Morgunblaðið - 12.06.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
Dzsenifer Marozsán, miðjumaður
þýska landsliðsins í knattspyrnu og
Evrópumeistara Lyon, missir af tveim-
ur síðari leikjum Þjóðverja í riðla-
keppni HM í Frakklandi vegna meiðsla.
Hún tábrotnaði í fyrsta leik gegn Kín-
verjum og spilar ekki gegn Spáni í dag
eða Suður-Afríku á mánudag. Vonir
standa til að hún geti leikið í útslátt-
arkeppni mótsins.
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í
færeyska knattspyrnuliðinu NSÍ Runa-
vík, drógust í gær gegn Ballymena frá
Norður-Írlandi í forkeppni Evr-
ópudeildar UEFA. Leikið er um sæti í 1.
umferð en þar hefja Breiðablik,
Stjarnan og KR keppni.
Spánverjinn David Pisonero hefur
verið ráðinn þjálfari Vardar Skopje frá
Makedóníu, nýkrýndra Evrópumeist-
ara karla í handknattleik. Hann kemur
í staðinn fyrir landa sinn, Roberto
García, sem hefur verið ráðinn þjálfari
karlalandsliðs Egyptalands.
Norður-Írinn Rory McIlroy er kom-
inn í þriðja sæti heimslistans í golfi
eftir sigur á Opna kanadíska meist-
aramótinu um síðustu
helgi. Brooks Ko-
epka er efstur þrett-
ándu vikuna í röð
og Dustin John-
son er annar.
Á eftir
McIlroy
koma Just-
in Rose og
Tiger Wo-
ods. Þessir
eru allir á leið á
US Open sem
hefst í Kali-
forníu á morg-
un.
Eitt
ogannað
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik
karla fer langt með að tryggja sér
keppnisrétt í lokakeppni Evr-
ópumeistaramótsins á næsta ári tak-
ist því að vinna landslið Grikkja í
kvöld þegar liðin leiða saman hesta
sína í bænum Kozani í norðurhluta
Grikklands. Reyndar fylgir sá bögg-
ull skammrifi að á sama tíma verður
lið Norður-Makedóníu að leggja
landslið Tyrkja að velli í Eskisehir í
Tyrklandi. Framundan eru tvær síð-
ustu umferðir riðlakeppninnar en
auk leiksins í Grikklandi tekur ís-
lenska landsliðið á móti Tyrkjum í
Laugardalshöll síðdegis á sunnudag-
inn.
Vinni Tyrkir lið Norður-
Makedóníu í dag og Ísland leggi
Grikkland bíður íslenska landsliðs-
ins úrslitaleikur í Laugardalshöll á
sunnudaginn.
Fyrir lokaleikina í þriðja riðli und-
ankeppninnar hafa landslið Íslands
og Norður-Makedóníu fimm stig
hvort. Tyrkir eru stigi á eftir og
Grikkir reka lestina með tvö stig og
geta vart talist hafa möguleika á
blanda sér í baráttuna um sæti í
lokakeppni EM sem fram fer í Aust-
urríki, Svíþjóð og Noregi í janúar á
næsta ári.
Grikkir sóttu ekki gull í greipar ís-
lenska landsliðsins í fyrri viðureign-
inni sem fram fór í Laugardalshöll
24. október sl. Íslenska landsliðið
vann leikinn með 14 marka mun,
35:21, eftir að hafa farið á kostum í
síðari hálfleik. Munurinn að loknum
fyrri hálfleik var fjögur mörk, 17:13.
Grikkir virðast harðskeyttari á
heimavelli. Þeir gerðu sér lítið fyrir
og lögðu granna sína frá Norður-
Makedóníu óvænt í Kozani í byrjun
vetrar, 28:26. Þeim tókst ekki að
fylgja sigrinum eftir í næsta heima-
leik. Þá töpuðu Grikkir fyrir Tyrkj-
um, 26:22. Voru þau úrslit ekki síður
óvænt en sigurinn á landsliði Norð-
ur-Makedóníu. Þar með dofnaði
hressilega yfir möguleikum Grikkja
á að blanda sér í baráttuna um sæti í
lokakeppni EM en svo langt hefur
gríska landsliðið aldrei náð.
Reynslan er Íslandsmegin
Greinilegt var á fyrri leik liðanna í
Laugardalshöll í lok október að
munurinn er talsverður á liðunum,.
