Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 12.06.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Í dag er ár liðið frá fyrsta fundi Don- alds Trumps Bandaríkjaforseta með Kim Jong-un, leiðtoga einræðis- stjórnarinnar í Norður-Kóreu, þegar þeir hétu því að vinna að kjarnorku- afvopnun Kóreuskaga. Fátt bendir til þess að fundurinn hafi verið jafn- mikið afrek og Trump lét í veðri vaka, að mati stjórnmálaskýrenda sem telja að vonirnar sem forsetinn og fleiri bundu við leiðtogafundinn hafi verið óraunhæfar og einkennst af óskhyggju. „Strax eftir leiðtogafundinn í Singapúr reið yfir okkur bylgja óraunhæfra væntinga, næstum því hjákátlegra,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Andrei Lankov, sérfræðingi í málefnum Kóreuríkjanna og prófess- or við Kookmin-háskóla í Seoul. „Svo gerðu menn sér grein fyrir því sem hefur alltaf verið augljóst – Norður- Kóreumenn ætla ekki að afsala sér kjarnavopnum.“ Undarleg ofurbjartsýni Fundinum í Singapúr lauk með því að leiðtogarnir undirrituðu yfir- lýsingu með mjög óljósu loforði um að löndin ynnu að „algerri kjarnorku- afvopnun Kóreuskaga“. Trump lýsti árangrinum af viðræðunum sem miklu afreki og sagði jafnvel eftir leiðtogafundinn að engin hætta staf- aði lengur af kjarnavopnum Norður- Kóreu. Fyrir fundinn hafði Trump lýst sér sem afburðasnjöllum samninga- manni. Hann kvaðst telja að Kim hefði verið „mjög hreinskilinn“, „mjög heiðvirður“ og „mjög einlæg- ur“ í viðræðunum um afvopnun. Hann talaði um að samband sitt við einræðisherrann í Norður-Kóreu væri „dásamlegt“ og stuðningsmenn hans sögðu að forsetinn hefði náð meiri árangri gagnvart Norður- Kóreu með tísti sínu og stóryrðum á Twitter en forverar hans með hefð- bundnari aðferðum síðustu áratugi. Fylgismenn hans í Bandaríkjunum voru farnir að tala í spjallþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva um að Trump verðskuldaði friðarverðlaun Nóbels fyrir að knýja einræðisherr- ann að samningaborðinu. Þessi ofurbjartsýni í aðdraganda leiðtogafundarins var furðuleg í ljósi sögu einræðisstjórnar Norður-Kóreu sem gerði tvo samninga um að hætta kjarnorkutilraunum sínum og sveik þá báða. Svo virðist sem Trump hafi vanmetið viðsemjandann, ekki gert sér grein fyrir hversu flóknar samn- ingaviðræðurnar yrðu, og ofmetið hæfileika sína sem samningamanns. Leiðtogarnir héldu annan fund í Víetnam í febrúar en viðræðunum var slitið vegna ágreinings um hvað stjórn Norður-Kóreu þyrfti að gera til að refsiaðgerðum gegn henni yrði aflétt. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið í viðræðunum um kjarn- orkuafvopnun Kóreuskagans. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kraf- ist þess að Bandaríkjastjórn slaki á viðskiptaþvingunum þegar í stað en Bandaríkjastjórn hefur neitað því og sagt að ekki komi til greina að gera það fyrr en Norður-Kóreumenn eyði kjarnavopnum sínum. Talið er að ein- ræðisstjórnin vilji öryggistryggingar sem bandarísk stjórnvöld hafa aldrei léð máls á. Þegar leiðtogar Norður- Kóreu tala um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans hafa þeir sett þau skil- yrði að bandarísku hersveitirnar í Suður-Kóreu verði fluttar þaðan og stjórnin í Washington skuldbindi sig til að beita ekki kjarnavopnum til að vernda landið. Margir fréttaskýr- endur eru efins um að einræðis- stjórnin sé í raun tilbúin að afsala sér kjarnavopnum nú þegar hún hefur orðið sér úti um slík vopn og smíðað langdrægar eldflaugar. Þeir telja að hún sé staðráðin í að öðlast viður- kenningu sem kjarnorkuveldi og not- færa sér þessa stöðu sína út í ystu æsar, m.a. til að binda enda á refsiað- gerðirnar gegn landinu. Taldar geta borið kjarnaodda AFP hefur eftir embættismönnum í Washington að fulltrúar Banda- ríkjastjórnar hafi ekki átt neina fundi með embættismönnum Norður- Kóreu eftir leiðtogafundinn í Víet- nam. Einræðisstjórnin í Pjongjang hefur krafist þess að tveimur af helstu samstarfsmönnum Trumps í öryggismálum verði vikið frá störf- um, þeim Mike Pompeo utanríkis- ráðherra og John Bolton þjóðarör- yggisráðgjafa. Norður-Kóreumenn hafa einnig skotið á loft meðal- drægum eldflaugum í tilraunaskyni en Trump hefur gert lítið úr hætt- unni sem stafar af þeim. Talið er þó að eldflaugarnar geti borið kjarnaodda og hægt væri að skjóta þeim á bandarískar her- stöðvar í Suður-Kóreu, að því er The Wall Street Journal hefur eftir suðurkóreskum sérfræðingum í ör- yggismálum. Eldflaugarnar eru tald- ar líkjast rússneskum Iskander- flaugum. „Ég tel ekki að her Suður- Kóreu eða bandarísku hersveitirnar séu með nógu öflugar