Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Háskóli unga fólksins var settur í 16. sinn í gær- morgun, en skólinn fagnar nú 15 ára afmæli. Kristín Ása Einarsdóttir, skólastjóri Háskóla unga fólksins, segir að einu sinni á ári í tæpa viku sé Háskóli Íslands opnaður fyrir ungu kynslóðinni. Kristín segir Háskóla unga fólksins vera í raun samfélagsverkefni sem gefi krökkum skráargat inn í fræðin. Krakkarnir fái að upplifa vísindin með fræðimönnum Háskóla Íslands og kynnast í leiðinni ólíkum fræðagreinum af öllum fræðasviðum háskól- ans, kynnast háskólasvæðinu og upplifa alls konar skemmtilega hluti. 370 krakkar á aldrinum 12 til 16 ára komast að í Háskóla unga fólksins. Aðsókn í skólann er mikil og öll pláss fyllast um leið og opnað er fyrir skráningu. Líflegir nemendur í Háskóla unga fólksins  Japönsk fræði, skurðlækningar og tækjaforritun Morgunblaði/Arnþór Birkisson Áhugasöm Nemendur í Háskóla unga fólksins á námskeiði í blaða- og fréttamennsku í Veröld húsi Vigdísar í gær. Óliver Bjarkason sem var að klára 7. bekk var nýkom- inn úr spænskutíma og á leiðinni í áfanga sem heitir furðuleg form og tengist formum og stærðfræði. Hann valdi fagið vegna þess að hann langar til að verða arkitekt í framtíðinni. Anya Maria Mosty var að koma úr í frönskutíma og á leið í blaða- og fréttamennsku. Anya María segir áhugavert að sjá hvernig vinna við blaða- og fréttamennsku fari fram. Á fimmtudag sem er þemadagur fara Óliver og Anya María saman í listir og lífsleikni njótum lífsins. Þau hafa hvorugt komið áður í Háskóla unga fólks- ins. Óliver segist vilja nota sumarfríið frá grunnskólanum til að læra meira af því að hann hafi gaman af því og Anya María segir að vinkona hennar sem búin var að prófa Háskóla unga fólksins hafi sagt að það væri skemmti- legt að fara í hann og svo finnst Anyu Maríu einnig gaman að prófa eitthvað nýtt. Styrmir Ólafsson sem fer í 8. bekk í haust ætlar að sitja tíma í skurð- lækningum og forritun. Hann segir móður sína hafa pantað fyrir hann í Háskóla unga fólksins og valið fög- in. Hann hefði alveg kosið að fara ekki í nám strax að loknum skóla en hann hlakki samt til að kynnast nýj- um hlutum. Bergur Fáfnir Bjarnason, sem kláraði 7. bekk í vor, valdi sér efnafræði og lyfjafræði í Há- skóla unga fólksins. ,,Mér fannst þetta spennandi og áhugaverð fög og er að skoða það sem ég vil læra í framtíðinni. Ég gæti kannski hugsað mér verða sálfræð- ingur síðar,“ segir Bergur Fáfnir sem kemur í Háskóla unga fólksins annað árið í röð. Bergur segir gott að koma beint í Háskólann eftir grunnskólann því þá hafi hann eitthvað að gera. Hildur Eva Einarsdóttir og Glódís María Gunn- arsdóttir, voru búnar í kennslustund í íþrótta- og heilsufræði. Þær voru á leið í skurðlækn- ingar eftir frímínútur og síðar í efnafræði og vindmyllur og vasaljós. ,,Við völdum þessi fög af því að okkur fannst þau spennandi og langaði að vita meira. Við stefnum ekki á að verða læknar eða hjúkr- unarfræðingar,“ segja Glódís María og Hildur Eva en Hildur hefur sótt Háskóla unga fólksins áður. Vinkonurnar eru ekki búnar að fá nóg af skóla. Þær eru spenntar fyrir framhaldinu og segja gaman að læra eitthvað nýtt og leika sér. