Morgunblaðið - 12.06.2019, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
stundum sem við áttum með
okkar vinahópi. Tene, Frakk-
land, allar Námuhelgarnar og
allt tjillið í 7D stendur upp úr af
mörgu góðu. Skarð þitt verður
aldrei fyllt en við munum halda
minningu um einstakan dreng á
lofti um ókomna tíð. Minning
þín mun lifa í 603 og víðar, en
fyrst og fremst 603 því þér var
nokk sama um flest annað.
Arnar Geir Halldórsson.
Minn allra besti frændi fall-
inn frá og langt fyrir aldur
fram. Vil byrja á því að þakka
þér fyrir allar samverustund-
irnar sem við áttum saman.
Ógleymanlegar ferðir okkar er-
lendis standa upp úr og sú síð-
asta í haust þegar þú heimsóttir
mig til Tallinn. Lífsviðhorf þitt
síðustu ár þrátt fyrir veikindin
hefur verið ótrúlegt. Þú barðist
í gegnum hvert áfallið með bros
á vör og hélst alltaf þínu striki
sama hvað á bjátaði. Þú lést
veikindin aldrei stoppa þig og
hélst ótrauður áfram að ferðast
um heiminn eins og þér einum
er lagið. Ég mun sakna klukku-
tíma samtalanna okkar um dag-
inn og veginn, aðalumræðuefnið
var yfirleitt fótboltinn sem við
ræddum frá morgni til kvölds.
Ég mun ævinlega vera þakk-
látur fyrir síðasta spjallið okkar
áður en þú kvaddir þennan
heim. Takk fyrir að bíða eftir
mér og leyfa mér að kveðja þig.
Ég veit hversu stoltur þú
varst af Hermanni bróður þín-
um og framvegis munt þú fylgj-
ast með honum í kóngastól að
ofan meðan hann reimar á sig
skóna í Þorpinu. Grunar nú að
fljótlega verði flestir orðnir
rauðir og hvítir þarna uppi ef
ég þekki minn mann rétt. Eftir
standa minningar um frábæran
einstakling, sem kenndi mér svo
margt í lífinu. Hvíldu í friði,
minn kæri, sjáumst síðar.
Elsku Ragga, Rúnar og Her-
mann, hugur minn er hjá ykkur.
Ágúst Þór Ágústsson.
Fallinn er frá mikill eðal-
drengur, Baldvin Rúnarsson,
frændi okkar. Baldvin var elst-
ur barnabarnabarna Rögnu og
Tona á Ránargötunni, ömmu og
afa okkar.
Stórfjölskylda Rögnu og
Tona eins við köllum okkur hef-
ur í gegnum tíðana verið ein-
staklega samheldin og mikill
samgangur á milli fjölskyldna.
Einn af hápunktum ársins er
spurningakeppnin í þorrablóti
stórfjölskyldunnar. Baldvin hef-
ur haft yfirumsjón með keppn-
inni síðustu ár og gert það með
miklum myndarbrag. Okkar
leggur hennar Ingu, ömmusyst-
ur Baldvins, hefur lagt mikla
áherslu að hún haldist í hans
umsjá, enda vitað að okkar
möguleikar á sigri væru mun
meiri þar sem hann gat þá ekki
tekið þátt fyrir Hönnu legg. En
því miður setur hann ekki sam-
an fleiri keppnir og það verður
mikið ábyrgðarhlutverk fyrir
þann sem tekur það að sér.
Þegar maður er 19 ára og
fær þá frétt að maður sé með
krabbamein þá gæti maður látið
sjúkdóminn hægja á sér og far-
ið að öllu með gát. Eða bara
ákveðið að lifa lífinu til fulls,
halda áfram með plönin sín og
líta á veikindin sem smá hlið-
arverkefni. Það gerði Baldvin
og rúmlega það. Háskólanám á
fótboltaskólastyrk í USA, há-
skólanám í Danmörku, heims-
reisa, kaup á sinni fyrstu íbúð,
hlaupa hálfmaraþon og safna
metfé, fara á alla leiki Íslands á
EM, fara á alla leiki Íslands á
HM er bara svona það sem
kemur fyrst upp í hugann.
Baldvin hafði einstaklega
gaman af fótbolta og öllu sem
að honum sneri. Hann var Þórs-
ari og United-maður alla leið.