Ekki síst eru leikmenn íslenska
landsliðsins betur þjálfaðir auk þess
sem þeir eru vanari alþjóðlegum
handknattleik. Íslenska liðið er
reyndara og betur samæft en það
gríska sem byggt er upp á leik-
mönnum með félagsliðum í heima-
landinu sem að AEK undanskildu
hefur ekki náð teljandi árangri á
Evrópumótum félagsliða.
Viðbúið er hinsvegar að Grikkir
reyni hvað þeir geta fram eftir leikn-
um í dag fyrir framan stuðnings-
menn sína en heimaleikirnir tveir
fram til þessa voru vel sóttir af
áhorfendum enda er nokkur áhugi
fyrir handknattleik í norðurhluta
Grikklands, nærri landamærunum
við Norður-Makedóníu.
Skarð er fyrir skildi að Ómar Ingi
Magnússon getur ekki tekið þátt í
leiknum í kvöld eftir að hafa farið á
kostum í dönsku úrvalsdeildinni á
leiktíðinni með meistaraliðinu Aal-
borg Håndbold. Hann glímir enn við
afleiðingar höfuðhöggs í kappleik
undir lok síðasta mánaðar.
Aðeins ein hefðbundin örvhent
skytta er í hópnum, Teitur Örn Ein-
arsson. Hann verður þar af leiðandi
ekki leystur af hólmi nema í staðinn
komi hægri handar skytta. Af þeim
er hinsvegar nóg í hópnum. Mark-
verðirnir ungu, Ágúst Elí Björg-
vinsson og Viktor Gísli Hall-
grímsson, munu standa vaktina eins
í leiknum við Norður-Makedóníu í
lok mars. Ágúst Elí kemur til leiks
fullur sjálfstrausts eftir að hafa unn-
ið sænska meistaratitilinn fremur
óvænt á dögunum.
Uppistaðan í íslenska liðinu eru
leikmenn sem lék fyrir Íslands hönd
á HM. Reynslan er fyrir hendi.
Að sækja stig til Kozani
Íslenskur sigur í kvöld fer langt með að tryggja þátttökurétt á 11. lokamóti EM
í röð Reynslan er meiri Íslandsmegin en Grikkir bíta frá sér á heimavelli
Morgunblaðið/Eggert
Sækir Aron Pálmarsson sækir að grísku vörninni í leik Íslands og Grikk-
lands í Laugardalshöll í október. Aron verður í eldlínunni í Kozani síðdegis.
Bandaríkin unnu í gærkvöld sann-
kallaðan risasigur á Taílandi, 13:0, í
síðasta leik fyrstu umferðarinnar á
heimsmeistaramóti kvenna í knatt-
spyrnu í Reims í Frakklandi. Stað-
an var 3:0 eftir 50 mínútur en eftir
það hrundi leikur Taílendinga gjör-
samlega. Alex Morgan skoraði
fimm markanna en bandaríska liðið
setti með þessu met í lokakeppni
HM. Þýskaland vann áður stærsta
sigurinn, 11:0 á Argentínu árið
2007.
Svíar lentu í basli með Síle í sama
riðli en náðu að skora tvisvar undir
lokin og sigruðu 2:0.
Evrópumeistarar Hollands lögðu
Nýja-Sjáland að velli, 1:0, í E-riðli í
Le Havre þarsem Jill Roord, leik-
mðaur Arsenal, skoraði sig-
urmarkið í uppbótartíma. KR-
ingurinn Betsy Hassett lék fyrstu
67 mínúturnar á miðjunni hjá Nýja-
Sjálandi. Holland og Kanada eru
því með þrjú stig eftir fyrstu um-
ferð riðilsins. vs@mbl.is
AFP
Sigurmark Jill Roord fagnar eftir að hafa tryggt Hollendingum sigur á
Nýsjálendingum með marki á lokasekúndum í uppbótartímanum.
Þrettán marka
metsigur í Reims
Toronto Raptors nýtti sér ekki tækifærið
sem liðið fékk á heimavelli í fyrrinótt til að
tryggja sér sinn fyrsta NBA-meistaratitil í
körfuknattleik. Golden State vann, 106:105,
og getur því jafnað metin í 3:3 á sínum
heimavelli annað kvöld. Toronto fengi þó
eftir sem áður annað tækifæri á heimavelli í
oddaleiki. Meiðsli Kevin Durant skyggðu á
annað í leiknum. Hann lék sinn fyrsta leik í
nokkrar vikur með Golden State en slas-
aðist á hásin. Stephen Curry skoraði 31 stig
fyrir Golden State og Kawhi Leonard 26
fyrir Toronto. vs@mbl.is
Meiðsli Durant
skyggðu á sigur
AFP
Hásin Kevin Durant studdur
af velli í leiknum í Toronto.