Fréttablaðið - 09.09.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 09.09.2019, Síða 6
 Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi Sebastian Kunz, réttarmeinafræð­ ingur á Landspítalanum www.apotekarinn.is - lægra verð Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Strefen-sprey-Apotekarinn-5x10.indd 1 03/10/2018 14:55 BANDARÍKIN Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, aflýsti leynilegum fundi sínum með Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og æðstu leiðtogum talibana sem fram átti að fara í gær. Trump greindi frá á Twit- ter að fundurinn hefði verið fyrirhugaður í Camp David. Á fundinum voru fyrirhugaðar friðarviðræður á milli Bandaríkj- anna og talibana. Þá segist hann hafa hætt v ið fundinn í kjölfar þess að talibanar lýstu yfir ábyrgð á árás í Kabúl í Afganistan á fimmtudag þar sem bandarískur hermaður lést ásamt ellefu óbreyttum borg- urum. Fjórir bandarískir her- menn hafa látist í Afganistan á tveimur vikum. Trump segir í Twitter- færslunni að fundinum hafi verið af lýst um leið og talibanar lýstu yfir ábyrgð á árásinni og að hann stefni ek k i á friðar við- ræður við fólk sem myrðir saklausa borgara til þess að styrkja samningsstöðu sína. Friðarviðræður á milli Bandaríkj- anna og talibana hafa staðið yfir um nokkurt skeið en Bandaríkin réðust inn í Afganistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnanna árið 2001. Sam- tökin Al-Kaída gengust við árás- inni. Samtökin voru fjármögnuð að miklu leyti af talibönum sem þá voru við stjórn í Afganistan. Utanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna sagði við fjölmiðla að fundurinn hefði verið í bígerð í dágóðan tíma. Hann sagði að talib- anar hefðu ekki staðið við sinn hluta bráðabirgðasamnings sem gerður hefði verið á milli þeirra og Bandaríkjamanna með árásinni, en hluti samningsins sneri að því að draga úr of beldi. Talibanar sendu frá sér yfirlýs- ingu fáeinum tímum eftir að Trump aflýsti fundinum þar sem fram kom að ákvörðun forsetans væri vond. „Báðir aðilar hafa lagt mikið á sig í undirbúningi friðarviðræðnanna. Ákvörðun forsetans mun leiða af sér tap fyrir Bandaríkin, þetta sýnir allan viljann til friðarviðræðna. Mannfall mun aukast, “ sagði tals- maður talibana í yfirlýsingunni. - bdj Donald Trump aflýsti friðarviðræðum eftir árás LÖGGÆSLA Sebastian Kunz, réttar- meinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið fram- faraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttar- meinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða f leiri aðila. Í f lestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að  krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkun- aratriða. Í þeim tilvikum er mynd- bandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lög- reglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilrauna- skyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa f leiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglu- menn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf. sunnak@frettabladid.is Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála Sebastian Kunz er réttarmeinafræðingur. Hluti af starfi hans er að meta ákverka eftir átök. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Réttarmeinafræðingur á Landspítalanum segir búkmyndavélar geta flýtt og auðveldað við rannsóknir á saka- málum. Lögreglan festi nýlega kaup á fjörutíu slíkum vélum. Donald Trump. 1 Bólginn og marinn eftir þung högg og spörk Björgunar­ sveitarmaðurinn sem ráðist var á á Ljósanótt er á batavegi. 2 Jón Gunnars son: „Al ger lega ó rök stutt þvaður“ Þingmenn­ irnir Jón Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir tókust hart á vegna boðaðra friðlýsinga umhverfisráð­ herra. 3 Völl i Snær flog inn til Bah am a-eyj a til að hjálp a fórn ar lömb- um fell i byls ins Mat reiðslumaður­ inn Völ und ur Snær Völ und ar son er floginn út til Bahama eyjanna til að hjálpa fórnarlömbum fellibylsins Dorians. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is BREXIT Utanríkisráðherra Frakka vill að Bretar taki ábyrgð á því ástandi sem upp er komið í sam- bandi við Brexit. Svar Frakka við frestun Breta á útgöngu úr Evrópu- sambandinu sé nei, að svo stöddu. Ráðherrann segir jafnframt að nýjar lausnir Breta  í Brexit séu allar í orði en ekki á borði. „Við getum ekki gengið í gegnum þetta á þriggja mánaða fresti,“ sagði ráð- herrann við fjölmiðla í gær. Bretar hafa tvisvar þurft að fresta útgöngu úr sambandinu. Hart er deilt í Bretlandi um næstu skref í Brexit. Forsætisráðherrann, Boris Johnson, segist ætla út úr sam- bandinu þann 31. október, með eða án samnings. Hann hefur, þrátt fyrir stutta ráðherratíð, þegar misst þingmeirihluta og rekið 21 þing- mann úr Íhaldsflokki sínum fyrir að greiða atkvæði með lögum sem koma í veg fyrir samnings- lausa útgöngu Breta. Amber Rudd, ráðherra verkalýðs- mála, hætti í ríkisstjórn Johnsons um helgina. Hún sagði engar form- legar viðræður í gangi við ESB. - ósk Nei við frestun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B A -7 2 E 0 2 3 B A -7 1 A 4 2 3 B A -7 0 6 8 2 3 B A -6 F 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.