Þó svo að veikindin hafi sett
strik í reikningin á vellinum þá
var hann á fullu utan vallar og
starfaði meðal annars við þjálf-
un og lýsingu og úrslitaþjón-
ustu fyrir alþjóðlegar getrauna-
síður. Hann var líka einstaklega
glúrinn í því að finna leiki út
um allan heim þar sem mögu-
lega væri hægt að taka inn smá
aur, þannig séð atvinnumaður í
fótbolta sem er draumur flestra
yngri fótboltaiðkenda.
Baldvin var einstaklega glað-
lyndur, með mátulega svartan
húmor og hafði sterkar skoð-
anir á því hvernig hann ætlaði
að koma sér áfram. Smá sletta
af kæruleysi í bland við ofan-
greint og trú á eigin getu getur
komið manni langt. Í okkar
huga hefði hann haft meiri tíma
með okkur þá hefði Baldvin
komist lengra en flestir.
Í fimmtugsafmæli Ragnheið-
ar mömmu sinnar fyrir nokkr-
um mánuðum tók Baldvin að
sér veislustjórn og gerði það
með miklum sóma. Gerði góð-
látlegt grín að mömmu sinni og
pabba og sagan og leikrænir til-
burðir um það hvernig hann
ímyndaði sér þeirra fyrstu
kynni fyrir tíma samskipta- og
samfélagsmiðla var frábær. Þá
var ekki á honum að sjá að
hann myndi kveðja okkur
nokkrum mánuðum seinna.
Elsku Ragnheiður, Rúnar og
Hermann, Hanna og Hermann
eldri, skarðið sem Baldvin skil-
ur eftir sig verður seint fyllt.
Við ætlum koma þar fyrir ynd-
islegum minningum um frábær-
an dreng sem kvaddi okkur allt
of snemma.
Baldvin, við sjáumst seinna!
Þínir frændur,
Baldvin, Arinbjörn,
Anton og Árni.
Vinátta er eitt af því fallegasta
sem þú getur eignast
og eitt af því besta sem þú getur
orðið.
Vinur er lifandi fjársjóður
og ef þú átt einn slíkan,
þá átt þú eina verðmætustu gjöf
lífsins.
(Höfundur ókunnur)
Vinur Orra, vinur Atla, vinur
okkar og allra hinna. Vina- og
kunningjahópurinn risastór og
hafa mörg tár fallið undanfarið.
Baldvin, vinurinn okkar með
fallega brosið sem náði til augn-
anna og dillandi hláturinn. Þú
kvaddir þegar bjart er allan
sólarhringinn, það kemur ekki á
óvart.
Við kynntumst þegar þú
varst lítill snaggaralegur prakk-
ari að æfa fótbolta með Þór. Þið
Orri breyttust í samlokur á núll
einni og Atli og vinir hans tóku
ykkur undir sinn verndarvæng.
Úr varð stór og samhentur hóp-
ur sem brallaði ýmislegt. Þið
orðnir ungir menn og við héld-
um að framtíðin væri björt og
ykkur allir vegir færir. En fyrir
rúmum fimm árum veiktist þú
og við horfðum á hvernig þú
tókst á við þetta risaverkefni
með ótrúlegum dugnaði, kjarki,
baráttu og bjartsýni. Þetta er
vont en það venst var það nei-
kvæðasta sem við heyrðum þig
segja um veikindin. Við sáum
hvaða toll þau tóku en að gefast
upp var ekki í þinni orðabók. Þú
lést ekkert stoppa þig í að lifa
lífinu lifandi. Skurðaðgerðir,
lyfjagjafir og geislar, ekkert
stoppaði þig. Þú tókst eitt skref
í einu (ókei, stökkst) að næsta
ævintýri. Fyrir tveimur vikum
sagðir þú: „Við Orri verðum að
fara að henda í eina ferð.“
Ferðalögin þín innan- og utan-
lands með vinum og eða fjöl-
skyldu voru ótalmörg og einnig
fórstu einn (þá fór nú um okk-
ur). Ekkert var ómögulegt í
þínum huga og við horfðum á
eftir þér nánast beint af skurð-
arborðinu og út í heim í leit að
nýjum ævintýrum. Lífið er núna
átti vel við um þig. Nú komið er
að kveðjustund, elsku Baldvin
hetjan okkar. Við eigum sann-
arlega margar og góðar minn-
ingar um þig sem við munum
rifja upp um ókomin ár. Það
gerum við í þínum anda skelli-
hlæjandi og látum brosið ná til
augnanna.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Við munum sakna þín út yfir
endimörk alheimsins.
Samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Baldvins, hann var ein-
stakur.
Bjarney og fjölskylda
Steinahlíð.
Baldvin minn, elsku litli
frændi og vinur, er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Það má
eiginlega segja að við höfum
kynnst allt of seint í þessu lífi.
Ég man ennþá eftir mómentinu
á goðamótinu 2010 þegar þú
röltir upp að mér og tilkynntir
mér að við værum náskyldir
frændur, eftir stutt spjall fatt-
aði ég það að við ættum mikla
samleið og værum með ná-
kvæmlega sömu áhugamál og í
kjölfarið byrjuðum við að rækta
okkar frábæru vináttu. Þrátt
fyrir að vera þremur árum
yngri en ég leið mér alltaf eins
og þú værir stóri frændi minn
þar sem þú varst töluvert skyn-
samari og greindari en ég.
Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú kenndir mér á lífsleið-
inni og öll frábæru ráðin sem
þú gafst mér. Jákvæðni var þitt
aðalsmerki og það voru aldrei
vandamál, heldur bara lausnir.
Ég mun aldrei gleyma öllum ut-
anlandsferðunum okkar og sér-
staklega ekki þeirri síðustu til
Rússlands þegar við fórum að
sjá okkar menn í íslenska lands-
liðinu spila og ég man svo inni-
lega þegar þú sagðir við mig
eftir leikinn gegn Nígeríu:
„hvað er fólk að velta sér upp
úr úrslitunum hérna, það er
bara rugl að við séum að spila
við þessar þjóðir“ og fórst svo
að hlæja.
Ég er ævinlega þakklátur
fyrir okkar síðustu stund saman
þegar við hringdum í Ágúst
bróður til Eistlands á facetime
og faðmlagið okkar áður en ég
kvaddi þig og lagði af stað heim
til Reykjavíkur. Hvíldu í friði,
Baldvin minn, sjáumst síðar.
Elsku Ragnheiður, Rúnar og
Hermann. Hugur minn er hjá
ykkur.
Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Elsku vinur, þetta eru skila-
boð sem við vildum ekki þurfa
að senda þér, við vitum reyndar
að þú ert að lesa þetta og ert
100% skellihlæjandi yfir því að
við séum í svona miklum vand-
ræðum að skrifa þetta, en við
tökum það á kassann og hlæjum
með. Það er nefnilega það sem
þú kenndir okkur, að hafa bara
gaman að öllu og taka þessu
blessaða lífi ekki of alvarlega
því við eigum jú bara eitt líf og
þú sagðir okkur að njóta þess á
meðan við getum. Við munum
reyna að gera það fyrir þig.
Þessi skilaboð hefðu frekar átt
að snúast um skipulag á næstu
þvæluferð, en svona virðist lífið
vera og það er eins og það er.
Þú varst sá traustasti í
bransanum, gæinn sem hver og
einn gat treyst fyrir nákvæm-
lega öllu. Með heilan haug af
leyndarmálum og við erum
rosalega þakklátir fyrir það því
mikið var af vitleysunni sem við
brölluðum saman og er líklega
fyrir bestu að þú liggir á þeim.
Alltaf varstu jafn harður og
tókst ekki einu sinni í mál að þú
værir veikur. Ætli það sé ekki
út af því að þú leyfðir okkur
ekki að halda það og varst fljót-
ur að gefa okkur gula spjaldið
ef við töluðum eitthvað um það.
Þú varst alltaf sannur sjálfum
þér. – Sama hvað bjátaði á, þá
varstu alltaf Bassi Rú. Bassinn
okkar allra. Sameiningartákn
svo ótal margra. Sannur vinur
og ein raunverulegasta mann-
eskja sem við höfum kynnst. Þú
varst sannkallaður meistari æs-
ingsins og varst ávallt tilbúinn
að æsa menn upp í alls konar
umræður og pota í það og sjá
hvernig það brást við. Hvernig
veistu hvað virkilega býr innra
með öðrum ef þú skoðar ekki?
Þú elskaðir að fá fólk upp á
tærnar því að þá virkilega sýndi
fólk sitt rétta andlit. Þú varst
alltaf þú sjálfur og skildir ekki
hvers vegna allir voru ekki allt-
af sannir sjálfum sér. Ef þú ert
ekki þú sjálfur, hver ertu þá?
