofts- dóttir orti um ástina: Hafi ástin hjartað gist og hún verið blekkt án saka, þá er oftast eitthvað misst sem aidrei fœst til baka Thomas Carlyle orðaði sína skoðun á ástinni eitthvað á þessa leið: „Astin er ekki hreint brjálæði - en skyldleikinn er vissulega ótvíræður!“ Ragnar Agústsson orti um ástir einhverra persóna í ná- grenni sínu: Svo er ástin meyju og manns, menn ei þekktu slíka, ef þú ferð til andskotans ætla ég þangað líka. Bandarískur blaðamaður sagði ein- hverntíman að engin kona yrði ástfangin af karlmanni nema hún hefði meira álit á honum en hann ætti skilið. Zsa Zsa Gabor sagði hinsvegar: „Eg elska karl- menn sem vita hvað ég vil.“ Hvaða karl- maður sem hefur nú skilið þá góðu konu. Eftir Valborgu Bentsdóttur er hinsvegar þessi undurfagra lýsing á ástmanni henn- ar og er von að konunni hafi hlýnað um hjartarætur: Þunnt bar hárið þokurautt, þyrilgárað saman. Skallagljár með skeggið blautt skjólugrár í framan. Brúnasvertu baugahreinn bar í sperrtu enni, hnakkakertur, herðabeinn. Hann var stertimenni. Eftir Guðmund Guðmundsson skóla- skáld er þessi ágæta vísa og getur jafn- framt minnt okkur á þau ágæm sannindi að koss er góð sönnun þess að tvö höfuð eru betri en eitt: Mig hefur lukkan leikið grátt lengi í kvennamálum, því ég hef fleiri ítök átt í augum þeirra en sálum. Jóni Arnasyni „hlemm“ hefur verið eignuð eftirfarandi vísa og hef ég svosem enga ástæðu til að rengja það: Sárt er að hylja sorg og þrá, sárt er að dylja trega, sárt er skilja seims við gná. sárt er að vilja en ekki fá. Jónas Guðlaugsson hefur verið kallað- ur eins kvæðis skáld og skal ég ekki leggja dóm á það en varla hefði hann þurft að yrkja meira en þetta eina erindi til að vinna sér nokkurn sess á skáldabekk: Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór, en fann þig þó hvert sem ég sneri, sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri. Dr. Sturla Friðriksson, grasafræðingur var ásamt aðstoðarmanni sínum við gróðurrannsóknir norður í Mývatnssveit að sumri til í miklum hitum þegar þeir hittu tvær konur sem voru þar á göngu- ferð og höfðu létt af sér klæðum eftir því sem velsæmisástæður leyfðu. Samræðum þeirra lýsti Dr. Sturla með þessum hætti: Ég spurði tvœr fáklæddar frúr um þeirra fatnað í léttari dúr. Þær svöruðu greitt að þeim samt væri of heitt, svo ég spurði þær spjörunum úr. Margt hefur verið rætt um þetta bless- aða kvótakerfi og jafhan sýnst sitt hverj- um í þeim málum sem víðar. Einhvern- tíma gaukaði Helgi Seljan eftirfarandi kviðlingi að Lárusi Þórðarsyni: Á kvöldin mig langar í kœrleik og yl, ég kem mér sko uppí og hlakka til. Af vongleði skín á mér skallinn. Með faglegri varúð ég fikra mig nær, en frúin mín blessuð skellihlær. „ Þú ert búinn með kvótann þinn kallinn." Lárusi þótti vísan góð en sá hinsvegar aðra hlið á málinu: Ef konuna langar í kærleik og yl, hún kemur sér uppí og hlakkar til. Þá styn ég og strýk á mér skallann. Talsverðan kvóta ég á jú enn. Það er bara staðreynd með suma menn að þeir ná ekki að nota hann allann. Margt gott orti Rósberg G. Snædal og þar á meðal þessa siglingavísu: Bátur þekkir bólstað sinn, blys þótt ekki logi. Litli hrekkjalómurinn lenti í Snekkjuvogi. Karlmanns þrá er, vitum vér vefja svanna í fangi. Kvenmannsþráin einkum er að hann til þess langi. Svo kvað Hannes Hafstein ef ég man rétt en eins og allir vita er það takmark tískunnar að sýna hæfilega mikið af vör- unni og í svo aðlaðandi umbúðum sem kostur er. Þegar bikini baðfötin fóru að ryðja sér til rúms orti Bjarni frá Gröf: Upp um lœrin allir sjá og allt í kring um naflann, en mjög er hulin meyjum hjá margföldunartaflan. Það er margsannað að „Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu“ eins og Tómas kvað og greinilega hefur Ingi Steinar Gunnlaug- son verið með þau sannindi í huga þegar hann orti um hana Möggu: Hún Magga í Mogadisjú Fór með mánaðarbirgðir af tissjú, strauk tárvota brá og tautaði þá: „ Ó Ingi how much I miss you." Það er sagt að engin kona geri karl- mann að flóni. Þær gefa okkur aðeins tækifæri til að þroska með okkur þennan meðfædda eiginleika. Og auðvitað nýtum við okkur tækifærið - óspart. Þormóður Pálsson orti: Ég er vanans valdi háður vaki oft á næturnar, síðan ég á árum áður iðka gerði kvennafar. Samt var það nú svo að þegar Adam heitinn sálugi forfaðir okkar varð ein- mana, skóp guð ekki tíu vini handa hon- um heldur eina konu. Lokavísan eða ljóðið öllu heldur er eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og gæti sem best verið ort fyrir munn annars hvors þeirra öldnu heiðurshjóna, nú eða svo ótalmargra annarra eða kannske frá eigin brjósti: Á hverjum morgni vakna ég við hlið þér og hugsa: Þarna er hún lifandi komin hamingjan. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1489 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.