Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.01.2007, Blaðsíða 15
 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 15 Slysavamarkormr undirbúa veislurétti. Kúttmaga- og fislákvöld í Röst Lionklúbbur Nesþinga á Hell- issandi, Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir á Hellissandi og Leik- félag Olafsvíkur buðu eldri borgur- um í Snæfellsbæ til kúttmaga- og fiskiveislu í Röst sl. laugardag. A borðum var eingöngu sjávarfang að undanskildum nokkrum kartöflum sem verður víst að rækta í landi. Þetta er árlegur viðburður. Allur undirbúningu, matreiðsla, skemmtidagskrá og þjónusta er unnin í sjálfboðavinnu. Fullt hús var á samkomunni og skemmtu gestir sér konungslega og nutu góðra veitinga. SA GuðríSur Þorkelsdóttir og Cýrus Danelíusson meó afkomendum. F.v. Guðríður, Guórún (dóttir), Sirrý (dótturdóttir), Alda Dís (dótturdótturdóttir), Cýrus, Þorkell (sonur). Borðhaldi aí Ijúka og allir mettir og sœlir. Fylgst meö skemmtiatrióum. Fremstir sitja Asbj'óm Óttarsson og Páll Stefánsson, en þeir félagar stjámuðu samkomunni. Hestatengd námskeið vinsæl hiá Lbhl Um liðna helgi stóð endurmennt- unardeild Landbúnaðarháskóla Is- lands fyrir tveimur námskeiðum í hestamiðstöðinni að Mið-Fossum. Námskeið var með jámingameistar- anum Sigurði Oddi Ragnarssyni um jámingar og hófhirðu og hinsvegar var námskeið um leiðréttingu reið- hests með tamningameistaranum Reyni Aðalsteinssyni. Síðara nám- skeiðið spannar þrjár helgar. Alls tóku 23 manns þátt í nám- skeiðunum og höfðu gaman af. „Hestatengdu námskeiðin era mjög vinsæl og er fullbókað á nær öll námskeiðin á vorönn. Framundan er að halda námskeiðin; frumtamn- ingar, vinna við hendi og uppbygg- ing keppnis- og sýningahrossa. Auk þess er boðið uppá námskeið er kall- ast „Komdu á bak“ og er almennt námskeið um frítímareiðmennsku og ferðalög," sagði Asdís Helga Bjamadóttir hjá endurmenntunar- deild Lbhl í samtali við Skessuhom. Sigurður Oddur Ragnarsson kenndi jám- ingar og hófhiróu. Ljósm. AHB Allar nánari upplýsingar um nám- skeið Lbhí má finna á heimasíðu skólans undir „Endurmenntun" í hægri stiku. MM Framkvæmdir við leikskólann Ugluklett í Borgamesi Framkvæmdir við hinn nýja leik- skóla, Ugluklett, í Borgarnesi em komnar vel á veg að sögn Jökuls Helgasonar framkvæmdastjóra verkefnasviðs Borgarbyggðar. Það em fyrirtækin Nýverk í Borgarnesi og SG-hús á Selfossi sem annast byggingarframkvæmdir. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessu- horns er um að ræða þriggja deilda leikskóla á einni hæð, en alls verður húsið 501 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að leikskólinn geti rúmað allt að 70 böm samtímis. Það er teiknistofan Pro-Ark á Selfossi sem hannaði húsið en um verkfræði- hönnun sá Verkffæðistofa Arborgar á Selfossi. Hafist var handa við að steypa sökkla í byrjun desember en gólf- plata hússins var steypt skömmu fyrir áramót. Það var Byggingafé- lagið Nýverk í Borgarnesi sem sá um sökkla og gólfþlötu, en um jarðvinnu sá Borgarverk. I síðustu viku hófst SG-hús á Selfossi handa við að reisa sjálft húsið, sem er timbureiningahús, klætt að utan með steni-klæðningu. Lauk reis- ingu þegar sl. föstudag. Reiknað er með að lokið verði við ffágang að utan í þessum mánuði. Að því loknu mun Byggingafélagið Ný- verk fullklára húsið að innan og sjá um smíði og uppsetningu innrétt- inga. Verklok að undanskilinni lóð em áætluð í maí næstkomandi, en vegna erfiðs tíðarfars í lok síðasta árs, segir Jökull Helgason að heild- arverkinu hafi seinkað um rúmlega mánuð ffá því sem gert hafði verið ráð fyrir í verksamningi. Lóðin við leikskólann er rúmlega 8 þúsund fermetrar en teiknistofan Landlín- ur ehf. í Borgarnesi sér um hönntm lóðar. Nýi leikskólinn við Ugluklett mun leysa af hólmi bæði leikskól- ann við Skallagrímsgötu og við Mávaklett. MM/ljósm. JH Byggingaliði Nýtt nám fyrir sérhæfð störf í byggingariðnaði C3 *o C3 ÖA ÖD Öfi C 3 CD Grunnnám byggingaliða Markmið námsins eru: • Aukin færni til samskipta og þjónusta viðskiptamenn. • Þekki rekstrarumhverfi fyrirtækja. • Þekki helstu lykilhugtök gæðastjórnunar. • Þekki til almennra atriða forvarna, viðbragðsáætlana og öryggismála. • Þekki lykilhugtök og hjálpartæki verkáætlana og verkefnisstjórnunar. • Þekki áhrifaþætti, hugtök og lykiltölur vegna framleiðslukostnaðar. • Þekki lykilhugtök og hjálpartæki flutningatækni og vörustjórnunar. Fyrir hverja - Til hvers? Námið er ætlað þeim sem eru fullra 20 ára og hafa unnið við framleiðslu og sölu byggingavarnings, gatna- og jarðvinnu eða við húsbyggingar í minnst 6 mánuði. Tilgangur námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi starfsmanna til náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Grunnnám byggingaliða er 45 kennslustunda langt. Námið er metið til 3ja eininga á framhaldsskólastigi Tími: 2. - 3. febrúar 2007 9. - 10. febrúar 2007 16.-17. febrúar 2007 Fös. kl. 13.00- 18.00. Fös. kl. 13.00- 18.00. Fös. kl. 13.00- 18.00. Lau. kl. 9.00- 16.00. Lau. kl. 9.00- 16.00. Lau. kl. 9.00- 16.00. Kennslustaður: Verkalýðsfélag Akraness, Sunnubraut 13, Akranesi. Fjöldi: 12 - 16 þátttakendur. Leiðbeinandi: Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Verð: 6.000 kr. Ert þú efni í byggingaliða? Ef þú er fullra 20 ára og uppfyllir önnur skilyrði um inngöngu veitir byggingaliðanámið þér tvímælalaust tækifæri til þesss að styrkja stöðu þína á vinnumarkaðnum til framtíðar. Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur! Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi sími 437 2390 - ingadora@simenntun.is - www.simenntun.is IÐAN fræðslusetur Verkalýðsfélag Akraness 5 SÍM6NNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.