Þú þoldir ekki leikþátt. Þú
hataðir hann.
Þú gerðir bara allt og lifðir
lífinu nákvæmlega eins og þú
vildir. Hver fer hinum megin á
hnöttinn rétt kominn úr erfiðri
lyfjameðferð og það einn síns
liðs? Tekur bara þátt í mara-
þoni og pakkar því saman, fer á
alla leikina hjá landsliðinu á
EM og HM, kaupir sér racer í
stofuna til þess að halda sér í
formi, skipuleggur allar utan-
landsferðir hjá okkur strákun-
um, vinnur eins og skepna og
þjálfar með, flytur einn til Ástr-
alíu rétt eftir aðgerð. Varst allt-
af tilbúinn að vera með fjöl-
skyldu og vinum sama hvað
bjátaði á og hvernig líðan þín
var. Það er bara einn maður og
það er Baldvin Rúnarsson,
kóngurinn í þorpinu. Alltaf
varstu samkvæmur sjálfum sér
og alltaf vinur vina þinna, hvað
sem bjátaði á og sama hvað
hver sagði. Þegar við hugsum
út í það þá varstu í raun aldrei
mannlegur og í raun ekki hægt
að bera þig við neinn. Þú áttir
það til að vísa í góðvin þinn
Zlatan: „Lions don’t compare
themselves to humans“ og það
átti ansi vel við um þig.
Við erum ofboðslega þakk-
látir fyrir þann tíma sem við
fengum með þér. Þú kenndir
okkur þrautseigju og þú kennd-
ir okkur lífsreglurnar. Fyrir
það munum við ávallt minnast
þín. Takk fyrir allt, elsku vinur.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar allra að eilífu.
Birgir Viktor Hannesson,
Egill Örn Gunnarsson,
Finnur Heimisson,
Finnur Mar Ragnarsson,
Guðmundur Oddur
Eiríksson,
Halldór Kristinn Harðarson,
Ingólfur Árnason,
Jónas Björgvin
Sigurbergsson,
Róbert Ingi Tómasson,
Sölvi Andrason,
Örnólfur Hrafn Hrafnsson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Okkar ástkæri
JAKOB GÍSLI ÞÓRHALLSSON
lést þriðjudaginn 4. júní.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 13. júní klukkan 13.
Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir
Ingi Þór Jakobsson Hanna Birna Jóhannesdóttir
Hreinn Jakobsson Aðalheiður Ásgrímsdóttir
Þórhallur Jakobsson Stefanía Bergmann Magnúsd.
barnabörn og langafabörn.
Frændi okkar,
HELGI GUNNAR ÞORKELSSON
skrifstofumaður,
Barmahlíð 51, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 30. maí á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför hans fer
fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. júní
klukkan 11.
Sigríður Helga Þorsteinsd., Jón Ingi Guðmundsson,
Þorsteinn Kári, Guðmundur Kristján
og Friðgeir Ingi Jónssynir,
Þorsteinn, Guðrún Ása og Friðgerður Ósk Jóhannsbörn,
Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vagn Leví Sigurðsson
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA KRISTJANA ÓLAFSDÓTTIR
frá Þórustöðum í Bitrufirði,
lést mánudaginn 3. júní á Landspítalanum í
faðmi ástvina. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní klukkan 13.
Ólafur Friðmar Brynjólfsson Guðný Gunnarsdóttir
Danfríður Kristín Brynjólfsd. Guðmundur Þór Ármannsson
Brynjólfur Bjarki Jensson Helga Kristín Magnúsdóttir
Ingibjörg Jensdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ADAM ÞÓR ÞORGEIRSSON,
Háholti 5, Akranesi,
lést 5. júní á Sjúkrahúsi Akraness.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 12. júní klukkan 13.
Ólöf Erna Adamsdóttir Hreinn Haraldsson
Friðrik Adamsson Lise Dandanell
Auður Adamsdóttir Gunnlaugur V. Snævarr
Þorgeir Adamsson Hrönn Hilmarsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær vinur okkar og frændi,
BÖÐVAR GÍSLASON,
bóndi á Butru í Fljótshlíð,
lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
mánudaginn 10. júní.
Aðstandendur
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON
listamaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 5. júní. Jarðarför fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 12. júní
klukkan 15.
Gríma Sóley Grímsdóttir Viðar Guðmundsson
Sigurlaug Guðmundsdóttir
og barnabörn