Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 ✝ Elsa JóhannaÓskarsdóttir fæddist að Hvammi í Langa- dal í Austur- Húnavatnssýslu 2. september 1936. Hún lést á sjúkra- húsinu á Blönduósi 18. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Óskar Þor- leifur Jóhannesson frá Móbergi, f. 21. júní 1897, d. 15. júlí 1988, og Guðrún Magnea Magnúsdóttir, f. 17. apríl 1913, d. 27. júní 1993. Árið 1963 giftist Elsa Gunn- ari Sig. Sigurðssyni húsa- smíðameistara, f. 16. janúar 1942. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 22 mars 1963, maki Lúðvík Vilhelmsson, þau eiga þrjú börn. Dagbjart Gunnar, Erlu Guð- rúnu og Elsu Kristínu. 2) Óskar, f. 12. janúar 1965. 3) Sigurður, f. 4. febrúar 1970, maki Jóhanna Kjart- ansdóttir, þau eiga tvö börn. Ástu Lilju og Baldvin Frey. Elsa ólst upp í Fagranesi í Langa- dal en flutti til Blönduóss 1962 og bjó þar fram til síðasta dags. Skólaganga var í far- skóla sveitarinnar og síðan kvennaskóli Blönduóss. Hún vann fyrst við þjónustu og iðn- að en lengst af við umönnun á Héraðshæli Austur-Húnvetn- inga. Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 1. júní 2019. Elsku amma, nærveran þín, ástúð og kærleikur hafa alla tíð veitt okkur hlýju og öryggi. Rétt eins og innilega faðmlagið þitt. Þótt við kveðjum þig núna með sorg í hjarta og grátbólgin augu, stóru ömmubörnin þín, þá erum við líka ómælanlega þakklát fyrir stundirnar okkar saman og allar fallegu minning- arnar. Þær munu verma okkur út lífið. Þegar við vorum lítil örk- uðum við linnulaust inn og út af heimilinu ykkar afa, þar sem við vorum öllum stundum svo velkomin. Við nutum þess að eiga þig að, þótt við hefðum ekki á þeim árum verið sér- staklega meðvituð um gæfuna sem okkur hafði verið gefin. Út æskuna okkar barstu alla kosti sem kalla má ömmulega. Heitar kleinur, prjónaðar peys- ur, gráar krullur og endalausa þolinmæði. Þegar við uxum úr grasi urðum við líka svo lánsöm að fá að kynnast þér betur sem manneskju og sem vin – lífs- reynslunni þinni, styrk og bein- skeytta húmornum. Þegar við sátum langstundum að skrafi, yfir kaffibolla eða sérrí, og þú sagðir okkur frá löngu liðinni tíð. Aldrei sastu heldur á skoð- unum þínum, það var ekki þinn bragur. Þú veittir Erlu líka öll þau ráð og stuðning sem hún þurfti í gegnum sjúkraliðanám- ið sitt. Þú varst og verður allt- af stóra fyrirmyndin hennar á því sviði. Eftir að við bjuggum okkur síðan eigin heimili, í öðr- um landshlutum og öðrum löndum, fækkaði samveru- stundunum okkar en þær urðu fyrir vikið bæði nánari og hlýrri. Síðustu árin þín nýttuð þið afi ósköp vel. Þið fóruð saman á húsbílnum yfir landið þvert og endilangt og meira að segja yfir hafið líka. Við systkinin ræddum okkar á milli hversu mikið það gladdi okkur að þið skylduð eiga þessar gæða- stundir saman. Við óskum einskis heitar en að þú hafir vitað hvað þú skipt- ir okkur miklu máli. Hversu þakklát við erum fyrir að hafa notið samvista þinna. Hversu mikið það hryggir okkur að kveðja þig, elsku amma. Þú elskaðir okkur svo mikið og við elskum þig líka, endalaust. Takk fyrir hlýjuna, hláturinn og öll innilegu faðmlögin. Dagbjartur Gunnar, Erla Guðrún og Elsa Kristín. Elsa Jóhanna Óskarsdóttir Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-15.30. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Sundleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10:30. Boccia kl. 10:40-11:20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12:30- 15:50. Opið kaffihús kl. 14:30-15:15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- boðið kl. 8:50. Opin Listasmiðja kl. 9-16. Línudans kl. 10-11:15. Salat- bar kl. 11:30-12:15. Hádegismatur kl. 11:30. Miðvikufjör kl. 11:50. Friðjón og Kiddi koma og skemmta. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Hug- myndabankinn opin kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Vatnsleikfimi. Sjál. kl. 8:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurður m/leiðbeinanda kl. 09-12. Línudans kl. 11:00-12:00 Leikfimi Helgu Ben kl. 11:00-11:30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13:00-16:00. Félagsvist kl. 13:00-16:00. Döff Félag heyrnalausra. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.00 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9:45, Lesið upp úr blöðum kl. 10:15, Upplestur kl. 11-11:30, Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, Hádegisverður kl. 11:30-12:30, Félagsvist kl. 13:30, Bónusbíllinn kl. 14:40. Seltjarnarnes Botsía í salnum kl. 10:00, Kaffispjall í króknum kl. 10:30, Snjallsímanámskeið kl. 13:00, vatnsleikfimi sundlaug Seltjar- narnes kl. 18:30. Minnum á skráningu á spjaldtölvunámskeiðið, skráning í síma 857-9424 eða 866-3027. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Félagslíf Fræðslukvöld um bænina kl. 20-21. Fyrsti hluti af átta: „Hvers vegna að biðja?“ Allir velkomnir, ókeypis aðgangur en tekið við frjálsum framlögum. Kaffi og meðlæti á eftir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift     Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN RUT EYJÓLFSDÓTTIR, Lerkidal 10, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 14. júní klukkan 13. Úlfar Hermannsson Eyjólfur Pálsson Sigríður Stefanía Pálsdóttir Gunnar Hans Konráðsson Eyþór Árni Úlfarsson Helga Sigríður Úlfarsdóttir Helgi Kárason Ólöf Marín Úlfarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri sonur, eiginmaður og faðir, GÍSLI KRISTJÁNSSON HEIMISSON verkfræðingur, Hverafold 31, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. júní klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar og Heimahlynningar Landspítala, https://www.land spitali.is/um-landspitala/stydjum-starfsemina/minningarkort/ María Gísladóttir Þorgerður Ragnarsdóttir María, Grímur og Ragnar Gíslabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.