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reitir og Mosfellsbær undirrituðu fyrir helgina viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu atvinnu- svæðis í landi Blikastaða í Mos- fellsbæ. Um er að ræða 15 hekt- ara svæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfs- staðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Reitir fasteignafélag er stærsta félagið í útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Samkvæmt aðalskipulagi Mos- fellsbæjar er landnotkun svæð- isins skilgreind sem blönduð land- notkun fyrir léttan iðnað, verslanir og þjónustustarfsemi. Svæðið ligg- ur að fyrirhugaðri íbúðabyggð í Blikastaðalandi og gert er ráð fyr- ir að borgarlínan liggi í gegnum svæðið í framtíðinni. Þegar svæðið verður að fullu uppbyggt má gera ráð fyrir því að húsnæði fyrir atvinnustarfsemi hafi tvöfaldast í Mosfellsbæ en að- alskipulag bæjarins gerir ráð fyrir að þarna geti risið allt að 100 þús- und fermetrar af húsnæði fyrir þjónustu og verslun. „Þetta svæði er afskaplega vel í sveit sett og vel staðsett og verður án efa mikil lyftstöng fyrir atvinnulíf í Mos- fellsbæ sem og höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í frétt á heimasíðu Reita. „Atvinnukjarninn mun njóta góðs af nálægð við gróin íbúða- hverfi en ekki síður vegna góðra tenginga við gatnakerfið og öflug- ar almenningssamgöngur seinna meir. Atvinnukjarni á Blikastöðum opnar nýjan möguleika í húsnæð- ismálum fyrir framsýn fyrirtæki og stofnanir. Viljayfirlýsingin í dag rammar inn þá vegferð sem nú er hafin og hlökkum við til samstarfsins við Mosfellsbæ,“ seg- ir Friðjón Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, í fréttinni. Reitir eignuðust landið árið 2017. Seljendur voru Arion banki og LT lóðir ehf. og kaupverðið var 850 milljónir króna. Mynd/Reitir Blikastaðir Hið nýja atvinnusvæði mun rísa við hliðina á Vesturlandsvegi, allt að 100 þúsund fermetrar. Mikil skógrækt er í hlíðum Úlfarsfellsins. Atvinnusvæði í Blikastaðalandi  Reitir munu byggja upp nýtt hverfi  Allt að 100 þúsund fermetrar rísa Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2019 er lokið. Met- þátttaka var í kosningunni sem stóð frá 17. til 28. maí eða 19,1% sem er mesta þátttaka sem hefur verið í sambærilegum kosningum á Íslandi. Jafnvel gæti hér verið um heimsmet að ræða, sem ekki er þó staðfest. Tæplega 1.800 manns tóku þátt í kosningunni. Hægt er að sjá yfirlit yfir öll verkefni og fylgjast með gangi framkvæmda inni á www.mos.is/ okkarmoso. Þar er nokkur fjöldi verkefna sem fóru ekki í kosningu en munu samt sem áður fá verð- skuldaða umfjöllun í stjórnkerfi bæjarins, segir á heimasíðunni. Ærslabelgur á Stekkjarflöt fékk flest atkvæði eða 962. Skíða- og brettaleiksvæði í Ullarnesbrekku fékk 715, flokkunarruslafötur 646 og merkingar á toppum bæjarfella og fjalla 614 atkvæði. Nýtt Íslandsmet í þátttöku LÝÐRÆÐISVERKEFNIÐ OKKAR MOSÓ 2019 Adiya Kumar sem er 12 ára og var að klára 6. bekk segist vera mættur í Háskóla unga fólksins af því að hann hafi fengið styrk til þess. Hann er að læra forritun, efnafræði og vindur og vasaljós og hef- ur ekki farið áður í Háskóla unga fólksins. Adiya valdi fögin sem hann fer í vegna þess að honum leist vel á þau og heldur að það verði skemmtilegt. Hann er ekki búinn að ákveða hvað hann tekur sér fyrir hendur þegar hann verður eldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.