eldflaugavarn- ir til að geta verndað landið gegn norður-kóreskum Iskander- flaugum,“ hefur blaðið eftir Cheon Seong-whun, fyrrv. embættismanni Þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu. Vonirnar báru keim af óskhyggju  Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga  Talið er að nýjar flaugar Norður-Kóreu geti borið kjarnaodda og hægt væri að skjóta þeim á bandarískar herstöðvar Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu eftir fundinn Ár liðið frá fyrsta leiðtogafundi Trumps og Kims Heimildir og ljósmyndir: AFP/KCNA/Saul Loeb/Kim Hong-Ji Leiðtogarnir undirrituðu mjög óljósa yfirlýsingu um að löndin ynnu að „algerri kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga“ og Trump sagði að enginn hætta stafaði lengur af kjarna- vopnum Norður-Kóreu Trump gerði hlé á árlegum heræfingum Bandaríkjanna og S-Kóreu. Kim hét því að stöðva kjarnorkutilraunir Donald Trump Bandaríkja- forseti og Kim Jong-Un, leiðtogi N-Kóreu, héldu fyrsta leiðtogafund sinn N-Kóreumenn afhentu líkams- leifar rúmlega 50 bandarískra her- manna sem féllu í Kóreustríðinu Singapúr 12. júní 2018 Utanríkisráðherra Trumps, Mike Pompeo (t.h.), fór í nokkrar ferðir til Pjongjang Helsti sendimaður Kims Jong-uns, Kim Yong-chol, fór tvisvar í heimsókn í Hvíta húsið Helstu samninga- menn landanna tveggja 27. júlí Trump og Kim héldu annan fund sinn 27. febrúar 2019 Hanoi Sérfræðingar töldu að N-Kóreumenn hefðu hafið framkvæmdir á ný við kjarnorkubyggingu 6. mars N-Kóreumenn skutu á loft skammdrægri eld- flaug í tilraunaskyni í fyrsta skipti frá nóvember 2017 18. apríl Kim og Vladimír Pútín Rússlandsforseti héldu fyrsta leiðtogafund sinn og litið var á hann sem lið í tilraunum N-Kóreustjórnar til að auka stuðninginn við afnám refsiaðgerðanna 25. apríl N-Kóreustjórn sagði að hún myndi aldrei hefja viðræður að nýju um kjarnorkuafvopnun nema stjórn Trumps breytti afstöðu sinni til afnáms refsiaðgerða gegn N-Kóreu 24. maí Fundinum var slitið þar sem leiðtogunum tókst ekki að ná samkomulagi um hvað Norður-Kóreustjórn þyrfti að gera til að refsiaðgerðum gegn henni yrði aflétt 28. febrúar Kim Jong-nam, hálfbróðir ein- ræðisherra Norður-Kóreu, var í tengslum við bandarísku leyniþjón- ustuna CIA áður en hann var myrt- ur í Malasíu árið 2017, að því er bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum. Einn þeirra sagði að Kim Jong-nam hefði átt nokkra fundi með njósn- urum bandarísku leyniþjónust- unnar og veitt þeim upplýsingar. „Það voru tengsl á milli hans og CIA.“ Myrtur með eiturefni Kim Jong-nam var elsti sonur Kim Jong-ils, fyrrverandi einræðis- herra Norður-Kóreu, og um tíma talinn líklegur eftirmaður hans. Jong-nam féll þó í ónáð árið 2001 eftir að hann var handtekinn á flugvelli í Japan með falsað vega- bréf þegar hann hugðist skemmta sér í Disneylandi í Tókýó. Hann fór í útlegð árið 2003, gagnrýndi ein- ræðisstjórnina í Norður-Kóreu og hvatti til umbóta í landinu að kín- verskri fyrirmynd. Jong-nam var myrtur með eitur- efninu VX sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa skilgreint sem gereyð- ingarvopn og er öflugasta tauga- eitur sem vitað er með vissu að hafi verið framleitt. Stjórnvöld í Mal- asíu og Suður-Kóreu saka ein- ræðisstjórnina í Norður-Kóreu um að hafa fyrirskipað morðið en hún neitar því. Tvær ungar konur voru hand- teknar og ákærðar fyrir að hafa nuddað klút á andlit Jong-nams í innritunarsal alþjóðaflugvallarins í Kúala Lúmpúr 13. febrúar 2017 skömmu áður en hann dó. Kon- urnar sögðu að óþekktir menn hefðu ginnt þær til að gera árásina og talið þeim trú um hún væri að- eins hrekkur sem sýndur yrði í sjónvarpsþætti. Yfirvöld í Malasíu féllu frá ákærunum og konurnar voru leystar úr haldi fyrr á árinu. Hálfbróðir einræðisherra N-Kóreu sagður hafa veitt CIA upplýsingar AP Hálfbróðirinn Kim Jong-nam á flugvelli í Tókýó í maí 2001. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Yfirvöld í Rúss- landi tilkynntu í gær að fallið hefði verið frá ákæru á hendur rannsóknar- blaðamanninum Ívan Golúnov sem var handtek- inn í Moskvu í vikunni sem leið og ákærður fyrir fíkniefnasölu. Lögfræðingar og stuðningsmenn Golúnovs segja að lögreglan hafi komið fyrir fíkniefn- um í bakpoka og íbúð hans áður en hann var handtekinn með það fyrir augum að stöðva rannsókn hans á spillingu embættismanna og fleiri málum. Ákæran vakti óvenjuhörð viðbrögð rússneskra dagblaða og margir Rússar gagnrýndu hana á samfélagsmiðlum. RÚSSLAND Ákæra gegn blaða- manni felld niður Ívan Golúnov fyrir rétti í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.